Vísir - 05.09.1974, Blaðsíða 4
4
Vísir. Fimmtudagur 5. september 1974.
Miðnœturhljómleikar Pelican:
Allir stóðu fyrir sínu!
Mlðnæturtónleikar i
Austurbæjarbiói,
gaman, gaman, og ég
sem þarf að vakna
klukkan sex, jæja, Þar
sem mesti hlut
aðdáendahóps
PELIKAN er af yngstu
kynslóðinni, kom það,
mér á óvart, að tón-
leikarnir skyldu
haldnir á þessum tima,
en það kom ekki að sök,
húsfyllir var og margir
urðu meira að segja frá
að hverfa.
„Jonni” var hálf-feiminn á sviö-
inu, en stóð sig af mikilii prýði.
Afgreiðslumaður
Viljum ráða afgreiðslumann i bygginga-
vöruverzlun nú þegar.
Uppl. i skrifstofu vorri, Strandgötu 28,
simi 50200.
Kaupfélag Hafnfirðinga.
Kefíavík
BLAÐBURÐARBÖRN
ÓSKAST
Vinsamlegast hafið samband
við afgreiðsluna.
Sími 1349
Si igtí m
, r ,
Hljómar leika 8 — 1 Munið skírteinin Félag ungs fólks í Langholts- Voga- og Heimahverfi
Nú, fæ ég mér sæti á fimmta,
bekk, við hliðina á honum
Stebba Halldórs á Mogganum
og bið átekta. Sviðið er
myrkvað, tjöldin renna frá,
ennþá myrkur, nein nú byrja
þeir að spila, ljósin kvikna, tón-
leikarnir eru byrjaðir meira að
segja á réttum tima. Ómar
Valdimarsson frkv,stj, tón-
leikanna gengur fram á sviðið i
brúnum leðurjakka og með
slipsi, og ávarpar okkur, stutt-
lega, að þvi loknu byrjar PELI-
KAN fyrir alvöru að spila.
Lögin eru „instrumentaí” og
Pétur hvergi sjáanlegur, sviðið
er kuldalegt, svartur bak-
grunnur með silfurlituðum
gervitrjám i forgrunni, og uppi
á vegg blasir við stór mynd ai
PELIKAN. 1 dagskránni
stendur, að fyrri hluti tón-
leikanna heiti „I ró og næði”, og
vissulega eru fyrstu lögin róleg
og fáguð mjög. Þarna eru tveir
menn, sem ég ekki kannast við,
svo ég lit aftur i dagskrána. Jú,
þessi við orgelið heitir Hlöðver
Smári, og hinn við pianóið heitir
Kristján Guðmundsson, þá veit
ég það. í fyrstu lögunum situr
Bjöggi annaðhvort við pianóið
eða „Moog synthesiezer”, já
hann er fjölhæfur pilturinn sá.
Þau lög eru „Pelican Theme”
og „Butterfly”, (bæði eftir
Bjögga) og „Cloudscape” eftir
Ómar, (enda gert fyrir gitar-
sóló). Þá er það lagi
„Promises” eftir Bjögga, og
þar birtist Pétur svartklæddur
og kemur sér fyrir fremst á
sviðinu.
Siðan rúlla lögin áfram, og
ætla ég ekki að fara að nefna
heiti þeirra allra, nema þá
ómar er tónsmiður mikiil, fjöl-
hæfur og llflegur gftarleikari,
svo nú vantar bara sönginn.
gftar. Nú önnur lög voru lika
góö, eins og „Cloudscape” og
„Promises” (þó að það liktist
pinulitið frasa úr „What’ s new
Pussicat”, en lagið „Picture”
fannst mér ekki hafa átt erindi á
þessa tónleika.
Þá er pása, og átta hundruð
manns fara að kaupa sér kók, og
reykja sigarettu, allir i einu! Ég
labba með Agli Eðvarðs og hans
ágætu konu inn i reykjarskýið,
og Egill ætlar að splæsa kók. En
Egill er bara kurteis maður
mjög, og það þýðir ekkert að
vera kurteis þegar maður
ætlar að kaupa sér kók i pásu,
það veit Egill núna. Hvað með
þaö, þarna var rætt um
frammistöðu PELIKAN, og
Pelikan og áheyrendurnir eiga Siguröi Arnasyni mikið aö þakka
fyrir mjög góöa hljóðstjórn.
Ásgeir sýndi þaö og sannaði, aö hann er bezti trommuieikari
okkar I dag.
„G o 1 d e n P r o m i s e s ”,
„Amnesia” og „Sunrise ton
sunset” sem öll voru hreint frá-
bær. Þessi lög einkenndust fyrst
og fremst af frábærum gitarleik
þeirra ómars og Bjögga, þó
aöallega þess siðarnefnda, sem
oft sýndi hreint ótrúlega hæfni á
flestir koma sér saman um að
þetta séu góðir tónleikar i alla
staði
Meira fjör
Ljósin blikka, og fólk treður
sér inn, en við kaupum okkur
bara kók i rólegheitunum
meðan reykjarskýið smátt og
smátt eyðist, þvilik sæla. Siðan
inn aftur, og seinni hlutinn heitir
„Meira fjör”. — Seinni hlutinn
reyndist lika vera fjörugur
mjög, og meira að segja Stebbi
Halldórs, fór að skaka
hausnum til i allar áttir. Fyrstu
lögin voru eftir ómar, og ein-
kenndust þau eins og fyrr fyrst
og fremst af góðum, nei, frá-
bærum gitarleik og þá sérstak-
lega ilagi ómars „Instrumental
love song”, þar sem tveir
gítarar hreinlega kysstust.
Siöan kom lagið „Could it be
found” eftir Bjögga, en það lag
kom út á plötu með Náttúru
fyrir nokkrum árum. Það var
hrein unun að hlusta á þetta lag
aftur, og hefði Náttúra vart geta
flutt það jafnvel. I laginu tók
Biöggi hreint ótrúlega gitar-
sólóar og það mátti greinilega
sjá, að maðurinn sá lifði sig inn i
það sem að hann var að spila.
Næstu lög voru svo öll leikin
af fullum krafti, en þó ekki það
kröftuglega, að maður ærðist,
og inn á milli kynnti Pétur lögin.
Það hefði þó verið smart hjá
Já, Bjöggi, brostu nú, þvi þú
hefur sannarlega ástæöu til
þess.
Pétri, hefði hann sleppt þvi að
kynna „Jenny Darling” það lag
þarf vart kynningar við — og
hefði verið betra aö fella það inn
i lokakafla lagsins, „Roll down
the Rock”, og koma þannig fólki
á óvart. A eftir „Jenny Darling”
kom lagið „Stranger” eftir
ómar, og enn var það gitarinn,
sem lék aðalhlutverkið, en þar á
eftir brilleraði Asgeir aldeilis i
laginu „How do I get out of New
York City”.
Jafnþrumugóðan trommuleik
hef ég aldrei heyrt hjá
islenzkum trommuleikara, og
þó að viðar væri leitað. Fyrir
utan byrjunar-og endafrasa var
lagið ein trommusóló, og á ég
varla nægilega gott lýsingarorð,
til að lýsa frammistöðu Asgeirs,
enda fékk hann langvarandi
lófaklapp i þakklætisskyni hjá
áheyrendum að laginu loknu.
Þá var bara eitt lag eftir, og
var það lag Kaldalóns »„Á
Sprengisandi”. Lagið fékk all-
hressilega meðferö, og enn voru
það allega gitararnir, sem léku
aöalhlutverkið. Að þvi loknu
voru félagarnir vitanlega
klappaðir upp, og héldu þeir þá
áfram með „A Sprengisandi” á
meðan tjöldin runnu fram og
tilbaka. Þetta voru góðir tón-
leikar, þeir beztu er ég hef orðið
vitni að hérlendis. Þeir byrjuðu
,á réttum tima, hljómburðurinn
var mjög góður, enda stjórnað
af Sigurði Arnasyni, engar
langár pásur og PELIKAN
virtist vera vel undir þá búin.
Ég á bágt með að hrósa ein
hverjum sérstökum meðlim
PELÍKAN fyrir frammistöðu
sina á þessum tónleikum, þeir
stóðu allir fyrir sinu, en vissu-
lega bar mest á þeim Bjögga,
Asgeiri og Ómari. Persónulega
finnst mér bara vanta aðeins
meiri fyllingu i sönginn hjá
þeim félögum, þvi sum lög
þeirra passa illa við rödd
Péturs.
Svo labbaði ég bara heim og
fór að sofa.
ÖRN