Tíminn - 05.04.1966, Blaðsíða 7

Tíminn - 05.04.1966, Blaðsíða 7
19 HtTnJUTtAGUTt 5. apríl 1966 TIMINN Fréttabréf starfsemi S. Þ. Eiming sjávar æ umfangsmeiri Æ fleiri aðferðir til að eima sjó eru uppgötvaðar í vaxandi fjölda landa sem búa við al- varlegan vatnsskort. f fyrra voru reistar stöðvar sem sam- tals eima um 150 milljón lítra vatns á dag. „Aukningin er þeim mun mikilvægari sem framledðslan fram til 1962 naim samtals 76 milljónum lítra," segir í nýbirtri skýrslu fram- kvaandastjóra Sameinuðu þjóð- anna um þetta efni, Aukningin á árinu 1965 skiptist þannig: Evrópa 112 miiljón lítrar á dag, Asía 22 milljónir, Rómanska Ameríka 9 milljónir og Afrfka 7 millj. lítra. Sovétríkin hófu fyrstu meiri- háttar áætlun sína með tveim- ur kjamorkuverum sem verða notuð til að eima sjó. Stöðv- ar í Suður-Evrópu voru auknar til mikilla muna, og Suðaustur- Asía eignaðist sínar fyrstu eimingarstöðvar 1965. Sólarorka- Eimingin er að mestu fram- kvæmd með olíu eða gasi seon vorkugjafa. Þó er ætlunin að nota sólarorku í eimingarstöð sem brátt tekur til starfa í Grikklandi, og kjarnorka er notuð í stórum stfl til eiming- ar. í vanþróuðum löndum er nú mest um vert að reisa litlar eimingarstöðvar. Einu löndin sem eru með áætlanir um verulega stórar stöðvar eru ísrael, Arabíska sambands- lýðveldið og Bandaríkin, segir í skýrslu Sameinuðu þjóðanna. í Flórída eru t.d. uppi áætl- anir um stöð sem á að skila 10 milljón lítrum af fersku vatni daglega. Ennfremur hef- ur verið gengið frá áætlun í Kaliforníu um kjarnorku- og eimingarstöð sem á að skila hvorki meira né minna en 570 milljón lítrum á dag. Auk þess hafa Bandaríkin stofnað til allsherjarrannsokna í því augnamiði að læfcka fram- leiðslukostnað á hvern lítra. Búizt er við að rannsóknimar taki fimm ár og muni kosta 200 milljón dollara (8600 mfllj. feL krónra:). Alþjóðasamstarf Hin öra þróun á síðustu ár- um hefur orðið samfara æ víð- tækara alþjóðasamstarfi á þessu sviði, bæði milli tveggja ríkja og milli fleiri ríkja. Til dæmis var fyrsta alþjóðaráð- stefnan um efnið haldið á liðnu hausti í boði Bandaríkjanna. 55 ríki og 6 alþjóðastofnanir þeirra á meðal Sameinuðu þjóðirnar og Alþjóðakjamorku málastofnunin (IAEA) — áttu þar fulltrúa. Fram vóm lagð- ar 125 ritgerðir, álitsgerðir og skýrslur um efnið. Mörg iðnaðarlönd gerðu samninga um samvinnu við vanþróuðu löndin. Frakkland hjálpar t.d. Máretaníu til að reisa kjamorkuver sem einnig á að eima sjó í Port Etienne. Bandaríkin eiga samvinnu við Saudi-Arabíu, ísrael og Mexi- kó. Á liðnu ári vom gerðar undirbúningsrannsófcnir fyrir væntanlega stöð í fsrael sem á að framleiða um það bil 380 milljón lítra af fersfcu vatni á dag. Hve mikflvæg frekari þekk- ing á eimingu sjávar og hin- um ýmsu aðferðum sem beitt er, er talin, kemur einnig fram í samþykkt Efnahags- og fé- lagsmálaráðsins frá liðnu ári. Þar em dregnar fram megin- línurnar í viðleitni Sameinuðu þjóðanna á þessum vettvangi og framkvæmdastjórinn hvatt- ur til að efla það hlutverk skrif stofu samtakanna að vera i senn upplýsingamiðstöð og brennidepifl alþjóðasamstarfs um eimingu sjávar. Áveituvatn A liðnu hausti buðu Samein- uðu þjóðimar 34 ríkjum í Af- ríku, Asíu, Rómönsku Amer- iku og Austur-Evrópu til ráð- stefnu um hagnýtingu hins eim aða vatns. Þar urðu menn. m, a. ásáttir um, að tæknin væri kornin á það stig að unnt væri að birgja heil landsvæði upp að vatni án teljandi erfið- leika. Hins vegar væri eiming- in enn of dýr til að hægt væri að hagnýta vatnið til áveitu. Þó væri ekki ólíklegt að fram- leiðslan gæti orðið ódýrarí með því að hagnýta aukaefnin úr saltinu. Nálega allar sérstofnanir Sameinuðu þjóðanna hafa sýnt áhuga á eimingu sjávar. Al- þjóðakjarnorkumálastofn u n i n hélt fimmta fund sinn um hag- nýtingu kjarnorku við eim- ingu sjávar í apríl í fyrra, og stofnunin hefur fulltrúa hvar- vetna þar sem gerðar eru til- raunir með það. Betra heilbrigðis- ástand Menningar- og vísindastofn- un Sameinuðu þjóðanna (UN ESCO) styrkir rannsóknir sem miða að árangursríkari aðferð- um. Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunin (WHO) hefur áhuga á þeim auknu möguleikum til hreinlætis og betra heilbrigð- isástands sem hið eimaða vatn hefur f för með sér. Matvæla- og landbúnaðarstofnunin (FAO) fylgist náðið með þró- uninni og vonast tfl að hægt verði að eima vatn með svo ódýrum hætti, að hægt verði að hagnýta það tfl áveitu og annars svipaðs. Vandamálið er enn til um- ræðu hjá Sameinuðu þjóðunum. Efnahags- og félagsmálaráðið hefur að undanförnu setið á rökstólum og fjallað um þær tillögur frá skrifstofu Samein- uðu þjóðanna sem varða við- leitnina í náinni framtíð. Þær fela m.a. í sér, að Sameinuðu þjóðimar safni árlega upplýs- ingum frá ríkisstjórnum hlut- aðeigandi landa um reynsluna af retestri eimingarstöðvanna og framkvæmi ýmiss konar rannsóknir, m.a. um hagnýt- ingu sólarorku og erfiðleika í þvi sambandi, og einnig um aðferðir til að skipta því vatni sem eimað er. Styrkir til allra landa í öllum námsgreinum Þeir sem hug hafa a að stunda nám erlendis eiga nú kost á að nema svo að ségja hvað sem vera skal í bvaða landi sem er. Á árinu 1966 standa um 170.000 eriendir námsstyrkir til boða náms- mönnum í 120 löndum. 77 al- þjóðastofnanir og 1690 aðrir styrkveitendur kosta námið, að því er Menningar- og vfsinda- stofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) tilkynnir. Nálega allir þessir náms- styrkir standa einnig til boða á árunum 1967 og 1968. Þeir veita kost á námi í næstum hvaða háskólafagi sem er í na- lega öllum löndum heims. . í fyrsta sinn geta menn á þessu ári farið til staða eins og Brunei á Bomeó, Tchad, Kongó (Brazzaville), Swazi- lands og Hvíta-Rússlands í So- vétríkjunum tfl sérhæfðs náms. f Bandaríkjunum em erlend ir stúdentar fjölmennastir. Næst kemur Frakíkland, síðan Vestur-Þýzkaland, Sovétríkin og Bretland. Að því er snert- ir námsgreinar em húmanísk fræði efst á blaði, sfðan tækni, læknisfræði, félagsvísindi og náttúmfræði í þeirri röð sem þær vora nefndar. Hvað á að velja? Hvernig fá menn upplýsing- ar um alla þessa mörgu kosti? UNESCO hefur nýverið sent á markaðinn handbók sína „Stpdy Abroad" í sextánda sinn. Þar er að finna nákvæm- ar upplýsingar um eðli og til- gang námsstyrkjanna, skilyrði sem sett em fyrir þeim og ára- fjöldann sem þeir taka til. Venjulega ér þess krafizt, að umsókriir berist frá sex til tólf mánuðum áður en námsárið hefst. „Study Abroad“ er nátengd annarri bók UNESCOS, „Hand book of International Exchang es,“ sem fjallar um álþjóðlega námsmannaskipti og kemur brátt út í annarri útgáfu. Þar geta þeir sem hafa áhuga á þessum efnum fengið applýs- ingar um rúmar 5300 stofnan- ir sem vinna að alþjóðlegum samskiptum, m.a. sumarleyfis- ferðum, íbúðarskiptum o.s.frv. Kynþroskaaldurinn hefur lækkað um 3 ár á einni öld. 4 Unglingarnir verða sífellt hærri og sterkari, verða æ fyrr kynþroska og eru þannig frjó- samir æ lengri tíma ævinnar. Að jafnaði era unglingar sam- tímans milli 15 og 20 sentí- metram hærri en unglingar fyr ir 100 árum. Kynslóðin sem nú er fullþroska er 7—10 sentí- metrum hærri. Fyrir 100 árum urðu stúlkur í Evrópu kynþroska 16—17 ára. Nú verða þær kynþroska 13— 14 ára. Af því leiðir að þær era lengur frjósamar, og er vert að gefa því gaum þegar rætt er um „mannfjölgunar- sprenginguna," segir i síðasta hefti „UNESCO Courier,“ mán aðarriti Menningar- og vísinda stofnunar S.Þ. Fólksfjölgunarvandamálið er viðfangsefni þessa heftis. For- stjóri matvæla- og landbúnað- arstofnunarinnar (FAO) skrifar þar grein og bendir á, að auk- ist matvælaframleiðslan ekki, heldur haldi einungis.í við mannfjölgunina, muni tvöfalt fleiri jarðarbúar búa við hung- ur og vannæringu um næstu aldamót en nú. J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.