Vísir - 28.10.1974, Síða 3

Vísir - 28.10.1974, Síða 3
Vísir. Mánudagur 28. október 1974. 3 Vara við forgangsrétti strœtisvagna af biðstöðvum: VILJA SKREYTA VAGNANA MED HVATNINGARORÐUM //Þegar lög veita öku- manni rétt/ en binda rétt- inn þeim skilyrðum að hann geti sannað ef með þarf fyrir rétti/ að öku- maður sýni ýtrustu varúð/ er óvissan i um- ferðinni aukin." Þetta segir i fréttatilkynningu frá stjórn Félags islenzkra bif- reiðaeigenda, en stjórnin gerði á föstudaginn ályktanir varö- andi forgangsrétt strætisvagna Reykjavikur i umferðinni, með tilliti til framkominnar tillögu um forgangsrétt strætisvagna af biðstöðvum. Segir þar meðal annars: „Stjórnin bendir á, að einn meginstyrkur umferðarlaga sé jafnræði allra ökutækja i um- ferðinni, þannig að ökumanni nægir að gera sér grein fyrir af- stöðu sinni til annarra ökutækja i grennd við sig, til þess að meta réttarstöðu sina gagnvart þeim. Frá atbétebuii I HaHgrteakirkJa. LJécm. Bj. Bj. Tveir nýir heiðursdoktorar Iiáskólahátið var haldin i Há- skólabiói á laugardaginn. Há- skólarektor, Guðlaugur Þor- valdsson, flutti ræðu og afhent voru prófskirteini þeirra kandidata, sem luku prófi i haust. Lýst var kjöri tveggja heiðursdoktora, þeirra dr. Einars Ólafs Sveinssonar og dr. Jóns Helgasonar. Þá var það nýmæli á þessari hátlð, að for- maður Stúdentaráðs Arnlin óla- dóttir, flutti ávarp. Myndin sýnir hina nýkjörnu heiðurs- doktora taka við skjölum sinum úr hendi Sigurjón Björnssonar prófessors. Ljósm. B.G. Með undanþáguheimildum til vissra tegunda ökutækja er sú kvöð lögð á ökumenn, að þeir verða, við þau birtu og veður- farsskilyrði, sem fyrir hendi eru á hvérjum tlma, að gera sér grein fyrir tegund ökutækis áð- ur en þeir vita rétt sinn gagn- vart þvi. S.V.R. hefur nú þegar ýmsar undanþágur, sem er á valdi Reykjavikurborgar að veita. Sumar þessar undanþágur orka ákaflega mikilla tvimæla og eru ótviræðar slysagildur og má þá nefna forgangsrétt til aksturs yfir Kringlumýrarbraut eftir Sléttuvegi, og einkarétt til aksturs norður Aðalstræti með aðalbrautarrétti gagnvart Austurstræti.” Þá bendir stjórn FÍB á, aö aldrei hafi I alvöru verið reynt af hálfu þeirra, sem reka is- lenzka almenningsvagna, aö hvetja ökumenn til að sýna vögnunum tilhliðrunarsemi, þótt fjöldamargir ökumenn geri það ótilkvaddir. Þá eru uppi hudmyndir hjá FIB að breyta mætti lit vagnanna og gera þá meira áberandi, og einnig aö skreyta þá með hnyttnum hvatningarorðum um til- hliðrunarsemi innan ramma umferðarlaganna. —SH Hallgrímur Pétursson: 300 ára ártíðar minnzt í gœr Það var inargföld athöfn, sem haldin var i Hailgrimskirkju i Reykjavik i gær. Forseti tslands dr. Kristján Eldjárn, lagði horn- stein kirkjunnar, en biskupinn yfir islandi, séra Sigurbjörn Einarsson, vigði nýjan kirkjusal. Allt var þetta gert i tilefni af 300 ára ártið sira Hallgrims Péturs- sonar i Saurbæ. Siöar um daginn var hátiða- guösþjónusta i Hallgrimskirkju i Saurbæ, þar sem sóknarprestur- inn, séra Jón Einarsson, prédikaði og þjónaði fyrir altari. t lok athafnarinnar flutti forseti Is- lands ávarp og lagði blómsveig frá islenzku þjóðinni á legstað séra Hallgrims. A eftir var siðan hátiðarsamkoma i kirkjunni. 1 gærkvöldi hélt tékkneskur orgelleikari, Bohumil Plánský, tónleika á orgel Hallgrimskirkju i Reykjavik. Verða tónleikarnir endurteknir i kvöld, og eru þeir ókeypis, en viðstöddum gefst kostur á að styrkja kirkju- bygginguna i lok tónleikanna. -SH Forseti islands, dr. Kristján Eldjárn, gengur frá hornsteini Hallgrfms- kirkju. v Ljósm.BG. Á jeppa, en ekki vörubíl Visir sagði fyrir skömmu frá þrem biræfnum náungum, sem gerðu tilraun til að ræna miklu magni af þakplötum þar sem þær stóðu fyrir utan vöruskemmur. Var þar sagt, aö þjófarnir hafi verið á vörubifreið, en það var ekki allskostar rétt: Þeir voru á jeppa með sérstaklega styrktum aftanivagni. Vörubifreiðastjórar fyrir austan fjall geta þvi dregiö andan léttar, en af skiljanlegum ástæðum hefur þeim öllum þótt óþægilegt að liggja undir grun I sambandi við þetta sérstæða þjófnaðarmál, en I fréttinni var sagt, að bifreiðin hafi verið með X-númeri. —ÞJM ,Toyota ma treysta Öryggisútbúnaður Toyota er í flokki með því fullkomnasta sem þekkist á því sviði, í heiminum ídag. TOYOTA TOYQTA AÐALUMBOÐ HÖFÐATÚNI 2 REYKJAVlK SlMAR 25111 &22716.UMBOÐIÐ Á AKUREYRI BLÁFELL SlMI 210901

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.