Tíminn - 05.04.1966, Blaðsíða 4
ÞRIÐJTJDAGUR 5. april 1966
16
TÍMINN
■<
AGROTILLER
U
G
NÝTT MÓDEL
50% STYRKLEIKAAUKNING
Á ÖLLUM HLUTUM DRIFS OG GÍRKASSA
BREYTILEGUR SNÚNINGSHRAÐI
TRYGGIR FULL VINNUAFKÖST VIÐ
ALLAR AÐSTÆÐUR.
SJÁLFVIRKUR KEÐJUSTREKKJARl
FÁANL.STÆRÐIR: 40"—70" VINNUBREIDD
TÆTARAR TIL AFGREIÐSLU í ÞESSUM MÁNUÐI EF PANTAÐ ER STRAX
„G“
• MÓDEUÐ GERIR AGROTILLER
&JÁLFKJÖRINN VIÐ
ÍSLENZKAR AÐSTÆÐUR
2>Aöi£aAbMélaA> A/
Suðurlandsbraut 6 — Sími 38-5-40.
MINNING . . .
Framhaid af bls. 18.
var af alvöru mælt og í alvöru
trúað. Snerting og kennsla við
slíkan mann, sem Torfa á þeim
tíma, hefur verið ómetanlegt vega
nesti, og mikið happ að geta notið.
Það skal haft í huga, þegar
minnzt er þessara hluta, að fyrir
ungan mann eins og Matthías var
þá — og ég vil segja gáfaðan
þrekmikinn, djarfan — var það
ómetanlegt, að hafa kynnzt Torfa.
Eldurinn var svo sterkur, sem frá
honum kom, enda slokknaði hann
aldrei hjá fjölmörgum nemendum
hans, hvað sem á móti blés. Matt-
hías var einn þeirra.
Piltarnir frá Ólafsdal fóru víða
um land. Bókleg og verkleg þekk-
ing var veganestið, þeir voru ung-
ir, boðberar hins nýja tíma, Land-
nám og umbætur framundan.
Rækta lönd — girða tún — slétta
móa, sem taldir voru tún, ræsa
mýrar, smíða Ijái og kerrur, auka
félagsleg samtök o.s.frv. Tala fyr-
ir nýjum sjónarmiðum. Alls stað-
ar verkefnin. Lágkúrulegt og erf-
itt fornaldarstarf einhenti alla
atvinnuhætti. Tilbreytingarleysi
og afturhald, fátækt og algert
getuleysi forspjall þessara tíma,
arfur frá ómjúkum handtökum ein
okunar og harðinda, og þá sam-
gönguörðugleikar flestra sveita
einn mesti þröskuldur allra at-
hafna.
Ég hef oft spurt sjálfan mig
nú:/Hvað er lífið við slíkar að-
stæður. Já mikill hefur brautryðj
andans kraftur verið, að yfir-
stíga þau mörgu þrep, sem kyn-
slóðin hans Mattihíasar hefur orð-
ið að ganga upp og yfirstíga, inn
í þær breytingar á landi og bún-
aðarháttum, sem nú blasa við.
Matthías kom norður í Kaldrana
nesihrepp í Strandasýslu nýlega
orðinn búfræðingur frá Ólafsdal.
Vann þá að jarðabótum. Víst er
um það, að hann mun ekki hafa
grunað, að hann ætti eftir að lifa
þar langa og merka sögu í for-
ustuhlutverki þeirrar sveitar, sem
varð-
Hann kvæntist Margréti Þor-
steinsdóttur, einkadóttur þeirra
Þorsteins Guðbrandssonar bónda
á Bjamanesi og konu hans Svan
borgar. Þorsteinn var myndar-
bóndi og ljúfmenni að allra
dómi, sem til þekktu. Frá Bjarna-
nesi fluttist þetta fólk allt að
Kaldrananesi — hálfa jörðina —
sem var talin mjög góð jörð, og
veruleg hlunnindi.
Þarna hófu þau Matthías og
Margrét sinn raunverulega bú-
skap. Fyrst í sambýli við tengda-
foreldra sína og nokkru síðar al-
gerlega, og tengdaforeldrar nutu
elliáranna á heimili tengdasonar
og dóttur með einlægu samkomu-
lagi, eins og bezt var á kosið, báð-
um til sóma.
Matthías var fljótlega kosinn í
hreppsnefnd og hreppsnefndarodd
viti var hann um marga áratugi,
og nokkur hin seinustu ár var
hann hreppstjóri. Á löngu tíma-
bili í fjölmörgum nefndum og fé-
lagsmálastarfi, kirkjuhaldi í mörg
ár og safnaðarfulltrúi og fulltrúi
á fjölda mannfundum. Saga þessa
mikla starfs verður^. ekki rakin
hér í stuttri blaðagrein, en að-
eins litla svipmynd vil ég draga
fram.
Á Kaldrananesi reisti Matthías
ágætt íbúðarhús, sem af bar á
þeim tíma. Sömuleiðis hús fyrir
búfénað allan. Túnið sléttaði
hann mjög fljótlega eftir að hann
hóf sinn eigin búskap. Ég tel að
á löngu tímabili hafi efnahagur
og búskapur hans á Kaldrananesi
verið með þvi allra bezta sem til
var í þessum sveitum. Heyskapur
bæði á ræktuðu og óræktuðu landi
var sóttur af dugnaði og fyrir-
hyggju. Heyforði fyrir skepnur allt
af nægur, og tilheyrir sú fyrir-
hyggja búhöldum og traustum for-
gangsmönnum, enda fyrsta* boð-
orð bóndans, sem vill búa við ör-
ugga afkomu, og heiður, að svo sé.
Fátækramál, einkum á fyrstu
starfsárum Matthíasar, voru mörg
og vandleyst. Fátækt fólks mikil,
og önnur vandamál fjöimörg. Oft
mun hafa þurft að ráðstafa brauð-
litlu eða brauðlausu borði. Leitað
var til sveitarinnar um aðstoð og
var Matthías þar forsvarsmaður.
Eg hefi átt tal við margt af því
fólki, sem í nauð sinni leitaði til
Matthíasar. Það fólk bar honum'
þá sögu, að aldrei hefði komið frá
honum ónotaorð í þeirra garð.
Hjálpin var veitt. Stóryrði eða
kuldi aldrei fyrir hendi, heldur
færð fram rök, sem mæltu með
að hagurinn mundi batna og hug-
arvíl óþarft. Slíkum mönnum er
gott að trúa fyrir viðkvæmum
vandamálum þeirra, sem verða
fyrir erfiðleikum.
Á heimili þeirra Matthíasar og
Margrétar var oft mjög gest-
kvæmt. Kaldrananes var kirkju-
staður og í þá daga voru messu-
dagar margir og einu verulegu
samkomur fólks. ^Vuðvitað var
guðsorðið gott og nauðsynlegt, en
líka þurfti að sýna sig og sjá
aðra. Þetta var þá oft skemmti-
ferð um leið, og fór vel saman.
Á kirkjustað var öllum gefið
kaffi. Það var mikil fyrirhöfn en
aldrei talið eftir.
Þá voru allir fundir haldnir á
Kaldrananesi bæði stjórnmálafund
ir og hreppsfundir svo og félags-
fundir. Mér er margt minnisstætt
í sambandi við allan þann mann-
fagnað. Ég undraðist oft hvað
fólk rúmaðist innanhúss hjá þess
um hjónum, bæði nætur og daga.
Þar komu til háir og lágir, for-
sæitisráðherrar, stjórnmálamenn,
bændur og búlausir. Allir að einu
borði. Þannig gat þetta gengið til
í friði og hlýju, þar rakst enginn
á annan.
í öllu þessu vafstri var hinn
greindi og hófsami bóndi, sá sem
gat — og — gerði. Talaði um öll
mál með lipurð og af þekkingu,
lesinn og fróður, athugull og nær-
gætinn, veitandi öllum það, sem
með þurfti. Eiginkonan í stíl við
húsbóndann. Úr hendi hennar
runnu ráð, fumlaust og rólega.
Þannig var leystur hver sá vandi,
sem að bar, og svo gengu hlut-
irnir í áratugi.
Á mannfundum var Matthías
mörgum höfði hærri. Hann flutti
mál sitt álíka vel og Kristinn á
Núpi í Dýrafirði. Lipurt og skipu-
legt orðaval, flugmælska ef svo
bar undir. Var sérlega laginn á
lokaorð, og laus við að særa mót-
stöðumann þó í odda skærist.
Ég minnist þess oft er við töl-
uðum um sveitirnar — viðfangs-
efnin þar. — Allt eins og það
blasti við, og við báðir þekktum.
Einlægari unnanda sveitanna hefi
ég ekki átt tal við, og er þá mik-
ið sagt. Á háum aldri naut hann
umtals um hinar miklu framfarir
þar. Það leyndi sér ekki að hann
hugsaði til æsku sinnar og mann-
dómsára. Hefðu nú þessir mögu-
leikar verið þá. Háaldraður mað-
ur getur hugsað, en hinum ungu
tilheyra verkefnin. Brautryðjand-
inn var að falla sem útbrunnið
skar eftir mikinn og langan starfs
dag.
Sem heimilisfaðir var Matthías
alveg sérstakur. Ég hefi oft hugsað
um það. Heimilið var honum
ábyggilega sem helgur reitur. Þar
heyrðist aldrei stóryrði eða styggð
aryrði, blótsyrði eða hávaði. Það
var ekki af því að hann beitti
valdi. langt frá. Það var frá byrj-
un alla tíð ró og siðfágun í öllu
heimilislífi. Maðurinn mótaði
heimilið á þennan hátt, og það
hélzt alla tíð. Mér fannsl
þetta koma alveg fyrirhafnarlaust.
En auðvitað hefur persónuleiki og
samstarf þeirra hjóna mótað þessa
hluti.
Börn þeirra hjóna voru 3, Þor-
steinn skólastjóri á Blönduósi,
giftur Jófríði Jónsdóttur frá Ljár-
skógum. Mikilli ágætiskonu. Þau
eiga 3 börn. Halldór, sem lézt um
fermingarár, mikill myndarmað
ur, það var mikil sorg fyrir for-
eldra og systkini. Svanborg, gift
Stefáni Jónssyni múrara, og hafa
þau búið sér mjög gott heimili á
Langholtsveg 14, hér í borg. Auk
þess tóku þau fósturböm.
Frá Kaldrananesi fluttust Matt-
hías og Margrét fyrir nokkrum
áram. Lengst hafa þau dvalið á
heimili Stefáns og Svanborgar. Þar
hafa þau notið mikillar umhyggju
og hlýju. Margrét lézt fyrir fáum
árum. Það skal fram tekið og þakk
að og viðurkennt, að enn er til
hin gamla umhyggja við foreldra
sína. Það hefur komið fram þarna
Bæði Þorsteinn og Svanborg óg
tengdabörnin, Stefán og Jófríður
hafa allan hug haft á þvi, að gera
Matthíasi og Margréti elliárin
sem léttust, og nú er því öllu lok-
ið með miklum sóma.
Ég veit að Matthías hefði óskað
þess, að börn hans hefðu tekið
við jörð og búi á Kaldrananesi,
og jörðin hefði notið framfara og
framkvæmda hins nýja tíma. Að-
stæður voru ekki fyrir hendi til
þess, og við það sætti hann sig
sem greindur og lífsreyndur mað-
ur. Kannski hefur honum orðið á
að hugsa: „Mennirnir álykta, en
guð ræður.“
Ég þakka þér Matthías fyrir góð
kynni. Fyrir vel unnin margþætt
störf, sem þú hefur leyst af hendi
fyrir heimasveit okkar beggja, og
fjölmörgum einstaklingum til
gagns.
Sér i lagi vil ég þakka þann
mikla höfðingsskap og traust, sem
máður varð svo oft var við í ná-
vist þinni. Þar kom fram sterkur
persónuleiki, sem svo margur
veitti afhygli, ekki síður þeir, sem
ókunnugir voru.
Ég veit að margir kveðja þig
og fylgja þér síðasta spölinn, þeir
minnast þín með virðingu og þakk
læti.
Börnum og nánustu ástvinum
vil ég votta dýpstu samúð.
Jón M. Bjarnason frá Skarði.
SKÓR •
INNLEGG
Smíða Orthop-skó og ínn-
legg efttr máli Hef einnig
tilbúna barnaskó með og
án innleggs.
DavíS GarSarsson.
Orthop-skósmiSur
BergstáSastræti 48,
Sími 18893.
Trúlofunar-
hringar
afgreiddir
samdægurs.
Sendum um allt land.
HALLDÓR,.
Skólavörðustíg 2.