Vísir - 05.09.1974, Blaðsíða 2
2
Visir. Fimmtudagur 5. september 1974.
TÍS1RSF7R:
Er tsland dýrt fyrir ferðamenn?
Martha Calderwood, New Jersey
f Bandarfkjunum: — Nei, ekkert
ofboðslega. Við hjónin erum nú að
koma frá Skandinaviu og þetta er
ekkert verra en gerist þar. Leður-
kápurnar hérna eru ekki ýkja
dýrar t.d.
Jan Rishave, Danmörku: — Já
mjög dýrt, geysilega dýrt.
Sérstaklega fæðið, sem er vafa-
laust tvisvar sinnum dýrara en i
Danmörku. Ég hef nú litið keypt,
en mér hefur fundizt skritið, hvað
litið er til af islenzkum vörum.
Allt er aðkeypt, nema ullarvörur
og keramik.
Ellen Fannesch, Danmörku: —
Já það er geysilega dýrt. En það
sem þó einu sinni er islenzkt, eins
og ullarjakkinn, sem ég er i, er
ekki svo ægilega dýrt. Ég var i
Bandarikjunum, og þar er verðið
mun lægra, sérstaklega á
veitingahúsunum.
Dan McNelly, nemandi frá Illi-
nois Bandarikjunum: — Ég hef
aðeins keypt smávegis af minja-
gripum, og verðið á þeim var ekki
svo skelfilegt. En matur og
sælgæti, guð minn! Ég kaupi t.d.
kók hérna fyrir 50 krónur, sefn
eru um 55 cent. Slika flösku kaupi
ég i Bandarikjunum fyrir 35 cent.
Zvi Maizels, prestur frá Jerú-
salem: —Matur og gisting er
mjög dýr, en ég tók mat með mér,
svo ég hef ekki þurft að kaupa
mér mat hérna. Ég hafði verið
varaður við fyrirfram, en t.d. i
bók, sem ég hef hérna um
Evrópu, fær tsland heldur betur
illa meðferð, en kynni min af
landinu eru til muna betri en i
bókinni.
Robert G. Spano, ttaliu: — Þaö er
það dýrasta i heiminum. Allt
saman er dýrt og margt þrefalt
dýrara en á Italiu. bað er dýrt
fyrir útlendinga að vera hér, en
innlendir vinna sér inn mikið fé.
Ég held að þjóðin sé of litil til að
lifa upp á eigin spýtur og þvi sé
verðið svona hátt.
r
LESENDUR HAFA ORÐIÐ
HUH
Bnmai
GUÐSORÐIÐ FIUTT Á RFTTAN HATT
Ánægður skrifar:
Ég vil hér með koma þakklæti
minu á framfæri til sjónvarpsins
fyrir helgistundina siðustu sunnu-
daga. Hugleiðingar séra Sigurðar
Hauks voru hreint og beint frá-
bærar og áttu erindi til allra,
jafnttrúaðra sem vantrúaðra. Ég
verð að segja fyrir mina parta, að
ég er Sigurði hjartanlega sam-
mála i flestu þvi er hann setti
fram i þessum hugleiðingum, og
þá sérstaklega hvað snerti tengsl
kirkjunnar við almenning i land-
inu.
Séra Sigurður setur mál sitt
fram tæpitungulaust og á senni-
lega auðvelt með að hneyksla
margan góðborgarann en er nú'
ekki einu sinni svo, að hneykslun-
in á sér oft aðrar og dýpri rætur
hjá mörgum. Fólki finnstoft erfitt
að fá óþægilegar staðreyndir og
sannleikann beint framan i sig. A
þennan hátt, sem séra Sigurður
Haukur setti fram sina hugleið-
ingar i sjónvarpinu, á kirkjan að
knýja á dyr almennings i landinu,
ef svo væri gert, þá mætti kirkjan
vænta meiri aðsóknar i kirkjur
sinar.
En ég veit að ég tala fyrir munn
margra af þeim. er ég umgengst,
er ég segi — þökk þér Sigurður —
og sjónvarpinu lika.
...sér til ágœtis nokkuð
vann hann...
G. hringdi:
,,Það er hart að þurfa að gang-
ast við þvi, að hann sé flokksbróð-
ir manns, þessi piltur að austan,
sem varð sér til athlægis hjá allri
þjóðinni og gerði alþingi að
viðundri, þegar hann hélt
maraþonræðuna undir þingrofið,
hérna vansællar minningar.
En nú þykir manni skörin vera
farin að færast upp I bekkinn,
þegar þessi sami Sverrir Her-
mannsson snýst gegn flokksbróð-
ur sinum, Albert Guðmundssyni,
til að sporna gegn umræðu á
alþingi um Keflavikursjónvarp-
ið — þetta mál, sem hefur aldrei
verið neitt annað en áróðurs- og
hugsýkismál islenzkra kommún-
ista.
Jæja, hann getur þá sagt kjós-
endum sínum austur á fjörðum,
að hann hafi ekki til einskis setið
fyrir þá á þingi. Sér til ágætis
nokkuð vann hann. —
margar klukkustundir
ama á þingfundi eitt
gerði i annað stað
fögnuð að ganga
Blaðraði I
öllum til
itt sinn, og
þann óvina-
i lið með
kommakjánunum i Kanasjón-
varpsmálinu.
Hann skipar vonandi verðugan
sess i flokkssögunni.
Þvi miður er hann ekki i fram-
boði hér i Reykjavik. Ég er viss
um, að væri hann það, mundu
margir kjósa Sjálfstæðisflokkinn,
sem ekki kysu hann ella — bara
til þess að geta veitt sér þá
ánægju að strika ákveðið nafn af
listanum.
Það vildi ég, að þeir sem Kana-
sjónvarpið vilja hafa áfram,
hristi nú einu sinni af sér doðann
og láti alþingi, kommalýðinn og
Sverri sjá, hvar hugur meirihluta
kjósenda liggur. Það gerðu þeir
bezt með þvi að fylkja sér niður
að Alþingishúsi og inn á þingpall-
ana (þeir sem þar komast fyrir)
þann dag, sem umræður eiga að
fara fram um tillögu Alberts.
Það væri hart, ef loks kemur
fram þingmaður, sem telur sig i
alvöru sendan á þing til að vera
fulltrúi kjósenda sinna og ber upp
þeirra mál, að þeir láti hann
standa þá einan uppi og berjast
fyrir þeirra vilja.”
Því þegja þeir
um sundmótið?
Ævar Sigurðsson frá Akranesi
hringdi:
„Nú um siðustu helgi var haldið
unglingameistaramót íslands i
sundi. Þar voru saman komin til
keppni á þriðja hundrað
ungmenni. í hópnum var allt
yngsta og efnilegasta sundfólk
landsins, sem hafði enda æft allt
sumarið fyrir þennan viðburð.
Mig langar i tilefni af þessu að
óska iþróttafréttariturum fjöl-
miðlanna til hamingju með sam-
stöðu þeirra, sem sýnist alveg
órjúfanleg. Ekki einn einasti
þeirra hefur svikizt undan merkj-
um um að þegja þessa keppni
alveg I hel.
Það er kominn miðvikudagur (i
gær), og enn hefur hvergi örlað á
þvi, aö þetta mót hafi farið fram,
hvað þá að nokkurs staðar sjáist
úrslitin.
Ég og fleiri erum að velta þvi
fyrir okkur, hvort hér ráði áhuga-
leysi iþróttafréttaritara eða hvort
framkvæmdaaðilar mótsins hafi
látiðhjá liða að vekja athygli fjöl-
miðla á þvi.”
Það hefur verið mikið um að
vera á vettvangi Iþrótta núna
um helgina og siðan. Fjórir
mikilsháttar knattspyrnuleikir
fóru fram á laugardag og
sunnudag. Norðurlandamótið I
golfi fór þá fram hér I Grafar-
holti. Evrópumótið i frjálsum
iþróttum stendur yfir i Róma-
borg. Og áfram mætti telja.
Við iþróttafréttirnar er að öllu
jöfnu ekki nema einn maður hjá
hverjum fjölmiðli. Þeir hafa
mátt hafa sig alla við og undrar
engan, þótt einhvers staðar hafi
orðið eitthvað út undan.
Það er reynsla þeirra flestra,
að framkvæmdaaðilar svona
móta séu dugnaðarforkar við að
vekja athygli á þvi, að þau eigi
að fara fram. En hins vegar sé
það viðburður, ef þau láti frá sér
fara einhverjar upplýsingar um
úrslitin.
ÚTLIT
FRÍMERKJA
Friðrik simar:
,,Er ekki full ástæða til að póst-
urinn fari að athuga sinn gang
varðandi útgáfu frimerkja? Ég sá
i Visi i dag eina eða öllu heldur
tvær af þessum frábæru „ideum”
þeirra, sem sjá um frimerkja-
útgáfuna okkar. Póstmenn i
heiminum eiga afmæli i ár.
auðvitað er tilvalið að gefa út
merki. En drottinn minn dýri!
Hvilikar myndir! Það er eins og
drátthagur krakki hafi komizt i
það verkefni að hanna þessi
merki.
Hugmyndirnar eru heldur ekki
nógu góðar. Að mlnum dómi hefði
mátt notazt við karlmanninn,
sem stingur bréfi i póstkassa,
með betri teikningu þó. Hin
myndin hefði átt að vera tileinkuð
gömlu landpóstunum okkar en
ekki stúlkukindinni, sem situr við
afgreiðsluborðið sitt i þægilegum
stofuhita.
Ég tel að almenningur i landinu
sé fyrir löngu vaknaður til
meðvitundar um að það er ekki
sama, hvernig að þessum málum
er staðið. Við eigum að gefa út
frimerki með þvi hugarfari að hér
sé um listaverk að ræða.”
Víst var íslenzka
sjónvarpið
kynnt, Njörður
Karl Jóhann Lilliendahl
hringdi:
„Það var haft eftir formanni
útvarpsráðs,Nirði P. Njarðvik,
þegar amazt var við fréttafrá-
sögn islenzka sjónvarpsins af
starfsemi Keflavikursjónvarps-
ins og heimsókn fréttamanna
þangað suðureftir, að það hefði
ekki verið ýkja fréttnæmt.
Að hans dómi var réttara að
kynna heldur starfsemi islenzka
sjónvarpsins, sem hann sagði,
aö hefði ekki verið gert.
Það vildi ég, að einhvers
staðar kæmi skýrt fram, að
þegar minnzt var i islenzka
sjónvarpinu 40 ára afmælis Rik-
isútvarpsins, þá var sýnd kvik-
mynd um hljóðvarp og sjón-
varp. Þar var rækilega kynnt
starfsemi islenzka sjónvarps-
ins.
Formaðurinn fór þarna með
rangt mál.”
í kirkjugarði
Ég gekk inn um hliðið og lagðist á leiði
látinna vina eins og gengur.
Mér þótti það leitt, hve ég stansaði stutt.
Ég stansa næst þeim mun lengur.
Ben. Ax.