Vísir - 12.08.1974, Page 6

Vísir - 12.08.1974, Page 6
6 Vlsir. Mánudagur 12. ágúst 1974 VISIR Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Fréttastj.erl. frétta: Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiðsla: Ritsljörn Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson Haukur Helgason Björn Bjarnason Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 44. Simi 86611 Siðumúla 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 600 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 35 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Þrjú ár í súginn í meira en þrjá áratugi hefur þjóðin sótt fram til bættra lifskjara. Þessi sókn hefur verið mis- jafnlega hröð og stundum hafa komið skamm- vinnir afturkippir. Mestar og samfelldastar voru lifskjarabæturn- ar á sjöunda áratugnum, viðreisnartimabilinu. Þá var meiri áherzla en áður lögð á undirstöðu lifskjarabótanna, framfarir og velgengni i at- vinnulifinu, i samræmi við þau gömlu sannindi, að afla þarf verðmæta til þess að unnt sé að njóta þeirra. Þá var þess lika gætt að lifa ekki um efni fram. Varasjóðir og aðrir sjóðir þjóðarinnar efldust gifurlega á þessu timabili lifskjarasóknar. Þessi fyrirhyggja olli þvi, að þjóðin komst hratt og fyrirhafnarlitið yfir erfiðleika áranna 1967 og 1968. Siðan viðreisnartimabilinu lauk og vinstra timabilið hófst hafa lifskjörin haldið áfram að batna. En það hefur ekki gerzt með sama hætti og á árunum þar á undan. Vanhugsaðar aðgerðir hafa þrengt kosti atvinnulifsins og sjóðir hafa verið tæmdir i óhóflegu bráðlæti áhugans á að bæta lifskjörin. Á viðreisnarárunum bötnuðu lifskjörin án þess að þjóðir. lifði um efni fram. Á vinstristjórnar- árunum hafa lifskjörin batnað á þann hátt, að þjóðin hefur lifað um efni fram. Þetta kemur greinilega fram i uppkasti Ólafs Jóhannessonar forsætisráðherra að samkomu- lagi vinstriflokkanna um aðgerðir i núverandi efnahagsöngþveiti. Þessar tillögur ólafs munu vera i töluverðu samræmi við hugmyndir efna- hagssérfræðinga. Ólafur stingur upp á aðgerðum, sem munu leiða til þess, að um áramótin verði lifskjör þjóðarinnar aftur komin niður i það, sem þau voru árið 1971, þegar vinstristjórnin hóf feril sinn. Gert er ráð fyrir 15% gengislækkun eða gengis- leka og 2% hækkun söluskatts upp i 19%. Gert er ráð fyrir frystingu kaupgjaldsvisitölu i eitt ár. Verður sú skerðing liklega komin upp i 40% um áramótin, ef allt er talið. Á móti að litlum hluta á að koma sérstök aðstoð við láglaunafólk, sem getur lækkað þessa skerðingu aftur niður i 35%. Þessar aðgerðir nægja samt ekki til að koma þjóðarskútunni á flot. Til viðbótar gera tillögurn- ar ráð fyrir sérstakri aðstoð við sjávarútveginn og 25% niðurskurði framkvæmda á fjárlögum og á útlánaáætlunum fjárfestingarsjóða. Þannig er ljóst, að Ólafur horfist nú i augu við raunveruleikann, kaldan og napran. Timabili eyðslunnar er lokið. Engir viðreisnarsjóðir eru lengur til að hlaupa i. óhjákvæmilegt er, að þjóð- in heyri sannleikann. Hann er sá, að óstjórnin hefur valdið þvi, að kjarabætur undanfarinna þriggja ára eru allar byggðar á sandi og eru um það bil að hrynja. Þrjú ár hafa þvi farið i súginn. Þjóðin stendur nú ver að vigi en fyrir þremur árum. Lifskjörin eru i þann veginn að fara niður i það, sem þau voru fyrir þremur árum. Og jafnframt hafa allir sjóðir þjóðarinnar verið tæmdir, svo að ljóst er, að ný viðreisn efnahags og lifskjara hlýtur að verða hægfara i fyrstu. Með efnahagstillögum sinum hefur Ólafur viðurkennt, hversu dýr vinstristjórnin er orðin þjóðinni. —JK Richard Nixon og Henry Kissinger i flugvélinni, þegar þelr héldu i siö- asta sinn saman til fundar viö Leonid Brezhnev I Moskvu. „Sovétmenn eins og bjarndýr við hunangskrukku...." — afstaðan til samgangna við Vestur-Berlín vekur efasemdir Richard Nixons veröur lengst minnzt fyrir afskipti sin af utan- rikismálum, þegar menn meta forsetaferil hans og fjalla ekki um Watergate. í stuttu máli er ekki unnt aö rekja allt þaö, sem áunnizt hefur á þvi sviöi 1 stjórn- artiö hans. Hins vegar er ljóst, að ekki er allt eins og bezt verður á kosiö I alþjóöamáium um þessar mundir, þegar Bandaríkjamenn eru önnum kafnir viö aö sinna málefnum æösta embættis síns og athygiin beinist aö innanlands- málum þeirra. Sagt er, aö Henry Kissinger og Alexander Haig, tvéir nánustu samstarfsmenn Nixons og þeir, sem höföu aö honum beinan að- gang allt fram til siöasta dags, Makarios — nýtur svipaðrar um- hyggju Sovétmanna og Don Mintoff og stjórnendur islands, aö sögn fransks blaöamanns. hafi lagt harðast aö honum i sið- ustu viku um að segja af sér. Rök- færsla þeirra hafi m.a. byggzt á þvi, að ógjörningur væri að halda festu i alþjóðamálum, á meðan óvissa rikti um framtið forseta Bandarikjanna og pólitiskt vald hans. Ekki er með sanni unnt að segja, að áhrifa valdaleysis Nixons hafi verið farið að gæta á alþjóðlegum vettvangi, þegar hann sagði af sér. William L. Ryan fréttamaður AP-fréttastofunnar lýsir ástand- inu þannig: „Þegar Bandarikja- menn eru hálfir á kafi i innan- lands-vandræðum vegna forseta- embættisins, haga Sovétmenn sér eins og hungraður skógarbjörn i nágrenni hunangskrukku. Freistingin hlýtur að vera gifur- leg að nota þennan tima, á meðan Bandarikjamenn berjast við erfiðleika sina, til að ná betri stöðu á ýmsum sviðum sam- keppninnar milli austurs og vest- urs. Rússar virtust reyna að nota Kýpur-deiluna til að afla sér póli- tiskra vinsælda meðal þeirra þjóða, sem standa utan varnar- bandalaga. Þeirstuddu kommún- istastjórnina i Austur-Þýzka- landi, þegar hún byrjaði að trufla umferðina frá Vestur-Þýzkalandi til Berlinar. Þeir keppa að þvi að kalla saman skyndifund allra kommúnistaflokka heims, aug- sýnilega i þeim tilgangi að ákveða, hvernig bezt verði unnið að þvi að færa sér sundurlyndi vestrænu óvinanna i nyt.” Siðan ræðir Ryan um ástandið i samskiptum Israelsmanna og Araba, sem hann segir alvarleg- asta suðupottinn i alþjóðamálum um þessar mundir. Það má til sanns vegar færa, ef tekið er mið af yfirlýsingum Israelsmanna undanfarið, sem segja, að Arabar undirbúi enn árás gegn sér. Skilti vestur-þýzka umhverfisráöuneytisins sett upp i Vestur-Berlin — eftir þaö byrjuöu Austur-Þjóöverjarjtö trufla umferöina þangaö. Umsjón: B.B. Hér verður þó ekki rætt um löndin fyrir botni Miðjarðarhafs heldur litið til atburðanna á leið- inni til Berlinar frá Vestur- Þýzkalandi. Þegar stjórnvöld i Bonn ákvæðu, að setja um- hverfisráðuneyti Vestur-Þýzka- lands niður i Vestur-Berlln, mót- mælti stjórn Austur-Þýzkalands. Mótmælin voru höfð að engu og sagt, að ráðstöfunin væri I sam- ræmi við fjórveldasamninginn um Berlin frá 1971. Siöan geröist það fyrir rúmri viku, þegar starfsmenn ráðuneytisins ætluðu að flytja frá Vestur-Þýzkalandi til Berlinar, að þeir voru stöðvaðir af austurþýzkum landamæra- vörðum á hraðbrautinni um aust- ur-þýzkt landsvæði. Þeir hafa eft- ir það flogið til Berlinar. Atvikið kann að sýnast litilfjör- legt en það markar þó timamót eftir áralanga viðleitni til að bæta sambúðina milli Austur- og Vest- ur-Þýzkalands. Ein af forsendun- um fyrir framgangi þess máls og jafnframt fyrir þvi, að öryggis- ráðstefna Evrópu hófst, var fjór- veldasamningurinn um Berlin frá 1971. Eftir að Austur-Þjóðverjar höfðu byrjað að trufla umferðina að nýju, lýstu Sovétmenn þvi yfir, að þeir styddu austur-þýzk stjórnvöld fyrirvaralaust. 1 tilefni af þessum stuðningi Rússa við Austur-Þjóðverja sagði The New York Times i forystu- grein: „Sovétrikin bjóða Banda- rikjunum bætta sambúð og betri stjórnmálasamskipti i þvi skyni að fá viðskipti við Bandarikin og tækniþekkingu frá þeim. Hin há- þróaða tækni verður afdráttar- laus eign Sovétrikjanna, þegar henni hefur verið miðlað. En betri stjórnmálasamskipti byggjast á orðheldni leiðtoganna i Moskvu og þeim er unnt að afneita frá degi til dags. Leiðtogarnir i Moskvu verða að gera sér ljóst, að afskipti Austur- Þjóðverja af samgönguleiðunum við Berlin verkja grundvallar- spurningar um traust manna á Sovétrikjunum.” Ovist er hvort Bandarfkjamenn eða aðrar Vesturlandaþjóðir komast nokkuð lengra á þeirri braut að reyna að bæta samskipt- in við Sovétrikin og fylgiriki þeirra. Uppvakning spennunnar umhverfis Berlin er það lengsta, sem kommúnistar hafa gengið i átt til ögrunar um nokkurt árabil. Hins vegar hefur undanfarið ver- ið ljóst bæði á öryggisráðstefnu Evrópu og samningafundunum um samdrátt herafla i Mið- Evrópu, að Rússar vilja þar ekki ganga lengra en þeim sjálfum hentar. Þess vegna er þar allt i strandi. Nixon hét Brezhnev þvi I Moskvu fyrr i sumar, að hann mundi beita sér fyrir þvi, að ráð- stefnunni yrði unnt að ljúka fyrir árslok með fundi æðstu manna. Vonandi verður ekki gengið aö neinum afarkostum Sovétmanna i þessu efni, það er til þess eins fallið, að þeir geti bætt áróðurs- stöðu sina. Að lokum er rétt að benda is- lenzkum blaðalesendum á eftir- farandi skoðun Jean-Francois Revel dálkahöfundar i franska vikuritinu L’Express. Hann fjall- ar um afstööu Sovétmanna til at- burðanna á Kýpur við fall Maka- riosar og segir: „Kýpur er I raun — ásamt Grikklandi og Tyrklandi — hluti af aðstöðu NATO á austanverðu Miðjarðarhafi. Það er þvi engin furða þótt Sovétrikin biðu Maka- riosi, forseta, þjónustu sina og umlyktu hann með svipaðri um- hyggju og þeirri, sem þeir láta af sömu ástæöum streyma yfir Don Mintoff á Möltu eða stjórnendur Islands. Það er auðveldara og skemmtilegra að leika þann litla leik „moldvörpunnar” i anda John Le Carré heldur en bæta „lifskjörin” i Sovétrikjunum á þann veg, að sovézkir borgarar þurfi ekki lengur að standa I bið- röðum framan við verzlanir eða gætu búið betur.”

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.