Vísir


Vísir - 28.10.1974, Qupperneq 20

Vísir - 28.10.1974, Qupperneq 20
vísir Mánudagur 28. október 1974. Fékk- raf - straum í tunguna Atta ára gamall drengur 1 Njarftvikum varö fyrir heldur óþægilegri reynslu um helgina. Hann var á leið til ömmu sinn- ar til þess aö skila ryksugu. Þeg- ar hann var kominn aö útidyrum hússins nennti hann ekki aö leggja ryksuguna frá sér til þess aö styöja á dyrabjölluna, heldur ýtti hann á bjölluhnappinn meö tungunni. Viö þaö fékk hann raf- stuö i tunguna og missti ryksug- una úr greipum sér. Drengurinn varö aö liggja i rúminu nokkurn tima til þess aö jafna sig eftir raflostiö. Hann brann þó ekki á tungunni. Astæðan fyrir þvl aö leiddi út meö bjöllunni er ekki fullkunn. En bjölluhnappurinn er úr málmi, og þvi mögulegt að raf- magn hafi leitt út um hann, þegar blaut tunga drengsins snerti hann. Þess má geta, aö rafspenna i dyrabjöllum er lægri heldur en hússpennan, eöa 12 volt. Samt viröist ekki vanþörf á að gæta þess aö slikar bjöllur geti ekki leitt út. —ÓH Brennuvargur a ferð Kveikt í fjórum bíl um i Kveikt var i þremur bilum i nótt og tilraun gerð til þess að kveikja i þeim fjórða. Bilarnir voru allir mannlausir og stóðu fyrir utan hús. Einn er sendiferðabill hjá Lita- veri. Hann stóð fyrir utan verzlunina við Grensásveg. Tveir bilanna stóðu við Heiðargerði, sem er stutt frá Litaveri. Fjórði billinn stóð við Hvammsgerði enþaðer einnig stutt frá. Fvrst var tilkynnt um bruna i sendiferðablll Litavers. Það var kl. 2.351 nótt. TIu mlnútum slðar nótt var tilkynnt um eld I öðrum bílnum við Heiðargeröi og þeim, sem stóð við Hvammsgerði. Slökkviliöið kom á staðinn og slökkti eldinn I bilunum. Tveir bllanna eru nær ónýtir eftir brunann og sá þriöji mikið brunninn. 1 fjóröa bilnum sviönaði aöeins kveikjuþráður. Slökkviliöinu gekk erfiðast aö slökkva eldinn I sendiferöabíln- um, þar sem hann var fullur af drasli, sem aka átti á ösku- haugana. Kveikt var I öllum bflunum innanfrá. Rannsóknarlögreglan i Reykjavik vinnur að rannsókn málsins. Enginn hafði veriö handtekinn i morgun vegna þess. Þess má geta, að ef bilarnir eru ekki brunatryggðir eða kaskótryggöir, bera eigend- urnir allt tjón sjálfir, a.m.k. meöan brennuvargurinn finnst ekki. En ef um slikar tryggingar er aö ræöa, bæta trygginga- félögin tjónið. -OH. „GEF AKRABORGINNI FYRSTU EINKUNN SEM SKEMMTISTAÐ" - Ball um borð í ferjunni s. I. laugardagskvöld „Stórkostleg skemmtun,” sagöi Akraborginni fyrstu einkunn sem JC-félaginn og kvaöst vilja gefa skemmtistað. —ÞJM INNBROTSÞJÓFAR AFKASTAMIKLIR UM HELGINA — en höfðu lítið upp úr krafsinu Fyrsti dansleikurinn var haid- inn um borö i Akraborginni siöastliöiö laugardagskvöld, en áöur hefur veriö haldin þar brúö- kaupsveizla, svo sem frægt er oröiö. Það var' Junior Chamber- hreyfingin i Kópavogi, sem leigöi skipiö til vetrarfagnaðarins á laugardaginn og buöu öörum J.C.-klúbbum þátttöku i ferðinni. Voru gestirnir nálægt 200 talsins. Lagði Akraborgin frá Reykja- vlkurhöfn klukkan sjö um kvöldiö og sigldi stutta stund um sundin, en siðan var siglt inn fyrir eyjarn- ar og legiö þar fram á nótt, en lagzt var að bryggju klukkan hálfþrjú. „Skipiö hreyföist ekki, þar sem það lá, og kenndi enginn sjóveiki, eins og sumir höföu óttazt,” sagöi einn JC-félaganna i viðtali viö Visi i morgun. Voru boröaöar krásir af köldu boröi og sfðan dansað viö undir- leik fimm manna hljómsveitar. Fjölmörg innbrot voru framin I höfuöborginni um helgina. Flest voru þau af smærra tag- inu. Að venju var mikið rótaö, en ekki er kunnugt um, aö stór- rán hafi átt sér staö. Brotizt var inn i Afurðasölu StS, og liklega til þess að gera öllum jafnhátt undir höfði var einnig brotizt inn hjá Slátur- félagi Suðurlands við Grensásveg. Nokkrar ibúðir fengu heim- sókn gesta i peningaleit. Einnig var brotizt inn i Vöru- flutningamiðstöðina, Matstofu Austurbæjar og Tónabió. Þá voru fimm menn handteknir grunaðir um ávisanafals. —OH Skutu upp í munn á 12 ára dreng — jafnaldrar hans œtluðu að ,,hrœða" hann með loftriffli Tóif ára gamail dreng- ur, sem var á gangi á Alfaskeiði í Hafnarfirði á miðvikudag, fann allt í einu mikinn sársauka uppi í munninum á sér. Blóö lagaöi úr munninum. Drengurinn flýtti sér heim til sin, hljóöandi af sársauka. 1 ljós kom, að loftriffilskúlu haföi ver- iö skotið upp i opinn munninn á honum, og festist hún i annarri kinninni. Rannsóknarlögreglan fór á staðinn, þar sem skotiö var á drenginn. Eftir nokkra leit kom i ljós, að tveir jafnaldrar hans höfðu verið að leika sér með loftriffil, þegar skotið var á hann. Við yfirheyrslur játuðu drengirnir að hafa miðað loft- rifflinum á piltinn og skotið á hann. Þeir sögðust aðeins hafa ætlað að hræöa hann með þvi að láta skotið koma nálægt honum. En hittnin var ekki meiri en svo, að skotiö fór i piltinn. Staðurinn, sem þeir skutu frá, var heimili annars drengjanna. Móöir hans vissi vel af þvi, að þeirvoru að skjóta úr byssunni, en stöðvaði ekki leikinn. Þegar rannsóknarlögreglan var að leita að hugsanlegum skotmönnum við Alfaskeiðið, gerði hún tvo riffla upptæka, þar sem þeir voru I höndum drengja, sem ekki máttu hafa þá. —ÓH Þannig leit Austin Mini blllinn út aö innan, eftir að slökkt hafði verið I honum. BHlinn er árgerð ’74, og tjónið þvl tilfinnanlegt fyrir eigandann. Sæti, klæöning og mælaborö brunnu mest. Ljós- myndir BG. SendiferðabHl Litavers er nánast ónýtur eftir brunann. Hann stóö bak við verzlunarhúsiö við Grensásveg, og var fyrst tilkynnt um bruna I honum. Þessi bm skemmdist mest. Þetta er Cortina af eldri gerð. Eins og hinir bHarnir þrir, stóö bíllinn I porti milli húsa.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.