Tíminn - 07.04.1966, Side 7
ÞINGFRETTIR
ÞÍNGFRETTIR
FIMMTUDAGUE 7. apríl 1S66
TÍMIJNN
7
STJÖRNIN BOOAR ERLENDAN STORREKSTUR
I ATVINNULlFI ISLENDINGA SEM STEFNUMAL
\
Nokkur atriði úr ræðu Eysteins Jónssonar í umræðunum
um álsamninginn á Alþingi í fyrrakvöld.
f nmræíhnium um álsamningmn
í neðri deBd í fyrrakvöld ræddi
Bjami Benediktsson meðal ann-
ars nokknð ástand og viðhorf hér
á landi fyrir síðari heimsstyrjöld-
ina.
Eysteinn Jónsson vék í lartgri
ræðu, er hann flutti síðar um kvöld
ið, nokkuð að þessum kafla í ræðu
forsætisráðherra og sagðist vera
honum þakklátur fyrir það að víkja
að máhmum með þessum hætti.Með
því hefði hann reynt að stíga upp
á hærri sjónarhól. en venja hans
væri og ræða um málið með yfir-
sýn. Þessi tilraun væri virðingar-
verð, þótt í Ijós hefði komið, að
hontrm færi eins og nærsýnum
manni, sem fer upp á háan hól
til þess að skyggnast um, að út-
sýni hans af hólnum reyndist
harla bágborið. En eigi að síður
minnti þetta á, bve mikilvægt
væri einmitt að ræða mál þannig
og bera saman ástandið í þjóðmál
um íslendinga fyrir síðari heims-
styrjðld við það, sem er að gerast
núna, og úrræðin, sem beitt var
þá og þau, sem gripið er til nú
og núverandi ríkisstjórn beitir sér
fyrir.
Ráðherrann sagði, hélt Eysteinn
áfram, að þeir, sem ráðið hefðu
mélum á áratugnum milli 1930
— 40 ættu efcki að hafa hátt um
það, sem þá gerðist og allra sízt
að bera það saman við það, sem
væri að gerast núna. Það hefði
efcki farið milli mála, að ráðherr-
ann vildi gefa í skyn, að það
væri rfkisstjámin sem hefða stað
ið fyrir hinum miklu síldveiðum
og öðru góðæri síðustu ár. Einnig
hefði hann borið saman hagvöxt-
irm 1930—40 við vöxt þjóðar-
tekna nú og verið harla hróðugur
yfir muninum.
Hvað gerðist 1930-40?-
En hvað gerðist á þessum ára-
tug? spurði Eysteinn. Það gerðist
m.a. að heimskreppan skall yfir
okkur og útflutningverð lands-
manna hrundi, markaðir lokuðust
og draga varð saman framleiðslu
vegna þess. Ofan á bættust svo
sérstök vandræði í fisksölunni til
Spánar. Hagvöxt þessara einstæðu
erfiðisára væri forsætisráðherra
svo að láta reikna út til þess að
bera saman við hagvöxt síðustu
einstæðu góðæra. Finnst mönnum
það ekki einstaklega drengilegt?
spurði Eysteinn. Þenna saman-
burð teldi ráðherrann svo réttiát-
an mælikvarða á frammistöðu
stjórnarvaldanna á þessum tveim
ur tímabilum. Þessi málflutning-
ur ráðherrans teldist ef til vill
boðlegur á Varðarfundi eða ein-
hverju öðru Sjálfstæðisfélagi, en
þetta væru ekki frambærileg rök
á Alþingi fslendinga.
En fyrst um þetta væri rætt,
mætti einnig spyrja, hvernig snú-
izt hefði verið við vanda kreppu-
áranna fyrir stríðið og rétt að
svara þeirri spurningu, þar sem
forsætisráðherrann væri sí og æ
að reyna að læða því að, að á
árunum 1930—40 hefði orðið ein-
'hver sérstakur afturkippur í fram
farasókn landsmanna og þótt svo
hefði orðið, hefði það varla getað
talizt óeðlilegt. En við nánari skoð
un sæist gerla, að svo væri ékki.
Eysteinn sagði, að taka mætti
til dæmis árin 1934—39, en þau á
fóru Alþýðuflokkurinn og Fram-
sóknarflokkurinn saman með
•índsstjórnina, og þegar þeir tóku
við, var verðfallið og markaðs-
hrunið d-unið yfir, viðskiptahömlur
í helztu markaðslöndum okkar og
reynt hafði verið að halda við fisk
sölufcvóta okkar á Spáni með mútu
greiðslum. Þá voru engar alþjóða-
stofnanir til, er hjálp veittu í efna
hagsmálum, engin hjáip í viðlög-
um.
Ofan á þetta ástand hefði svo
bætzt síminnkandi fiskafli, og er-
lendir togarar skófu firði og flóa
inn að þriggja mflna línu. En
hvemiig snerist þjóðin og
ríkisstjórnin við þessum
vanda. Sennilegast mætti telja, að
menn hefðu misst kjarkinn og kall
að á útlendinga og beðið þá_ að
taka við atvinnurekstrinum. Ólík-
legt væri að minnsta kosti að
nokkrum hefði dottið í hug á þess-
um árum, að hægt væri að virkja
fallvötn nema þá að fá atvinnu-
rekstur útlendinga til að standa
undir kostnaði. En hvað gerðist?
Var gripið til þessara ráða? Nei,
það var allt annað sem gert var.
AHsherjar uppbygging hafin.
Eysteinn sagði síðan, að í stað
uppgjafar hefði verið hafin £ land-
inu allsherjar uppbygging nýrra
atvinnuvega og hlúð að^ því, sem
fyrir var á vegurn íslendinga
sjálfra. En á þessum árum hefði
hann þó orðið fyrir því, að blaða-
sneplar, sem núverandi forsætis-
ráðherra stóð þá að, hefðu breitt
út þá skröksögu, að hann væri í
útlöndum til þess að reyna að
semja við útlendinga um atvinnu-
réttindi á fslandi. Þeim hefði Iík-
lega dottið þetta í hug vegna þess,
að þeir sjálfir komu ekki auga á
önnur úrræði, enda væri það í
samræmi við þann hugsunarhátt,
sem nú birtist í gerðum þeirra.
En á þessum árum var allt ann-
að gert. Þá var leitað skipulega
nýrra leiða í atvinnurekstri íslend
inga, og meðal þess nýja, sem þá
hófst, var fiskfrystingin í landinu,
og Sjálfstæðisflokkurinn var alger
lega á móti þeirri tilraun, eins og
á móti flestum öðrum atvinnuráð-
stöfunum, sem þá voru gerðar.
Eysteinn sagði, að á þessum ár-
um hefði fiskverkun með þessu
nýja sniði hafizt í 25 frystihúsum
víðs vegar um land, og það hefði
verið hvorki meira né minna en
upphaf að gjörbyltingu í fiskiðn-
aði fslendinga, og það hefur blátt
áfram bjargað þjóðinni. Og samt
teldi forsætisráðherrann, að á þess
um árum hefði orðið afturkippur
í framfarasókninni. Eysteinn
sagði, að margt fleira hefði verið
gert, t. d. karfaveiðar og skreiðar-
verkun, og afköst síldarverksmiðja
hefðu á þessum árum aukizt um
15% Samt ætlaði ríkisstjórn-
in núna að rifna af monti yfir
því að hafa aukið ofurlítið afköst
sfldarverksmiðja í þessum einstöku
aflauppgripum og sfldarmoki.
Á árunum 1934—39 hefði líka
verið komið á nýju skipulagi í sfld
arsöltun og sfldar og þessum at-
vinnuvegi skorinn alveg nýr stakk
ur, sem dugað hefur til þess að
gera þetta einn mikilvægasta þátt
inn í þjóðarbúskap fslendinga.
Þetta hefði einnmitt gerzt þau
EYSTEINN JÓNSSON
ár, sem forsætisráðherra teldi að
mesti afturkippurinn hefði orðið.
En auðvitað vissi hann betur.
Hann vildi aðeins segja söguna
svona, því að honum væri svo
meinilla við þá stefnu, sem réði
og var í því fólgin, að menn
reyndu að bjarga sér sjálfir og
brjótast af eigin rammleik.
En auk þessa var á þessum ár-
um ráðizt í fyrstu stóru rafvirkj-
unina, Sogsvirkjun, sem kostaði
7 millj. kr. eða um helming þeirr-
ar fjárhæðar, sem fjárlögin þá
voru, en það svarar til þess, að
við réðumst nú einir og óstuddir
í virkjun, sem kostaði svona 2000
millj. kr. En einmitt á þessum
árum varð afturkippurinn, segir
forsætisráðherra. Og þó var það
ekki talið alveg ófrávíkjanlegt
skilyrði þá, að hengja aftan í virkj
un stórfyrirtæki erlendra manna.
Menn gerðu það ekki af þvi að
menn hugsuðu sér helzt þá að
reyna að byggja upp sinn eigin
atvinnurekstur sjálfir. Þeir kjark-
lausu voru ekki komnir til valda
þá, sagði Eysteinn.
Eysteinn sagði, að rétt væri að
staldra við Sogsvirkjunina núna,
einmitt af því að hér væri verið
að tala um virkjun, og við saman
burð sæju menn, að Búrfellsvirkj-
un án álvers nú væri miklu minna
átak en Sogsvirkjunin var á sinni
tíð. Þessu mótmælti enginn. Sogs-
virkjunin hefði þó verið miklu
meira við vöxt þá, heldur en Búr-
fellsvirkjun yrði nú. Þrátt fyrir
fátækt og kreppu hefðu menn þó
ekki hikað við að leggja út í Sogs
virkjun á eigin spýtur. Búrfells-
virkjun án álvers nú gefur þó
miklu hagstæðara raforkuverð
heldur en Sogsvirkjun gat gert á
sínum tíma. Samt er fólki sagt
það nú, að semja verði við þenn-
an erlenda auðhring til þess að
geta virkjað á viðumandi hátt fyr
ir íslendinga. Sami samanburður
ætti og við allar Sogsvirkjanir.
Að vísu vita allir, sem vita vilja
að við getum vel virkjað Búrfell
á eigin spýtur, en forsætisráðherr
anm sa^ði áðan, að það yrði „erf-
iðara.“ Þeir setja fyrir sig erfiðið
og vilja ekki leggja það erfiði á
sig að koma upp Búrfellsvirkjun,
sagði Eysteinn. Ástæðan er ein-
faldlega sú, að þessir menn eru
haldnir minnimáttarkennd og
þeir trúa því sjálfir, að ekki sé
unnt að fá lán til virkjunar er-
lendis, án þess að hnýta álverk-
smiðju aftan í. Þetta er skýrimg
málsins sem varla verður skilið
nema hafa þetta í huga. Eysteinn
benti á, að þetta viðhorf til máls
ins hefði þegar komið fram hjá
Sjálfstæðisflokknum 1961, eims og
forsætisráðherrann hefði sjálfur
vitnað til i Morguntolaðinu.
Mesta ólán ríkisstjórnarinnar
væri einmitt það, að hún hefði
hugsað svoiia um málið frá upp-
hafi og'þetta viðhorf hefði komið
fram í viðræðunum við útlend-
inga og Alþjóðabankann. Þannig
hefði stjórnin setið föst í sínu
eigin neti.
Þrjátíu ára afmæli.
Eysteinn rakti nokkru nánar
uppbygginguna á árunum fyrir
1940 og sagði, að þá hefðu einmitt
ýmis af þeim iðnfyrirtækjum, sem
bezt hefðu dugað landsmönnum
verið sitofnsett. Kvaðst hann ný-
lega hafa hlustað á ræðu ungs og
myndarlegs iðnrekanda, sem vak-
ið hefði sérstaka athygli á þessu.
Þessi ungi maður hefði kunnað
söguna bebur og réttar en forsæt
isráðherrann. Menn hefðu og veitt
því athygli, að síðustu misserin
hefðu mörg myndarleg avinnufyr
'irtæki átt þrítugsafmæli. Þau
hefðu verið stofnsett á þessum
árum.
Eysteinn sagði síðan, að forsæt
isráðherra væri sæmilegra að
flytja mál sitt á aðra lund en
hera saman hagtölur frá kreppu-
árunum og uppgripaárunum núna
og verða sér til minnkunar í þing-
tíðindum með því.
Tveir heimar.
Eysteinn sagði, að þessi tvö
tímahil, kreppuárin 1934—39 og
uppgripaárin nú, sýndu tvo
gerólíka heima, annars vegar heim
mikilla erfiðleika kreppuáranna
fyrir styrjöldina, þar sem þó réð
sá manndómur að menn reyndu
að bjarga sér sjálfir og brjótast
út úr erfiðleikunum til nýrrar
sóknar og hins vegar heimurinn,
sem við lifum í nú undir forystu
forsætisráðherra, þar sem uppgrip
og góðæri hlaða auðævum að, en
þó virðist helzt ekki hægt að gera
neitt og úrtölur hljóma í sífellu
söngur um að afli geti brugðizt og
ohöpp orðið, og við getum alls ekki
treyst á sjálfa okkur og við eigum
því að fá hingað sterka útlendinga
til þess að taka skellinn af okkur.
En vel mætti minnast þess nú,
að á afturkippstímanum, sem for
sætisráðherrann talaði um, árin
1934—39 hefðu verið langmestar
heildarfrkv. á landinu fraim að
þeim tíma, eða eins miklar og
næstu tíu ár áður. Samt væru þessi
ár réttilega kölluð kreppuárin, því
að afkoma manna var örðug. Á
þessum árum jukust skuldir við út
lönd um það eitt, sem Sogsvirkj-
uninni nam, en fé til alls annars
sem gert var, lögðu fslendiagar
sjálfir.
Eysteinn lýsti síðar nokkru nán
ar þeim áföllum, sem þjóðin varð
fyrir í markaðsmálum á kreppuár-
unuim og spurði síðan hvað menn
héldu að mundi gerast nú, ef
svona áföll dyndu yfir. Kvaðst
hann halda, að forsætisráðherrann
yrði varla kjarkmikill eða brattur
í ræðustóli á Alþingi, ef hann
hefði svona vanda við að glíma
miðað við viðbrögðin hans nú í
góðærinu. Eysteinn kvaðst vona,
að þetta dyndi aldrei framar yfír
íslenzku þjóðina, en það setti Iíka
að manni hroll við tilhugsun um
það, hvernig fara mundi undir for-
ystu þeirra, sem nú ráða landi,
ef þeir ættu við eitthvað þessu
líkt að kljást.
Nýjungar í félagsmálum.
Eysteinn sagði, að menn mundu
vafalaust halda líka, að á þessum
kreppuárum hefði mönnum alveg
fallizt hugur við að innleiða hér
nýjungar í félagsmálum, en ein-
mitt á þessum árum hefðu stór
spor verið stigin í þeim, t.d. með
lögunum um almennar tryggingar
og stofnun Tryggingarstofnunar
ríkisins. Flokkur núverandi forsæt
isráðherra hefði auðvitað verið á
móti þessu í fyrstu eins og öðru
og sjálfsagt teldi hann þetta nú
einn vottinn um afturkippinn. Á
þessum árum voru líka afurðalög
in sett, en flokkur núverandi for
sætisráðherra efndi til mjólkur-
verkfallsins fræga. Þá var háskóla
byggingin reist og komið upp rann
sóknarstofnun atvinnuveganna.
Þetta gerðist nú m.a. á þeim ár-
um, sem forsætisráðherrann ern
kennir með afturkipp, sagði Ey-
steinn.
Eysteinn kvaðst hins vegar telja
að þetta segði allt mikilvæga og
lærdómsríka sögu, og að það hefði
verið gæfa íslenzku þjóðarinnar,
að núverandi forsætisráðherra var
ekki kominn til valda þá.
Ef svo hefði verið, mundi annað
hafa orðið uppi á teningnum en
alhliða uppbygging. Eftir þeirri
stefnu, sem nú réði, mundi vafa-
lítið hafa verið leitað til þess ráðs
að fela erlendum aðilum forsjá
mála, þegar nú á íímum aflaupp-
gripa og hœkkandi útflutn.verðs
þegar einstök tækifæri bjóðast til
stóreflingar íslenzkra atvinnuvega
þykir nauðsynlegt að hleypa er-
lendum stóratvinnurekstri inn í
landið og ekki er hikað við að
ryðja úr vegi íslenzkum aðilum,
til þess að rýma fyrir hinum er-
lendu. Væri þá nokkur furða,
spurði Eysteinn, þótt menn væru
þakklátir fyrir það, að þessir
menn réðu ekki á kreppuárunum
þegar vandinn var mestur. Hann
sagði, að við mundum ekki búa við
það þjóðfélag, sem við höfum í
dag, ef svo hefði verið. Framfara-
sóknin á árunum eftir styrjöldina
hefði verið byggð á þeim áföngum
Framhald á 2. síðu.