Tíminn - 20.04.1966, Page 3

Tíminn - 20.04.1966, Page 3
3 MIimKUDAGtTl? 20. april 1966 TÍMINN í SPEGLITÍMANS Antoinc hcitir ungur dægur lagasöngvari í Frakklandi og nýtur mikilla vinsælda um þesar mundir. Hann er síð- hærður eins og bítill og syng- Þegar nýja vaxmyndasafnið í Hollywood bætti nýrri vax- mynd í safnið fyrir skemmstu, en (hún var af Charlton Heston í hlutverki Móses í kvikmvnd- inni „Boðorðin tíu“, sendi Charlton Heston einkasminkara sinn þangað til að láta hann lagfæra skeggið á styttunni. Lögreglan í Houston í Texas setti fyrir skömu tvær fyllibytt ur sín dægurlög jafnframt því sem hann leggur stund á nám í stærðfræði og efnafræði í há skóla. Að því er sögur herma, er hann trúlofaður ungri ur undir lás og slá. Það telst nú reyndar ekki í frásögur fær andi, þótt fyllibytfcur séu sett ar undir lás og slá, en þar sem hér var um að ræða einn mann og einn krókódíl, sem maður- inn hafði sér til fylgdar, þá var ekki hægt að telja það a.m.k. daglegan viðburð. Lögregian átti ekki í nein um teljandi erfiðleikum með að fást við manninn. Hann sofn aði bara strax á bekknum sín sænskri stúlku, sem einnig syngur dægurlög og nefnist Karine. Hér á myndinni sjást þau svo Antoine og Karie. um. Hins vegar vissu lögreglu- mennirnir ekki alveg, hvað þeir ættu að gera við krókó- dilinn, þag fór helzt til mikið fyrir honum. Dýralæknir, sem leitað var ráða hjá, fullyrti, að krókódíllinn væri álíka drukk inn og eigandi hans og var krókódílnum komið fyrir í kassa, þar sem hann var lát- inn sofa úr sér vímuna. Hvern ig þeir höfðu orðið svona drukknir, gat maðurinn ekki gefið neina skýringu á. Tuttugu og ein spænsk nunna ætlar nú að fara að syngja inn á plötur til þess að afla peninga til þess að gera við klaiustur sifct. Ef þær syngja inn meiri peninga en þær þarfnast til viðgerðanna á það, sem afgangs er, að renna til vegamála. Nunnur þessar munu því innan skamms ■syngja ásamt móður Fransiscu sem spilar á gítar, nokkra sálma inn á plötur. Yfirvöld Mexíkó hafa bann- að Frank Sinatra að koma til Mexilkó, þar sem þeim finst nýjasta kvikmynd haus, „Marr- iage on the Bocks“ miður vin samleg í garð Mexíkó. Frar/k Sinatra á miklar eignir í Aca- pulco, og er það nú sagt í gamni í Hollywood, að Frank hyggist kaupa alla borgina og flytja hana til Hawai. Salvador Dali málarinn frægi hefur oft komið fólki á óvart fyrir afkáralegar myndir og höggmyndir, og hefur hann ver ið frægur fyrir þetta. Nú hefur hann þó gert alla enn meira undrandi en nokkru sinni fyrr því hann hefur nýlokið við, að gera brjóstmynd af Kennedy forseta, og það kom upp úr kafinu að myndin var alveg venjuleg brjóstmynd. Charlie Chaplin varð 77 ára 16. apríl síðastliðinn, og var haldið mikið afmælisboð i kvik myndaverinu, þar sem hann vinnur við það að kvikmynda myndina „Greifafrúin af Hong Kong. Hér á myndinni sést Chaplin mynda sig til að ráð- ast á afmælistertuna, sem var sex hæða, ef svo mætti segia. Sophia Loren getur ekki varizt brosi og undrun við þessar að farir. Stúlkan, sem er lengst 111 hægri, er leikkonan Tippi Hedren, sem fer með eitt af aðalhlutverkunum í mynd Chaplins. Á VÍÐAVANGI „Hefur ekki áhrif á lífskjör manna". Morgunblaðið ber eftirfar- andi á borð fyrir menn — með dýra fiskinum — i forystugrein í gær: „Að sjálfsögðu hækkar fisk ur og smjörlíki í verði vegna afnáms niðurgreiðslnanna, en það hefur þó ekki áhrif á lífs- kjör manna, því að vísitalan hækkar sem því nemur, og þar með kaupgjaldið." Og Morgunblaðið bætir enn við: „Sjálfsagt verður reynt að nota afnám þessara niður- greiðslna til að telja mönnum trú um ,að þar sé um lífskjara skerðingu að ræða. En slíkar fuUyrðingar eru gersamlega úr lausu lofti gripnar eins og áð- ur segir, því að þessar hækkan ir fá menn að fuUu bornar uppi með hækkuðu kaupgjaldi vegna vísitöluhækkunarinnar4*. Nei, þetta hefur engin áhrif á lífskjör manna, segir Moggi, því að þessar hækkanir fá menn að fuUu bornar uppi með hækkuðu kaupgjaldi vegna vísi töluhækkunar. Er Moggi farinn að borga? Ung húsmóðir hafði hlustað á þessa vizku Mogga í útvarp inu í gærmorgun, og hún hringdi til Tímans og bað hann að spyrja þá MoggapUta að þvi fyrir sig, hvort þeir væru farn ir að borga út vísitöluhækkun ina vegna fiskverðsins. Ef svo væri kvaðst hún gjarnan vilja sækja hýruna til þeirra sem fyrst, því að sér veitti ekki af henni til þess að senda I fisk- búðina núna. Af þessum skrif um Mogga er helzt svo að ráða, að hann telji kauphækkun af þessum sökum þegar komna til, svo að fólk tapi engu við fisk verðshækkunina. En það er öðru nær. Eins og allir vita, líða einnn eða tveir mánuðir, þangað tU þessi mikla fiskverðshækkun kemur inn í vísitöluna, og enn nokkur tími þar frá, þangað til af því Ieiðir kauphækkun. Fólk verður því að bera fiskverðs- hækkunina bótalaust á þriðja mánuð, og þá verður hún bú- in að leiða af sér aðrar hækk- anir sem fólk verður að bera bótalaust næstu mánuði og svo koll af kolli. Þetta er saga örra verðhækkana og síhækk- andi dýrtíðar. Þótt fólk fái um síðir kaupuppbót fyrir verð hækkanir, sem orðið hafa fyrir tveimur eða þremur mánuðum, er það aUt af með á herðunum bagga vegna nýrra verðhækk- ana, og þennan nýja bagga verð ur það ætíð að bera bótalaust. Þegar einn bagginn kemur inn í vísitöluna, eru komnir tveir eða þrír nýir synir hans á bak ið í staðinn. Þetta er tapsaga fólks í óðadýrtið, og Mogga þýðir ekki að vera með neinar blekkingar um þetta. Undir merki Borgar- kaupmannsins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur löngum talið sig sérstakan flokk einstaldingsframtaks í at vinnurekstri og frjáls einka framtaks. Mætti því ætla, að framboðslisti flokksins í höfuð borginni bæri sérstakt vitni uin þetta og þar væri raðað dug- miklum, ungum framtaksmönn Framhald á bls.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.