Vísir - 06.11.1974, Blaðsíða 1

Vísir - 06.11.1974, Blaðsíða 1
Kjorabœtur STEFNA RIKIS- sköttum: STJÓRNARINNAR 64. árg.— Miðvikudagur 6. nóvember 1974.—220. tbl. Verðbólgan komin niður fyrir 15 prósent eftir ár Verðbólgan á að vera komin niður fyrir 15 prósent i lok næsta árs. Það er stefna rikis- stjórnarinnar. Geir Hallgrimsson forsætisráð- Einn mesti sigur demókrata Demókratar unnu i gær einn sinn mesta sigur I Bandarikjunum. Þeir hafa nú að minnsta kosti 41 af 50 fylkisstjórum landsins og um tvo þriðju hluta þingmanna i báðum deildum. Orslitin eru mikið áfali fyrir Ford forseta. Frétta- skýrendur segja, að demókratar eigi nokkuð greiða leið til sigurs I næstu forsetakosningum, sem verða 1976. Sjá erlendar fréttir á bls. 5. Megrunar- karamellur til þriggja vikna seldust uþp ó einum degi — baksíða Fyrirtœki berjast við brennivínið Sjó bls. 6 JEPPINN VINSÆLASTA FARARTÆKIÐ OKKAR — sjó bls. 3 Sýnilegur órangur af krabbameins- leitarstöðinni - bls. 3 herra sagði i stefnuræðu i gær- kvöldi, að strax á fyrsta árs- fjórðungi næsta árs ætti að draga úr verðbólgu. Rikisstjórnin stefndi að því að ná verðbólgunni niður á stig ná- grannaþjóða okkar eftir lok næsta árs. Meginstefnan væri að draga úr hraða verðhækkana og tryggja sæmilegan jöfnuð i viðskiptum við útlönd, án þess að gripið væri til of harkalegra samdráttarað- gerða, sem tefldu atvinnuöryggi og lifskjörum i tvisýnu. Full at- vinna væri meginforsenda. Samræmdar aðgerðir þyrfti til að veita aðhald, einkum á sviði peninga-, lánamála og rikis- fjármála. Fyrstu spár um inn- og útflutning á næsta ári bentu enn til verulegs viðskiptahalla, niu til níu og hálfs milljarðs halla, sem yrðu 5 prósent af þjóðar- framleiðslunni. Þar gætti ekki sizt hinnar miklu oliuverðhækk- unar. Þessi halli yrði liklega að mestu jafnaður með innstreymi fjármagns að utan, en þó gæti orðið halli á greiðslujöfnuði. Hann yrði þó miklu minni en er i ár. —HH Bandarísku björgunarmennirnir í viðtali ví ■ ' Annar björgunarmannanna lenti um 100 metra frá skipinu, hinn gat snert skipshliðina með hendinni. Þeir voru báðir sóttir á einum skips- bátnum. A myndinni sjáum við bátinn sækja þann, sem fjær var. „Við æfum slik stökk um það bil fjórum sinn- um á ári, en þetta er i fyrsta sinn, sem ég hef þurft að gripa til þess i alvöru”, segir Steven Tyre, annar banda- risku sjúkraliðanna, sem á mánudagsmorg- un komust um borð i norska skipið Stolt Vista. Sjúkraliðarnir komu með varðskipi til Djúpavogs á miðnætti og sváfu á Stokksnesi i nótt. Vlsir náði I þá fyrir austan snemma i morgun. „Þetta gekk allt mjög vel fyrir sig”, hélt Steven Tyre áfram. „Við stukkum úr björg- unarflugvélinni kl. rúmlega 10 á mánudagsmorguninn og lentum mjúklega á sjónum. Sjálfur kom ég niöur um 100 metra frá skipinu en David Milsten félagi minn, var ekki lengra frá skipinu en svo, að hann gat snert það meö hendinni,” segir Steven. „Við vorum meö öll okkar tæki til fyrstu hjálpar fest við okkur i stökkinu, svo ekki var lengi gert að ná til þeirra,” segir hinn sjúkraliöinn David Milsten. „Skipverjar settu þegar út skipsbát til að ná okkur úr sjón- um. Við höfum sennilega verið þar samt i 15 mínútur, en það olli engum vandræðum. Viö vorum vel búnir i froskmanna- búningunum.” „Um borð voru tveir skipverj- ar illa brunnir,” segir Steven. „Við reyndum að hlynna að þeim eins og hægt var, gefa þeim lyf og þess háttar. Áhöfnin öll var að vonum mjög óróleg. Skemmdirnar um borð voru anzi miklar. Vélarsalurinn var sundurtættur og káetuveggir þar inn af voru brotnir”. „Annar slösuðu mannanna var fluttur með þyrlu yfir i danska varðskipiö Hvidbjörnen um 15:30 á mánudag, en hinn var fluttur i gærmorgun,” heldur Steven áfram. „Eftir það gátum við hvilzt nokkuð, annars erum við ekki vanir að sofa um borð I skipum og blunduðum þvi frekar létt. Við vorum fluttir með varö- skipinu Þór til lands og hér á Stokkseyri sváfum við ágæt- lega I nótt. Við höldum svo fljúgandi til Keflavikur i dag,” sagði Steven. David Milsten sagði að- spurður, að þeir félagar væru þjálfaðir i alls kyns björgunar og hjálparaðferðum á sjó og landi. Þeir hefðu hlotið mikla þjálfun i fyrstu aðhlynningu, fjallgöngum, fallhlifastökki, sundi, köfun og öllu þvi öðru, sem að gagni mættu koma við björgun úr lifsháska. —JB Enginn vill eiga bílinn — Sjó baksíðu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.