Tíminn - 05.05.1966, Side 2

Tíminn - 05.05.1966, Side 2
FIMMTUDAGUR 5. maí 1966 2 TÍMINN Véladeild SÍS Hafði um síðustu helgi sýningu á hinum ýmsu bílategundum sem hún hefur umboð fyrir. Á sýninguni voru rúmlega tuttugu bílar af gerðunum Opel, Vauxhall, Chevrolet, Buick og Bedford. Fjöldi manns skoðaði þessa bíla, enda voru beir girnilegir á að lita og margbreytilegir í útliti. Dýrasti bíllinn, Chevrolet kostaði 540 þúsund krónur cn sá ódýrasti Vauxhall kostaði aðeins 150 þúsund.. Ákveð ið hefur ver.ið, að Véladeildin hafi bílasýningu við byggingu Aðalstöðvarinnar í Keflavík á laugardag- inn frá kl. 1 til 5 síðdegis, en síðar í þessum mánuði verða bílarnir sýndir í Stykkishólmi og í ðorgar- nesi, og þar á eftir verða bilasýningar á Blönduósi, Sauðárkróki, Akureyri og Húsavík. Frager held- ur tónleika FB—Reykjavík miðvikudag. Bandaríski pianóleikarinn Malcolm Frager er kominn hingað til lands í annað sinn. Mun hann halda tónleika í Þjóð leikhúsinu mánudaginn 9. maí kl. 20.30. Viðfangsefni Fragers að þessu sinni eru Sónata í D dúr K 311 ef'tir Mozart, Sónata í h moll eftir Chopin og Mynd ir á sýningu eftir Moussorgsky. Aðgöngumiðar að tónleikunum verða seldir í Þjóðleikhúsinu. Fjárkláði stingur niður kollinum IGÞ—Reykjavík, miðvikudag. Vart hefur orðið við kláðamaur í þrem til fjórum kindum á Hafra felli II í Reykhólasveit á Barða- strönd. Virðist ætla að ganga erf- iðlega að ráða niðurlögum þessa gamla vágests, því hann lætur á sér kræla á ný, þegar farið er að baða annað hvert ár í stað árlega áður. Engin allsherjarböðun fjár getur farið fram að Hafrafelli, þar sem komið er að sauðburði. Þegar reglum um fjárböðun var breytt, var leitað áiits fjölda manna um allt land. Voru allir oddvitar landsins spurðir um álit og var mikill meirihluti þeirra meg því að taka upp böðun annað hvort ár. Bæði v«r það álit manna Framsóknarkonur í Reykjavík Hinn árlegi bazar kvenfélagsins verður haldinn 8. maí. Þær kon ur, sem gefa vilja muni góðfús lega komi þeim tíl Rannveigar Gunnarsdóttur Grenimel 13 og Guðnýjar Laxdal Drápuhlíð 35, og Sólveigar Eyjólfsdóttur Ásvaila götu 67. Bazarnefndin. að tekizt hefði að útrýma maurn- um við fjárskiptin og svo hitt, að fjárböðun er hið versta verk. Þá er á það að líta, að fjárböðun á öllu landinu kostar ekki undir fimm milljónum. Vart varg við kláða í fé á fimm bæjum í Svínavatnshreppi og var allt fé baðað á þeim bæjum. Þá varð einnig vart við kláðamaur í fé fyrir sunnan Hafnarfjörð og var það fé baðað. Baðlyfin eru góð og örugg og engin hætta á ferðum. Hins vegar þykir mönnum sem maurinn sé furðulega lifseigur, eins og hann geti lifað og tímgazt í fjárhúsum, þótt þeir á Tilraunastöðinni á Keldum geti ekki haldið -lífinu í honum lengur en í nokkrar vikur. Þar er hann þó í höndum vísinda- manna og fóstraður við beztu skil- yrði. Kosningahappdrættið SKRIFSTOFA HAPPDRÆTTISINS ER Á HRINGBRAUT 30, JARÐHÆÐ. SÍMAR 1-29-42 OG 1-60-66, OPIÐ FRÁ KL. NÍU TIL TÓLF OG EITT TIL TÍU. VINSAMLEGA GERIÐ SKIL SEM ALLRA FYRST. Verzlið þið... Verzlið þið landhelgi vorri, virðingu fargið og sæmd. Eitt sinn skal öll sú verzlun ómerk sem Gissurar dæmd. Fyllið þig loftið af flúor flæðið þið eitri í sæ- Einhver ykkar á Gróu, ísleif og Hall í bæ. Höggvin og brennd er bárust brúðar og sona lík Gissuri gæfan þótti gerast umskiptarík. Þeim verður einnig elli ástvana, köld og grett svissneskum Gullskó er seldu sinn og annarra rétt. Sigurður Jónsson frá Brún. Hverfaskrifstofur B-Hstans í Rvík Hverfaskrifstofur B-listans í Reykjavík eru á eftirtöldum stöðum: Fyrir Melaskólann: Hringbraut 30, sími 1-29-42. Fyrir Miðbæjarskólann: Tjarnargata 26, sími 1-55-64. Fyrir Austurbæjarskólann: Laugavegur 168, sími 2.35-19. Fyrir Sjómannaskólann: Laugavegur 168, sími 2-35-18. Fyrir Laugarnesskólann: Laugavegur 168, sími 2-35-17. Fyrir Álftamýrarskólann: Álftamýri 54, sími 3-85-48. Fyrir Breiðagerðisskólann: Búðargerði 7, sími 3-85-47. Fyrir Langholtsskólann: Langholtsvegur 91, símar 3-85-49 og 3-85-50. Allar skrifstofurnar verða opnar frá kl. 2—10 nema hverfamiðstöðin að Laugavegi 168, sem verður opin frá kl. 10—10, sími 2-34-99. Stuðningsfólk B-listans! Hafið samband við hverfaskrif- stofurnar á viðkomandi stað. Veitið þeim allar þær upp- lýsingar, sem að gagni mega koma við kosningaundir- búninginn. Olíufarmur mengast IGÞ—Reykjavík, miðvikudag. i né hvort þessi mistök kunni að Sjópróf hafa staðið yfir í tvo i valda einhverjum erfiðleikum í ol- daga út af því, að olíufarmur, sem ; íusölunni hér. gamalt finnskt olíuskip kom með__________________ hingað, spilltist á leiðinni. Bland-í aðist benzín í olíu og olía í benzín! en hér á landi eru engin tök á að I skilja þetta. \ Undanfarið mun það hafa kom-| ið fyrir nokkrum sinnum, að olíu- farmar hafa mengazt á leiðinni hingað. Rússar flytja olíuna hing að yfirleitt í gömlum leiguskipum frá ýmsum löndum, og virðist sem umbúnaður um borð hafi ekki allt- af verið sem skyldi. Þessi mengun á farminum nú sýnir, ag svo hef ur verið í þessari ferð. Enn liggja ekki fyrir upplýsingar um tjónið Þrjú slys Seinnipartinn í dag og í kvöld urðu þrjú umferðarslys í Reykja vík, en ekkert þeirra alvarlegt. 5 ára drengur varð fyrir bifreið á móts við Lynghaga 4, 8 ára drengur fyrir bifreið á Laufásvegi og tveir menn á mótorhjóli lentu í árekstri við bifreið á mótum Álfheima og Suðurlandsbrautar. Vönduð og stór kjörbúö viö Þinghólsbraut í Kópavogi AK—Rvik miðvikudag. Um páskaleytið var opnuð að Þinghólsbraut 19—21 í Kópavogi stór rúmgóð og vel búin kjörbúð. Var þess mikil þörf því að þetta er orðið fjölbyggt hverfi og vant- aði þar verzlanir. Eigendur kjör- búðarinnar eru þeir Sigurður Guð mundsson og Haraldur Einarsson og vinna þeir báðir við verzlunina báðir vanir verzlunarmenn. Framhald á 14. síðu. Slgurður Guðmgndsson (til vinstri) og Haraldur Einarsson I nýju kjörbúðinni að Þinghólsbraut 19-21. (Jjósmynd Bj. Bj.)

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.