Vísir


Vísir - 14.09.1974, Qupperneq 3

Vísir - 14.09.1974, Qupperneq 3
Vhir. Laugardagar 14. tegteaker 1974. 3 Hilary Tindall, sú sem leikur ásamt öldu Ingúlfsdóttur. Hilary i eitt ár við að passa börnin hennar og hjálpa til við húsverkin, og siðan hún kom heim sumarið 1971 hafa þær haldið uppi bréfaskriftum. Alda fór til Englands með kærasta sinum fyrir stuttu, og þegar Hilary og maður hennar fréttu af þvi, buðu þau þeim að búa hjá sér i þessa 5 daga, sem áætlað var að dvelja i Englandi. „Hilary eða frú Lowe, eins og hún er oftast kölluð i samræmi við nafn eiginmannsins, hreint manaði mig til að lita við á einu Islenzku blaðanna til að reyna eitthvað að bæta mannorð henn- ar. Hún vissi sem sé, að verið var að sýna Hammond bræðurna hér á íslandi um þess- ar mundir. Þegar ég var hjá henni i Eng- landi 1970 var upptakan á þess- um þáttum að hefjast. Hér á ís- landi er nú verið að sýna annan flokkinn um Hammond-. bræöurna, en Hilary er nú að vinna við gerð fjórða flokksins. Þegar sá flokkur er búinn, ætlar hún að hætta, hvort sem gera á fleiri flokka eða ekki. Hún er hrædd við að persónan og nafnið Ann Hammond festist annars um of við hana. Sá, sem lék Ed- ward I fyrsta flokknum, hætti, og sagði Hilary það vera vegna þess, að hann fékk ekki nógu vel greitt. 1 öðrum flokknum sáum viö þvi nýjan leikara i hlutverki Edward. Hilary segir sjálf, að 2. flokkurinn hafi valdið henni vonbrigðum, en sá 3. sé beztur, en hann fjallar mun meira um hana og Brian Hammond.” Alda sagði okkur, hvernig fjórða og siðasta flokknum lykt- aði, en það er leiðinlegra að fólk viti endinn fyrirfram, svo viö förum ekki með það lengra. (Ef einhver er þó alveg viðþolslaus, gæti hann reynt að hringja i okkur og fá alla söguna). „Eftir að farið var að sýna þessa þætti á hverju sunnudags- kvöldi i Bretlandi, eignaðist Hil- ary fjölda aðdáenda. Hún fær fjölda aðdáendabréfa og þar minnist enginn á, hvað Ann Ann Hammond i Bræftrunum, Hammond er leiðinleg. Hún svarar öllum bréfunum sjálf og sendir mynd með, eins og virki- legum stjörnum sæmir. Hún er 33 ára gömul og lærði leiklist við Royal Academy of Art. Hún hefur leikið mest á sviði og var i leikhúsum i West End. Auk þess hefur hún leikið með ýmsum frægum leikurum i sjónvarpsleikritum. En eigin- maðurinn, hann hr. Lowe er umboðsmaður leikara. Jú, mikil ósköp, hjónaband hr. og frú Lowe gengur betur en hjóna- band Hammondhjónanna,” seg- ir Alda. „Þau búa i gömlu húsi með fimm svefnherbergjum á efri hæö og stofum og eldhúsi á þeirri neðri. Þegar ég kom til þeirra núna, höfðu þau breytt hluta af bilskúrnum i vistarveru og prýtt húsið á ýmsan annan hátt, svo ætla mætti, að Hilary hefði haft allvel upp úr þvi að vera Ann Hammond á sunnu- dögum. En bilarnir þeirra tveir eru litlir og iburðarlitlir Peugeot bilar. Frúin er hin duglegasta við heimilisstörfin, eldar frábæran mat og saumar á krakkana. Henni er lika fleira til lista lagt en að leika i sjónvarpi. Hún spil- ar mjög vel á pianó lög eftir ýmsa sigilda höfunda. Stundum kemur annað frægt fólk i heimsókn, t.d. borðaði konan, sem leikur gömlu Lady Hammond, með okkur eitt kvöldið, Hún er indæl eldri kona. Lowe hjónin eiga tvö börn, Kate9 ára og Julian 6 ára. Núna fyrir skömmu var Julia Good- man, sú sem leikur Barböru i Hammondþáttunum, að gifta sig, og þá voru þau brúðar- sveinn og brúðarmær. Þetta var brúðkaup i Játvarðarstil og ákaflega skrautlegt. Dóttirin Kate var alltaf að segja, þegar ég vann hjá þeim, að hún ætlaði að vera brúðar- mær hjá mér, þegar ég gifti mig. Hún hafði ekki gleymt þessu, þegar ég kom i heimsókn núna, og sótti fast, að úr þvi yröi. Hjónin gerðu allt sem þau gátu fyrir okkur meöan við dvöldum hjá þeim, og manni þótli reglulega sárt að skilja við þau,” segir Alda að lokum. —JB Julia Goodman, 23 ára leikkona, sem leikur Barböru Kingsley I Bræörunum, gifti sig fyrir stuttu I miklum Játvarðarskrúöa. Kate og Julian voru þá brúðarfólk og tóku sig vel út á myndinni. Nú vill Kate einnig vera brúöarmær hjá öldu. LENHARÐUR KOSTAR 80 KRÓNUR Á ..NEF" Magnús Bjarnfreðsson fer í óœtlanagerð hjó Ríkisútvarpinu Lénharöur fógeti kemur tii meö aö kosta hvert „nef” á landinu um 80 krónur, þegar hann verö- ur tilbúinn tii sýninga á skján- um einhverntima i vetur. Aö- göngumiöi aö kvikmy ndahúsi kostar tvöfalda þá upphæö. En ekki fá islendingar þó aö sjá myndina i litum, en þaö munu frændur okkar á hinum Noröur- löndunum gera, ef myndin verö- ur tekin til sýningar þar, sem ekki er ólfklegt að veröi. Útvarpsstjóri, Andrés Björns- son, Gunnar Vagnsson, fjár- málastjóri Rikisútvarpsins, og Magnús Bjarnfreðsson, sem nú starfar við áætlanagerð hjá út- varpinu, ræddu i gær við frétta- menn um Lénharð og kostnað þann.sem af tökunni hefur leitt. Heildarkostnaður myndar- innar verður um 17,3 millj. króna, þar af er fastakostnaður, þ.e. dagvinnukaup starfsfólks sjónvarpsins, tækjaleiga og annað þess háttar um 4 milljón- ir. Útlagður kostnaður er þvl um 13,3 milljónir og mun hluti þess kostnaðar koma til baka. Ýmsa búninga má nota siðar, timbur, byggingavöru og annað slikt. Taldi Magnús Bjarnfreðs- son að ekki væri ósennilegt, að þeir hlutir væru hátt I milljón króna virði. Yfirvinna við myndatökuna setti kostnaðaráætlun mjög úr skorðum, — t.d. hafði einn starfsmannanna 300 þús. krónur i yfirvinnu á timabilinu frá 22. mai til 11. ágúst. Þá settu leik- arar margt úr skorðum, þar eð þeir gátu ekki mætt eins vel og til stóð, af þvi að leikhúsin voru opin lengur i sumar en ella vegna þjóðhátiðarhaldsins. Út á Lénharð fógeta mun sjónvarpið fá samsvarandi sjónvarpsmyndir frá hinum Norðurlöndunum i skiptum, og kemur þar til stórfé. Einnig kváðu forráðamenn útvarpsins reynt að selja myndina til ann- arra stöðva, og ef það tekst, fer hagur Lénharðs heldur betur að vænkast. Úvarpsstjóri sagði á blaða- mannafundinum, að áætlana- gerð hefði lengi verið veiki punkturinn i rekstri Rikisút- varpsins. Nú væri visir að áætl- anagerð kominn með Magnúsi Bjarnfreðssyni, sem væri ný- byrjaður að vinna við slik verk- efni. Magnús kom að sjálfsögðu ekki nálægt þeirri áætlun, sem lögð var fyrir útvarpsráö i júni 1973, en hún hljóðaði upp á 4,5 milljónir rúmar. Síðan hefur verðlag allt i landinu vaxið hrikale^a, þó fjórföldun þessar- ar áætlunar sé ekki raunhæf. Ekki kvað útvarpsstjóri Lén- harð koma niður á dagskrár- gerð sjónvarps i vetur að neinu öðru leyti en þvi, að frestað er um sinn frekari leikritagerö, og mun Póker eftir Björn Bjarman þvi ekki myndaður fyrr en sið- ar. Þá kvað útvarpsstjóri fjárhag stofnunarinnar slæman um þessar mundir og hefði hann brýnt fyrir yfirmönnum að gera allt sem i þeirra valdi stæði i sparnaðarátt. Eins og kunnugt er, var sjón- varpið aðili að myndun á Brekkukotsannál 1971. Verö þeirra myndar skv. þáverandi krónum var milli 60 og 70 milljónir. Kostaði sjónvarpið 6% af myndatökunni. Kostnaðartölur vegna Lén- harðs fógeta, sem veröur hálfs annars tima litkvikmynd á 16 mm filmu, eru annars þessar: Lista- og skemmtideild 1,1 milljón, þar af 800 þús. i útlagð- an kostnað. Leikarar fá 3,5 millj. i sinn hlut,leikmyndadeild hefur kostað 5,8 millj., þar af 4,1 milljón i útlagðan kostnað. Tæknikostnaður er 4,7 milljónir alls, þar af 2,7 millj. i útlagöan kostnað. Ýmis kostnaður er svo 2,2 milljónir króna. —JBP Valdimar Kristinsson: FOLKSFJÖLGUNIN OG ÁBYRGÐIN Sunnudaginn 1. sept. sl. birtist grein i Timanum undir fyrirsögn- inni: Maria i ElSalvador og John D. Rockefeller. Greinin er nafn- laus og er sennilega þýdd úr ein- hverju erlendu blaði. Þar er sagt frá sárfátækri sjö barna móður, Mariu I E1 Salvador, sem lent hef- ur I miklum hörmungum, og sið- an segir: „Á þingum og ráðstefnum talar John D. Rockefeller, einn auð- ugasti maður heimsins, forseti mannfjölgunarráðsins og alþjóð- legrar rannsóknarstofnunar i New York. Hann leggur á ráðin um fjölskylduáætlanir og tak- mörkun barneigna og flytur um slikt eggjandi ræður. En milljónirnar, sem hungrar og helzt þyrftu að takmarka við- komu sina, eru viðs fjarri, og þær myndu ekki heldur botna neitt I þvi, hvað hann væri að fara, þótt hann kæmist I talfæri við þær. Þetta er fólk tveggja heima, og þess er engin von, að það skilji hvað annað. Allt hjal um takmörkun fólks- fjölgunar i örbirgðarlöndunum er út i bláinn, á meðan ekki er gerð herferð gegn eymdinni og fáfræð- inni, og það er herferð, sem ninar auðugu þjóðir, sem hafa svo mörg góð ráð á takteinum, eru tregari til að kosta en aðra hervæðingu.” Áreiðanlega má margt að Rockefellurunum finna, og afi þeirra þótti ákaflega óvandur að meðulum, en hvaða tilgangi þjón- ar það, að ráðast á jákvæð störf þeirra? Eru greinarhöfundar og þýðendur þá ekki frekar að þjóna sinni lund en leggja lið baráttunni gegn fátæktinni i heiminum? Sannleikurinn er sá, að um- ræðurnar á mannfjölgunarráð- stefnunni i Búkarest stórhneyksl- uðu fjölda fólks, sem hefur alvar- legar áhyggjur af framtið mann- kyns I skugga mannfjölda- sprengjunnar. Þar stóð u,jp hver fulltrúinn á fætur öðrum frá fjöl- mennustu og fátækustu þjóðum heims og lýsti þvi nánast yfir, að fjölgunin og fátæktin i löndum þeirra væri á ábyrgð Vestur- landa: þau skiptu kökunni svo ójafnt. Undir þessar ásakanir taka svo róttækir um viða veröld, sem með venjulegu óraunsæi sinu eru ávallt tilbúnir að leysa allan vanda á annarra kostnað en sinn eigin. Þessir sömu menn virðast sjaldan eða aldrei telja það ámælisvert, þótt litið sé reynt að draga úr fólksfjölguninni og jafn- vel hvatt til hennar með öllum þeim afleiðingum, sem það hefur fyrir álagið á gæði jarðarinnar. Sumum kann að finnast réttlæt- inu fullnægt, ef allt er jafnað nið- ur á við og allir verði fátækir, en ef allir færu að svelta, hvað þá? Aður en svo væri komið, gæti verið gott að gripa I taumana. Vissulega er kökunni misskipt, enda mismunandi vel fyrir henni unnið. En tækifæri fólks eru ika mjög misjöfn. Þrúgandi mann- fjöldi og of mikil mannfjölgun er ein af helstu ástæðunum fyrir þessum mismun. Þess vegna er það óskiljanlegt, að fulltrúar þeirra þjóða, sem versta aðstöð- una hafa, skuli ekki kappkosta að draga úr fólksfjölgun: helst að reyna að stöðva hana og jafnvel miða að fækkun þeirra þjóða i framtiðinni, sem við lakasta landkosti eiga að búa. Framkvæmd slikra áætlana er auðvitað ákaflega erfið og i sum- um tilfellum nær óyfirstiganleg i byrjun, en sæmilega skynugir stjórnendur þessara landa (að fulltrúum þeirra á alþjóðaráð- stefnum meðtöldum) þurfa að skilja, að þetta verður að vera þeirra stefna. Með þvi móti geta þeir sjálfir haft meiri eða minni áhrif á framtiðarfarsæld þjóða sinna, og jafnframt, sem ekki er þýðingarminna, gætu þeir miklu frekar gert kröfur til rikra þjóða, þegar þeir gerðu allt sem þeir gætu til að leysa vandamálin heima fyrir. Margir hneyksluðust, þegar Hitler og Mussolini héldu uppi áköfum áróðri fyrir fjölgun þjóða sinna og var það kallað að fram- leiða fallbyssufóður, eins og þvi miður varð lika raunin á. Vald- hafar i Moskvu virðast vera sama sinnis, en sumir afsaka þá með þvi, að þeir séu að reyna að vega upp á móti Kinverjum. Munurinn er þegar svo mikill, að Rússar verða að nota einhverja aðra að- ferð en höfðatöluna til að halda Siberiu. Enda standa þeir höllum fæti, ef þeir þurfa að stila upp á kornið frá Kansas i hvert sinn sem uppskeran bregst. Kanarnir eru áreiðanlega betri en Rússarnir vilja vera láta, en þarna er þeim sýnd fullmikil til- trú. I harðnandi baráttu um mat- vælin fer engin þjóð aö svelta sig fyrir aðra. Ráðamenn i Argentinu eru lika sagðir vilja framleiða fallbyssu- fóður, þótt varla sé ljóst á hverjum þeir ætla að berja. Einu sinni voru Argentinumenn stærstu útflytjendur nautakjöts, en nú dugir framleiðslan hvergi nærri fyrir heimamarkaðinn. Ekki er von að utanaðkomandi átti sig á stefnunni. Verstir af öllum eru þó ef til vill ráðamenn kaþólsku kirkjunnar. Þeir hafa löngum barist gegn hvers konar takmörkun barn- eigna og gera.enn. Sumir hafa grunað þá um að vilja sem flesta kaþólikka i heiminn, en er þá alveg sama þótt þeir séu blá skin- andi fátækir? ömurlegt er hlut- skipti Mariu i E1 Salvador að vera undir áhrifavaldi slikra stein- gervinga. Valdimar Kristinsson

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.