Tíminn - 05.04.1966, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGWR 5. apríl 1966
TÍMIMW 15
/ skólunum
á Laugarvatni
Stúlkur syngja með gítarundlrleik.
ÞB-Laugarvatni.
Nú hafa skólarnir hér hald-
ið sínar árlegu árshátíSir. Hafa
þær þótt takast ágætlega. Ég
get því miður ekki dæmt um
þetta, þar sem ég var aðeins
viðstaddur barnaskólaskemmt
unina. Hún var haldin 20. febr
úar. Bömin skemmtu sér mjög
vel, eftir erfiði dagskrárinnar,
en þar komu þau öll fram. Er
það mjög athyglisvert og gefur
starfi er á bak við liggur al-
veg sérstakt gildi. Þau fá öll
viðfangsefni, öll reyna þau að
koma fram fyrir áheyrendur og
vandi og ábyrgð hvílir á þeim
jafnt. Þannig nær þessi þrosk
andi athöfn til allra. Skóla-
stjóri er Guðmundur Rafnar
Valtýsson, Laugarvatni. Þá var
á síðastliðnu hausti ráðinn fast
ur kennari, en undanfarin ár
hefur lítils háttar aukakennsla
farið fram. Þessi nýi kennari
er Arnór Karlsson, bóndi í Bóli
í Biskupstungum, borinn og
barnfæddur Laugdælingur.
Arnór er stúdent frá M.L.
Nemendur Menntaskólans
héldu sína skemmtun að vanda
um 1. desember, auk þess hef
ur ýmislegt verið þar til
skemmtunar í vetur. Nú nýlega
heimsóttu Kennaraskólanem-
ar, rúmlega hundrað talsins,
skólann. Keppt var í frjálsum
íþróttum innanhúss og sigruðu
gestirnir og einnig báru þeir
sigur í býtum í körfuknattleik.
Sundkeppni sigruðu nemar M.
L. Um kvöldið var haldin
skemmtun, þar sem báðir flokk
ar sáu um efni. Eftir fjöruga
dagstund í keppni og leik,
héldu kennaraefnin svo til
Reykjavíkur um nóttina.
Húsmæðraskólinn hélt sina
árshátíð 26. febrúar og voru
til húsa í menntaskólanum.
Þeirra skemmtun er alltaf frá
bærlega vel tekið, er ekki
fjarri, að um 600 manns hafi
sótt hana. Sennilega hafa marg
ir þó farið slyppir heim, þvi
annar eins fjöldi kom að Hellu
er þær endurtóku skemmtun
ina þar, skömmu síðar í
grimmdar veðri. Vinsældir Hús
mæðraskóla Suðurlands hér í
héraði eru miklar og á skólinn
nú í smíðum stórt og vandað
skólahús, sem taka mun
nokkru fleiri nemendur, en
auk þess stórbæta alla kennslu
aðstöðu, sem ekki er vanþörf
Nú um siðustu helgi, 26.
marz, héldu nemendur héraðs-
skólans sína samkomu. Það hef
ur lengi þótt nærri undravert,
hve þau, svo ung að árum, hafa
haft mikið og vandað efni fram
að færa. Að sjálfsögðu mundi
þetta eloki vera mögulegt án
sérstakrar stjórnar og vinnu
reynds og duglegs manns. Þetta
hafa þau líka hlotið ómælt, þar
sem er fremstur i flokflci skóla
stjóri þeirra, Benedikt Sig
valdason, hamhleypa til allrar
vinnu. Þá hafa kennarar á öll-
um tímum lagt fram hver sinn
skerf. Má t.d. nefna, að við
undirbúning í þetta sinn, sá
Óskar Ólafsson, kennari, um all
ar leikæfingar, en þrír þættir
voru æfðir og sýndir.
Ég bað formann skólafélags
ins, Þórð V. Steindórsson, nem
anda í þriðja bekk skólans, að
segja mér frá því, sem gerzt
hafði. Ég heyrði strax á máli
hans, að hann mundi Norðlend
ingur. Jú, frá Þríhyrningi
í Hörgárdal, sagðist hann vera.
— En dagskráin hófst kl. 21
með ávarpi hans, sem for-
manns skólafélagsins. Þá
sungu þessar stúlkur, með gít-
arundirleik og fylgir mynd af
þeim: Ósk Lárusdóttir, Berg-
ljót Þorsteinsdóttir, Ólöf Zóp-
honíasdóttir, Jónína Zóhpon
íasdóttir, og Ingibjörg S. Guð
mundsdóttir. Tvær þær síðast
nefndu léku undir á gítara.
Þá var færður á svið gaman
leikurinn „Meyjarþjófurinn".
Leikendur voru: Valur Lýðs-
son, Ósk Lárusdóttir, Helga
Jakobsdóttir, Borgþór Am-
grímsson, og Elísabet Bjarna
dóttir. Næst voru sungnar gam
anvísur um kennarana, gerði
það Ósk Lárusdóttir með gít-
arundirleik sömu stúlkna og
áður. Þá voru fluttir tveir þætt
ir úr íslandsklukku Laxness.
Sá fyrri gerðist í dýflissunni á
Bessastöðum. Þar komu fram
Jón Hreggviðson, leikinn af
Guðna Ágústssyni, Guttormur
Guttormsson, leikinn af Þórði
V. Steindórssyni og Jón Þeofíl
usson, leikinn af Guðna Eiríks
syni. Síðari þátturinn gerðist
í Köbinhavn, nokkrum árum
síðar. Þar birtist Jón Hregg-
viðsson aftur, leikinn af sama
og kona Arnasar Arnæusar
leikin af Ingiríði A. Skírnis-
dóttur. Eins og geta má nærri
voru öll skemmtiatriði flutt af
nemendum sjálfum. Að þeim
lokum var svo seilst um Öxl
eftir hljómsveit, en þeir Skaga
menn, Dumbo-sextett og Steini
léku af miklu fjöri til kl. fjög
ur um nóttina. Er þá enn eftir
að geta merkisviðburð er
þarna átti sér stað. Var það
heimsókn tíu fyrrverandi nem
enda skólans, er gagnfræða
prófi luku vorið 1961. Höfðu
þeir meðferðis dýrindis gjöf,
er þeir færðu skólanum. Var
það ræðustóll, forkunnarfag
ur, smíðaður af Guðmundi
Benediktssyni, húsgagnasmiði í
Reykjavík. — Garðar Einars-
son frá Selfossi hafði orð fyr-
ir fimm ára gagnfræðingum.
Minntist hann liðinna ánægju
stunda að Laugarvatni, óskaði
héraðsskólanum allra heilla í
framtíðinni og afhenti gjöfina.
Benedikt Sigvaldason, skóla-
stjóri þakkaði gefendum og fór
hinum hlýjustu orðum um vin-
áttu þeirra í garð skólans og
hinn mikla höfðingsskap, sem
þeir sýndu með hinni veglegu
gjöf sinni.
Meðfylgjandi myndir eru all
ar teknar í héraðsskólanum.
GarSar Elnarsson afhendlr skóla
sínum gjöf frá fimm ára <ragn-
fræSingum, ræðustól þann, sem
myndin sýnir, Benedlkt Slgvalda
son, skólastjóri veltir gjöftnni
móttöku.
íslandsklukkunni.
BRÉF TIL BLAÐSINS
Ávarp Alþýðuflokksins
Eg var að hlusta á ávarp Al-
þýðuflokksins til þjóðarinnar og
fannst sumt af því harla broslegt.
Hann telur sig hafa unnið vel og
eiga þakkir skilið. Og menn eigi
að sýna þakklæti sitt í verki með
því að fylkja sér um hann. Hann
sé enn góða barnið.
Þetta er nú eins og gengur á
afmælum. Og satt og rétt er margt
af þvi sem sagt var. Það er vissu-
lega rétt, að verkin sýna þau
merki að þjóðmálum okkar var
vel og réttlátlega stjórnað meðan
umbótafiokkar fóru með völdin í
landinu. Og Alþýðuflokkurinn á
það skilið að um hann sé margt
gott sagt meðan hann hét og var.
Vita það allir, sem eitthvað
þekkja til ísl. þjóðmálc. s.l. ára-
tugi, að Aþfl. hefur ýmist átt frum
kvæði að eða tekið þátt í því, að
hrinda mörgu nytjamáli fram til
sigurs, þrátt fyrir harða andstöðu
þeirra afla, sem hann nú vefur
örmurn.
Hitt vita þeir líka, að til þess
að koma „sínum málum“ fram
þurfti hann skilningi og velvild
annarra að halda. Hann hefur
jafnan verið fámennur á þingi og
gat því litlu áorkað einn. En í
samstarfi við bændur og sam-
vinnumenn tókst að fleyta mörgu
fram til hagsbóta fyrir land og
lýð, mörgu sem nú þykja sjálf-
sögð mannúðar- og menningarmál.
Og það skyldi Alþfl. hafa í huga,
að af litlu væri nú að státa fyrir
hann ef bændur og samvinnu-
menn hefðu ekki léð honum lið,
einmitt þeir sem hann nú tekur
þátt í að kasta rýrð á og gera
erfitt fyrir í samstarfi við hinn
eiginlega höfuðandstæðing beggja.
Það er því lítil von til þess, að
fyrri samherjar séu með þökk í
huga nú, þeir sem spunnið hafa
farsælustu þættina í þjóðarvefinn
og gera enn.
Og um leið og Alþfl. mælist til
liðsauka verður hann að gera sér
ljóst, að hann hefur brotið stór-
lega af sér í þýðingarmiklum mál
um, upp á síðkastið.
Það verður að telja að hann
beri höfuðábyrgðina á því, að her
mannasjónvarpinu var steypt yfir
þjóðina. Má víst með sanni segja
að það sé eitt hið mesta óþurft-
arverk, sem unnið getur óbætan-
legt tjón. ef ekki er þar gripið í
taum.
Það verður líka að kalla hann
til ábyrgðar á þvi, hvernig skiiizt
var við landhelgismálið. Það er
ömurlegt að svo skyldi verða eft-
ir að hann hafði verið með að
leysa það á stórmyndarlegan hátt,
(en sennil. þó með hangandi
hendi?) En viðskilnaðurinn við
það mál varð sá, sem kunnugt er,
að á íslendinga var komið fjötr-
um, alveg að óþörfu, sem ósenni-
legt er að þeir geti nokkurn tíma
slitið af sér. Getur það orðið óbæt-
anlegt tjón íslenzkri framtíð, og
lítil von til þess að það gleymist.
Þá hefur flokkurinn lýst sig
fylgjandi því, að erlendur alúmín-
hringur hreiðri hér um sig. Það
er óskiljanleg afstaða eins og hér
er nú ástatt og allt í pottinn bú-
ið. Er raunar vonandi að flokk-
urinn sjái að sér áður en um sein
an er. Því að kunnugir telja mál-
ið háskasamlegt efnahagsltfi okk-
ar og þjóðlífi öllu.
Og var það ekki einu sinni yf-
irlýst af hans hálfu, að ekki
mundi hann eiga sæti í ríkisstjórn
sem ekki réði við verðbólguástand
í landinu?
Nú hefur þessi ríkisstjórn fyrir
löngu sýnt það, að hún ræður ekki
við verðbólguna, sem vex dagvöxt-
um og allt er að færa í kaf. Samt
situr flokkurinn sem fastast í
stjórninni og virðist kunna vel
við sig. Og náttúrlega er hitt svo
líka furðulegt, að minnsti flokk-
urinn í landinu, í lýðræðisríki
skuli hafa slík völd. En kannski
eru það missýningar? — sem
hann þó fellir sig við.
Ekki skal nú fleira talið af því,
sem sýnir berlega hve fráleitt það
er að ætlast til þess, að flokkur-
inn muni hljóta liðsauka. Hitt
væri líklegra, að hann missti
fylgi, svo mjög sem honum hef-
ur orðið á. Og haldi hann áfram
að láta valdasjúka tækifærissinna
stjórna sér er ekki von á góðu.
En gamla vini mundi það gleðja,
ef hann nú gengi fram fyrir
skjöldu og sýndi það í verki, að
hann vildi bæta fyrir afbrot sín
hin síðustu ár, og reyndi þar með
að ganga í endurnýjung lifdaga
sinna.
Gamall samherji.
L :iri 111 t t '
H «“< Islenzk frimerkt M «-< —
op Pvrstadagsum- >-<
«~i slög. «-<
Erlend frimerkl. «-<
«-< Innstungubækur 1 H
>-< miklu úrvalL H
«~< FRÍMERRJASALAN
Lækjargötu 6A H H
n~i 1111 t r
Halldór Kristinsson
gullsmiður - Sími 16979.
VINNA
Maður vanur sveitavinnu,
óskast til starfa á búi við
Reykjavík.
íbúð og gott kaup.
Upplýsingar í síma 19523.
LAUGAVEGI 90-02
Stærsta úrval bifreiða á
einum stað. — Salan er
örugg hjá okkur.