Vísir - 24.08.1974, Side 4

Vísir - 24.08.1974, Side 4
4 Vlsir. Laugardagur 24. ágúst 1974. Islenski dansfiokkurinn var einnig mjög hjartnæmur Nauðungaruppboð sem auglýst var 112., 14. og 16. tbl. LögbirtingablaOs 1974 á hluta i Hraunbæ 174, þingl. eign Karls Stefánssonar, fer fram eftir kröfu Arna Guöjönssonar á eigninni sjálfri þriöjudag 27. ágúst kl. 15.30. Borgarfógetaembættiö i Reykjavik. Nauðungaruppboð sein auglýst var i 81., 83. og 84. tbl. Lögbirtingablaðs 1973 á liluta í Safamýri 38, þingl. eign Jóhanns Jónassonar, fer fram eftir kröfu Bæjarsjóös Kópavogs á eigninni sjáifri þriðjudag 27. ágúst 1974 kl. 13.30. Borgarfógetaembættiö I Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 12., 14. og 16. tbl. Lögbirtingabiaðs 1974 á Langageröi 6, þingl. eign Guömundar Halldórssonar, fer fram eftir kröfu Guöjóns Steingrimssonar hrl. og Veö- deildar Landsbankans á eigninni sjálfri þriöjudag 27. ágúst 1974, kl. 13.00. Borgarfógetaembættiö í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 87. 88. og 90. tbl. Lögbirtingablaðs 1973 á Laugalæk 2-8, þingl. eign Ragnars Ólafssonar o. fl„ fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavik á eigninni sjálfri miövikudag 28. ágúst 1974 kl. 15.00. Borgarfógetaembættið I Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 12., 14. og 16. tbl. Lögbirtingablaös 1974 á Selásbletti 9, þingl. eign Sigurlaugar Asgeirsdóttur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavik á eigninni sjáifri þriðjudag 27. ágúst 1974 kl. 11.30. Borgarfógetaembættiö i Reykjavik. Frosin arfleifð „Frosin arfleifð”, nefnist grein, sem ný- lega birtist i brezka blaðinu Guardian. Hinn kunni listagagnrýnandi Christopher Ford, skrif- ar þar um Listahátiðina nýafstöðnu i Reykjavik. Greinin fer hér á eftir örlitið stytt. „Ef listahátiðin i Reykjavík I ár afrekaði ekkert annað (sem hún þó ekki gerði) þá olli hún listfræð- inni miklum "vanda. bað hefði engan bætt að bjóða upp á slav- neskar eftirlikingar á Stravinsky, Schoenberg og Mahler. Við feng- um hins vegar að heyra slika „nútimatónlist”, að hinir frjó- sömu meistarar tuttugustu aldar- innar, hefðu allt eins vel aldrei stigið fæti á þessa jörð. Vanda- málið náði þó sinu hámarki með Þrymskviðu, fyrstu Islenzku óperunni, sem frumsýnd er' i Þjóðleikhúsinu. Mikið stykki eftir Jón Asgeirsson, byggt á fornum kveðskap. Verkið vakti mikla hrifningu-. Flytjendum likaði það, þótt I Bretlandi sé slikt vafasamur mælikvaröi. Ahorfendurnir yfir- fylltu húsið og fögnuðu verkinu. A eftir var það með nokkrum virðu- leika nefnt bylting I Islenzkri listasögu. Hvað er þá vesæll út- lendingurinn að segja, að honum hafi þótt verkið hræðilegt og langt á eftir frá tæknilegu sjónarmiði? Maður gæti reynt að forðast uppnám með þvi að halda þvi fram, að það sé verk samtiðar- manna. Stjórnandinn, sem er ekki meira en 46 ára, var þarna sjálfur mættur og stjórnaði. Maður reynir að flokka verkið sem þjóðaróperu, en það sem kom i veg fyrir slikt, voru fögur norsk þjóðlög, sem flutt voru á listahátiðinni af norska parinu Knut og Hanne-Kjersti Buen og sýndu glögglega þá dýpt, sem hæfir slikri gerð tónlistar. % Má vera, að einhvern tima hafi verið sá timi, að hægt var að semja eða setja saman mikla óperu úr litt flóknum keðjum af þjóðlögum. Fyrir flest okkar hefur þó listsköpun gildi og jafn- framt sannleiksgildi fyrir sam- timann. A vissum sviðum eiga íslendingar sér listhefð, mest i bókmenntum og lengra aftur i fortiðinni einnig i beina-og viðar- útskurði. Slikt er stórkostlegt fyrir svona smáþjóð. En engin fortið er svo stórkostleg, að hægt sé að lifa á henni að eilifu og eigna sér sifellt hinn stóra eiginleika, sköpunargáfuna. Það var boðið upp á meira af islenzkri tónlist af sama brunni, en til allrar hamingju var ekki öll innlenda framleiðslan svo hryggileg. Samleikur á óbó og klarinett, eftir Fjölni Stefánsson, var uppistaðan i nokkrum kamm- ertónleikum, sem haldnir voru I nýju listasafni (Kjarvalsstööum). Slikur samleikur á heima i fremstu röð og bar með sér meira andriki og sköpunargleði á nokkr- um minútum en öll óperan. Það var boðið upp á aðra dásamlega hluti fyrir utan tónlistina og þar ber hæst mikla og vel undirbúna sýningu, sem nefndist „Islenzk myndlist i 1100 ár”. Bergmál sög- unnar virtist felast i litlu brons-likneski frá 1100 af Þór með hamarinn sinn, glæsilegu drykkj- arhorni (að hluta til dönsku) og fjórtándu aldar kross úr birki. Þetta er svo sannarlega alþýðu- list, einkennandi fyrir sinn tima og sinn stað. íslenzki dansflokkurinn var einnig mjög hjartnæmur. Hér á ballettinn sé varla nokkra for-- sögu, þau eru að reyna að skapa grundvöllinn. Alan Carter hefur verið skipaður stjórnandi ball- ettsins. Alan er Lundúnabúi, sm eitt sinn var þekktur dansari hjá þeim ballett, sem nú myndar Konunglega ballettinn, en siðar dansstjóri i hálfri tylft landa. Kunnur gagnrýn- andi Christopher Ford fjallar um listahátíðina í Reykjavík Einn meðlimur flokksins er 21 árs tónskáld, Askell Másson, sem er að mestu sjálflærður og hefur áður komið nálægt trommuleik og jazztónlist. Dagskrá dansflokks- ins, sem er hin fyrsta, sem flokk- urinn hefur flutt, siðan hann hlaut opinbera viðurkenningu, hófst á „Höfuðskepnunum” eftir Askel, sterkt verk, dansað við tónlist af segulbandi. Sjálfur var höfundur? inn klæddur sem æðstiprestur og lék á trommur á sviðinu. Hinir frægu erlendu gestir færðu með sér nýtt viðhorf. Barenboim lék Chopin, og Lundúnarsinfónian flutti tvær hörmulega venjulegar dagskrár, sem innihéldu ekki einn einasta tón af brezkri tónlist. Þetta var réttlætt á þann hátt, að allt annað hefði útheimt of dýran og langan æfingartima. Hvað sem öðru leið. fengu Islendingarnir þarna að kynnast sigildri efnisskrá, sem leikin var á sinn eina rétta hátt, á hátt, sem þeir vanalega heyra aðeins á hljómplötum. Ashkenazy lék þriðja pianó konsert Rach- maninovs og Zuckerman fiðlu konsert eftir Mendelson. Hvort tveggja mjög lifandi flutningur. Lundúnarsinfónian var ekki upp á sitt bezta. Það sakar engan okkar að frétta, að hún er aðeins mennsk. Eins og málin horfðu við, höföu of margir af meðlimum hljómsveitarinnar sig i frammi. Hljómsveitin átti i miklum erfið- leikum með hljómburðinn i iþróttahöllinni, þar sem skákein- vigið átti sér stað. Previn á æf- ingu: „Woodwind er of hár, ah?” Rödd úr salnum: „1 raun og veru heyrist ekki i neinu nema pianó- inu”: Previn: „Takið helzt bara ekkert mark á þvi, sem ég hef verið að segja.” 1 fimmtu sinfóniu Prokofievs, þróaðsta tilleggi Lundúnasinfóni- unnar, og verki, sem stendur og fellur með dramatiskum gæðum verksins, heyrðist illa i öllum sameinaða trumbuslættinum úti I sal. Glaðværð Previns geröi einnig kvöldið mjög ánægjulegt með þeim. Cleo Laine og John Dank- worth. Hann hafði, að eigin sögn, ekki leikið jazz nema einu sinni áður fyrir 11 árum, og vildi nú „hörfa til baka á skjótan hútt”. Hann var stórkostlegur þarna um kvöldið, slagaði jafnvel hátt upp I persónuleika Laine. „Við vinnum lika lengur en þið hjá Lundúna- sinfóniunni”, sagði Dankworth i hljóðnemann, þegar leið að lok- um. „Þiö fáið lika betur borgað”, heyrðist samstundis frá pianóinu. Lokatónleikarnir gáfu erlendu gestunum kost á að heyra nokkuð nýtt. Það var þegar Ashkenazy stjórnaði Sinfóniuhljómsveit Is- lands. Ashkenazy tók hlutverk sitt mjög alvarlega og vill ekki vikka verksvið sitt, fyrr en hann hefur náð þeirri tækni,. að hann nær algjörri stjórn. Hann er örv- andi stjórnandi og hann blés Sin- fóniu hljómsveit íslands inn hlýja rómantiska og einkennandi túlk- un á áttundu sinfóniu Dvoraks. A eftir söng Renata Tebaldi átta ariur og helminginn af þeim varð hún að endurtaka. Þótt sleppt sé öllu tónlistarhjali, var hún mjög hjartnæm og á allan hátt stór- fengleg kona. Ef einhver tónn hefur hljómað gegnum alla listahátiðina, þá var það norrænn tónn. Ég komst ekki i tæka tið til að verða fyrir þeirri óvenjulegu reynslu Englendings að horfa á rússneskt leikrit leikið á sænsku á tslandi. Flutningur Konunglega leikhússins, Dramat- en á Vanya frænda, var mjög lofaður. Einnig var sýning á nor- rænum vefnaði, þar sem þjóð- legur hugarburður hafði þróazt út i tæknilega snilld. Finnski bass- inn Martti Talvela lás upp. Ashkenazy, sem enn er driff jöð- ur listahátiðarinnar útskýrir: „Við einbeitum okkur að háþró- uðum tónlistarflutningi.” „Aðrar hátiðir eru mun aðgengilegri”, segir Previn. „Island er langt frá öllu,” en hver sú hátið, sem getur boðið upp á listamenn eins og þá, sem hér er boðið upp á, byggir á ágætum grunni. Margar listahá- tiðir myndu gefa, hvað sem er, til að geta boðið upp á slikt úrval.” Ekki nema mjög lausleg drög hafa verið lögð að næstu hátið 1976. Það stafar af þvi, að nýja hátiðarnefndin verður ekki skip- uð fyrr en þessi siðasta hefur gert upp kassann, sem bendir nú til hinnar venjulegu skriffinnsku. Það, sem hátiðin þarf nú, er ferskur straumur af tuttugustu aldar tónlist. Hressilegur flutningur á „Pierrot Lunaire” gæti kveðið Þrymsdrauginn end- anlega niður. „Hvað er þá vesæll útlendingur að segja, að honum hafi þótt verkið hræðilegt og langt á eftir frá tækni- legu sjónarmiði?” Myndin er úr Þrymskviðu Jóns Asgeirssonar.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.