Tíminn - 05.04.1966, Blaðsíða 10

Tíminn - 05.04.1966, Blaðsíða 10
SUNNUDAGUR 3. apríl 1966 n TÍMINN Þorleifur Einarsson kjörinn formaður Hins islenzka BJORINN náttúrufræðifélags GfÞE-Reykjavík, miðvikudag. 26. febrúar s. 1. var haldinn að- alfundur hins íslennlka náttúru- fraeðifélags en það telur nú 950 félagsmenn. Sú breyting varð á stjórn félaigsins, að Eyþór Einars son fonmaður baðst undan endur kjöri, og tó(k Þorleifur Einarsson, sem áður var ritari félagsins, við formannstign og Bergþór Jóhann esson var kj.rinn ritari í stað hans Stjóm félagsdns slkipa nú: Þorleif ur Einarsson jarðfræðingur, for- maður, Einar B. Pálsson, verkfræð ingur, varaformaður, Bergþór Jó hannsson, grasafræðingur, ritari, Gunnar Ámason búfræðingur, gjaldkeri, Jón Jónsson fiskifræð- ingur meðstjórnandi. Starfsemi fé lagsins á s. 1. árl var með svrp uðu sniði og undanfarin ár. Haldn ar voru 7 samlkomur og á þeim öllum voru flutt erindi náttúru- fræðilegs eðlis og skuggamyndir sýndar til skýringa. Þá voru fam ar 4 fræðsluferðir á árinu og voru þrjár þeirra eins dags ferðir til jarðfræði- og grasafræðiathug ana. Aðalfræðsluferð félagsins á árinu var þriggja daga ferð og að þessu sinni var farið austur í Hreppa og Þjórsárdal til alhliða náttúraskoðunar. ÞAÐ ER TEKiÐ EFTIR AUGLÝSINGU I TÍMANUM! Náttúrufræðingurinn, rit félags ins kom út í fjórum heftum á ár- inu, alls um 2000 blaðsíður. Rit stjlóri var dr. Sigurður Pétursson og lætur hann nú af ritstjórn sam- kvæmt eigin ósk eftir að hafa rit stýrt Náttúrafræðingnum í 10 ár eða lenigur en nokkur annar. Við ritstjóm tekur nú Örnólfur Thorlaoius menntaskólakennari. Á aðalfundinum av r samþykkt sam hljóða að kjósa þá Einar H. Einars son, Skammadalshóli í Mýrdal, Háldan Björnsson bónda Kvískerj um í Öræfuim og Helga Jónasson, Gvendarstöðum í Köldukinn kjör félaga félagsins. Vill félagið með þessu votta þeim þakklæti fyrir ómetanlegt starf þeirra sem áhuga manna við náttúrurannsóknir. Árgjald félagsins er nú 150 kr. og er Náttúrufræðingurinn inni- falinn í félagsgjaldinu. iringanga í félagið er öllum heimil, en svo sem kunnugt er heldur félagið uppi aimennri fræðslustarfsemi einkum með fræðslufundum yfir vetrarmánuðina og fræðsluferðum að sumarlagi. Ákeyrsla GÞE—Reykjavík, mánudag. Alðfaranótt fimmtudagsins 31. marz var ekið á ljósa Volkswagen bifreið R-10213, sem stóð á móts vig húsið að Laugalæk nr. 17. Mun líklega hafa verið bakkað framan á hana, eða ekið beint á hana, en hún er mjög beygluð að framan. Vill rannsóknarlög- reglan beina þeim tilmælum til þess, sem ákeyrslunni olli, að gefa sig fram, og hafi einhverjir sjónar vottaar verið að þessu, era þeir einnig beðnir um að gefa sig fram við rannsóknarlögregluna í Reykjavík. * BILLINN Rent an Ioeoar Allmiklar umræður urðu í neðri deild á föstudaginn um þá breyt- ingu á áfengislögunum að leyfa hér bruggun og sölu á sterku öli. Meirihluti allsherjarnefndar, fimm menn mælir með samþykkt frumvarpsins, en Bjöm Fr. Bjömsson hefur lagt til, að þjóð aratkvæði verði greitt um málið, og hefur meirihluti allsherjar- nefndar fallizt á þá tillögu. Pétur Sigurðsson gerði grein fyrir áliti meirihlutans, en auk hans tóku til máls Skúli Guðmundsson og Lúð- vík Jósefsson, sem mæltu gegn frumvarpinu, og Björn Fr. Björns son. Skúli Guðmundsson hefur skilað minnihlutaáliti frá allsherjar- nefnd um málið, og er það svo- hljóðandi: „f frumvarpi því, sem hér ligg- ur fyrir, er lagt til að veita rík- isstjórninni heimild til að leyfa til búning á áfengu öli m. a. til sölu innanlands. Undirritaður er andvígur þvi að slík heimld verði veitt, m.a. af þeim ástæðum, er nefndar verða hér á eftir, Lítill vafi er á því, að verði leyft að selja hér áfengt öl, mun drykkjumönnum fjölga og áfengis neyzlan aukast. Víndrykkja er nú mikil hér á landi og hefur farið vaxandi. Það verður að teljast mjög misráðið að gera ráðstafan- ir til að auka áfengisnotkunina og þau vandræði, sem henni fylgja. Fremur ættu menn að leita ráða til að draga úr neyzlu áfengra drykkja og, ef mögulegt væri, af- nema hana með öllu. Mikil hætta er á því, að ungt fólk freistist til þess að drekka áfengt öl, ef það er fáanlegt, og leið margra liggi þaðan til hinna sterkari drykkja. Trúlegt er, að áfenga ölið yrði nokkuð algengur svaladrykkur fólks á vinnustöðum. Afleiðingar þess yrðu minni vinnuafköst og aukin slysahætta. Flutningsmenn og meðmælend- ur frumvarpsins gera enga tilraun til að sýna fram á, að þörf sé fyrir þá lagabreytingu, sem stefnt er að með frumvarpinu. Þess er heldur ekki að vænta, því að eng- inn getur bent á, að samþykkt frv. mundi verða til heilla fyrir nokkum mann. Lögfesting þeirra ákvæða, sem það hefur að geyma, mundi hins vegar verða fjölda manna til tjóns og auka þann ófarnað í þjóðfélaginu, sem áfeng ið veldur nú þegar. Ferðamálaráð og Samband veit inga- og gistihúsaeigenda sendu allsherjarnefnd meðmæli með frumvarpinu. En þeir aðilar, sem taldir eru hér á eftir, hafa sent Alþingi mótmæli gegn frumvarp- inu og áskoranir um að fella það: Áfengisvarnaráð. Stórstúka fs- lands. Stúkan Harpa, nr. 59, Bol- ungarvík. Stjórn Kvenfélagasam- bands íslands. Stúkan ísafold — Fjallkonan nr. 1, Akureyri. Stúk- an í Stykkishólmi. Áfengisvarna- nefnd Stykkishólms. Stúkan Dan- íelsher nr. 4, Hafnarfirði. Full- trúaráð bandalags kvenna, Reykja vík. Aðalfundur Mæðrafélagsins, Reykjavík. Kvenfélag Langholts- safnaðar, Reykjavík. Aðalfundur áfengisvarnanefndar kvenna í Reykjavík og Hafnarfirði. Hjálp- ræðisherinn á íslandi. Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna, Akureyri. Stúkan Minerva nr. 172, Reykja- vík. Þingstúka Reykjavíkur. Aðal- i fundur Kvenréttindafélags ís- lands. Framkvæmdanefnd Um- dæmisstúkunnar nr. 1. Stúkan Morgunstjarnan nr. 11, Hafnar- firði. Verkakvennafélagið Fram- sókn, Reykjavík. Aðalfundur Kven félags Hríseyjar. Landssamband ísl. ungtemplara. Aðalfundur Kvenfélags sósíalista, Reykjavík. Stúkan Einingin nr. 14. Reykja- vík. Þing Héraðssambandsins Skarphéðins. Aðalfundur Reykja- víkurdeildar Bindindisfélags öku- manna. Stjórn Sambands breið- firzkra kvenna. Stjórn Náttúru- lækningafélags fslands. Stúkan Framsókn nr. 187, Siglufirði. Siglu fjarðardeild bindindisfélags öku- manna. Stykkishólmsdeild bind- indisfélags ökumanna. Fundur í fulltrúaráði Landssam- bandsins gegn áfengisbölinu, þar sem mættir voru fulltrúar frá 14 félögum og félagssamböndum, og var áskorun til Alþingis um að fella frv. samþykkt þar einróma. Samkvæmt framansögðu legg ég til, að frumvarpið verði fellt.“ ÁREKSTRAR Framhald af bls. 24. nokkuð skemmd. Nokkrir menn vora í bifreiðinni og sakaði eng an svo að teljandi væri. í gær urðu tveir árekstrar, báðir frem- ur smávægilegir. Er álitið að tvær bifreiðar séu óökufærar af þeim sökum. Hinir reyndust minni hátt ar og svo sem fyrr segir, urðu eng in meiðsl á mönnum í þessum á- rekstrum. Þá voru talsverð brögð af ölvun í bænum um helgina. HÓLABÓK Framhald af bls. 24. um brukanlegan Réttargangsmáta med Samburde fornra og nyrra Rettarbota og Forordninga, að nýu útgefen á Forlag og auken Skýringargreinium syslumanns Jóns Sveinssonar í Austur-Múla- syslu". Loks er að geta eftirsóttra bóka frá þessari öld, sem þarna eru á boðstólum, öll ritverk Halldórs Laxness, um fimimtiu bindi í fyrstu útgáfu, og flestar með káp VATNSGEYMIR Framhald af bls. 24. vogskaupstaðar og spurði hann nánar út í þessi mál. Ólafur sagði, að um langan tíma hefði aðalaðfærsluæðin til Kópa- vogs verið þvert yfir Fossvogsdal inn og upp að Klifvegi. Hefði lengi legið í loftinu, að færa þyrfti þessa æð, og samkvæmt gömlum samningi yrði það gert einhvern tíma, þeðar Reykjavik á- kvæði. Nú væri sú stund runnin upp vegna fyrirhugaðra bygginga framkvæmda í dalnum, og hefði verið ákveðið, að æðin skyldi flutt í sfðasta lagi árið 1968. Gert er ráð fyrir, að Kópavogsbúar fái í framtíðinni 1 vatn sitt einhvers staðar inni í Blesugróf, en ekki hefur enn verig ákveðið nákvæm lega, hvar þag verður. Á síðasta sumri var steyptur upp vatnsgeymir við Digranesveg í Kópavogi. Ekki tókst að ganga fullkomlega frá honum fyrir vet- urinn, en hafizt verður handa um það verk nú mjög fljótlega, og hann síðan tekinn í notkun i sum ar eða haust. Geymirinn tekur 1240 rúmmetra af vatni, en við til komu hans binda menn miklar vonir. Ólafur Jensson sagði ennfrem- ur: í rauninni er hægt að segja, að við fáum nóg vatn til bæjar- -ins í heild, en ýmsir annmarkar era hins vegar á innanbæjarkerf- inu, og það sem aðallega hefur verig að, er að við höfum ekkí haft aðstöðu til vatnsmiðlunar þanniig, að oft hefur verið vatns skortur í einstöku bæjarhverfum þótt nóg sé annars staðar, og víða sé ástandið gott. Þetta batnar, þegar dreifingin verður betri, því að vatnsgeymirinn á að verða nægileg miðlun fyrir þá hluta bæjarins, sem vatnið getur runn ið beint til, en síðan þarf að dæla vatninu til þeirra staða, sem hæst iiggja. Nú er það þannig, að dæl urnar vinna fyrir lágþrýstikerfið líka, að nokkru leyti, en um leið þannig, að eftir það hvílir ekki á dælunum annað en það, sem þær nauðsynlega þurfa að sjá fyrir. Stöðugt er unnið að því að endurbæta innanbæjarkerfið, og lagðar í það 3—0 milljónir á ári. Stofninn í vatnsveitunni í Kópa- vogi er orðinn gamall, var lagður af töluverðri rausn til þess að fullnægja dreifðri byggð, en er langt frá því að fullnægja nú þeirri byggð, sem risin er. Vatns veitan hefur ekki verið aukin nægilega, nema nú síðustu árin, að sögn Ólafs. TUNGLFLAUG Framhald af bls. 13. um hitastig. Tunglfirð LUNU- 10 er 1000 km en tunglnánd 350 km. Talið er, að næst muni sovézkir visindamenn senda nýjan tunghnött á braut um tunglið, og verði hann útbúinn ýmsum fleiri tækjum, og þá líklega einnig myndatökuútbún aði. LUNA-10 og hinum nauðsyn legi eldflaugaútbúnaði tungl- hnattarins, og samtals 160 kg. — var skotið á löft á fimmtu daginn, og var fyrst sett á braut um jörðu, áður en næsti áfangi — ferðin til tunglsins — hófst. Svo að Luna 10 gæti komizt á braut um tunglið, var nauðsynlegt að draga svo úr hraða tunglhnattarins að að- dráttarf tunglsins, sem er 1/ af aðdráttarafli jarðar — héldi hnettinum föstum á ákveðinni braut. Ef þetta hefði ekki tek- izt, hefði LUNA-10 haldið áfram út í geiminn í átt til sólar. Klukkan 18.44 að íslenzkum tíma á sunnudaginn hlýddi LUNA-10 merkjum frá jörðu — næstum 400.000 km í burtu — og setti hemlaeldflaugar sín ar í gang. Á 20 sekúndum var hraðinn kominn niður í 1.25 km á sek. og sjálfur hnöttur inn með öllum trokjum um borð losaði sig frá eldflaugastöðinni. í LUNA 10 er radíóstöð og loftnet, mörg tæki. sem gera eiga margs konar mælingar. sérstök orkustöð og litlir þotu hreyflar, sem eiga að halda tunglhnettinum stöðugum á brautinni. Samkvæmt tilkynningu frá sovézku fréttastofunni TASS felur Luna-áætlunin í sér at- huganir á segulsviði tunlsins, þyngdarafli og hitastigsbreyt ingum. Sólarmegin er hit- inn allt að 130 gráður á Celcí- us, en á bakhliðínni allt að 130 mínusgráður. Háttsettur sovézkur geimvís- indamaður, prófessor A. Lebe- dinsky, skrifar í Izvestiju, mál gagni sovézku stjórnarinnar í dag, að vísindamenn bíði þess m.a. hvað LUNA-10 geti sagt þeim um geislun frá tunglinu — en LUNA-9 hafi orðið vör við siíka útgeislun. — Vísindamenn verða að fá staðfest, hvað þessi útgeisl un er mikil, hvort hún er eins alls staðar á tunglinu og hvort fljótt dregur úr styrkleika hennar, er maður fjarlægist tunglið, - skrifar prófessorinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.