Vísir - 14.09.1974, Page 8

Vísir - 14.09.1974, Page 8
t Vfsir. Laugardagur 14. september ROBERT LAMM. „SKINNY BOY”. Þetta er fyrsta sólóplata tón- smi&sins, söngvarans og pianó- leikarans Robert Lamm úr þeirri frægu hljómsveit CHICAGO. Sem dæmi um hæfileika Lamms má nefna, að hann hef- ur skrifað allflest lög Chicago, þar á meðal lög eins og „Satur- day in the park”, „25 or 6 to 4”, „Does anybody really know what time it is”. og lagið „Skinny Boy” sem kom út á sið- ustu plötu Chicago. Nú er hann sem sé einn á ferð, með ný lög eftir sjálfan sig sem ekki hafa heyrzt áður, ef frá er talið titillagið „Skinny Boy”. Chicago stillinn skin greinilega i gegn á þessari plötu, þó svo að Lamm noti ekki eitt einasta blásturshljóðfæri. I stað þeirra styðst hann við strengi og orgel, og kemur sá hljómflutningur vel út, þó að maður ósjálfrátt sakni blásturshljóðfæranna svona til að byrja með, en það venst. — Lamm hefur einnig fengið gott lið sér til aðstoðar á þessari plötu, þar á meðal einn meðlim Chicago, gitar- og bassaleik- arann Terry Kath, sem er með- al beztu bassaleikara heims að minum dómi, og söngflokkinn, „Pointer Sisters”, sem gera sinu verki góð skil. Ég ætla ekki að hafa þessi orð fleiri, þessi plata er góð og tóngæði hennar frábær i alla staði. Þetta er plata fyrir Chicago-aðdáendur (vitanlega), svo og þá er vilja heyra hvað lærður tónlistar- maður hefur upp á að bjóða. Beztu lög.: Love Song. Skinny Boy. Crazy Brother John. Tæknifræðingar — Teiknarar Hafnarmálastofnun rikisins vill ráða tæknifræðing og teiknara. ^fréttimar vism PELICAN. „UPPTEKNIR”. Ein bezta og fullkomnasta hljómsveitin á Islandi hefur nú sent frá sér sitt fyrsta albúm. Lög þessa albúms eru tólf, og er gleðilegt að vita, að þau eru öll eftir þá félaga, að einu undan- skildu. Tvö lög albúmsins hafa komið út á litilli plötu fyrir skömmu, en þau gáfu manni ei- litið ranga hugmynd um inni- hald albúmsins, enda léttust lög þess. Jæja, snúum okkur þá að inni- haldinu. „PELICAN THEME” (Ómar). Þetta er upphafsstef albúmsins, róleg og falleg laglina, með mjúkum vindgný i bakgrunn. Furðanlegt nokk, þá er þetta stef meðal betri kafla plötunn- ar. „SPRENGISANDUR”. (S. Kaldalóns). Það kom manni ekki á óvart, að þetta lag skyldi valið á plötuna, þvi þeir félagar hafa um langt skeið troðið upp með þetta lag á dansleikjum við mikinn fögnuð viðstaddra. En það kemur eins og skrattinn úr sauöarleggnum eftir hina rólegu byrjún, einkennist af þungum trommutaki, og góðum samleik þeirra Ómars og Bjögga á gitar. Þeir halda sig að mestu leyti við laglinu Kaldalóns „Riðum, rið- um, rekum yfir sandinn” o.s.frv., en taka smá,,impró- visasjón” i lokakaflanum, i formi gitarsólóar, sem mig grunar að Bjöggi framkvæmi. Gott stuð-lag og bezta lag plöt- unnar sem slikt. „MY GLASSES”. (Ómar). Stutt og rytmatískt lag og eitt af þess- um lögum sem hrifa strax, en verða lika fljótlega hálfþreyt- andi. Textinn er einfaldur, fjall- ar um mann, sem finnur ekki gleraugun sin, en finnur þau svo I lokin með aöstoð „Mrs Rose”, á nefinu á sér. Lagið var áður gefið út á litilli plötu. „SUNRISE TO SUNSET”. Allra bezta lag plötunnar. Lagið ein- kennist fyrst og fremst af góð um „syntheziser” leik Bjögga. Lagið er „instrumental” og skiptist i tvo hluta, rólega byrj- un og stuð-endi, og sá siðar- nefndi án efa visbending um meiri þróun islenzkrar popptón- listar. (jú-bi) 1 þessu lagi kemur Asgeir fram sem rytmat'iskur trommuleikari, Ómar á sina fallegu kafla og bassaleikur Jonna er óaðfinnanlegur i alla staöi. Satt að segja vissi ég ekki, að Islenzk hljómsveit gæti gert svona gott lag, en góð hljóðupp- taka á eflaust sinn þátt i þvi. „ROLL DOWN THE ROCK”. (Ómar). Með þyngri lögum plötunnar og ekki nægilega gott. Aö visu má heyra góðan trommuleik og fallega gitar- frasa, en söngurinn er alltof ein- faldur hjá Pétri. Ég er ekki að segja að Pétur sé lélegur söngv ari, heldur vantar aðra rödd bak við hann, eða þá að notazt hefði verið við ekkó til ac kapa söngnum nægjanlega fyllingu. „GOLDEN PROMISES”. Ann- að gullkorn frá Pelican. Þarna stendur Pétur sig af mikilli prýði, rólegur og yfirvegaður söngur, sem virðist klæða rödd hans vel. Að öðru leyti er lagið mest „instrumental” og gæti allt eins verið frá grúppu eins og „Wishbon Ash” t.d. „Synthezis- er” leikur Bjögga kemur aftur mjög fallega út, og I laginu felst fallegur frasi frá ómari, sem einnig kemur mjög vel út i þessu lagi. Þeir Asgeir og Jonni skapa aftur á móti „rythmann”, og er þeirra þáttur i laginu einnig óaöfinnanlegur og ómissandi. ■Þá snúum við plötunni við. „LIVING ALONE” (Ómar). I þæssu lagi vantar bersýnilega einhverja rödd, þvi Pétur hefur ekki nægilega fjölbreytilega rödd. Að visu aðstoða þeir Ómar og Jonni hann á köflum, en mér finnst samt vanta einhverja skæra og hreina rödd Pétri til aðstoðar. Annars er hugmyndin sjálf að laginu góð og „ryth- minn” skemmtilegur. „PICTURE” (Jonni). Jonni er bersýnilega ekki alveg á sömu llnu og ómar hvað tónsmið við- vikur, þvi þetta lag kemur eins og þruma úr heiðskiru lofti á þessari plötu. Þetta er mjög ró- legt lag og einkennist fyrst og fremst af kassagitarleik og söng. Textinn er margendurtek- inn I þessu lagi, sem annars er mjög stutt, og laglínan sjálf er sosum ekkert galin. „JENNY DARLING”. (Ómar). Þetta lag kannast vist flestir við, þvi það kom út á tveggja laga plötu fyrir skömmu. ósköp einföld laglina og texti, en með- ferð lagsins er bara það hressi- leg, að það dæmist ágætis stuð- lag. „COME MY WAY” (Ómar). Þetta lag er aðallega flutt á kassagitar, en inn á milli bregð- ur fyrir anzi góðum sólóum á rafmagnsgitar. Enn einu sinni er þaö rödd Péturs, er vantar aðstoð, þó svo að Jonni og ómar syngi með á köflum. Þeir reyna þó betur i þessu lagi en fyrri lög- um, en engan veginn nægilega vel, (þeir geta kannski ekki bet- ur!). „HOW DO I GET OUT OF NEW YORK CITY”. (Asgeir). Já, þarna heyrum við I bezta trommuleikara landsins, i tæp- lega þriggja minútna trommu- sóló. Ásgeir tók þetta sama lag fyrir á tónleikunum hérna um daginn, og þá i alllengri útsetn- ingu, og fannst mér það frábært hjá honum. En á plötunni er lag- ið það stytt, að það gefur vart rétta hugmynd um hæfileika hans. En það er lika þreytandi að hlusta á trommusóló i fimmtán minútur til lengdar. En samt, „Ásgeir, þú er þeirra beztur”. „AMNESIA”. (Björgvin). Eina lag Björgvins á þessari plötu og allólikt hinum lögunum. Lagið er hálfsvifandi, söngur Péturs góður, enda lagið nærri skapað fyrir hann. Þetta lag er torskild- asta lag plötunnar, og er 100% i eigu Bjögga, sem i þessu lagi sinu kemur fram með allofsa- legan gitarleik. Eftir að hafa heyrt þetta lag er ég pottþéttur á þvl, að jafna má Bjögga við fremstu gitarleikara heims (allavega þá, er fást við svipaða tegund tónlistar). I laginu kem- ur svo fram sú langþráða rödd, sem ég er búinn að hamra á til þessa, og er röddin ættuð úr konukverkum. Úr þessu lagi bregða þeir sér svo aftur i „Pelican Theme”, og plötunni lýkur með þessum orð- um „Pelican would like to thank you for listening to this album, wehope you’ve enjoyed it”. Og min lokaorð verða þá, „Pelican, ég þakka ykkur fyrir framlag ykkar, það gladdi mig”. Beztulög: „Sunrise toSunset”. „Sprengisandur”. „Amnesia” „Golden Promises”. ÖRP.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.