Vísir - 28.10.1974, Page 1

Vísir - 28.10.1974, Page 1
64. árg. — Mánudagur 28. október 1974 — 212. tbl. Kennedy leysir fró skjóðunni um slysið ó Chappaquiddick: HANNHÉLTSIG VERA DÁINN Sjá bls. 5 Brennu- vargur ó ferð í borginni — baksíða Brezkur togari strandar við Lagarfljótsósa: "Nóttin var íöng og erfið" - sagði skipstjórinn, sem hélt hann vœri við Langanes Togarinn Port Vale á strandstað viö Lagarfljótsósa. Þegar fréttaritari Vfsis á EgilsstöAum kom á sta&inn I gær, iogu&u öH iijós um borð i mannlausum togaranum og hann hreyf&ist mikiO fyrir öldunni. Ljósm. Vignir Brynjólfsson. Vökunótt hjó Egilsstaðasveitinni Vegna strandsins viö ósa Lagarfljóts var sveit Slysa- varnafélagsins á Egilsstööum kölluö út um klukkan 4.30 i fyrrinótt. Þá var hún nýkomin frá leit aö manni, sem farið hafði frá Egilsstöðum á-bil sln- um yfir Fjaröarheiöi. Þegar hann kom ekki fram á Seyöis- firöi á réttum tlma, var farið aö svipazt um eftir honum. Snemma um nóttina fóru sveitir frá Egilsstööum og Seyöisfirði á heiðina og fundu manninn við bilaðan bíl sinn. Að þessu loknu sneri Egilsstaða- sveitin yfir til Fagradals og að- stoðaði þar bila, sem áttu i erfiðleikum vegna veðurs. Að sögn Hánnesar Hafstein hjá Slysavarnafélaginu náðist ekki samband við björgunar- sveitina i Borgarfirði vegna simatruflana og urðu þvi Egils- staðamenn fyrri til á strand- staðinn. Egilsstaðasveitin er landsveit og þvi ekki búin linu- byssum eða körfustólum til aö bjarga skipbrotsmönnum. Hins vegar tókst að koma boð- um til Borgfirðinga um 6 leytið og voru þeir lagðir af stað með sin björgunartæki um klukkan 7. Þegar þeir komu á strand- staðinn, hafði nokkrum skip- brotsmannanna veriö bjargað I land i gúmbát. Borgfirðingar komu körfustól á milli lands og skips og björguðu þannig sið- ustu skipverjunum. —JB FRESTUÐU VERKFALLI Brezki togarinn Port Vale frá Grimsby strandaði á Héraðssöndum skammt sunnan við ósa Lagarfljóts á móts við bæinn Húsey. Strandið varð um klukkan 1.30 aðfaranótt sunnudagsins. Tilkynning um strandið barst loftskeytastöðinni á Neskaupstað skömmu siðar frá brezka togaranum Northern Gift. Loft- skeytastöðin tilkynnti Slysa- varnafélaginu strax um strandið. Skipstjórinn á Port Vale, Fred Hildrith, taldi þá að skipið væri við Kollumúla sem er milli Héraðsflóa og Vopnafjarðar. Norðan hvassviðri með slyddu og brimi var á strandstaðnum. Nokkrir brezkir togarar voru þarna nærri ásamt vitaskipinu Arvakri, sem miðaði strandaða skipið út og gaf staðarákvörðun þess, sem siðar var staöfest af bóndanum i Húsey, Erni Þorláks- syni. Þá höfðu bændur við Héraðsflóann verið beðnir um að svipast um eftir ljósum frá skipinu. Arvakur hélt á strandstaðinn og var þar unz björgun var lokið. I fyrstu var björgunarsveit Slysa- varnafélagsins á Vopnafirði kölluð út en þegar nánari staðar- ákvörðun barst, var hjálp hennar afturkölluð. Björgunarsveitir Borgfirðinga Eskfiröinga og Egilsstaða voru hins vegar kallaðar út ásamt bændum á nær- liggjandi bæjum. Egilsstaðasveitin kom kl. 7.30 á strandstað. Eina leiðin fyrir björgunarmenn til að ná sam- bandi var að láta loftskeyta- stöðina á Norðfirði bera á milli skilaboð frá talstöð björgunar- manna. Skipverjar skutu strax linu I land og var þegar hafizt handa um að draga þá á þurrt i gúmbát, en Egilsstaðasveitin hefur ekki yfir björgunarstól að ráða. Fyrstu skipverjarnir komu i land klukkan 8. Skömmu siðar kom sveit Borgfirðinga á staðinn með björgunarstól og um hálf tiu voru skipverjarnir 18 allir komnir heilir á húfi i land. Skömmu áður en björgun lauk kom sveit Eskfirðinga ásamt lækni frá Egilsstöðum á staðinn, en sveit Eskfirðinga hafði átt I erfiðleikum að komast yfir Fagradal vegna veðurs. Farið var með skipbrots- mennina til Egilsstaða þar sem þeir gistu. Þeir halda siöan til Reykjavikur i dag, nema skipstjórinn, sem verður fyrir austan þar til séö verður fyrir endann á björgun skipsins. Þegar fréttaritari Visis kom á strandstað skömmu eftir hádegi I gær, hafði veður lægt nokkuð. Skipið hreyfðist mikið á strand- staðnum, sem er sandfjara, en skemmdir var engar aö sjá. Ljós- in loguöu um borð og var engu likara en skipið væri fullmannað, eða þá að þarna væri draugaskip á ferðinni. Skip mun ekki hafa strandað á þessum slóðum siöan á seinni hluta siðustu aldar, þegar Wathne, athafnamaður á Seyðis- firði ætlaði að senda skip upp Lagarfljót. Hins vegar rak þarna á land i marz 1943 afturhluta af bandarisku timburflutningaskipi, sem strandaði á Langanesi. Aö sögn skipstjórans á Port Vale var skipið á leið á miöin fyr- ir noröan land og var þvi ekki byrjað veiðar. Skipstjórinn stóð sjálfur i brúnni, er skipið strand- aði. Hann taldi ranga staðar- ákvörðun vera orsök strandsins. Hann hélt sig vera á siglingu við Langanes, er óhappið varð. Þegaráhöfninyfirgaf skipið hafði enginn leki komið að skipinu. Skipstjórinn sagði, að ef reynt yrði að bjarga skipinu yröi það gert i vikunni, en hætt væri við að sand bæri að þvi, sem gæti úti- lokað björgun. Aðspurður sagöi skipstjórinn, eð ekki væru likur á þvi að olia læki frá skipinu. „Nóttin hefur verið bæði löng og erfið, og við viljum hvilast, áður en lengra verður haldiö”, sagði hann og bað auk þess fyrir þakklæti til allra, er stóðu að björguninni. -BA/JB Kennarar I skyldunámi i skól- um Hafnarfjarðar hafa frestaö verkfallsaðgeröum sinum, sem boöaöar höföu veriö I dag. Höfðu þeir i hyggju að leggja niður störf frá og með deginum I dag og þar til þeir fengju greiðsl- ur fyrir aukavinnu, sem þeir voru farnir að eiga inni meira og minna. Likt og i fyrra tókst að komast að samkomulagi i málinu á siöustu stundu. Var kennurum lofað þvi, að þeir yröu búnir að fá vangoldiö fé fyrir næsta föstudag. Féllust þeir á þaö — en kváðust mundu leggja niður störf, ef ekki yrði staðið við þetta loforð. —ÞJM EEIflf CIÍOT í IUIIIIJIJIMM drengur: JI\V 1 1 lYIUNNINN-baksiða

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.