Tíminn - 05.04.1966, Side 6

Tíminn - 05.04.1966, Side 6
J8_________________________TÍMINN MINNING Matthías Helgason hreppstjóri, Kaldrananesi f. 21. júní 1878 d. 29. marz 1966. „l>ar sem góðir menn byggja skal að góðu hyggja.“ Þegar eldri kynslóðin er að hverfa okkur einkum sú sem er að fylla níunda og tíunda tuginn, langar oss að vita, hverjar voru ræturnar og úr hvaða jarðvegi hef ur hann — hún — verið vaxin. Einkum verður sú spurning áleit in, ef só sem minnat er, hefur um ævi sína haldið á lofti merki þroska og göfgi einstaklinga og þjóðfélagsins. Þeir menn er ólust «pp við aldarhátt og lífsskoðanir, er í gildi höfðu verið kynslóð fram af kynslóð, með litlum breyt ingum, og tileinkuðu sér það Dezta og fullkomnasta af framboði nú- tímans, en byltust ekki í kaf hins mikla flaums, hafa notið góðs erfðafjár og uppeldis. Einn slíkra sæmdarjnanna var Matthías Helga son Kaldrananesi. Matthías var f. 21. júní 1878 að Bræðrabrekku í Bitru. Foreldrar hans voru hjónin Ólöf Jónína Jónsdóttir og Helgi Kristjánsson. Ólöf var dóttir Jóns bónda Jo- hannessonar frá Kvenhóli á Fells- strönd og konu hans Ólafar Orms dóttur Sigurðssonar í Langey. Kona Jóns var Guðrún Magnús- dóttir Bjamasonar Bræðrabrekku. Mörg af systkinum Ólafar fóru til Vesturheims og hösluðu sér þar völl til frama. Hélgi Kristjánsson bóndi á Efra Felli í Kollafirði og k.h. Guðbjarg ar ísleifsdóttur á Stóru-Hvalsá í HrútafirðL Eru ættareinkenni giftudrjúgar gáfur, framsýni og forspá. Eftir fárra ára sambúð lézt Helgi. Efni voru lítil og því fárra kosta völ hjá Ólöfu. Og sveitar- stjórnin, sem á þeim tímum áleit sig forsjón ekkna og munaðarleys- ingja, fór venjulega þá leið, að sundra fjölskyldunni, og þau urðu hlutskipti Ólafar og drengjanna hennar. Ólöf fór með yngri dreng inn Kristján að Þambárvöllum, en Matthías fór að Broddanesi þá á sjöunda aldursári. Þá bjuggu á Broddanesi hjónin Jón Magnússon og Guðbjörg Björnsdóttir. Voru þau hjónin ást- sæl af nágrönnum sínum fyrir hjálpsemi, rausn og myndarskap. Þar var stórt heimili, margt fólk og mikið umleikis, þá tvibýli, þar sem dóttir þeirra og tengdasanur bjuggu á hluta jarðarinnar. Varð því margt starfið og ungl- imgunum ætluð sín verkefni. En í hópi góðra félaga og leikbræðra varð starfið auðveldara. En fyrir Matthíasi var það fjar vistin við móðurina sem þjakaði hann. En þar hlaut hann hjálp í nauðum. Þar á heimilinu var systir Guðbjargar, Þorbjörg, ásamt dóttur sinni. Hún var ekkja og nú tók hún drenginn að sér og var honum svo góð sem móðir í öllu tilliti. Hjá henni lærði hann fyrstu bænaversin, njá henni lærði hann að lesa og skrifa, hjá henni lærði hann að þekkja guð og menn. Hennar minntist hann ávallt sem sinnar ástríku fósturmóður, og i'yrir nokkrum árum stofnaði hann sjóð er ber hennar nafn, og skal vöxt um hans varið til að styrktar fyrir efnalitla unglinga til náms. Þau Broddaneshjónin voru vel greind, öfluðu sér þeirrar þekk- ingar af bókalestri, sem kostur var á, og naut fólk þess. Á þeim árum komu inn í hreppinn tveir ungir menntamenn, Arnór prestur á Felli og Guðjón á Ljúfustöðum. Þeir gengust fyrir endurreisn Lestraréflags Fells og Tröllatungu, völdu góðar, fræðandi og mennt- andi bækur. Fyrir þeirra atbeina var gefið út sveitablað. er flutti fróðleik, skemmtiþætti og ritgerð- ir um almenn mál. Þá var Guð- jón að verða alþingismaður. Strandamanna. En Arnór prestur tók unga námsgjarna pilta heim til sín í kennslu. Þessara manna minntist Matt- hías oft. Þeirra hugsjónir voru að hvetja fólkið til dáða. Hjá hon- um hlutu þessar hvatningar hljóm grunn. Á þeim árum voru flestar leið- ir lokaðar fyrir efnalitla unglinga. En þegar dekkst var í álinn kom blærinn að sunnan. Eitt sinn er Torfi í Ólafsdal var á ferð um Broddanes kvað hann eitt sæti í skólanum óskip- að. Varð orð og athöfn samtímis, og Matthías var ráðinn náms- sveinn í búnaðarskólann í Ólafs- dal, þar sem hann dvaldi um tveggja ára tíma. Allir þeir, er þann skóla gistu og nutu hand- leiðslu Torfa, sóttu þangað þekk- ingu og þroska, og urðu nýtir og góðir leiðtogar í málefnum bún- aðar- og sveitamenningar. Matthías hefur í greinum sín- um og útvarpserindum minnzt Torfa og Ólafsdalsskóla með virð- ingu og af þekkingu. Að loknu námi í Ólafsdal fór hann í jarðabótavinnu austur á Langanes og suður á firði til Seyð isfjarðar. Var þá heimili hans að Dvergasteini hjá sér Birni Þor- lákssyni. Hefur Matthías getið veru sinnar hjá þessum höfuð- klerki — í útvarpserindi. Eftir tveggja ára dvöl eystra kemur hann heim á bernskustöðv- ar til móður sinnar að Þambár- völlum, sem var þar húsmóðir. Vann hann að jarðabótum á vor- in, heyskap og barnakennslu að vetrinum. Á þeim árum kynntist hann gáfaðri og glæsilegri bónda- dóttur, Marigréti Þorsteinsdóttur bónda á Bjarnanesi og konu hans Svanborgar Guðbrandsdóttur frá Syðri-Brekkum á Langanesi. Þau giftust árið 1906. Samfylgd þeirra, sem varð rúm 50 ár, var þeim hin mikla hamingja og er hún lézt fyrir nokkrum árum var sem hálf helft hans hefði horfið. Þau eignuðust 3 börn, Þorstein skóla- stjóra á Blönduósi, kvæntur Jó- fríði Jónsdóttur frá Ljáskógum, Hulldór, sem dó innan við tvítugt, og Svanborgu, búsetta í Reykjavík, gift Stefáni Jónssyni múrarameist ara. Hjá henni og manni hennar dvöldu þau hjón síðustu æviárin. Fyrstu samvi'starár mín voru þau á Bjarnarnesi hjá tengdafor- eldrum Matthíasar, en árið 1910 flytja þau að Kaldrananesi þar sem þau búa í 40 ár við góðan orðstír, velmegun og vinsældir. Matthías var vegna hæfileika og ÞRIÐJUDAGUR 5. apríl 1966 menntunar sjálfkjörinn til for- ystu í sveitar- og héraðsmálum. Um margra ára skeið var hann oddviti og hreppstjóri, formaður sóknarnefndar og safnaðarfulltrúL Fulltrúi Kaldrananeshrepps var hann á héraðsmálafundum Strandasýslu. Matthías var mikill að vallar- sýn, dökkur yfirlitum, karlmann legur, prúður í framgöngu. Var þar að líta þann, sem athugar sitt fótmál og er ákveðinn í stefnunni og meðal annars tileinkar sér þá dyggðina, „að flýta sér hægt.“ f viðræðum og á fundum var hann skemmtilegur, skýr í hugsun og vel máli farinn. Einkum hafði hann \ skemmtilega frásagnarlist Þá var hann vel ritfær, hafði fagra rithönd og létta framsetn- ingu. Nokkur erindi eftir hann um fólk og atburði hafa verið flutt í útvarpinu, einnig hafa ver- ið birtar greinar í ýmsum blöðum og tímaritum. Allar sýna þær hve sterxar kenndir hann hefur borið til æsku- og bernskuáranna. Það vottar og sú þrá og fögnuður, er hann naut sem gestur dvaldi á Broddanesi meðal æskufélaga og samstarfsfólks. Meðal margra greina eftir hann er grein um Valgerði, Völlu mína, ?em var með honum í hjásetunni og vakti athygli hans á gildi trú- mennsku og nærgætni í því starfi, gagnvart skepnunum og nytjun- um af þeim. Þessi einstæðings- kona, sem hann gefur svo góða mynd má ætla að hafi verið að einhverju leyti olnbogabarn sinn- ar samtíðar líf hennar og von var einkadóttirin og trúmennska í starfi. í þjóðsögum okkar er þess get- ið, að móðirin eða verndarinn gæfi barni sínu og skjólstæðing tæki það, er vísaði þeim veginn til þess staðar er þekkingarleysið huldi. Leiðarljós það, er fóstra Matthí asar gaf honum sem bami og unglingi, hefur reynzt honura ör- uggur vegvísir. Æviferill hans og gifturíkt lífsstarf ber þess vott- inn. Og fyrir stafni logar sá kyndill, þó^ tjaldið hylji vorum sjónum. Áfram er haldið til þroska og starfa „Guðs um geim.“ Minning Matthíasar Helgasonar verður geymd í hugum þeirra, sem unna trúmennsku og drengskap. Guðbr. Ben. Fyrir fáum dögum lézt hér á Landakotsspítala í Reykjavík, Matthías Helgason, fjrrverandi bóndi og hreppstjóri frá Kaldr- ananesi við Bjamarfjörð í Strandasýslu. Með Matthíasi féll í valinn einn af aldamótamönnum þeim, sem tóku þátt í vökulu umbótastarfi, vom í forustu, beittu þreki, hug- viti — áræði og dugnaði — á erf- iðum tímiun lands og þjóðar. Hófu á loft merki umbótamannsins. Skipulögðu hópa til sóknar, betri lífskjara bæði í menntun og at- vinnuháttum og alhliða uppbygg- ingu, þrátt fyrir þúsund erfiðleika og torfærar. Matthías var einn af þeim fyrstu, sem stunduðu búfræðinám á skóla Torfa í Ólafsdal — þar mótaðist hann, þar tók hann í hendi plóg andlegra og líkamlegra starfa. Eðli hans og uppeldi var gott, og jarðvegurinn auðunninn. Brennandi áhugi og umbótastarf Torfa tók hug hans allan, — og alls staðar verkefnin — . Ég þyk- ist sannfærður um það, að þar hafi mótazit mest skoðanir hans og framtíðarstarf. Ólafsdalsheim- ilið og Ólafsdalsskólinn voru hon- um ástkær. Minningarnar þaðan og lærdómur var eins konar ar- ineldur — og ljós, — sem entist alla hans ævi. Það sem piltamir frá Ólafsdal lærðu var ekki sagt á þann veg, að það gleymdist, eða væri tekið sem markleysa. Það Framhald á bls. 16 Sigríður Guðmundsdóttir húsfreyja frá Lundum í dag verður til moldar borin hér í Reykjavík, Sigríður Guð- mundsdóttir húsfreyja frá Lundum í Borgarfirði. Hún lézt í sjúkra- húsinu á ísafirði 26. marz s.l., sjö- tíu ög þriggja ára að aldri, fædd að Lundum 6. marz 1893. Foreldrar Sigríðar vora hjónin Guðlaug Jónsdóttir frá Melum í Hnútafirði, alsystir sr. Jóns í Stafa felli í Lóni, og Guðmundar Ólafs- sonar að Lundum, sem var fimmti liður sömu ættar á þessu óðali þeirra. Áttu þau hjón sjö börn og eru 5 þeirra á lífi. Heimilið að Lundum var orð- lagt fyrir risnu og menningarlega reisn og hlutu böm þeirra hjóna hið bezta uppeldi, enda öll mann- ast ágætlega. Bar frú Sigríður það með sér alla ævi, að hún var vax- in af góðri rót og hafði íengið ágætt uppeldi. Að heiman hélt Sigríður til Reykjavíkur og var þar við nám í Kvennaskólanum í tvo vetur. Síðan heima um tíma og vann þá á búi foreldra sinna, gegndi þá einnig trúnaðarstarfi /ið Hvít- árbakkaskólann um tíma og síðar við sjúkrahús í Reykjavík. Þá dvaldi hún um stund austur á Stafafelli, hjá Ragnhildi systur sinni, sem gift er frænda sínum þar, Sigurði Jónssyni, hélt þa til Eiða og var þar við nám, m.a. við vefnað ýmiss konar, hjá Sig- rúnp Blöndal, og síðar til fram- haldsnáms í Svíþjóð. Hún var því orðin gagnmenntuð kona er hún gekk í hjónaband 5. júlí 1931. Og hún valdi sér valmennið Kristján Jónsson erindreka og bankastarfs mann frá Garðsstöðum við ísa- fjarðardjúp, sem þá átti heima á ísafirði. Þangað flutti hún og hef- ur átt þar heima síðan. Þótti vinum Kristjáns og vanda- mönnum vel ráðinn sá h'agur, er hann kom vestur með þessa borg- firzíku bóndadóttur, hina svip- hreinu og fasprúðu konu og mynd- arlegu, sem bar með sér menn- ingarlegan þokka og myndarbrag. Mun ég hafa verið fyrsti nætur- gestur á beimili þeirra og fór það- an glaður yfir þessu hlutskipti þeirra beggja. Kom brátt í ljós að húsfreyjan var ágætlega vaxin þessu verkefni sínu. Hún var bæði hög á hendur og vel lærð í margs konar vefn- aði og annarri kvenlegri iðju og bar heimili þeirra hjóna þess brátt vitni, enda mátti segja að hún væri mikilvirk og smekkvís. Hún var einnig hin mesta hygiginda- og ráðdeildarkona, sem varð furðu- mikið úr litlu, gestrisin og greið- vikin. Slíkar konur voru fyrrum nefndar búkonur, og þótti sæmdar heiti. Og það heiti bar frú Sig- ríður með sæmd. Þá fór orð af henni fyrir félags- hyggju hennar og áhuga á félags- legum viðfangsefnum, og stóð hún þar í fremstu röð. Var henni mjög létt um að blanda geði við fólk af öllum stéttum og flokk- um, greind í tali og hispurslaus, en sanngjörn í viðræðum, ófús í þjark og deilur, en hélt þó jafn- an sínum hlut við hvem sem var að eiga. Var skapgerð hennar mild og traust og broshýrt svipmót var henni eðlilegt. Að félagsmálum kvenna þar vestra vann hún mikið og af heil- um hug og fómaði þeim miklum tíma og orku. Þannig var hún um tvo áratugi formaður Sambands vestfirzkra kvenna, auk þess sem hún starfaði mikið £ kvenfélagi síns heimabæjar. Og í skólanefnd húsmæðraskólans á ísafirði var hún lengi, og bindindisstarfið í bænum átti þár hollan vin. Og alls staðar þótti hún bæði hyggin kona og traust, sem þokaði málum fram með gætni og festu, hvergi veil né hikandi, en aldrei með bægslagang og hávaða. Mun þar nú skarð fyrir sMldL eins og jafn an er góður Hðsmaður fellur í val. En slíkt er lífsins gangur, og sú von jafnan vakandi, að annar komi i staðinn. En þökk ber hverj um þeim, sem þegnskyldunni lýtur og þörfum félagsmálum fórnar tíma og kröftum. Slíkan þegnskap aranda ræktúðu Ungmennafé- lögin í brjóstum þeirra, sem nú era að leggjast til hvíldar eftir furðu árangursríkan starfsdag. Ungmennafélögin voru góður skóli og þjóðinni hollur. Og þar má ekM verða ófyllt skarð, ef vel á að vara. EkM var þeim hjénum, Sigríði og Kristjáni, barna auðið. En kjörson eiga þau, Einar Val, smíða kennara á ísafirði, sem þau ólu upp frá bemsku. Er hann kvænt- ur Guðrúnu Eyþórsdóttur frá Sauðárkróki. Og þess má einnig geta í þessu sambandi, að stund- um voru fleiri börn á heimili þeirra hjóna tímum saman, er kunningjar þeirra og grannar lentu í vanda vegna veikinda. Þá reyndist hún vinur í raun, tók börn að sér og gekk þeim í móð- ur stað, enda var hún barngóð að eðlisfari og hjálpsemi var henni í blóð borin. Læt ég svo þessum fáu minn- ingarorðum lokið, kveð frú Sig- ríði með vinsemd og þökk, og votta Kristjáni vini mínum, og öðrum venzlamönrium, einlæga samúð. Snorri Sigfússon.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.