Tíminn - 05.04.1966, Blaðsíða 9

Tíminn - 05.04.1966, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 5. apríl 1966 TÍMINN "0 " VERÐIR LAGANNA til nunnanna í klaustri heilagrar Sesselju, sem tóku þeim alúðlega. Svo stóð á að verið var að byggja upp hluta, af klaustrinu, og þremenningarnir, sem áttu sér engan samastað vísan, buðu fram aðstoð sína. Félögum Schröders tókst að nurla saman dálítilli fjárhæð og keyptu fyrir hana lítinn bát í því augnamiði að sigla yfir til Afríku og byrja þar nýtt líf. Sú fyrirætlun var Schröder ekki að skapi. Hann gat aldrei kvennmannsiaus verið, og ákvað nú að fá Öddu sína í heimsókn í klaustrið og kalla hana heitmey sína til að fullnægja öllu velsæmi. Til þess að kóma því í kring rneytti hann nafninu á einu af plöggum Pretschmers í Bretsch neyer, en það var auðvelt sökum þess hve gleitt nafnið var skrifað. Að svo búnu bað hann Öddu að heimsækja sig, og þófctist nú viss um að nafnbreytingin nægði til að leiða lögregluna á villigötur hafi hún eftirgrennslun. Nunnurnar tóku ,Öddu vel, en komust brátt að raun um það sér til sárs angurs, að þótt elskendurnir væru hvort í návist annars allan daginn undir beru lofti, gátu þau ekki afborið aðskllnað yfir nóttina. Hjónaleysunum var vísað burt og Adda hélt heimleiðis eftir viku dvöl í Napoli. Hún gerði sér ekki lengur neinar tálvonir, meira að segja íneðan hún var viðstödd gat Schröder ekki á sér setið að eltast við Napoli-stúfkurnar, og alltaf var hann jafn lítið gefinn fyrir erfiði, reyndar alia vinnu. Þegar Adda var farin, þóttist Manfred Schröder búinn að koma sér vel fyrir. Líklega hafa heiður himinn og blátt hafið glætt með honum bjartsýni. Hann lék sér á bát félaga sinna mestailan daginn og svaf um borð í honum á nóttunni. Þegar hann lauk upp augunum ágústmorgun einn, kom hann auga á ljómandi fallega, granna og brúna fótleggi, sem hurfu undir gult pils, klifra upp stálstiga utan í hafnar- babkanum. Haim reis á fætur, ungu stúlkunni gersamlega á óvart, og hún stanzaði og fór hjá sér. Fátið á henni gaf honum tækifæri til að klifra upp á eftir henni,. og brátt voru þau farin að spjalla saman í mestu vinsemd. Þannig kynntist hann Ritu, dökkhærðri, útitekinni og fríðri fiskimannsdóttur. Móðir hennar seldi fisk á hafnarbakkan- um og Claudio bróðir hennar reri til fiskjar á hverjum degi. TOM TULLETT Schröder var ekki lengi að troða sér inn í fjölskylduna, þó Claudis væri ekki um það gefið. Hann sýndi friðli systur sinnar brátt fullan fjandskap og eínsetti sér að losna við hann. Schröder og Rita sinntu því engu en lifðu í ástarsælu. Næstum hvert einasta kvöld sigldi hann með uana í bátnum til Capri. En næturvist þeirra þar var ekki alveg eins rómantísk og ætla hefði mátt, þegar þau ýttu bátnum á flot frá eyjunni voru engin Ijós uppi og þau steinþögðu alla leið- ina í land. Þau lentu ekki heldur á eðlilegum stað, heldur fóru norðurifyrir Misena-höfða, þar sem dökkklæddur mað- ur kom fram út myrkrinu og tók við gúmmídúkspoka full- um af tóbaksvörum. Svo var það 16. janúar að hjúin komu tómhent til Napoli. Þetta kvöld hafði enginn komið til móts við þau, og Schröder sat í fýlu úti undir vegg. Tveim dögum síðar, eftir tvær árangurslausar næturferðir í viðbót, komu menn gangandi upp slitin þrepin. Þeir '-’váðust vera lögreglumenn og báðu hann stuttir í spuna ae sýna sér vegabréfið. Þeir bentu á að nú væri árið helga á enda og aðrir pílagrímar farnir heim. Schröder varð að fylgja þeim á lögreglustöðina., þar sem hann var Ijósmyndaður og tekin af honum fingraför. Hann vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Því voru þeir að eltast við hann? Honum varð hugsað til að síðustu þrjá daga hafði sali hans ekki látið sjá sig en Claudio verið óvenjulega upprifinn. Hafði einhver fundið tóbaksþef ? Hafði Claudio farið til lögreglunnar? Honum var líka þvert um geð að láta ljósmynda sig, því hann hafði lesið fyrir skömmu að Alþjóðalögreglan væri aftur tekin til starfa af fullum krafti. Hann komst að þeirri niðurstöðu að Rita væri sú eina sem hann gæti vænzt hjálpar hjá. Hún elskaði hann, og úr því lögreglan hafði skipað honum að verða burt úr Jandinu innan tveggja sólarhringa bjóst hann við að hún myndi lið- sinna sér. Rita hjálpaði honum fúslega um peninga og hann kvaddi hana með kossi. Schröder var þess fullviss að" fortíð hans væri grafin og gleymd, og það deyfði söknuðinn við að yfirgefa beztu hjákonu sem hann hafði nokkru sinni átt. En netið sem Alþjóðalögreglan hafði lagt var farið að drag ast saman. Adda hafði skýrt lögreglunni frá nafninu „Bretsch- UNG STÚLKA í RIGNINGU GEORGES SIMENON 27 henni út úr húsnæðinu og gaf í skyn, að ekkert væri frramundan nema fremja sjálfsmorð. Gáfuð þér henni peninga? — Þrjá eða fjóra þúsund franka seðla. Ég taldi þá ekki. — Sögðuð þér henni frá bréf- inu? — Já. — Getið þér sagt mér, hvað þér sögðuð nákvæmlega? — Ég sagði henni, hvað stóð í bréfinu. — Höfðuð þér lesið það? — Já. Þögn. Þér megið ekki halda, það hafi verið af einskærri forvitni. Ég opnaði það ekki einu sinni. Marco fann það í töskunni minni. Ég sagði honum alla sólarsöguna, en hann trúði mér ekki. Svo ég sagði honum að opna það. — Getið þér sagt, hvað stóð í bréfinu? — Ekki orðrétt, það var skrifað á ömurlegri frönsku, fullt af vill- um. En það var eitthvað á þessa leið: „Ég hef áríðandi skilaboð til yðar og það er lífsnauðsynlegt, að ég hitti yður. Syrjið eftir Jimmy á Pickwicks Bar í Rue de 1‘Etiole. Það er ég. Ef ég er þar ekki, þá mun barþjónninn segja yður, hvar mig er að finna. Ég get ekki stað ið lengi við í Frakklandi. Þá af- hendi ég barþjóninum skilríkin. Hann mun biðja yður að sýna nafnskírteini. Þér munuð síð- ar skilja ástæðuna fyrir því.“ — Stóð ekkert meira? — Nei. — Sögðuð þér Louise frá þessu? Já. — Virtist hún skilja það? — Ekki strax. Svo var eins og henni dytti eitthvað í hug. Hún þakkaði fyrir og fór leiðar sinnar. — Og þér heyrðuð ekkert meira frá henni um nóttina. — Nei. Það var ekki fyrr en tveim dögum seinna, að ég sá af tiiviljun í blaði, að hún var dáin. — Haldið þér, að hún hafi far- ið á Pickwicks Bar? — Það finnst mér trúlegt. — Og enginn vissi neitt um þetta nema þér og maðurinn yð- ar? Ekki svo ég viti. Bréfið lá í töskunni minni á Hotel Wash- ington og liggur þar sennilega ennþá. Enginn heimsótti mig þangað nema Marco. Þjónninn er sennilega búinn að sækja dótið mitt. Haldið þér þessi skilaboð hafi orðið til þess, að hún var myrt? — Hugsanlegt. Sagði hún ekk- ert, þegar hún fékk skilaboðin? —.Nei, ekki orð. — Talaði hún aldrei við yður um föður sinn? Ég spurði hana einu sinni um myndina í veskinu hennar og hún sagði, að það væri pabbi hennar. — Er hann á lífi? spurði ég hana. Hún leit á mig leyndardóms full og anzaði engu. Einu sinni spurði ég hana, hvað pabbi henn- ar gerði, hún starði bara á mig án þess að segja orð. Svona var hún . . . En sízt vil ég lasta hana látna. . . Nún hef ég sagt yður allt sem ég veit. — Þakka. Hvenær komið þér aftur til Parísar? — Eftir viku. — Janvier hafði fylgzt með sam talinu í aukatóli. Nú erum við komnir á spor- ið eftir Lognon, sagði hann og brosti. — Þekkirðu Pickwicks Bar? — Ég hef gengið þar fram hjá. — Ekki hef ég komið þar inn. Ertu svangur? Mér er meira í mun að kom ast til botns í bessu. Maigret opnaði dyrnar og spurði Lucas, hvort nokkuð hefði spurzt til Lognon. — Nei. — Ef hann skyldi koma. þá er ég á Pickwicks Bar. — Hingað kom kona, sem rek ur hótel í Rue de d'Aboukir. Hún var lengi á báðum áttum, hvort hún ætti að koma. Hún kom til að segja mér, að Louise Laboine hefði búið hjá henni í fjóra mán uði. Hvenær? — Nýlega. Hún flutti fyrir tveimur mánuðum. — Þegar hún flutti í Rue de Clichy? — Já, hún afgreiddi í búð, þar sem þeir hafa útsöluvörur á gang stéttinni. Þar stóð Louise, þangað til hún fékk bronkítis og varð að leggjast í rúmið. Hver hjúkraði henni? — Enginn. Hún bjó í súðar- skonsu. Þarna býr lýður fra Norð ur-Afríkum. Nú var búið að fylla í allar eyður, hringnum var lokað. — Kemurðu með Janvíer? Nú vantaði ekkert nema tvær síðustu klukkustundirnar í lífi hennar. Leigubílstjórinn hafði séð hana á Saint-Augustin-torginu og sennilega gekk hún í áttina að Sig urboganum. Það var leiðin til Rue de rEtoile. Louise, sem hvergi átti höfði sínu að halla og hafði ekki fund ið neinn að leita til nema jafn- öldru sína, sem hún hitti í járn- brautarlest, hún gekk hröðum skrefum, eins og henni lægi á að mæta örlögum sínum. Áttundi kafli. Forhliðin var á milli skósmíða- stofu og þvottahúss, þar sem nokkr ar konur stóðu fyrir innan og j pressuðu föt, hún var það mjó, að flestir gengu sennilega fram- hjá án þess að taka eftir að þarna væri bar. Inm var hálfgert rokliur af því að gluggarúðurnar voru 2] gerðar úr grænum flöskubotnum og fyrir dyrum var dumbrautt for- hengi og yfir þeim hékk fomfá- leg lukt og á hana málað got- neskum stöfum PICKWICK BAR. Þegar Maigret sté inn fyrir varð á honum hugarfarsbreyting, hann varð harðari og kaldari, ópersónu- legri og sama máli gegndi um Janvier. Engin sála var á barnum löngum og mjóum. Inni var skugg- sýnt. Snöggklæddur maður reis á fætur, þegar þeir komu inn og lagði eitthvað frá sér, sennilega samloku, sem hann hafði verið að borða. Þegar dyrnar opnuðust sat hann aftan við barinn án þess þeir sæju hann. Þarna sat hann með fullan munninn og horfði á þá nálgast án þess að mæla orð af vörum og andlitið tómt. Hárið var svo svart, að það hafði á sér bláleitan blæ og loðnar brýrnar gáfu hon- um nokkurn svip, hann hafði höku skarð svo djúpt, að það var líkast öri. Marigret leit sem snöggvast við honum, en það leyndi sér ekki að þeir þekktust frá fornu fari og höfðu átt sitthvað saman a8 sælda. Maigret gekk hægt að bar- stólunum, hneppti frá sér frakk- anum og ýtti hattinum aftur á hnakka. Janvier gerði slíkt hið sama. Eftir stutta þögn spurði barmað- urinn: ÚTVARPIÐ Þriðjudagur S. apríl 7.00 Morgunú;tvarp. 12.00 Hádeg isútvarp. 13.15 Við vinnuna. 14.40 Við, sem heima sitjum. 15.00 Mið degisútvarp. 16.30 Síðdegis- útvarp. 17.20 Fraimburðarkennsla í dönsku og ensku. 18.00 Tónlistartími barn anna, Guðrún Sveinsdóttir stjóm ar tímanum. 18.30 Tónleikar. 19. 20 Véðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 íslenzkir tónlistarmenn flytja verk íslenzkra höfunda. 20.20 Alþingiskosningar og alþing ismenn í Árnessýslu fyrir 1880, Jón Gíslason póstfultr. flytur þriðja og síðasta erindi sitt: Benedikt Sveinsson. 20.30 Díverti mento f F-dýr (K138) eftir Moz art. I Musici leika. 21.00 Þriðju dagsleikritið: „Sæfarinn" Leik- stjóri: Benediikt Árnason. 21.35 Einsöngur: Jussi Björling syng ur sænsk lög. 21.50 Sjö vinnum sjö tilbrigði við hugsanir. Andrés Björnsson les úr nýrri ljóðabók Kristjáns frá Djúpalæk. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.20 „Heljarslóðarorusta" Láms Páls son leikari ies (7). 22.45 Þjóðlög frá ísrael sungin og leikin af þarlendu fólki. 23.00 Á hljóð- bergi. Bjöm Th. Bjömsson. stj. 23.40 Dagskrárlok. Miðvikudagur 6. april 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegis útvarp. 13.15 Við vinnuna. 14.40 Við, sem heima sitjum. 15.00 Mið degisútvarp. 16.30 Síðdegisútvarp 17.20 Fram- burðar- kennsla í esperanto og spænsku. 17.40 Þing fréttir.. 18.00 Útvarpssaga barn- anna: „Tam/ar og Tóta. 18.20 Tón Leikar 19.30 Veðurfregnir. 1930 Fréttir. 20.00 Daglegt mál Árni Böðvarsson flytur þáttinn. 20.05 Efst á baugi Björgvin Guðmunds son og Bjöm Jóhannss. tala um erlend málefni. 20Ö.35 Frimerkið í þjónustu póstsins. Magnús Jochumsson fyrrverandi póst- meistari flytur erindi. 21.00 Lög unga fólksins. Bergur Guðnason kjmnir. 22.00 Fréttir og veður fregnir. 22.20 „Heljarslóðaror- usta“, Láms Pálsson leikari les (8). 22.40 Þrjár svítur o. fl. eftir Henry Purcell. 23.25 agskrárlok. morgun

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.