Vísir - 28.10.1974, Page 2

Vísir - 28.10.1974, Page 2
2 Vlsír. Mánudagur 28. október 1974. lisnsm-- Ratarðu vel I Reykjavlk? Guðrún Albertsdóttir, vinnur á Pósthúsinu: — Yfirleitt já. Ég held ég viti hvar flestar þær götur eru, sem ég á erindi I. Hannes Sigurgeirsson, vélskóla- nemi: — Ég rata mjög litið enda er ég ekki úr bænum. Ég þekki jú helztu göturnar, en litið i úthverf- unum. Ég leita þá bara á korti, ef ég þekki götuna ekki fyrir. Agúst Finnsson, afgreiðsln- maður: — Ég rata flestar göturn- ar. Skipulagið i nýju hverfunum er lika það gott, eftir starfrófsröð meira að segja. Unnsteinn Hjörleifsson, af- greiðslumaður. — Nei, ég rata ekkert og þó ég þekki þó nokkuð af götum I miðbænum og skipu- lagið I Fossvogi og Breiöholti er auðvelt að læra á. Kristófer Sanders vinnur á hand- ritastofnun: — Ég hef veriö hér i 3 ár en þekki litið af götum. Ég fletti bara upp á kortinu I sima- skránni. Gunnar Jóhannesson póstmaður: — Já, ég veit hvar allar götur eru.nema þá helzt I nýja Stóragerðishverfinu. Enda vann ég hjá póstinum i f jölda ára. Maja Ólafsson, húsmóðlr: — Alls ekki. Ég verð að lita á kortið I simaskránni. Minnst þekki ég þó I Þingholtunum og I Vesturbænum. LESENDUR HAFA ORÐIÐ Bleikjan getur gefið gjaldeyri „I októberhefti „Ferskvands- fiskeribladet”, sem gefið er út af samtökum fiskeldisstöðva- eigenda i Danmörku.er frá þvi skýrt að sala á alisilungi, aðal- lega regnbogasilungur, til um 20 landa, hafi numið á fyrstu sjö mánuðum þessa árs tæplega 6 milljón kg. Mest af þessu magni fór til Vestur-Þýzkalands eða 3.3 millj. kiló, en rúmlega 800 þúsund kiló til Belgíu/- Lúxemborgar og riflega 500 þúsund kiló til Bretlandseyja og sama magn til Sviss. önnur lönd sem keypt hafa alisilung af Dön um á þessu ári, eru Sviþjóð, Frakkland, Austurriki, Holland; IFinnland og ttalla, en öll fyrr- greind lönd hafa átt viðskipti viö Dani um langt árabil. Ódýrt fiskifóður Framleiðslukostnaður á hvert kiló I Danmörku á alisilungi er sem svarar rúmlega 100 krón- um Islenzkum og er fóður- kostnaður tæplega helmingur þessarar fjárhæðar, en fóður- kostnaður er stærsti liður i rekstrinum. Eru danskar fisk eldisstöðvar ákaflega vel settar með ódýrt fiskifóður, þar sem gert er út i Danmörku sérstak- lega á iðnaðarfisk, sem stöðvarnar fá á lágu verði, en þessi „ruslfiskur” er einnig seldur til bræðslu I verksmiðj- Miklar gjaldeyristekjur Liklegt er að heildartekjur Dana af sölu alisilungs til út- flutnings á þessu ári gætu numið sem svarar tæplega 2 milljörðum Islenzkra króna, en I Danmörku eru um 700 eldis- stöðvar. Þessi sala á regnboga- silungi á sér stað, þrátt fyrir að fisksjúkdómar séu útbreiddir I landinu, enda krefjast t.d. Vestur-Þjóðverjar engra heil- brigðisvottorða i sambandi við silungsinnflutninginn. Bleikjan framtlðareldisfiskur Þvi miður má telja vist, að framleiðslukostnaður alisilungs hér á landi sé miklu hærri en I Danmörku og hærri en nemur söluverði regnbogasilungs i viðskiptalöndum Dana óg svo hafi lengi verið. Skiptir þvi miklu fyrir okkur að sem verömætust fisktegund sé hag- nýtt i eldi, ef unnt er, eins og gert hefur verið með lax og bleikju, sem alinn er i fisk- ræktarskyni. Er fyllsta ástæða til að binda góðar vonir við bleikjuna okkar sem framtiðar- eldisfisk til sölu frá eldis- stöövum á innlendan og er- lendan markað. Vegna vaxandi mengunar i heiminum, verður krafa neytenda I þéttbýlu lönd- unum, sem búa við mesta erfiöleika af þessum sökum, að þeir fái einungis hollan fisk til neyzlu frá ómenguðum haf- svæðum og úr heilbrigðu um- hverfi. t þvi sambandi myndi „pólarbleikjan” islenzka áreiðanlega verða eftirsótt.” MOLDARHOLAR BYRGJA ÚTSÝN Þórður Guðmunds- son hringdi: „Við sem vinn- um i iðnaðarhverf- inu fyrir neðan Ell- iðaárvog, erum óhressir með akst- ursskilyröi frá Kleppsmýrarvegi yfir Elliðaárvog- inn og upp Súðar- vog. Þannig stendur á, að þegar maður ekur upp Klepps- mýrarveg og ætl- ar yfir Elliðaár- vog, þá byrgja moldarhólar út- sýnið á vinstri - hönd. Þessir mold- arhólar eru búnir að standa þarna um árabil, og ofan á þeim er mikill njólagróður. Mold- arhólarnir standa við gatnamótin, alveg út að Elliða- árvoginum. Þegar maður er I lágum bil og njólagróður- inn skartar sinu fegursta, sér mað- ur hreinlega ekkert á vinstri hönd, nema fara meö bil- inn út á götuna. Ég hef kvartað undan þessu, bæði við lögreglu og borgarstarfsmenn, en talað fyrir dauf- um eyrum. Verkstjóri einn hjá borginni gat ekkert gert, nema gefa mér það heil- ræði að stoppa á gatnamótunum. Svo vildi hann að ég ræddi við yfir- verkfræðing borg- arinnar um þetta mál. Mér þykir nú hart, ef yfirverk- fræðingurinn þarf aö skipta sér af þvi hvort, eða hvernig skuli fjarlægja moldarhóla. Ég beini þeim tilmælum til borg- arinnar að þessum hólum verði ýtt I burtu sem fyrst”. Vlll EKKI STYTTU tlNARS í ALÞINGI „Einn sem man fortlðina” hringdi: „Mér finnst ég verða að hreyfa andmælum við þvl að stytta af Einari Olgeirssyni skuli látin standa I húsakynnum Alþingis. Það þarf ekki skarpt minni til þess að muna, að Einar Olgeirs- son hefur fótum troðið lýðræðið. Allir vita að skoðanir hans á hans timum sem stjórnmálamanns, voru þær, að hann vildi ekkert með lýðræðið hafa. Hann var einn hatrammasti forvigismaður þeirrar stefnu að sósialisk öfl skyldu vera allsráðandi hér á landi, og fór hann ekki dult með það, að það voru ekki endilega lýðræðislegar aðferðir sem nota átti til að koma sliku i framkvæmd. Ég veit að það eru margir aðrir sem eru andvigir þvi að styttan af Einari sé látin vera I tengslum við Alþingi af þessum ástæðum”. Aðalsteinn Jóhannsson Áskorun á útvarpsráð á föstudagskvöldum, og eru þau kvöld langvinsælust hjá ungu fólki til skemmtana. Er það fyrir neðan allar hellur og sýnir hvað útvarpsráð er gersneytt öllu sem viðkemur „ungu fólki”. Þvi skora ég á ráðið að færa þáttinn á sinn upprunalega stað, eins fljótt og hægt er, og helzt að bæta við tveimur þáttum til viöbótar um popp”. Jón skrifar: „Reiður hlustandi rikisút- varpsins sendi VIsi kvörtun vegna þáttarins „TIu á toppn- um”, sem alltaf er verið að færa til, bæði breyta um tima og eins um daga. Ég er sammála bréf- ritara. Otvarpsráð virðist leika sér með þennan þátt og færa hann til eftir sinum geðþótta. Núna er þátturinn t.d. hafður

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.