Vísir - 14.09.1974, Síða 7
Vísir. Laugardagur 14. september 1974.
7
.TIL ÞESS AÐ FÓLKIÐ GETI
LIFAÐ MANNSÆMANDI LÍFI"
— stofnun þar sem vœri að finna öil hjálpartœki, hœgt vœri að fá þau keypt,
leigð eða lánuð og þar sem jafnvel vœru framkvœmdar hugmyndir fólks
,,Það sem við erum að
hugsa um eru tæki, sem
hjálpa fötluðu fólki að
lifa lífinu. Við erum ein-
ungis að hugsa um þetta
til þess að fólkið geti lifað
mannsæmandi lífi."
Þetta sögðu þeir meðal ann-
ars, þeir Eggert Asgeirsson hjá
Rauða krossinum og Theódór
Jónsson hjá Sjálfsbjörg, þegar
við ræddum við þá og forvitnuð-
umst um þá merkilegu starf-
semi, sem fyrirhuguð er i húsi
Rauða krossins við Nóatún 21.
Þar hefur verið rætt um aö
koma af stað fyrirtæki, sem sæi
um útlán, leigu og sölu og annað
varðandi ýmis hjálpar- og
sjúkratæki. Það sem helzt vakir
A myndunum er aðeins litill
hluti þeirra tækja, sem hægt er
að fá. Hér er hæð setu salernis
aukin um 13 cm framan til og
15,5 cm baka til. Þetta má auð-
veldlega fjarlægja, og auðvell
er að hreinsa þetta.
Hér er sérstakt statif sem hjálp-
ar fólki að drekka, og er fram-
leitt fyrir piastglös sérstaklega.
Þetta er sérstaklega framleidd-
ur diskur á statifi. Maturinn er
settur i rönd yzt á disknum. Við-
komandi tekur sfðan munnfylli
og snýr disknum áfram.
fyrir þeim I þessu sambandi er
að koma á fót viðtækri lána-
starfsemi fyrir allt landið. Það
ættu þvi allir kost á þvi að verða
sér úti um tækin.
— En er þá ekki erfitt fyrir
fólk úti á landi að afla sér upp-
lýsinga um það sem til er, sjá
það og velja rétt?
Theódór svarar þvi til, að eitt
af þvi fyrsta sem þyrfti að gera,
væri að prenta bækling, þar sem
gefnar væru allar upplýsingar
um það, sem væri til, og dreifa
honum siðan um allt land. Þá
gæti einnig erindreki farið um
landið og kynnt það sem á
markaðnum er, þvi kynningin
skiptir mjög miklu máli. Þaö
væri t.d. mjög gott, ef opinberar
stofnanir, sjúkrahús o.fl. ættu
kost á leiðbeiningum i þessum
efnum.
Að vlsu er alls ekki vitaö,
hversu mikil þörfin er fyrir
þessi tæki, en hún er sannarlega
nokkur. A veturna myndast til
dæmis löng biðröö eftir hjálpar-
tækjum hjá Sjálfsbjörg. Þeir
sem þurfa á tækjunum að halda
hafa sumir hverjir dottið á skiö-
um og þurfa þau aðeins stutta
stund. Um jólin er líka sérstak-
lega mikiö um aö fólk leiti eftir
svona tækjum. Þá vilja menn
reyna að taka ættingja sina
heim. Nokkuð hefur verið um
hjálpartækin úti á landi, en ekki
nógu mikið. En það má geta
þess, að þessi tæki gætu komið i
veg fyrir sjúkrahúsvist margra
aðila.
Þó að hægt sé að fá hjálpar-
tæki og sjúkratæki nú, þá eru
þau flutt inn eftir pöntun, segja
þeir Eggert og Theódór okkur.
Það þarf stundum að bíða i allt
aö einn, tvo eða þrjá mánuði eft-
ir að fá þau.
A þessu þarf að ráða bót, þvi
að það hlýtur að skipta miklu
máli að bæklað fólk, sem þarf á
aðstoð að halda, geti sem mest
hjálpað sér sjálft og komizt sem
mest út i lifið.
Völ er á ýmsum tækjum,
miklu fleiri en nokkurn tima
hafa fengizt hér. Til dæmis er
hægt að fá ýmiss konar fatnað,
skyrtur sem ekki eru með töl-
um, buxur, sem eru með renni-
lásum á báöum skálmum, alveg
upp og niður. Tæki fást einnig til
þess að aðstoða við aö klæða sig.
Hér hefur verið hægt að fá tæki
til þess að aðstoða fólk við aö
klæöa sig i sokka t.d.
Fjórar eöa fimm geröir eru til
af rúmum, sem að hluta til eða
öll ganga fyrir rafmagni. Svo er
hægt að fá fjarstýrð tæki fyrir
sjónvarp og dyrabjöllur og
ýmislegt fleira, tæki sem hjálpa
fólki að velja simanúmer, og
fleira má upp telja.
„Við byrjum á þvi sem
smærra er, en við vitum, að i
kjölfarið hlýtur að koma þaö,
sem er dýrara og flóknara,” tók
Eggert fram. ,,En við ætlum
alls ekki að gera neitt, sem aðrir
eru þegar byrjaðir á, og það er
alls ekki meiningin að fara út I
nokkra samkeppni viö einka-
fyrirtæki hér. Það sem við vilj-
um koma á er fyrst og fremst
kynning, og viö viljum fá fólk til
þess að hugsa meira um þetta.
Hér hefur ekkert verið gert til
þess að auðvelda fyrir fólki og
hafa allt það sem völ er á á ein-
um stað.”
1 þessari fyrrnefndu stofnun,
sem fyrirhuguð er i hinu nýja
húsnæði Rauöa krossins, segir
Theódór okkur að jafnvel gæti
komið til greina aö fólk kæmi
með hugmyndir að einhverju
tæki, sem siðan væri hægt aö
vinna fyrir það á staðnum.
Stofnun þessi er ekki ákveðin
ennþá, en mikill áhugi er rikj-
andi hjá Rauða krossinum og
Sjálfsbjörg. Rauði krossinn
opinbera, þannig að menn verði
samferða i þessu máli, segir
Eggert. ,,Og við vonum að hægt
verði að hefja framkvæmdir i
þessu máli innan skamms.”
Það sýnir sig líka, að það eru
margir sem áhuga hafa á þessu,
t.d. koma ábendingar frá ýms-
um um þetta.
A Norðurlöndum hefur aukizt
samvinna i þessum málum og
til dæmis er mikið gert fyrir
fatlað fólk i Danmörku. Þar eru
miðstöövar viða um landið fyrir
fatlað fólk, þar sem meðal ann-
ars eru kynnt þau tæki, sem völ
er á. A Jótlandi er til dæmis
starfandi kona, sem fer heim til
fólks og ráðleggur þvi i vali, auk
þess sem hún starfar á einni
slikri miðstöð hjálpartækja.
Það hlýtur þvi að vera kapps-
mál að stuðla að miðstöð hér á
landi, sem myndi verða til þess,
að fatlað fólk gæti hjálpað sér
meira sjálft og lifað lifinu sjálf-
stæðara. Það má geta þess, að
f IIMIM1
i SÍ-OAIM J
Umsjón:
Edda Andrésdóttir
fyrir nokkru komu hingaö I hóp-
ferð menn frá Sviþjóö, sem allir
voru með utanáliggjandi saur-
poka. Þeir reyndu til dæmis aö
hafa samband viö Islendinga,
sem þjást af þvi sama, bæöi til
þess að segja frá ýmsum
nýjungum i sambandi við þetta
og svo rétt til þess að hittast....
—EA
býður sem fyrr segir húsnæði,
og félögin eru tilbúin til þess að
leggja i þetta sameiginlega.
Stofnkostnaður er áætlaður 3,2
milljónir. Mjög mikilvægt er þó
aö einhver aöild sé frá hinu
1 setuani, fremst i henni, er
komiö fyrir innbyggöri stál-
fjö,öur, sem hjálpar fólki aö
standa upp án mikilla erfiö-
leika.
Armurinn er sérstaklega geröur
fyrir simtól. Hann má setja I
allar stellingar.
peua tæki passar óllum rám-
um. Þaö er ekki skrúfaö fast á
rúmin.
Náttúrulega
C vítamín!
í öllum appelsínum er C-vitamín, þess vegna
er mikið af C-vitamín í Tropicana.
í Tropicana eru aðeins notaðar ferskar appelsínur
ræktaðar í Flórída.
I hverju glasi (200 gr.) af Tropicana eru 400
alþjóðaeiningar af A-vitamíni, 80 mg. af C-vitamíni
og ekki meira en 100 hitaeiningar.
sólargeislinn
frá Florida
Þessir þrfr speglar eru þannig
geröir, aö rúmliggjandi fólk
getur séö allt sem fram fer I
kringum þaö, án þess að þurfa
aö hreyfa sig.