Vísir - 26.10.1974, Blaðsíða 20

Vísir - 26.10.1974, Blaðsíða 20
vísir Laugardagur 26. október 1974. Börnin eiga heima i' öðru byggðarlagi: Skóla- bíllinn fer kílómetra of stutt „Skólabillinn þyrfti aö fara lengra en ella, ef hann ætti aö sækja Iika börnin i Sunnuhlfö I Mosfellssvcit, sem ganga I Ar- bæjarskóla,” sagöi Ragnar Georgsson, skólafulltrúi Reykja- vikurborgar, er Vlsir spuröi hann um beiöni Mosfellshrepps þar aö liitandi. Sunnuhlið i Mosfellssveit stend- ur skammt frá Geithálsi, langt frá allri annarri byggð i Mosfells- sveit. Fólkið þar á enga félags- lega samstööu með Mosfellssveit, og er þetta dæmi um þá stöðu, sem getur komið upp, þegar laga- leg aðstaða og félagsleg stangast á. Þar til i vetur bjó fólk með börn I Vindheimum rétt hjá Sunnuhlfð — en Reykjavikurmegin við lin- una. Þá kom af sjálfu sér, að skólabillinn fór alla leið. Nú er þaö fólk hins vegar burt flutt, og þá kemur vandinn i ljós, og þurfa þá börnin i Sunnuhlið að ganga um kilómetra veg til að ná skóla- bil Reykjavikur, sem fer upp und- ir Hólm. Er um óbyggt, opið land að fara og þykir varasamt I mis- jöfnum veðrum, einkum litlum börnum. Skólabill Mosfellssveitar kem- ur hvergi nærri þessum slóðum, og sendi þvi sveitarstjóri Mos- fellshrepps skriflega beiðni til Fræðsluráös Reykjavikur um, að skólabill Reykjavikurborgar bætti við sig þessum kilómetra. „Við viljum fúslega greiða fyrir það, bara að þjónustan sé látin i té,” sagði sveitarstjórinn i viðtali viö Visi. „Skólabillinn þarf viða að fara, bæði að Gufunesi og Keldum, og svo þetta eftir Suðurlandsvegin- um,” sagði Ragnar Georgsson. „Þetta er nú i athugun og ég vona að það leysist farsællega. Sam- skipti sveitarfélaganna á þessu svæði hafa alltaf verið góð.” —SH „Ætti ekki að vera ofviða varð- skipinu" FEKK YFIR SIG HAGLADRÍFU — eitt hoglið nam staðar við augasteininn „Eitt haglið fór gegnum neðra augna- lokið og staðnæmdist við augasteininn. Læknirinn tók svo i lok- ið og þá kom haglið i lófa hans,” sagði Þorvaldur Jósefsson, bóndi i Sveinatungu i Norðurárdal, en hann varð fyrir haglaskoti r júpnaskyttu á fimmtudaginn. „Ég var að fara fyrir fé uppi á Holtavörðuheiði og hafði sjálfur með mér haglabyssu, eins og ég er vanur. Nokkurn spöl þaðan, sem ég skildi bilinn eftir, sá ég rjúpnahóp og skaut á hann. Hann flaug upp og i áttina að skyttu, sem var utar i fjallinu. Ég gekk aðeins á eftir hópnum, en þegar skyttan skaut að hon- um, flaug hann neðar, svo ég hélt áfram þangað, sem ég hafði ætlað mér. Allt i einu vissi ég ekki fyrr en haglagusa dundi yfir mig, öll i andlitið, umhverfis augun. Ég var þá á bak við barð, og skytt- an hafði skotið á rjúpnahóp sem sat efst á barðinu. Skotmaður- inn, sem er úr Reykjavik, hafði ekki gert sér grein fyrir ferðum minum. Hann kom fljótlega og við fór- um saman niður að bilunum. Hann ók mér niður i Borgarnes, þar sem læknirinn tindi 6 högl úr andlitinu á mér. Ég var ábyggi- lega miklu hressari en skyttan, enda vildi ég miklu fremur verða fyrir þvi að fá i mig högl heldur en verða fyrir þvi að skjóta á annan. Ég hef heldur aldrei skotið svo tæpt á brún að höglingætu fariö yfir, þvi maður veit aldrei hvað er hinum meg- in. Það er ekkert að mér, þótt ég sé plástraður og annað augað svolitiö bólgið. Ég gekk áðan upp að Fornahvammi og sótti bilinn minn — hann varð þar eftir I gær. — SH — segja Seyðfirðingar um strand Þórs „Ég var undrandi aö sjá, aö forstjóri Landhelgisgæzlunnar telur þröngt um varöskipin I höfn- inni á Seyöisfiröi”, sagöi Leifur Haraldsson á Seyöisfiröi. „Þessi beygja, sem hann talar um i VIsi I sambandi við strand Þórs, er ekki þrengri en það, að það er kilómetra undanfæri, sem ætti ekki að vera ofviða varðskipi með tvær skrúfur. Ég veit ekki betur en það sé samdóma álit þeirra, sem til þekkja, að höfnin á Seyöisfirði sé mjög góð og aðstæður þar I bezta lagi”. Sjóprófum lauk á Seyðisfirði i gær. Talið var, að strandið hefði orðið vegna bilunar i búnaði sjálf- stýringar. —SH Kenna meðferð ó byssum Þaö viröist ekki vanþörf á aö kenna mönnum aö fara meö byssur og hvernig þeir eiga aö haga sér þegar út I skyttiri kem- ur. Kristján Vilhelmsson, kaup- maöur i Goöaborg, efndi til námskeiðs siðastliðið föstu- dagskvöld I samvinnu viö Hannes Hafstein, fram- kvæmdastjóra Slysavarna- félagsins. Þar kenndi Kristján meöferð skotvopna, en Hannes fjallaði um fjallaferðir, búnaö og öryggi i veiðiferðum. Um 20 manns af báöum kynjum sóttu námskeiöiö, og er ætlunin aö haida þeim áfram. — SH/Ljósm. Visis B.G. Enn jafntefli Sextánda skák Karpovs og Korchnois fór I biö I gær. Sérfræöingar spá, aö þetta veröi 14. jafntefliö f einviginu. „Veiðibönn bœnda á afréttum ólögleg" — segja rjúpnaveiðimenn — bannið til þess að forðast slys ó mönnum og skepnum, segja bœndur Bændur i Ölfushreppi og rjúpnaveiðimenn deila um það þessa dagana, hvort bænd- urnir hafi heimild til þess að banna rjúpna- veiðar á afréttum. Af- réttir þeir, sem um ræðir, eru einhver vin- sælustu rjúpnaveiði- lönd Reykvikinga. Það eru a.m.k. sjö bændur fyrir austan fjall sem hafa aug- lýst bann við rjúpnaveiðum, ekki aðeins á landi sinu, heldur einnig á afréttum. Land þetta er Hengilssvæðið, stórt svæði frá Bláfjöllum og niður i ölfus, svæði kringum Skiðaskálann i Hveradölum og viðar. Einn þeirra bænda, sem hlut á að máli er Engilbert Hannesson á Bakka i ölfusi, en hann er hreppstjóri þar. „Þetta bann okkar er fyrst og fremst hugsað til þess að forðast hugsanleg slys á mönnum og skepnum. Á þessum svæðum hefur fjölgað mjög skotmönn- um, og bændur hafa kvartað undan ógætilegri meðferð skot- vopna. En það er auðvitað spurning, hvað hægt er að banna i sam- bandi við afréttina. Um það mál eru skiptar skoðanir. Þau lönd, sem við höfum bannað veiði á, eru heimalönd bæjanna, að visu óskipt. En þau eru skipt upp að fjallsrótum,” sagði Engilbert, þegar Visir ræddi við hann i gær. Engilbert sagði, að á þriðju- dag hefði lögreglan á Selfossi ásamt manni frá hreppnum, farið um afréttina til þess að framfylgja banninu. „Fæstir veiðimannanna höfðu byssuleyfi til þess að sanna, að þeir mættu bera byssur”, sagði Engilbert. Það sem rjúpnaveiðimenn hafa á móti banni hreppsins á veiðum þarna, er ákvæði i lög- um um fuglafriðun og fuglaveiðar. Þar sem getið er um fugla- veiðar, segir, að á óskiptu landi á afréttum sé öllum heimilt að veiða. En land þetta er, eins og fyrr segir, óskipt. Erlingur Thoroddsen, einn af fjölmörgum rjúpnaveiðimönn- um i Reykjavik, var ómyrkur i máli, þegar blaðið ræddi við hann. „Reykvikingar eru búnir að skjóta á þessum svæðum i heila öld. Nú á allt i einu að banna það. Ég held, að veiðimenn sinni þessu banni i engu, þvi það er ekki til nein lagaheimild fyrir þvi,” sagði hann, og visaði til fyrrnefndar lagagreinar. Erlingur var að veiðum við Hengil á þriðjudaginn þegar lögreglan og maður hreppstjór- ans komu að i eftirlitsferð sinni. „Þeir báðu okkur að sýna bæði veiðileyfi og byssuleyfi. Svo sögðu þeir, að við skyldum ekki sýna okkur þarna við veið- ar á ný nema hafa veiðileyfi. Þar með var okkur visað út af svæðinu og um 10 til 15 öðrum veiðimönnum,” hélt Erlingur áfram. Vegna ummæla Erlings um að veiðleyfi þyrfti, spurði Visir Engilbert hreppstjóra, hvort þeir bændur seldu veiðiheimild- ir. „Nei, alls ekki. Það er alveg útiíokað, að bændur ætli sér að hagnast á sliku. Það, sem liggur að baki okkar banni, er sú hætta, sem við teljum stafa af þessum veiðum,” sagði Engil- bert. Hvernig svo sem skorið verð- ur úr þessari deilu, má geta þess, að mikill fjöldi veiði- manna mun skjóta rjúpu á þess- um svæðum, eða allt upp I 300 manns, þegar mest er. Hins vegar má geta þess, að talið er, að hæstaréttarúrskurð þurfi til þess að skýra nánar fyrrgreind lagafyrirmæli til þess að ganga úr skugga um, hvort bændur séu i rétti til þess að banna veiðarnar. -ÓH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.