Tíminn - 07.04.1966, Page 8

Tíminn - 07.04.1966, Page 8
8 TÍMINN F1MMTUDA«UR 7. apríl 196« Fyrir helgina fór fram loka- þátturinn í málflutningi fyrir Bæj arþingi Reykjavíkur í meiðyrða- máli því, er Kristmann Guðmunds son rithöfundur höfðaði, fyrir nærri hálfu þriðja ári, gegn Thor Vilhjálmssyni rithöfundi, út af um mælum, er Thor viðhafði í Birt- ingsgrein um Kristmann sem rit höfund og bókmenntafræðara í skólum og um verðleika hans til listamannalauna. Málflutningur hefur legið niðri í heilt ár, og síðan hefur það gerzt að Sigurður Líndal lét af dómara starfi í málinu um leið og hann tók við embætti hæstaréttarritara, en Bjarni K. Bjarnason borgar- dómari hefur tekið við. Ennfrem- ur hefur sækjandi stefnand- ans, Kristmanns, Ólafur Þorgríms- son hrl. látið málið í hendur Kjart ani Reyni Ólafssyni, cand. jur., og vérður þetta þriðja prófmál hans í undirrétti. Hins vegar flytur stefndi Thor Vilhjálmsson, mál sitt sjálfur eftir sem áður, og var nú komið að varnarræðu hans. Fyrst tók til máls Kjartan Reyn ir Ólafsson, sækjandi Kristmanns, taldi umrædda Birtingsgrein eina þá rætnustu, er hann þekkti til, bersýnilega samda í þeim tilgangi að rægja Kristmann og lítilvirða, krafðist þyngstu meiðyrðasektar, er lög leyfðu, nefndi 200 þúsund króna fébætur, og að ummæli Thors skyldu dæmd dauð og ómerk. Þá hóf Thor mál sitt.og stóð varnarræða hans í nærri tvær klukkustundir, fyrir troðfullum sal áheyrenda, þar sem rithöfund ar, listamenn og stúdentar voru í miklum meirihluta, er hlýddu á málflutning Thors af miklum áihuga, var stundum skemmt svo mikið, að dómari varð að biðja viðstadda að gefa betra hljóð, er menn gátu ekki varizt hlátri. Fara hér á eftir kaflar úr ræðu Thors: „Ég krefst þess, að ég verði sýknaður að öllu ieyti og mér dæmdur málskostnaður að mati hins virðulega réttar. Þá krefst ég þess og, að lögmaður stefn- anda verði sektaður fyrir tilefn- islaus ummæli í greinargerð sinni og áskil mér rétt til þess að beita því sama gagnvart þeim nýja málflytjanda, sem kominn er hér í réttinn, og sem hefur tekið við af hinum, sem er horfinn frá. Ég er hér mættur enn og flyt mál mitt sjálfur í trausti þess, að heið arlegur málstaður, sannfæring og einlægni vegi upp á móti íþrótt lögmanna og leikflækjum, hversu háþróaðar, sem þær kunna að vera. Ég hef sem fyrr í þessu réttanhaldi engu að leyna, og hefur það eðlilega skap að nokkuð ójafnan leik milli mín og mótherjanna. Þótt fjarri sé mér að vanmeta núv. dómara og hæfni hans og réttsýni, harma ég það, að hann hafi ekki fylgzt með þeirri viðureign, sem farið hefur fram í réttarsalnum allt frá því fyrsta, en hann tekur nú við, þeg ar ekkert er eftir, nema sú loka senna, sem stendur hér í dag. Fráfarandi dómari og starfs- menn réttarins og margir áheyr- endur, sem glatt hafa mig með nærveru sinni, hafa fengið tæki- færi til að heyra margt til stefn andans og lögmanns hans, sem ætla mætti, að væri til veruíegs hnekkis þeirra málstaðar. Ég vil minna á, að framkoma lögmanns ins í réttinum var með þeim hætti að dómarinn neyddist til að áminna hann og víta oftar en einu sinni. Skiptir þar mjög með okk- ur um háttvísina og virðingu fyrir réttinum, þótt þetta sé minn fyrsti leikur á þessu sviði, en lög- maðurinn ætti að vera hagvanur. Loks þykir mér bagalegt, að lög- maðurinn, sem þannig hefur hag að sér allan timann, sem málið hefur verið fyrir dómstólnum, treystir sér ekki til að sýna sig hér í dag, heldur hefur hann gef- izt upp og fengið son sinn til að staulast síðustu spor- in í þessu ati. Þótt ég sé sann færður um að aðalkröfur mínar verði teknar til greina, þá vil ég hafa uppi þá varakröfu, fari svo mót minni trú og von, að mér verði gert að greiða einhverja sekt þá geri ég varakröfu með tilvísun Thor Vilhjálmsson rithötundur flytur varnarræðu sína fyrir troðfullum sal áheyrenda, sem flestir urðu að standa allan tímann, fáeinir fenqu stóla að sitja á, en sumir sátu uppi í gluggakistum. með framkomu lögmannsins í rétt inum, að málskostnaður falli nið- ur. Lögfræðingur stefnanda hefur reifað málið, en ég vil minna á, að aðdragandi er nokkuð lengri en hann. vill vera láta. Eins og kemur fram í dómskjölum, vil ég minna á árás stefnanda á stefnda, þá er bók stefnda, „Dagar manns- ins,“ kom út 1964, þar sem stefn andi reynir lævíslega að gefa í skyn, að stefndur hafi ekki unn ið erfiðisvinnu um dagana, og þá væntanlega læða þeirri hugmynd 'hjá lesendum greinarinnar, að stefndur væri einhver fordekrað- ur silkihanzkaspjátrungur, sem aldrei hefði tekið á verki með höndunum, eins og tíðkast hér á landi, að ungir menn geri. Ég fæ ekki annað séð, en þetta-sé hreinn rógur og hann lævíslegur, og sérstaklega miðaður við þá óbeit, sem ríkir hér á landi gagn vart þeim, sem aldrei hafa reynt algenga erfiðisvinnu. Fjarri er það mér að eltast við svona skæt- ing og róg, ef ekki væri fyrir það, að þessi sami maður hefur stefnt mér fyrir að segja í fullri ein- lægni það, sem mér finnst vera hreinn sannleikur og hef nú sann að, að efnislega sé satt það sem ég sagði og hef d^egið fram feikn in öll af gögnum til að sýna, að sizt sé orðaval mitt umfram hæfi. f þessu sambandi bendi ég enn- fremur á dómskjal nr. 23, þar sem er að finna ummæli frá því all löngu áður en mín gpein er skrif uð og eru vissulega í hæsta máta lítilsvirðandi og ærumeiðandi og eflaust atvinnurógur, ef beitt væri lögfræðilegu mati. Það hefur aldr ei hvarflað að mér að leita til dómstólanna, og er það bæði, að mér þykir, að rithöfundar eigi að útkljá deiluefni ef eru, á eigin vettvangi, og líka hitt, að ég hef litið á þessi ummæli og annað frá stefnanda sem marklaust fleipur, þótt vissulega hafi hann með þeim og öðru unnið sér til óhelgi nokk urrar, og .vænti ég þess, að dóm- arinn verði mér sammála. Öllu alvarlegri augum lít ég á það, að stefnandi hefur rangfært og fals- að grein eftir mig, með þeim hætti að fella niður úr henni án þess að sýna með tilvitnunar- merkjum, að fellt sé úr grein minni, eða lemstrað grein, sem ég ætla það sé kallað á lögfræði- legu máli, og vísa ég þá til 6. greinar Bernarsáttmáláns, sem ís- land er aðili að. Hann hefur rang fært eða falsað þannig grein eftir í dómaraskikkju til vinstri situr Bjarni K. Bjarnason borgardómari, og meSdómendur hans til beggja handa, ÞórS ur Eyjólfsson fyrrv. hæstaréttardómari nær, og fjærst Einar Arnalds hæstaréttardómari. Tímamyndir—GB. mig, sem hann þóttist taka upp úr bók eftir sig, sem mun heita ís- old hin gullna, sjá dómsskjal nr. 10, auk þess, sem hann kallar mig „Thor nokkurn Vilhjálmson", og má ég kannski í því sambandi minna á, að Snæbjörn Jónsson, merkur bóksali í Reykjavík, fékk á sínum tima sér dæmdar bætur frá daghlaðinu Vísi, þegar hann var beittur sams kon- ar háttvísi. Sjá ennfremur ur dómsskjal nr. 23, þar er talað um að í umræddri bókmenntasögu séu nefndir allir þeir, sem nokk uð hafa „baukað við skáldskap á vorri öld, jafnvel menn, sem mjög eru snauðir að skáldskapar- gáfu, eins og Thor Vilhjálmsson" Getur nú hver séð, hvort þetta sé ekki þungt að þola fyrir atvinnu rithöfund, sem gaf út sína fyrstu bók fyrir 16 árum, og margar síð- an og svo mjög hefur haft sig í frammi, sem stefndur hefur gert. Er þetta atvinnurógur? Einhver myndi nú halda, að þarna ætti við það, sem segir í greinargerð stefn anda, undirrituð af þáverandi lög- manni hans, Ólafi Þorgrímssyni, og leyfist mér að hafa orð hans eft ir í þessu sambandi: „Virðist sá tilgangur augljós með grein þess- ari (í Birtingi) að valda spjöll- um á atvinnuafstöðu (sic.) um- bjóðanda auk venjulegra ærumeið inga.“ Þótt ég hafi látið liggja að því í greinargerð minni, að ég mundi stefna vegna lemstrunar á grein minni, þá læt ég I byrjun sitja við það að vekja athygli á þessu athæfi, sem ég lít mjög al- varlegum augum, enda er það ský laust brot á 6. grein Bernarsátt- málans, sem er löggiltur hér. Hvaða ónefni sem mér væri valið af stefnanda, þætti mér lítið hjá þvi, að texti, sem ég hef samið sé rangfærður og birtur í annarri mynd en þeirri, sem ég hef búið hann í. Á þetta vil ég leggja megináherzlu. Ég hef gert kröfu um það, að lögmaður stefnanda verði sektað ur fyrir að gera mér upp tilgang með grein minni, sem er þáttur í menningargagnrýni, sem ég hef skrifað í menningartímaritið Birt ing í meira en tíu ár. Hefst setn- ingin hjá lögmanninum með þess um orðum: „Virðist sá tilgangur augljós“. Ennfremur óska ég, að lögmaðurinn verði sektaður fyr ir eftirfarandi orð: „Aðeins bendi ég á, að grein þessi er ein sú rætnasta, sem rituð hefur verið, um umbjóðanda minn.“ „Orð- ið „rætinn" hefur þá merkingu í íslenzku máli, að full ástæða er til að vekja athygli á þessari einkunnargjöf lögmannsins og beina því til dómarans, hvort um mælin séu ekki ærumeiðandi. Hefði ekki lögmaðurinn átt að bíða eftir úrskurði dómstólsins? Það er heldur ómaklegt að við- hafa þau orð, sem lögmaðurinn gerði um málefnalega grein mína í menningargagnrýni minni, sem er eingöngu beitt gegn þeim, sem höfðu upphafið og treyst stefn anda langt umfram það, sem ég taldi og tel efni til að gera. Og réttmæt reiði mín og hneykslun í garð þeirra aðila litaði orðaval mitt á þann veg, sem ég tel fylli- lega náttúrlegt, þegar á allar að- stæður er litið. Kannski mætti benda á það, að í stefnunni eru hvorki meira né minna en fimm villur í tilvitnun í greinina mína, sem málið bygg- ist á. Slíkt hirðuleysi virðist mér einkenna málflutning stefnanda og lögmanns hans. Þar sem stóð í minni grein, til dæmis að nefna, að það væri „óafmáanleg svívirð- ing frá hendi stjórnmálamanna í garð íslen2íkrar menningar að láta mann eins og Kristmann Guð- mundsson hafa hæstu listamanna- laun, þá breytir stefnandi þvi og segir „menn eins og Kristmann Guðmundsson“, og gefur þannig í skyn, að ég haldi því fram, að Framhald á 14. síðu. / I

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.