Tíminn - 05.05.1966, Side 14

Tíminn - 05.05.1966, Side 14
FIMMTUDAGUR 5. maí 1966 14 TÍMINN FUNDUR B-LISTANS Framhald af bls 13 í húsnæði, serp beint væri ætlað til slíkra hluta. Þá sagði Gunnar, að kreíjast yrði þess, að hrint verði nú þegar í framkvæmd hinni fyrirhuguðu byggingu sýningarhúsnæðis fyr- ir myndlistarmenn, en ósæmandi væri fyrir menningarborg að geta ekki boðið upp á viðunandi hús- næði fyrir myndlistarsýningar og væri skortur á slíku húsnæði löngu orðinn tilfinnanlegur. Gunnar sagði, að brýn nauðsyn væri, að borgarstjórnin beiti sér fyrir stórbættri listfræðslu og list kynningu í skólum borgarinnar, enda muni þeir nemendur fáir. sem lært hafi að meta að verðleik um það gildi, sem fagrar listir hafa fyrir þá, er læri að njóta þeirra. Jafnframt væri þörf á al- mennri listfræðslu og listkynn- ingu í formi sýninga og fyrirlrstra svo að almennivgi gefist betri kostur á að kynnast, fylgjast með og skilja, þar sem bezt er gsrt í þeim efnum hverju sinni. Kristján Friðriksson, iðnrekandi ræddi sérstaklega verð á íbúða- byggingum í borginni. Hann rakti það dæmalausa forustuleysi, sem rj'kt hefði hjá hinu opinbera varð andi byggingamálin. Hann sagði að ef forustumenn í landsmálum og borgarmálum hefðu sinnt þessu máli eins og forustumenn í öðrum nálægum löndum, og notfært sér þá möguleika, sem fjöldafram- leiðsla veitir í þessari iðngrein þá hefði verið hægt að byggja hcr íbúðarhúsnæði stórum ódýr- ara. Kristján rakti nokkuð aðferðir við byggingu íbúðahúsnæðis e”- lendis, og sagði, að með réttri for ustu væri hægt að stórlækka /erð á íbúðabyggingum í borginni. Þá vék Kristján einnig að lóða málum iðnaðarins, og sagði, að það hefði vérið vanrækt í áratugi að sjá iðnaðinum fyrir lóðum. Ein hver breyting hefði þó orðið á þessu nú fyrir skömmu, en hún þó ekki sérlega heillavænleg, því Iðngarðar hf. hafi fengið lóð á mýrarkviksyndi. Væri ákaflega Innilegar þakkir færum viS öllum þeim er auðsýndu okkur sam- úð og vinarhug við andlát og útför hjartkærrar eiginkonu minnar, dóttur, systur, móður, tengdamóður og ömmu, Sigríðar Margrétar HlöSversdóttur Skagabraut 40, Akranesi. Sérstakar þakkir færum við læknum og starfsfólki Sjúkrahúss Akraness einnig öllum stofusystrum hinnar látnu. Sigurður Jóhannesson, Rósa Eiríksdóttir, Hlöðver Lúðvíksson, systkini, börn, tengdabörn og barnabörn. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vlnarhug við andlát og jarðarför móSur okkar, Petreu A. Jóhannsdóttur I jósmóður Þórólfur Sæmundsson, Rögnvaldur J. Sæmundsson Ingibjörg Sæmundsdóttir, fósturbörn, tengdabörn barnabörn og barnabarnabörn. Guðmundur Skúlason verður jarðsunginn að heimili sínu Keldum, laugardaginn 7. maí kl. 2 e. h. Lýður Skúlason, Jónína Jónsdóttir. Alúðar þakkir flyt ég öllum þeim, sem hafa vottað mér vinsemd og hluttekningu, og veitt mér stuðning í sambandi við andlát og jarðarför eiginkonu minnar, Hólmfríðar Helgadóttur sem andaðist þ. 29. marz s. I. Guð blessi ykkur öll. Einar Jóhannsson, Mýrarkoti. Öllum þeim, sem sýnt hafa okkur hluttekningu við andlát og jarð- arför, okkar kæru systur, Guðrúnu Sigurðardóttur frá Norðtungu sendum við okkar innilegustu þakkir. Ingibjörg Sigurðardóttir, Sigurbjörg Sigurðardóttir, Elinborg Sörenson. Minningarathöfn um móður okkar, Ragnheiði Guðrúnu Kristjánsdóttur frá Straumfjarðartungu Fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 6. þ. m. kl. 3 s. d. Jarðsett verður að Fáskrúðarbakka í Miklaholtshreppi laugardaginn 7. þ. m. kl. 2,30. Fyrlr hönd vandamanna Alexander Einbjörnsson, Vigdís Einbjörnsdóttir. Eiginkona mín og móðir Svanhildur Hiartar andaðist miðvikudaginn 4. mai. Grímur Kristgeirsson, Ólafur Ragnar Grímsson. dýrt að grafa grunnana í þessum lóðum. Þetta væri helzta lausnin á lóðamálum iðnaðarins, sem íeng izt hefði hjá forustumönnum borg arinnar. Fundarstjóri á kjósendafundin- um var Jóhannes Elíasson, banka- stjóri. KJÖRBÚÐ Framhald af bls. 2 Kjörbúðin er í stóru og nýju verzlunarhúsi og er þar góð að- staða og bílastæði næg. í kjörbúð inni eru allar helztu matvörur og nýlenduvörur fullkomin kjötbúð og frystikistur. Til hliðar í sama húsi verður mjólkurbúð Samsöl- unnar og síðar einnig fiskbúð. Verður því þarna verzlunarmið- stöð með allar daglegar nauðsynja vörur heimila. VARPFÓÐUR Framhald á bls. U um hringlaga gataplötur. Úr pressunni koma kögglarnir heit ir og fara í kögglalyftu inn í kæli og þaðan til afsekkjunarvél ar. Kögglarnir eru 4.5 mm í þver mál, sem er hæfilegt fyrir varp hænur, en hægt er að minnka þá með því að láta þá á leiðinni fara í gegn um sérstakan tætara. Að svo komnu er það aðallega ’ varpfóðrið, sem Mjólkurfélagið hefur byrjað að köggla, en síðar kemur væntanlega einnig til greina kögglun á fleiri kjarnfóður tegundum. Mjólkurfélag Reykjavíkur er stofnað árið 1917 og er því 50 ára á næsta ári. Eins og kunugt er, var það brautryðjandi hér á landi um mjólkurmeðferð og sölu á grundvelli nýrrar hreins unar- og gerilsneyðingartækni, en mjólkurstöð þess var reist 1920, og önnur fullkomnari 1930. Árið 1930 kom það einnig upp fóður- blöndunarstöð með fullkomnum vélum eftir því sem þá var, þótt nú sé önnur Sullkomnari tækni tekin við. Félagið er samvinnufél. og eru félagsmenn þess bændur á svæðinu sunnan Skarðsheiðar og vestan Hellisheiðar að meðtöld um höfuðstaðnum. En annars hef ir það jafnan átt mikil viðskipti um allt land og flestir landsmenn munu kannast vel við það. Stjórnarformaður Mjólkurfélags Reykjavíkur er Ólafur Bjarna- son, Brautarholti, en aðrir stjórn armenn eru Jónas Magnússon, Stardal, Erlendur Magnússon, Kálfatjörn, Ólafur Andrésson, Sogni og Sigsteinn Pálsson, Blika stöðum. Framkvæmdastjóri er Leifur Guðmundsson. FISKSÖLUMÁL Fraimhald af bls. 16. efnaminnstu. Þá segir í tillögunni að borgarstjóm líti með vaxandi kvíða á hraðfara aukningu verð- bólgunnar, sem geri það að verk- um m.a., að minna verður úr fram kvæmdafé borgarinnar og nauð- synlegum verkefnum eins og bygg ingu skóla, dagheimila og sjúkra- heimila seinki. UNGA FÓLKIÐ Framhald af bls. 3. ar fullrar kennslu. Alls eru um 30 húsmæður við kennslu á þann hátt í Reykjavík núna, og yfirleitt eru konurnar heldur í meirihluta nú orðið í barna- kennarastéttinni, enda má e.t. v. segja, að það eigi belur við kveneðlið að fást við smæstu börnin. — Er ekki að verða lítið um réttindalausa barnakennara? — Hér í Reykjavík er nú engin réttindalaus við barna- stigið. Á öllu landinu eru alls 774 kennarar með réttindi á þessu stigi, en 134 réttindalaus ir, og þeim síðarnefndu fækk- ar heldur, a.m.k. hlutfallslega. um leið og farskólunum fækk- ar. Vandamálið er það, að ný- ir kennarar eru tregir til að fara út á land, líklega mest vegna þess, að hér er betri að- staða til aukavinnu. Aðsóknin að Kennaraskólanum hefur að vísu sóraukizt, en það koma samt ekki nándar nærri allir inn í stéttina. Þeir hafa meira upp úr því að vinna víð annað. — Hvað viltu segja um launa mál ykkar kennara frekar? — Almennir barnakennarar eru nú í 16. launflokki, en þó eru nokkrir í 17. eftir að hafa lokið einhverju viðbótarnámi. Við síðasta úrskurð kjaradóms hækkúðum við um einn launa- flokk, og 1963 fengum við líka kjarabót, sem maður varð var við í nokkra mánuði. Þessi laun hrökkva náttúrulega alls ekki fyrir fjölskyldumann, eins og til dæmis mig, sem á þrjú börn. Segja má, að aukavinn- an sé nú ok á kennarastéttinni, enda kenna margir það sem þeir þola. Aðrir vinna með kennslunni að óskyldum eða lítt skyldum störíum, sérstak- lega á sumrin. Ég hef aldrei tefkið mér sumarfrí síðan ég byrjaði að kenna, hef verið í lögreglunni undanfarin sex sumur. Æskilegra væri vitan- lega að þuría ekki alltaf að sitja kyrr á sömu hundaþúf- unni, heldur geta farið á sum- arnámskeið fyrir kennara er- lendis. Hér er mjög lítið um slík námskeið, en t.d. Svíar hafa yfir 400 kennaranámskeið á hverju sumri, og menn velja bara á milli. — Heldurðu þá, að menn vilji kennarastarfið af hugsjón hérna? — Það var lengi talið, að kennarar ættu að vera öðru vísi en aðrir menn og þyrítu að hafa hugsjón. En þeir verða auðvitað að lifa eins og aðrir. Samt held ég, að þetta sé eitt- hvert það starf, sem sízt er hægt að vera í án hugsjóna, enda er endalaust hægt að bæta kennsluna. — Og fræðslukerfið þarf að endurskoða, Svavar, er ekki svo? — Tvímælalaust, enda verð- ur það aðalmál þings okkar í sumar. Reyndar hefur rými í ýmsum ákvæðum fræðslulag- anna ekki verið nægilega not- að, það á m.a. við um kennslu fyrir tornæm börn, en í þeim efnum skortir okkur mjög sér- menntaða menn og erum mörg um áratugum á eftir hinum Norðurlöndunum. í þessu sam- bandi má líka gjarna nefna, að mér finnst algjört hneyksli, hvernig fjárveitingar hafa ver- ið sleornar niður til byggingar fyrirhugaðs æfinga- og tilrauna skóla við Kennaraskólann. Þá framkvæmd hefði Reykjavíkur- borg löngu átt að styðja, enda yrði þetta um leið skóli fyrir hverfið í kring. Þetta mál finnst mér að borgarstjórnar- meirihlutinn mætti íhuga vand- lega sagði Svavar að lokum. MINNING . . . Framhald af bls. 9. 12 ár hafa öll verið á þann veg sem hann kom mér fyrir sjónir við fyrstu sýn- — bjartur og hreinn. Sigurður var höfðinglegur mað ur í framkomu, hlýr og traustvekj andi. Hann var meira en meðal maður á vöxt og svaraði sér vel — léttur og snarlegur í hreyfing um, skaphress og skapfastur. Hvar sem hann fór var honum veitt eftir tekt. Persónuleiki hans var slíkur, sterkur og athyglisverður. Starf hans sem fulltrúi hjá raf orkumálastjóra var mjög fjölþætt og leysti hann það af hendi með festu og trúmennsku til hinzta dags. Hann var starfsmaður ágæt ur og kunni því bezt að vinna f hröðum skorpum. Þegar Sigurður kom til raforku málaskrifstofunnar var hann cll um ökunnugur þar, en þó fór það fljótt svo, að enginn á þeirri stofn un var vinsælli en hann. Slikir voru persónutöfrar hans. Við kus um hann sem trúnaðarmann okkar í Starfsmannafélag ríkisstofnana og reyndist hann í því staríi, sem annarsstaðar hinn ágætasti maður. En nú er hans saknað á raforku málaskrifstofunni. Sigurður lézt á Landakotspítal anum laust fyrir hádegi á föslu daginn var, þann 29. apríl. Daginn áður sinnti hann sínum venjulegu störfum til kvölds. Að loknusn kvöldverði með fjölskyldu sinni fébk hann aðsvif og komst ekki til meðvitundar aftur, það var heila blæðinig sem olli því. Eg veit að ég mæli fyrir munn alls samstarfsfólksins þegar ég votta frú Önnu og öllum öðrum aðstandendum innilega saimúð og kveð Sigurð með þökk og virðingu. Páll Hafstað. Fyrir hönd okkar Skálafélag- anna langar mig að minnast Sdg- urðar Steinþórssonar og bera íram okkar innilegustu kveðjur og þakkir. Félagið okkar um Hraunflatar- skálann varð til fyrir brennandi áhuga Sigurðar á þessum friðsæia og fagra stað. Hann var sjálfkjör inn fonmaður félagsins frá stofn un þess. Daginn áður en hann lézt var einmitt stjórnarfundur í Skála- félaginu. Það var komið vor og hugurinn leitaði vestur að Hraun flöt. Sigurður var fullur áhuga að skipuleggjia sumarstarfið, Og ráð- gerð var ferð vestur hið allra fyrsta. Ekki kom mér þá í hug að ég væri þarna að kveðja hann hinztu kveðju í þessu lífi. Við félagarnir kölluðum hann „Fóstra" á þessum fjallaferðtmt ofckar. Ekki man ég hver fann upp þetta ágæita nafn, en það festisl við hann og fór honum svo vel því að hann var forsvarsimaður okkar á öllum sviðum. Sigurður var aldursforseti okkar, en þó var hann okkur yngstur í anda, og hvað líkamlegt atgervi snerti þá bar hann af okkur öllum. Það kom fyrir að við lentum í ófærð vegna snjóa og bleytu og bifreiðin komst ekki á leiðarenda. Þá þurfti oft að ganga síðasta áfangann með farangurinn. Tók þá „Fóstri“ ævinlega stærsta bagg ann og stikaði af stað, en við hin yngri drógumst aftur úr, og kom ið gat það fyrir að hann var svo langt á undan okkur að hann var búinn að kveikja upp eld og hita upp húsið þegar við hin komum. Þannig var þrek hans og dugnað ur. Sigurður var einstaklega elsku legur og skemmtilegur maður, og þó að við séum hrygg í huga á þessum dapurlega degi, þá mun hann ætíð verða okkur minnisstæð astur, sem maður gleðinnar. Við skálafélagarnir erum for- sjóninni þakklátir fyrir að hafa kynnzt þessum góða manni og ætíð munum við minnast hans, er við komum á uppáhaldsstað hans Hraunflöt og þess að það var hann, sem kenndi okur að meta þennan dásamlega stað. Við flytjum frú Önnu, eiginkonu Sigurðar og börnum þeirra inni- legar samúðarkveðjur. Endaþótt okkar missir sé mikill þá er þeirra svo miklu meiri. Það var indælt að vera gestur þessara elskulegu hjóna hvort heldur var á heimili þeirra eða á Hraunflöt.Þeim stund um gleymum við aldrei, og minn ing Sigurðar lifir í hugum okkar Jón Kárason.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.