Vísir - 24.08.1974, Blaðsíða 9

Vísir - 24.08.1974, Blaðsíða 9
Vfsir. Laugardagur 24. ágúst 1974. 9 POP OSIBISA MEÐ ROKK Þetta er fimmta albúm þessarar vestur-indisku grúppu og aldeilis nauð- synleg viðbót fyrir þá, sem eiga fyrri plötur þeirra. Miklar breytingar á skipun hljómsveitarinnar hafa átt sér staö frá siðustu plötu hennar, en nú skipa hljómsveitina þeir,: Teddy Osei, Mac Tontoh, Jean D. Mandengue, Kofi Ayivor og nátt- úrulega Sol Amarfio. Þetta hefur þó ekki breytt tónlist þeirra neitt, þvi að þeir spila ennþá liflega tónlist, sem likja má við rokk- jass-neaggee, og inni á milli má heyra áhrif frá vestur-indiskri tónlist, enda ekki að furða. Það mætti kannski kalla tónlist OSIBISA ,,jungle-rock”, þvi að hún er villt stuð-músik, en inni á milli bregður fyrir góðum jass- köflum, þar sem tenór-saxafónn og trompet leika aðalhlutverkin. Það má vist örugglega segja, að þetta er eina rokkhljómsveit okkar i dag, sem spilar rokk, án þess að notast við gitar. t stað þess blanda þeir jassi i rokkið með aðstoð saxafóns, trompets, bongótromma, bassa og — venju- legs trommusetts, en á þessari plötu hafa þeir þó fengið lánaðan gitarleikarann Paul Golly, og tekur hann smá rispur með þeim (aðallega i laginu ,,WHY”, og er það tvimælalaust besta lag plöt- unnar, þó að gitarinn hafi þar ekki verið ómissandi). Þessi piata finnst mér góð, enda búinn að kaupa mér ’ana, og þeir, sem unna jassi og rokktónlist, ættu að veita henni athygli. Bestu lög: „WHY”. c „Who’s got the bag.” „Osibirock.” Umsjón : Stefán Guójohosen Aðalfundir AÐALFUNDUK Bridge- félags Hafnarfjarðar verður haldinnnæsta laugardag (31. ágúst) i Skiphól og hefst klukkan 3. Dagskrá aðal- fundarins verður með venju- legum hætti, nema hvað verðlaun fyrir siðasta keppnisár verða veitt á fund- inum. AÐALFUNDUR Tafl- og bridgefélags Reykjavikur verður haldinn laugardaginn 24. ágúst kl. 14 i Domus Medica. Dagskrá: 1. Venju- leg aðalfundarstörf. 2. Verðlaunafhending. Helgi spilaði nókvœmt og slemmon vannst í leiknum við Belgiu á Evrópumeistaramóti unglinga, sem haldið var i Kaupmannahöfn nýlega, unnu íslendingar góðan sigur og átti eftir- farandi spil sinn þátt i honum. Staðan var allir á hættu og austur gaf. A 10-9-6-2 V2 ♦ 5-4 + G-7-5-4-3-2 A G-8-3 V K-D-G-9-6 ♦ 10 * A-K-10-8 A K-D V A-10-7 4 A-K-9-8-7-3 + 9-6 4». A-7-5-4 V 8-5-4-3 4 D-G-6-2 * D t opna salnum létu Belgiu- mennirnir sér nægja að segja fjögur hjörtu á spilin og vinna fimm. Suður fékk annan slaginn á tromp, þegar sagnhafi tók tvo hæstu i laufi. t lokaða salnum, þar sem Helgarnir sátu a-v, þá komust þeir i þessa ágætu slemmu, sem Helgi Jónsson spilaði heim. Útspil var spaði, drepinn á ás og meiri spaði til baka. Þá kom lauf og þegar drottningin kom frá suðri, þá vöknuðu grun- semdir hjá Helga, að hún væri ef til vill einspil. Hann fór þvi út i það að kasta laufi i spaðagosa og vann þar með siemmuna. Það er nokkuð athyglisvert, að spili suður laufadrottningu i öðrum slag, þá er sagnhafa hættara að misstiga sig. En hvað um það, þetta voru 13 IMP til tslands. Búið var að ákveða að halda Evrópumót fyrir unglinga i Svi- þjóð 1976 og Póllandi 1978, en hugsanlegt er, að þvi verði breytt á oddatöluár. Þú skolt ekki svíkja lit Spilari, sem ekki fylgir lit, þegar hann getur, er sagður svikja lit. Það er bannað að svikja lit af ásettu ráði, jafnvel þótt maður vilji gjalda viður- lögin. Spilarinn verður, ef hann er þess áskynja, að leiðrétta litarsvikin, áður en þau eru staðfest. Allir spilarar mega spyrja aðra, hvort þeir eigi ekki spil i litnum, hafi þeir ekki fylgt lit. Viðurlög fyrir litarsvik eru mismunandi, eftir þvi hvort þau eru leiðrétt i tima, eða eru staðfest. Litarsvik teljast staðfest, þegar þá seki eða félagi hans hafa spilað út eða látið i næsta slag. Komist upp um litarsvik, áður en þau eru staðfest, þá eru þau leiðrétt, en sé sá seki varnar- spilari, þá verður fyrra spilið refsispil. Litarsvik i tólfta slag verða aldrei staðfest og er þvi hægt að leiðrétta þau i næsta slag. Þegar litarsvik eru staðfest, þá er ekki hægt að breyta um spil. Saklausa hliðin fær þá tvo siagi, ef seka hliðin fær minnst tvo slagi eftir litarsvikin. Fái seka hliðin aðeins einn slag, þá eru viðurlögin aðeins einn slagur. Sviki spilari aftur lit i sama lit, þá eru engin viðurlög i seinna skiptið. Sviki hann lit i öðrum lit þá er hugsanlegt, að viðurlögin geti orðið fjórir slagir. Það eru engin viðurlög við staðfestum litarsvikum, sem ekki komast upp fyrr en spilið er búið. Ekki eru heldur nein viðurlög, ef blindur svikur lit. HALLAR DEGI, HAUSTAR AÐ.... Láttu ganga Nú fer brátt að hausta og verður vist ekki hjá þvi kom- ist. Mörgum finnst haustið skemmtileg árstið og hafa þá helst i huga litbrigði jarðar- innar. Aðrir hugsa fyrst og fremst um þessa árstið, sem undanfara langs og oft strangs vetrar. Þótt erfiðleikar þeir, sem fylgdu vetrinum hér áður fyrr hafi minnkað með aukinni tækni, er veturinn enn jafn langur og veðrin svipuð. Bólu-Hjálmar yrkir um vindinn: Linaðu, kári, á ieiknum hér Ijóra hirti að rugga, æpa stráin undan þér úti fyrir glugga. Lika stornii merkja má menn af aðli háum, þegar níðast ólmir á aumum bóndastráum. Þótt tækni og framfarir hafi orðið til þess að mannfólkið þarf ekki að kviða frosti og fjúki vetrarins, er annað uppi á teningnum hjá málleysingjunum. Guð- mundur Friðjónsson yrkir Jarðbann: öll eru nú á kafi kjörr, klaki á rjúpu vinnur. Ekki nokkurt æti spörr út I haga finnur. Gleymir I barmi gráklædd hllö gígju linda kátra — alltaf meðan ærslatið yrkir kuldahlátra. Það dugir ekki fyrir þá, sem eiga allt sitt undir sól og regni, að fást um hvernig veðrið er, þegar skyldustörfin kalla. Baldvin Jónatansson segir: Veðurlæti heyrast hér, himinn grætur stúrinn. Mál á fætur okkur er eftir næturdúrinn. Það er ekki ótrúlegt, að Baldvin hafi verið frekar ókátur þennan morgun, og oft hefur maður heyrt, að fólk heföi þegið að lúra aðeins lengur i svartasta skamm- deginu, ekki sist ef veðrið hefur verið slæmt. Kemur þá fyrir, að jafnvel kátustu menn verða fúlir og leiðinlegir og má það teljast eðlilegt, þótt betra væri, að menn líktust þá konunni á útnesinu, sem Berg- ljót Benediktsdóttir yrkir um. Þú hefur horft á hafrótið, hlustað á brim og vinda. Samt hefur blessað sólskinið svip þinn náð að mynda. Sem betur fer hefur það minnkað, að menn verði úti i stórhriðum og eru það aðallega rjúpnadráparar nú i seinni tiö, sem virðast endilega vilja halda þessum sið við. Grimur Sigurðsson yrkir um stór- hrið: Ekki þekki ég þennan hól, — þetta er hríðin meiri! Þarna fauk i þetta skjól. Þau eru töpuð fleiri. En það er ekki alltaf vont veður að vetri til. Það sannar Vetrarnótt Einars Bein- teinssonar. Landið rótt og viður ver vill um óttu skarta meðan hljótt um hauður fer héiunóttin bjarta. Ekkert sakar draumadá dúraspaka lýði. Einn ég vaki við að sjá vetrarklakans prýöi. Breöans gljáir bjarta svið, blundar láin dreymir. Fjöllin háu faðmast við fagurbláan geiminn. Enginn kjósa fremur fær fegurð hrós að veita, þegar ljósa ieiftrin skær loftið rósum skreyta. Skelkað læðist húmið hljótt, hrönn á græði sefur. Full af gæðum friðsæi nótt flestum næði gefur. Ef veðrið breytist siðan til hins verra, er bara að hugsa eins og Einar Þórðarson. Þó að vetrar hamist hrið hæfir ekki að kvarta. Sjáðu I anda sumartiö og sólardaga bjarta. Eins og ég gat um áðan eru haustlitirnir fallegir, en það kemur að þvi, að þeir hverfa. Hnúka krýnir hélutraf, hljóðnar kvak i runni. Fölnað skrúðið fellur af Fjalladrottningunni. Grös og viðir falla fer fyrir hriða skjóma. Blessuð hlíðin orðin er örsneydd prýði blóma. Þótt ég hafi i þessum þætti rætt um haust og vetur, lifir þó sumarið enn. Björtu næturnar eru horfnar og þegar dagurinn styttist finnst manni ósjáifrátt farið að hausta. Kristján Ólason yrkir þannig um haustið. Ilallar degi, haustar að, hliðum vindar strjúka. Víðir sölna, visnað blað verður að fjúka — fjúka. Þó aö falli og fjúki burt, finnst ei mörgum skaði. Ekki er leitað eða spurt eftir visnu blaði. Skógarblöðin belik og hrum — blærinn meðan frumar — dreyniir máske einmitt um ódauðleikans sumar. Þú, sem strýkur stolta brá, stæltur af rikum dáðum, verður lika að vikja frá, — visnar og fýkur bráðum. Ben. Ax.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.