Vísir - 05.09.1974, Blaðsíða 16

Vísir - 05.09.1974, Blaðsíða 16
Fimmtudagur 5. september 1974. Þungbúið - en hangir þurr Þó að við megum búast við þvi að liafa þungbúinn himin yfir okkur i dag og skýjaðan, þá iosn- um við viö úrkomu. Vcður- fræðingar spáðu þvi að minnsta kosti i morgun , að þurrt yrði að mestu, og hitinn verður 8-10 stig. t nótt veröur hitinn hins vegar 5-8 stig. 1 morgun var norðaustan átt rikjandium allt landið. stinnings- kaldi var á Noröur- og Vestur- landi en hæg átt var á Suður- og Austurlandi. Hvasst var t.d. á Horni. Ekki er alveg eins þurrt hjá þeim fyrir norðan, þvi að þar var rigning og súld I morgun, og búast má við sliku veðri eitthvað leng- ur. -EA. Þingslit möguleg í dag Þingslit gætu orðið f dag um kk 6. Fundur veröur i dag í neðri deild kl. 11 og aftur kl. 2 og i efri deild kl. 2. t neðri deild verður raforkuverðiö til umræðu og er ekki búizt við mjög löngum um- ræðum um það. Þá verður tek- inn fyrir næsti samkomudagur al- þingis og verður hann 29. október. Eftir hádegi vcröur söluskatts- hækkunin tekin til 2. umræðu og gæti þingslitunum helzt seinkað af þvi. Um klukkutima þarf til að boða þingsiit og verður þvi fund- um í deildunum að vera lokið um 5 ieytið, ef þingsiit eiga að verða I dag. Að öðrum kosti verður þeim frestað til morguns. -JB ,Hefurðu verið mikill jaki.' — Borgarís út af Hornbjargsvita. 10 metra upp úr sjó Bjarna Sæmundssyni fyrir tveimur, þremur dögum.” „Þetta hefur verið mikill jaki upphaflega, en nú er hann farinn að Iminnka töluvert, sem eðlilegt er. Þetta er lik- lega sami jakinn og þeir sáu annaðhvort á Árna Friðrikssyni eða »------------------------ Þetta sagði Jóhann Péturs- son, vitavörður i Hornbjargs- vita, þegar við röbbuðum við hann i morgun, en um 500-600 metra út af Horni er nú borgar- isjaki, klofinn i tvennt. Jóhann sagði, að jakinn væri um það bil 10 metra upp úr sjó, að þvi er honum virtist, en tals- vert er farið að molna úr hon- um, og safnast hraflið i kringum hann. Jóhann bjóst við að isinn minnkaði mikið seinni partinn i dag. Hann gizkaði á, að stærri parturinn væri um 30 metrar á hvorn veg, þannig að jakinn hefði verið stór til a byrja með. Hann hefur þó verið að minnka smátt og smátt. „Snemma á ferðinni? Ja, snemma og snemma ekki,” sagði Jóhann. „Borgaris getur verið að flækjast þetta á hvaða tima sem er. Mig minnir til dæmis að það hafi verið 1964 eða ’65, sem .borgaris var að flækjast hér i júlimánuði. En ég hef ekki orðið var við is á þess- um tima núna siðustu árin.” -EA. VISIR BENZINLITRINN I 50 KRONUR? olíufélögin telja sig hafa tapað stórfé ó sölunni að undanförnu/alltað 100 milljónum Hækkun á benzini kemur til framkvæmda 9. september en það var samþykkt á alþingi f gær af meirihluta neðri deildar, að hækkunin yröi 6 kr. Jafnframt var fellt niður úr frumvarpinu 8. grein þess, sem geröi ráö fyrir að benzín hækkaöi samkvæmt visi- tölu”. Þetta ( sagði Matthias A. Mathiesen fjármálaráðherra i viðtali við blaöið i morgun. Við ræddum við önund Asgeirs- son forstjóra BP og sagði hann, að um siðastliðin mánaðamót hafi innflutningsjöfnunarreikningur sýnt tap um 100 millj. króna, þar sem af er þessu ári. Hann sagði, að sér þætti ekki ósenni- legt, að verð á benzini færi vel yfir 50 kr. hver litri. Aðeins skattarnir af benzininu yrðu þá i kringum 40 krónur, sem er 4 kr. meira en við borgum fyrir benzinið i dag. Samkvæmt útreikningum Félags islenzkra bifreiðaeigenda hefur rekstrarkostnaður smábils hækkað um rúmlega 200 þús. krónur siðan 1. okt. 1971. Miðað við að 7 kr. aukaskattur yrði lagð- ur á benzinið myndi rekstrar- kostnaðurinn hækka um rúmlega 120 þús. kr. og yröi þá i allt yfir 320 þús kr. En þar sem aukaskatt- urinn verður 6 kr., en ýmsir aörir liðir hafa áhrif á benzinverö, hækkar þessi tala enn meira, þegar við þurfum að borga yfir 50 kr. fyrir benzinlitrann. Hjá P. Stefánssyni, sem selur meðal annars Austin mini og Range Rover fengum við að vita, að á sl. ári og það sem af er þessu ári virðast bilar, sem eyða miklu og svo aftur þeir, sem eyða litlu, hafa veriö mest eftirsóttir, en miðlungsbilarnir, sem mestum vinsældum áttu að fagna áður, hafa ekki selzt mikið. Undanfarnar vikur hefur það þó aukizt að mun að spurt sé um sparneytna bila. Hjá Fiatumboð- inu, Davið Sigurössyni hf, sögðu þeir, að aðallega væri spurt um þá bílasem minna eyddu. Halldór Þórðarson hjá Agli Vilhjálmssyni sagði, að ekki hefði borið á þvi á árinu, að .spurt væri meira um sparneytna bila. „En maður finnur það vel á hreyfingunni á undanförnum dögum, að það hlýtúr að fara að gerast, aö fólk hugsi meira um að fá sér spar- neytinn bíl”, sagði Halldór. -EVI Hafnarfirði gæti valdið stórslysi. Byrgið brunninn! Ekki er ofsögum sagt, aö alls staðar geta hætturnar ley nzt. Ekki þyrfti annað en að maðurinn, sem gengur þarna um á bryggjunni í Hafnarfirði, væri ofurlitið annars hugar og liti ekki niður fyrir sig, til að illa færi. Hvað þá ef Htil börn væru með i ferðinni en þau eru venjulega snör I snúningum og þarf litið til þess að þau sliti sig af pabba eða mömmu, t.d. ef þau sjá eitthvað forvitni- legt. Væri ekki betra að byrgja brunninn áður en barnið er dottið ofan I ? EVI Eldri borgarar Kópavogs Með nesti og nýja skó til Fagurhólsmýrar Hér eru fulltrúa eldri borgaranna I Kópavogi tilbúnir I flugið til Fagur- hólsmýrar. „Þaö er synd að segja, að það hafi ekki verið spenningur I eldri borgurunum okkar hérna i Kópa- vogi, þegar við flugum til Fagur- hólsmýrar I vikunni sem leiö. Það voru flcstir mættir fyrir aliar ald- ir, löngu fyrir brottför,” sagði Ásthildur Pétursdóttir hjá Félags málastofnun Kópavogs, þegar við ræddum við hana i morgun, en hún fór meö i ferðina. Hópurinn samanstóð af á milli 70 og 80 manns frá 67 ára og sá elzti var komin vel yfir áttrætt. Sumir höfðu aldrei flogið fyrr. Ásthildur sagði, að ekki hefði ver- ið hægt að hugsa sér betra veður og sýn til jökla og fjalla alveg einstök, Hópurinn var með nesti og nýja skó, eins og þar stendur, og borðaði skrinukost sinn að Kviskerjum og ók siðan að Skaftafelli og skoðaði sig um. Hápunktur ferðarinnar var i hinni gömlu Hofskirkju, þar sem séra Árni Pálsson hafði helgistund. Þátttakendur þurftu aðeins að greiða 1500 kr. Flugfélagið gaf af- slátt af farmiða og félagsmála- stofnunin greiddi það sem á vantaði. Ashildur sagði okkur, að þessi hópur hefði eiginlega verið kjarninn úr félaginu, sem eldri borgararnir eru i. Þeir hittast hálfsmánaðarlega á vetrum i húsi félagsmálastofnunarinnar við Álfhólsveg 32. Þar er spilað á spil, drukkiö kaffi, bækur fengnar að láni og síðast en ekki sizt rabbað um daginn og veginn. Og á sumrin er farið i ferðalög einu sinni til tvisvar. -EVI-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.