Vísir - 26.10.1974, Side 7
Vlsir. Laugardagur 26. október 1974.
7
Getur þú verið tilbúin eftir klukkutíma, ef
þér er boðið út með litlum fyrirvara? Þú
getur það, ef þú skipuleggur tímann vel,
þótt oft sé allt gert á síðustu stundu þegar
þú hélzt, að þú hefðir nógan tíma. Þú biður
bara barnapíuna að koma klukkutíma fyrr
en hún er vön. Þú getur þá beðið hana að
taka barnið í sína umsjá og haft heilan tima
fyrir sjálfa þig til aðtaka þig til. Þá byrjum
við.
Láttu renna í baðið, en ekki heitara
en 40 gráður, svo þú hressist nú reglulega
vel. Af of heitu vatni verðurðu bara mátt-
laus og syf juð. Þú mátt gjarnan hella út í
það reglulega góðu baðsalti eða olíu, sem
mýkir húðina. Settu rúllur í hárið á meðan
baðkerið er að fyllast. Af gufunni, sem
myndast, færðu góðan ilm í hárið og nægan
raka til að lyftingin verði mátuleg. Með
smáhárlakki á hártoppana geturðu verið
viss um að greiðslan helzt f ram á morgun.
Upp úr baðinu eftir svona 7 mínútur. Þú
þurrkar þér vel og úðar og mátt gjarnan
bera á þig olíu. Hún fer betur inn í húðina,
þegar hún er rök eftir baðið, en eftir að hún
er orðin þurr.
Tíndu fram snyrtiáhöldin. Reyndu
ekki nýtt makeup heldur haltu þig við það,
sem þú ert vön og f Ijótust að, með því spar-
ar þú tíma. Þú setur á þig augnskugga og
augnháralit í einum hvelli og getur dregið
með augnpennanum breiðan eyeliner og
fengið skugga um leið. Mjó rönd undir
augnlínunni kemur skemmtilega út í kvöld-
Ijósinu.
1Q OCL
-“-’^^'Þegar augun eru afgreidd eftir um
það bil 15 mínútur, tínir þú út úr klæða-
skápnum allt það sem þú ætlar að vera í
ásamt skónum og skartgripunum, sem þú
ætlar að nota.
smávegis. En bara f imm mínútur, þær geta
gert sama gagn og klukkutími, ef þú liggur í
réttri stellingu, með höfuðið lægra en
fæturna. Reyndu að slaka nú reglulega vel
á, gera kroppinn alveg máttlausan og hugsa
ekki um neitt annað en hve gott sé að liggja
svona og slaka á. Þessar fimm mínútur
hjálpa meira en þig grunar.
18.40 Nú er komið að hárinu. Taktu rúllurn-
ar úr því,túperaðu það aðeins og greiddu yf-
ir það. Smávegis meira hárlakk heldur því
betur í skorðum.
1&50 nú eru bara tíu mínútur eftir. Þær
nægja þér vel til að klæða þig, án þess að
þurfa að f lýta þér allt of mikið, og setja upp
skartgripina sem þú varst búin að velja. Þú
hefur tíma til að fara yfir hárið og máln-
inguna í síðasta sinn og bæta á þig einum
dropa af ilmvatni. Síðasttekur þú munninn
fyrir, burstar tennurnar vel því það er stórt
atriði að hafa hreinar tennur og ferskan
andardrátt. Síðan seturðu á þig varalitinn
og smávegis varaglans.
Tíminn er búinn,árangrinum er náð. Þær
sem ekki gátu fylgt okkur eftir missa af
öllu fjörinu og verða að gjöra svo vel og
sitja heima.
ICQT)
-“-J^v,Þetta tók ekki nema fimm mínútur.
Rúllurnar eru ennþá í hárinu og nú eru það
neglurnar. Lakkaðar neglur tilheyra, ef þú
vilt vera reglulega f ín og vel snyrt. Þú skalt
velja lakk með mildum lit, sem ekki þarf
eins mikla nákvæmni við. Ein umferð dug-
ar alveg og þornar fljótt.
icqe
meðan neglurnar eru að þorna,
skaltu halla þér afturábak og hvíla þig
/
Umsjón:
Júlía Hannam
Þetta er kvöldkjóll úr siffoni
meö bláu, grænu og blágrænu
munstri og ermarnar eru nokk-
urs konar vængjaermar.
A þessari mynd sýnlr Laura
Biagiotti okkur vlöa, bláa og
hvita kápu og dragt úr silki og
ull, teknar saman i mittinu.
Hvltir filthattar eru notaöir viö.
Takiö eftir skónum.
Svona vilja Frakkarnir hafa
kjólana okkar: vlöa og létta
nieö hringskornu pilsi eins og
þennan Michel Pelta kjól sem er
óneitanlega anzi fallegur.
Og þá er ekki úr vegi ef tir
snyrtinguna að skoða í
rólegheitum nokkrar
myndir frá tízkusýningu í
Flórens á ítalíu þar sem
viðsjáum hvernig ítalskir
tízkufrömuðir vilja láta
kvenfólkið klæða sig vor-
ið og sumarið 1975. En
ítalir eru eins og við vit-
um annálaðir kvenna-
menn og ættu þess vegna
að hafa eitthvað fyrir sér
i þessum efnum.
Þegar hitinn er alveg aö kæfa okkur getum viö brugöiö okkur I
bikini eins og þetta á myndinni. Þaö er úr bómullarfrotté I bleiku
og grænu munstri. Skyldu þeir ekki hafa heyrt um pjötlurnar
frægu sem eru aö gera allt vitlaust?