Vísir - 26.10.1974, Page 16

Vísir - 26.10.1974, Page 16
16 Vísir. Laugardagur 26. október 1974. | í DAG | í KVÖLD | f DAG | I KVÖLP | í DAG Útvarp/sjónvarp sunnudag: Á 300. órtíð sr. Hallgríms Péturssonar „Sálin í útlegð er...” heitir mynd, sem sjón- varpið lét gera i sumar og sýnir annað kvöld. Útvarpið er sömuleiðis með talsvert á dagskrá sunnudagsins um sálmaskáldið. Ástæð- an: 300. ártið sr. Hall- grims Péturssonar. t fyrramálið verður útvarpað kirkjuvigsluguðsþjónustu i Hall grimskirkju. Biskup Islands mun þá predika og vigja nýjan kirkjusal. Vigsluvottar verða forsætisráðherra, dómprófastur og tveir Sóknarprestar, en ann- ar þeirra, sr. Ragnar Fjalar Lárusson, þjónar fyrir altari með biskupi. Auk orgelleiks verður strengjasveit frá Tón- listarskólanum i Reykjavik með tónlist i kirkjunni. Strax eftir hádegi verður að nýju tekið til við að minnast sr. Hallgrims Péturssonar. Jón Hnefill Aðalsteinsson ræðir þá viö þrjá valinkunna menn um sálmaskáldið. Þessi upptaka var gerð áriö 1970, en einn við- mælenda Jóns Hnefils i þessum þætti er dr. Sigurður Nordal heitinn. Aö loknum fréttalestri i út- varpi annað kvöld les svo Andrés Kristjánsson útvarps- stjóri ljóð Matthiasar Jochums- sonar um sr. Hallgrim, „Atburð sé ég anda minum nær.” Þá les Gunnar Stefánsson dagskrár- stjóri úr kvæðum og sálmum Hallgrims. Myndin, sem sjónvarpið sýn- ir, er gerö eftir handritum Jökuls Jakobssonar og Sigurðar Sverris Pálssonar. Rekur myndin æviferil sr. Hallgrims á þann hátt, að leiðsögumaður sést visa hópi ferðafólks um helztu söguslóðir skáldsins. Inn á milli er fléttað leiknum atrið- um úr lifi sr. Hallgrfms og fer Jón Jóel Einarsson með hlut- verk hans. —ÞJM Sjónvarp sunnudag kl. 21,50: Þótturinn, sem endurvakti vin- sœldir Júlíu... Julie Andrews, sem þekkt er jafnt hér sem annars staöar fyr- ir leik sinn og söng f myndum eins og t.d. „Sound of Music”, „Camelot” og „Mary Poppins”, hafði haft lftið að starfa um nokkuð iangt skeiö og var nán- ast að falla i gleymsku, þegar henni var boðið að stýra sjón- varpsþáttum I Bandarikjunum. Þættirnir náöu vinsældum og nafn Julie Andrews náði fyrri stærð sinni á skömmum tima. íslenzka sjónvarpið hefur keypt nokkra þessara þátta til sýninga og verður sá fyrsti á dagskrá annað kvöld. 1 þessum þáttum er söngur og dans helzta skemmtiefnið og Julie Andrews þá mest á skerminum, en hún er þó ekki alveg ein, hún fær að jafnaði tvo góða gesti i hverjum þætti. I þessum fyrsta tekur hún á móti góðri eftirhermu og svo einnig söngkonu, sem söng meö henni i söngleiknum „Boy- friend” á Broadway. Lögin, sem Julie syngur sjálf að þessu sinni, eru flest úr kvikmyndun- um þrem, sem getiö er um i upphafi. Næsti þáttur verður þins vegar allur helgaður Walt Disney og söngvamyndum hans, en þar hefur Julie sjálf komið allverulega viö sögu. —ÞJM Útvarp laugardag kl. 16,40: Rödd Magnúsar aftur í útvarpi Magnús Bjarnfreðsson fer af stað með nýjan þátt i útvarpinu i dag. Er það þáttur með dag- skrárkynningum, en hann er að þvi leytinu tii ólikur fyrri þátt- um af þvi taginu, að nú er einnig tekin til meðferðar dagskrá sjónvarps. Og Magnús Bjarnfreðsson er sá rétti til að annast umsjón þáttar þar sem þarf að gera bæði útvarpi og sjónvarpi jöfn skil. Magnús hefur nefnilega ekki minni starfsreynslu i út- varpi en sjónvarpi. Það var einmitt i útvarpi, sem Magnús hóf feril sinn i fjölmiðl- um. Hann var þá þulur og náði strax vinsældum i þvi starfi. Af útvarpinu hvarf hann til að rit- stýra Frjálsri þjóö. Þaðan fór hann svo i blaðamennsku við dagblaöið Timann og siðar vikublaðið Fálkann. Um siöir hóf hann störf við út- varpið að nýju, en þar hafði hann ekki verið lengi þegar sjónvarpið tók til starfa og hann var ráðinn þangað á fréttadeild. Og nú er hann sum sé aftur byrjaður i útvarpi, jafnhliða störfum við áætlanagerð hjá sjónvarpi. —ÞJM ÚTVARP # Laugardagur 26.október 7.00 Morgunútvarp 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 tþróttir. Jón Ásgeirsson sér um þáttinn. 14.00 Háskólahátiðin 1974: Út- varp frá Háskóabió. a. Háskólakórinn syngur nokkur lög: Rut Magnússon stj. b. Afhending prófskir- teina til brautskráðra kandidata. c. Háskólarekt- or, Guðlaugur Þorvaldsson prófessor, flytur yfirlits- ræðu.d. Forseti heimspeki- deildar, Sigurjón Björnsson prófessor, lýsir kjöri tveggja heiðursdoktora. e. Rektor ávarpar nýstúdenta. 15.30 Stúdentalög a. Cornelis Vreeswijk syngur söngva eftir Bellmann. b. Serner Muller og hljómsveit hans leika. 16.00 Fréttir 16.15 tslenskt mál Dr. Jakob Benediktsson talar. 16.40 Vikan framundan Magnús Bjarnfreðsson kynnir dagskrár útvarps og sjónvarps. 17.30 Sögulestur fyrir börn og unglingaGunnar Stefánsson les söguna „Þórð þögla” eftir Sigurbjörn Sveinsson. 18.00 Söngvar I léttum dúr. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Vetrarvaka. 21.20 Hljómplöturabb Þor- steinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Dans- skemmtun útvarpsins i vetrarbyrjun Auk danslaga- flutnings af plötum leikur dixilandhljómsveit Árna Is- leifssonar i hálfa klukku- stund. (23.55 Fréttir i Stuttu máli. 01.00 Veðurfregnir.) 02.00 Dagskrárlok. Sunnudagur 27. október 8.00 Morgunandakt Séra Pétur Sigurgeirsson flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög. Lou Whiteson og hljómsveit hans leika. 9.00 F"réttir. Útdráttur úr forystugreinum dag- blaðanna. 9.15 Morguntónleikar. (10.10 Veðurfregnir). a. Svita i D- dúr fyrir selló og strengja- sveit eftir Telemann. Juraj Alexander og Kammersveit Slóvakiu leika: Bohdan Warchal stj. b. Kvartett i Es-dúr fyrir blásturshljóð- færi eftir Stamitz. Félagar i Eichenhorn kvintettinum leika. c. Oktett i E-dúr op. 32 eftir Spohr. Vinaroktettinn leikur. d. Sónata nr. 1 i fis- moll op. 11 eftir Schumann. Maurizio Pollini leikur á pianó. 11.00 Kirkjuvigsluguös- þjónusta i Hallgrimskirkju á 300. ártið séra Hallgrims Péturssonar. Biskup tslands herra Sigurbjörn Einarsson, prédikar og vigir nýjan kirkjusal. Vigsluvottar: Geir Hall- grimssón forsætisráðherra, séra Óskar J. Þorláksson dómprófastur og sóknar- prestarnir dr. Jakob Jónsson og séra Ragnar Fjalar Lárusson. Hinn siðastnefndi þjónar fyrir altari með biskupi. Organ- leikari: Páll Halldórsson. Einnig leikur strengjasveit frá Tónlistarskólanum I Reykjavik. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.10 Hailgrimur Pétursson og Passiusálmarnir Jón Hnefill Aöalsteinsson fil. lic. ræðir viö dr. Sigurð Nordal, herra Sigurbjörn Einarsson biskup og Arna Björnsson cand. mag. — Aður útvarpað i des. 1970 — 14.00 A listabrautinni Jón B. Gunnlaugsson kynnir listafólk. 14.40 Óperukynning: „Don Pasquale” eftir Donizetti. Flytjendur: Fernando Corena, Juan Oncina, Graziella Sciutti, Tom Krause, kór og hljómsveit Vinaróperunnar. Stjórn- andi: Istvan Kertesz. Guð- mundur Jónsson kynnir. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 „Vonir” saga eftir Einar H. Kvaran Ævar R. Kvaran leikari les söguna og gerir grein fyrir ritun hennar. Með þessum lestri lýkur Ævar þáttum sinum frá Islendingum i Vestur- heimi, en þar samdi Einar H. Kvaran söguna, sem einnig gerist vestanhafs. 17.20 Tónleikar: Danshljóm- sveit austurriska útvarpsins leikur. 17.40 Útvarpssaga barnanna: „Hjalti kemur heim” 18.00 Stundarkorn meö ung- verska planóleikaranum Andor Foldes. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 „Atburö sé ég anda minum nær” Andrés Björnsson útvarpsstjóri les ljóð ■ Matthiasar Jochums- sonar um Hallgrim Pétursson, kveðið á ártiö hans fyrir hundrað árum, og flutt verður lag Askels Snorrasonar við ljóðið. Einnig les Gunnar Stefánsson dagskrárstjóri úr kvæðum og sálmum Hallgrims. 19.50 Sinfóniuhljómsveit islands leikur Stjórnandi: Páll Pampichler Pálsson. a. Lýrisk svita eftir Pál ísólfsson. b. „Hugleiöingar um islenzk þjóðlög” eftir Franz Mixa. 20.15 Frá þjóöhátiö Múlaþings að Eiöum 6. og 7. júli. Formaður þjóðhátiðar- nefndar, Jónas Pétursson fyrrum alþingismaður setur hátiðina'. Jóhannes Stefáns- son framkvæmdastjóri i Neskaupstað flytur hátiðar- ræðu. Lúðrasveitin Þröstur leikur og blandaðir kórar úr héraðinu syngja. Stjórnandi: Magnús Magnússon. Ljóð eftir aust- firzk skáld flytja Jónbjörg Eyjóífsdóttir, Armann Hall- dórsson, Magnús Stefánsson og Elin óskarsdóttir. Kynnir Birgir Stefánsson. 21.30 Leiklistarþáttur i umsjá örnólfs Arnasonar. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.25 Fréttir I stuttu máli. Dagskráriok. NAGLABYSSUR MEÐ HLJÖÐDEYFI JCX KKISLIAK S. jjjjjjjgM Dugguvogi 2 Reykjavik simi84lll Pbstholf1046

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.