Vísir - 05.09.1974, Blaðsíða 6
6
Vlsir. Fimmtudagur 5. september 1974.
VISIR
Útgefandi:
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
Fréttastjóri:
Ritstjórnarfulltrúi:
Fréttastj. erl. frétta:
Auglýsingastjóri:
Auglýsingar:
Afgreiösla:
Ilitst jorn:
Askriftargjald 600 kr.
Reykjaprent hf.
Sveinn R. Eyjólfsson
Jónas Kristjánsson
Jón Birgir Pétursson
Haukur Helgason
Björn Bjarnason
Skúli G. Jóhannesson
Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611
Ilverfisgötu 44. Simi 86611
Siðumúla 14. Simi 86611. 7 linur
á mánuði innanlands.
í lausasölu 85 kr. eintakið. Blaðaprent hf.
Snarir í snúningum
Ekki var Alþýðubandalagið lengi að skipta um
andlit, er viðræður vinstri flokkanna um myndun
rikisstjórnar fóru út um þúfur. Allt, sem áður var
hvitt, varð nú skyndilega svart.
I vinstri viðræðunum var Alþýðubandalagið
búið að fallast á tillögur sérfræðinga vinstri-
stjórnarinnar um gengislækkun, frystingu kaup-
greiðsluvisitölu og margar fleiri aðgerðir til
kjararýrnunar. Alþýðubandalagið var ennfrem-
ur búið að fallast á, að ekki yrðu fyrirfram höfð
samráð við Alþýðusambandið um þessar aðgerð-
ir.
Um leið og stjórnarmyndunarviðræður þessar
fóru út um þúfur, byrjaði Þjóðviljinn að froðu-
fella út af væntanlegum ihaldsaðgerðum
stjórnarinnar, sem framsóknarmenn og sjálf-
stæðismenn fóru að reyna að mynda.
í þeim viðræðum náðist samkomulag um að
stefna að svipuðum aðgerðum og alls ekki harka-
legri aðgerðum en vinstri flokkarnir voru búnir
að fallast á i sinum viðræðum. Munurinn var þó
sá, að stjórnin, sem Framsóknarflokkurinn og
Sjálfstæðisflokkurinn mynduðu, ákvað að hafa
samráð við Alþýðusambandið og aðra aðila
vinnumarkaðsins, áður en gengið væri frá áfram-
haldandi frystingu kaupgreiðsluvisitölu og hlið-
stæðum kjaraskerðingarþáttum björgunarað-
gerðanna i efnahagsmálum.
öll þessi úrræði, sem Alþýðubandalagið var
búið að samþykkja, þegar það átti von á stjórnar-
setu, urðu nú skyndilega hin verstu ihaldsúrræði,
sem Þjóðviljinn bölvar látlaust þessa dagana.
Svona snar hefur jafnvel Framsóknarflokkurinn
aldrei verið i snúmngum við að kúvenda stefnu
sinni.
Alþýðuflokkurinn tók hægar við sér en Alþýðu-
bandalagið. En hann stóðst ekki mátið i sam-
keppninni við Alþýðubandalagið og fór að reyna
aðyfirbjóða það i stjórnarandstöðunni. öll kjara-
skerðingaratriðin, sem Alþýðuflokkurinn var bú-
inn að samþykkja i vinstri viðræðunum, eru nú
orðin óalandi og óferjandi, af þvi að Framsóknar-
flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn skipa rikis-
stjórnina en ekki Alþýðuflokkurinn.
Þessi skyndilegu sinnaskipti koma fram i bros-
legustu myndum. Benedikt Gröndal telur það
þinghneyksli, að ráðherrar sitja nú i þingnefnd-
um. Hann forðast að minnast á, að vinstri flokk-
arnir gerðu i upphafi þessa aukaþings samkomu-
lag um skipun þingnefnda i trausti þess, að ný
vinstristjórn yrði mynduð. Þegar svo önnur
stjórn var mynduð, var búið að kjósa i nefndir
menn, sem enginn vissi fyrirfram um, að yrðu
ráðherrar. Og hann getur þess ekki, að þetta
aukaþing er senn á enda og að kosið verður að
nýju i nefndir fyrir vetrarþingið.
Þetta er ómerkilegt mál. En hin skyndilegu
sinnaskipti hafa skaðleg áhrif á öðrum sviðum.
Foringjar Alþýðubandalags og Alþýðuflokks róa
nú i umboðsmönnum sinum i Alþýðusambandinu,
verkalýðsrekendum sinum, að gera nú allt vit-
laust i kjaramálunum, svo að björgunaraðgerðir
stjórnvalda nái ekki tilgangi sinum. Þeir hafa
þegar náð þeim árangri, sem sést i striðsyfirlýs-
ingu meirihluta stjórnar Alþýðusambandsins.
Óábyrgir stjórnmálamenn hafa löngum verið
þjóðinni dýrir og verða það vafalaust áfram.
—JK
„Það er
ÚLFUR!
ÚLFUR!"
hrópa þeir
ó Spóni
Ef þú ert að velta
vöngum yfir, hvernig þú
eigir að verja sumar-
leyfi þinu öðruvisi en
áður, þá ættirðu að
reyna fyrir þér á norð-
vesturhluta Spánar —
skrifar fréttaritari
timaritsins
„Economist” frá Spáni,
Hann lætur það ráð
fylgja með, að bezt sé
fyrir þig að hafa þá við
höndina haglabyssu!
„Þvi að þau tiðindi eru helzt úr
fæðingarsveit \Francos, Galiciu,
að þar sé krökkt af úlfum. Dag
hvern berast nýjar fréttir af
sauðum, kálfum og hundum, sem
hafa orðið fyrir barðinu á úlfum
— að ógleymdum frásögum af
bændum, sem hafa orðið að flýja
upp i tré. Blöðin þar eru farin að
skrifa um ofsahræðslu, sem gripi
um sig, og hrylling”, skrifar þessi
fréttaritari Economist.
4Dýrafræðingar eru furðu
slegnir. Það er á móti öllum
reglum, segja þeir, að úlfar sæki
til mannabyggða að sumarlagi
(Dæmi eru um slikt að vetrarlagi,
þegar hart hefur veriö i ári hjá
úlfunum). Bændur á þessum
slóðum eru farnir að halda, að ný
kynslóð úlfa hafi alizt upp, sem
viröi engar reglur. Annað fólk er
farið að gruna, að um sé að ræða
einhverja auglýsingabrellu til
þess að vekja athygli á einni af
þessum ensku hryllingsmyndum
— Það einkennilega er, að enginn
hefur ennþá kennt um CIA, leyni-
þjónustu Bandarikjanna.”
„Aftur á móti hafa nokkrir
blaðamannskjánar hér á Spáni
reynt að setja CIA i samband við
dularfullan sæúlf, sem er á sveimi
úti fyrir Spánarströndum og
Portúgals og jafnvel Marokkó. Er
það þrjú þúsund smálesta
snekkja sem ber heitið Apollo og
er grunsamlega vel útbúin radar-
og fjarskiptatækjum.”
Hér mundu sumir lesendur
kannast við lýsingar á
austantjalds „togurum”, sem
sézt hafa hár við strendur. Nema
Apollo þessi siglir undir fána
Panama og er sagður i eigu
Operation Transport
Corpóration, en enginn kannast
yiö þaö fyrirtæki.
„Apollo lá við akkeri úti af
Lissabon, þegar byltingin var
gerð i Portúgal I aprílmánuði. Hið
frjálslynda vikuf réttarit
„Expresso” i Portúgal var þaraf-
leiðandi ekki lengi að slá þvi
föstu, að snekkjan væri i þjónustu
CIA. Dagblaðið ABC, sem gefiö er
út af spænskum konungssinnum,
ljóstraði þvi upp, að Spánverjar
hefðu haft nánar gætur á skipi
þessu frá þvi 1969, þegar það
„villtist” inn I landhelgi Spánar,
eins og komizt var að orði. Annað
spænskt blað hefur skýrt frá þvi,
að Apollo hafi komið til hafnar i
Andalúsiu daginn eftir að Carrero
Blanco aðmiráll var myrtur.
Blaðið setti þetta auðvitað i sam-
band við óstaðfestar upplýsingar
um, að spænska öryggislögreglan
hefði rakið slóð morðingja for-
sætisráðherrans, sem hefðu flúið
til þess landshluta.
Skipstjóri Apollo viðurkennir
að hafa verið I Lissabon, meðan
byltingin var gerð, en þvertekur
fyrir að hafa komið til Andalúsiu.
Svo mjög hafa honum fundizt
þessi skrif þrengja að sér, að
hann sá ekki annað ráð vænna en
bjóða tveim spænskum blaða-
mönnum um borð I siðustu viku,
þegar skipið var statt i Tenerife i
Kanarieyjum. Gafst þeim kostur
á að skoða skipið hátt og lágt.
Sárvonsviknir urðu þeir að viður-
kenna, að þeir fundu ekkert óeðli-
legt — ekkert falskt skegg, engan
James Bond-útbúnað, engin hler-
unartæki, ekki einu sinni ævin-
týrakvendi.
Þessir farþegar, sem um borð
voru, — greinilega velstöndugir
menn — voru á fljótandi fram-
kvæmdastjóranámskeiði, eftir
þvl sem upplýsingajijónusta
Bandarikjanna, sem af mörgum
er álitin á vegum CIA, hefur
getaö upplýst.
Spánverjum þykir óllklegt, að
þeir séu lausir við Apollo fyrir
fullt og allt. Fréttaritari
Economist heldur áfram:
„Þótt eitt blaðanna hafi þegar
greint frá þvi að snekkjan hafi
verið um hálfsmánaðar skeið út
af Galicia i sumarbyrjun, hefur
enginn enn haft orð á þvi, hvað sú
einkennilega tilviljun kemur vel
heim við það, hvenær úlfaæðið
byrjaði — Þorpsbúar i Callego
hafa skotið um 40 úlfa frá þvi i
byrjun júli,— En hins vegar hljóta
að vakna illar grunsemdir vegna
annarra alvarlegra tiðinda, sem
borizt hafa frá Galicia. .
Vörubilstjóri hefur gefið sig
fram, sem fann á vegi sinum tvær
einkennilegar skepnur. Hann
felldi aðra þeirra, sem var nærri
sex fet á lengd og vó 72 kíló, og
hafði hana með sér til yfirvalda i
Ponferrada. Þar voru borin
kennsl á dýrið.
Þaö var ameriskur sjakalil’
Illu heilli er veiðigarpurinn, Franco, of. heilsutæpur, til þess aö geta
farið meö sveitungum sinum aö granda hinum nærgöngulu úlfum.