Vísir - 14.09.1974, Side 6

Vísir - 14.09.1974, Side 6
6 Vfsir. Laugardagur 14. september 1974. vism Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Ritstjórnarfulltrúi: p'réttastj. erl. frétta: Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiðsla: Ritstrórn: Askriftargjald 600 kr. Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson Haukur Hclgason Björn Bjarnason Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 44. Simi 86611 íiíðumúla 14. Simi 86611. 7 linur á mánuði innanlands. t lausasölu 35 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Óþörf lífshætta Orðið „vitavert” kemur niu sinnum fyrir og orðin „óaðgæzla” eða „aðgæzluleysi” koma einnig niu sinnum fyrir i skýrslu Rannsókna- nefndar sjóslysa um 56 sjóslys áranna 1972 og 1973. Þar bregður einnig fyrir orðum eins og „ábóta- vant”, „óeðlilegt”, „óvarlegt”, „athugunar- leysi”, „kæruleysi” og „gáleysi”. í einu tilviki eru „alvarlega brotin fyrirmæli Siglingamála- stofnunarinnar” og i öðru voru „viðbrögð skips- hafnar með afbrigðum óeðlileg”. Rannsóknanefndin er ekkert að skafa utan af þeirri skoðun sinni, að um helmingur slysa á sjó sé ekki óhappaslys, heldur slys sem koma hefði mátt i veg fyrir, ef meiri aðgæzlu hefði verið beitt um borð. Birting skýrslunnar kemur beint i kjölfar mikillar öldu vinnuslysa á skuttogurum. Sumir segja, að þau slys hafi stafað af of miklu vinnu- álagi, og aðrir, að þau stafi af reynsluleysi áhafna i meðferð slikra skipa. Sjóslysanefndin mun væntanlega taka þessi slys fyrir i næstu skýrslu sinni og skýra frá áliti sinu á orsökum þeirra. 1 formála skýrslunnar hvetur nefndin sjómenn og einkum sjómenn á skuttogurum til að hafa samband við starfsmann nefndarinnar og koma á framfæri ábendingum um atriði, er geti fækkað slysum um borð i skipum. 1 formálanum segir einnig: „Með tilkomu nýrra skipa og breyttra vinnuaðferða skapast sifellt ný vandamál varðandi öryggi, sem glima þarf við. Mjög mikilvægt er, að þeir, sem vinna við þessar nýju aðstæður, geri sér hætturnar ljós- ar og geri sér grein fyrir þvi, hvernig bezt verði brugðizt við þeim.” Að sjálfsögðu er það mikið vandamál, að ný veiðitækni skuli setja sjómenn þjóðarinnar i mikla lifshættu til viðbótar við þá lifshættu, sem þeir eru stöðugt i vegna óútreiknanlegs hamsleysis náttúruaflanna. Sjómenn hljóta þvi að sjá, hve nauðsynlegt er, að þeir aðstoði Rannsóknanefnd sjóslysa við að finna orsakir vinnuslysa og annarra sjóslysa og leiðir til að koma i veg fyrir þau. Slysaaldan að undanförnu ætti að geta flýtt ýmsum fyrirbyggj- andi aðgerðum, sem nefndin hefur mælt með og mun mæla með eftir frekari athuganir. Aukin tækni um borð i skipum á að geta gert sjómenn öruggari um lif sitt og limi. Skipin sjálf eiga að vera traustari en áður. Og allur öryggis- og björgunarbúnaður á að vera langtum fullkomnari en áður tiðkaðist. Þess vegna er engin ástæða til að sætta sig við, að sjómenn séu i meiri lifshættu en áður var. Ljóst er, að efla þarf starf sjóslysanefndarinnar og flýta fram- kvæmd endurbóta á hennar vegum, svo og að gera Siglingamálastofnuninni kleift að gera skipaskoðun strangari. En höfuðatriðið virðist vera að ná fram hugarfarsbreytingu hjá skip- stjórnarmönnum og öðrum sjómönnum. -JK Loks treystu þeir sér gegn „Ljóninu af Júda" Margar hörmungar lögðust á eitt. Þurrkar komu og landið skrælnaði. í kjölfar þeirra hungursneyð. Spillt stjórn, stjórn- málalegur órói og ófriður á vinnu- markaðnum. — Engin furða þótt eitthvað yrði undan að láta. Afleiðingarnar urðu þær, að endi var bundinn á fjörutiu og fjögurra ára veldistima einvalda keisarans. Þeir sem til sáu, þóttust verða þess varir, að svartskeggjaði, grannvaxni öldungurinn, sem gekk eitt sinn undir nafninu „Ljónið af Judah”, liti sorg- mæddum augum aftur um öxl til aö virða fyrir sér höllina, senni- lega I slðasta sinn, þegar honum var ekið brott i fyrradag. — Enginn vissi hvert, nema fanga- verðir hans, einhverjir menn f einkennisbúningum hersins. Brottför hans stakk í stúf við virðingarljómann, sem leikið hef- ur um keisarann í augum þessara 26 milljóna þegna hans, er landið byggja. Eða lék, þar til fyrir ári eða svo. Á meðan skriðdrekar, og jeppar hlaðnir hermönnum hröðuðu sér til þýðingarmestu staðanna i höfuðborginni Addis Ababa, las foringi úr hernum — fulltrúi samræmingarnefndar herjanna — upp tilkynningu fyrir keisarann. Honum var kunngert, aö veldistima hans væri lokið. Reuterfréttastofan hafði það eftir sjónarvottum, að Haile Selassie hefði svarað þvi til, að hann hefði ávallt þjónað ættj'örð sinni — i striði sem i friði — og væri þess óskað, að hann yrði á brott, þá mundi hann veröa viö þvf. Haile Saiassie, óbreyttur borgari. Ljónið af Júda I hallargarðinum, meðan allt lék I iyndi. Einvaldinum, sem steypt hafði verið, var ekið burt frá Sigur- höllinni — sem nú var skirð nýju nafni, Þjóðarhöllin — en þar hef- ur hann búið mánuðum saman i svo til algerri einangrun. Herinn hefur, þegar þetta er skrifað, látið litið sem ekkert uppi um, hvað hann ætlar að láta verða um keisarann. Stjórnendur hersins, sem á siðustu mánuðum háfa látið handtaka 160 embættismenn þess opinbera til rannsóknar vegna spillingar, vanrækslu i starfi og stórkostlegra embættisglapa, létu loks til skarar skriða gegn keisaranum sjálfum. Lengi þurftu þeir þó að sækja i sig veðrið til þess. Þorðu þeir ekki að ráðast gegn keisaranum strax i upphafi, vegna ótta við, að hann væri of ástsæll meðal þjóðar- innar. En með þvi smám saman að fletta ofan af mönnum, sem hann hafði skipað i embætti og sýnt traust, bendla nafn hans nógu oft við hneykslanlega verknaði, bliknaði smám saman sól Eþiópiu á lofti, unz þeir þorðu að saka hann sjálfan um hina al- varlegustu glæpi. Honum var borðið á brýn að hafa dregið sér fé úr sjóðum rikisrekinnar bruggunarverk- smiðju og strætisvagnafyrirtæki höfuðborgarinnar. Alvarlegasta ásökunin var þó sú, að hann hefði sent úr landi margar smálestir af gulli, sem hann hefði látið þræla vinna úr jörð I syðri hluta Eþiópiu. öllu átti að hafa verið komið fyrir i erlendum bönkum. Engar ákveðnar fjárupphæðir voru tilteknar. Þó hafa heyrzt muldraðar tölur á borð við 630 milljarða króna, sem komið hafi verið fyrir i svissneskum bönk- um, eða fest i fyrirtækjum er- lendis. Ef frá voru teknir skriödrekarnir, sem skröltu upp til hallarinnar og annarra þýðingarmikilla staða á fimmtu- daginn, sögðu fréttamenn fátt llilllllllll )i mm Ur nsjón: G.P. hafa sézt til merkis um, að keisarinn væri að fara. Fimm þúsund manns höfðu i fyrstu safnazt við höllina og byrjað lófaklapp, en létu undan áskorunum liðsforingja um að verða á burt. Verzlanir voru opnar, strætis- vagnar gengu eðlilega og glaölyndir ibúar borgarinnar sýndust taka falli keisarans með gleði. Herinn hafði búið ibúana vandlega undir þetta lokaskref sitt. Þótt blöð og útvarp hafi seinustu mánuðina verið uppfull frásögnum af ólfkum lifnaðar- háttum keisarans og fjölskyldu hans miðað við eymd þegna Eþiópiu, sem að niu tiundu hlut- um eru bændur, hafði engin kvikmynd verið sýnd af þurrka- og hungursvæðunum i norður- héruðunum. En á miðvikudagskvöld — sem var nýársdagur samkvæmt daga- tali Eþiópiu — sýndi sjónvarpið mynd af sveltandi börnum og fár- sjúkum foreldrum þeirra, betlandi mat á sama tima sem sýndar voru svipmyndir af kök- um, sem fluttar voru sérstaklega frá Evrópu i flugvélum til Eþiópiu til þess að keisarinn gæti boðið gestum sinum i mót- tökuveizlum upp á það bezta. Þetta gekk alveg fram af Eþlópiumönnum. Ekki sizt, þegar þetta kom i kjölfarið á ásökunum um, að keisarinn hefði flutt fé úr landi og falið á bankareikningum i Sviss. Siðasti vottur samúðar með hinum aldna þjóðhöfðingja hvarf þar með.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.