Vísir - 06.11.1974, Blaðsíða 7

Vísir - 06.11.1974, Blaðsíða 7
teygir hann og sveigir utan um stóra skærlita fleti. Gott dæmi er t.d. mynd nr. 10. Þær myndir eru ekki margar og e£u ekki eins strangt úthugsaðar og þær fyrri, en búa samt yfir áreynslulausum, svolitið aug- ljósum „elegans”. Einna kraft- mestur er Karl i þeim myndum þar sem hann virðist hafa skoð- að ofan i kjölinn þau skil og þá spennu sem myndast við ýmis „liöamót” i stærri myndunum, likt og i smásjá og siðan nýtt þessa spennufræði til ýtrasta i myndum eins og nr. 11, 22 og 27. Hinar mörgú mjóu og rennilegu linur hans eru hér orðnar að fá- um breiöum og lóðréttum stoð- um sem halda uppi tveim eða þrem völdum litveggjum. Hér fara hugur og hönd saman á giftusamlegan hátt og bæði augu og hugur áhorfanda eru ert. Litir Karls eru skærir og gló- andi og logar allt i salnum af rauðum, bláum og gulum flöt- um. En eins og ég sagði, þá held ég aö hann hugsi fyrst og fremst sem teiknari, litirnir komi eftirá og fylgi sveiflu linunnar. Þessi grunur minn finnst mér að einhverju leyti staðfestur i þeim myndum þar sem Karl Gull- kollar Grímu t Klausturhóium sýnir Grima Þorláksdóttir, 79 ára gömul, 23 verk. t verkum „naif” málara eins og Grimu leitar maður ekki að undirstöðu hins menntaða málara, teikningu, litavali og myndbyggingu, heldur að hug- myndaflugi. Það hefur Grima til að bera, blóm verða að mannverum, kynjaskepnur fljóta i djúpinu og menn hanga i hugsjónatrénu. Langflestar eru blómamynd- irnar, þar sem Grima leikur sér með blómaflóð einsog tóna, og eru þær fullar af einfaldri lifs- gleði. Það væri óskandi að fleiri tækju til við að mála i ellinni sér til sálubótar og ánægju. Hitt er svo annað mál hvort slikir málarar eigi nokkurt erindi á almannafæri, og hvort að nokkur ein mynd sliks málara sé 120.000 króna virði. treystir linunni til að halda myndinni uppi (eins og i nr. 16 „Linuspil”) án mikils stuðnings sterkra lita. Þetta traust á lin- unni kemur einnig vel fram i þeim mörgu myndum þar sem hann iætur lóðréttan hrynjanda brotinna hálfboga bera myndina og læðir skærum litum aðeins inn i hornin (nr. 5, 21, 23 o.fl.). Þykir mér þær ekki allar standa undir sér. 1 þeim myndum þar sem skærir litir fá að „brillera” er ekki laust við að litavalið virki handahóf- skennt á einstaka stað. En yfir- leitt ber dirfska Karls árangur, litir hans og lina vinna saman og stólpaverk eru afleiðingin og það eru fleiri stólpaverk á þessari sýningu heldur en timi gefst til að ræða um. Nr. 17. stálhringsins eða hinnar þöndu fjöður, sem aðeins soðning held- ur I skefjum, — og slitni upp úr slá endarnir frá sér einsog hest- ur. Kari virðist oftast byrja á þvi að leggja niður linuna og að at- huga þanþol bogans og nostrar svo við að fylla bilið milli lina með skærari litum. Vinnur hann slöan aðallega á þrennan hátt. 1 fyrsta lagi brýtur hann mynd- flötinn niður I fjölda smárra, opinna hringja sem renna sam- an, höggva sig inn I hvor annan eða splundrast i litaflóði. Lit- fletirnir tæta sundur linurnar, og öfugt, og þessi stöðugi bar- dagi íita og linanna skapar láréttan hrynjanda sem minnir i senn á sikvika kristalla og gangverk. Af þvi tagi eru t.d. myndir nr. 1, 13, 18, 20, 24 o.fl„ en þær eru jafnframt stærstu myndir Karls. í sllkum myndum er ekki lögð áhersla á neitt eitt miðju „mótif”, augað fylgir eftir formbreytingum frá horni til horns og útfyrir strigann, og ekkert eitt form er mikilvægara en annað. 1 öðru lagi vinnur Karl með stórbogann, sem hann þá brýtur ekki niður, heldur endurtekur, cTVIenningarmál BRAVÓKARL! Blómaskeið geómetrisku afstrakt- listarinnar var á árun- um milli 1930 og|1940, og það voru áhrif þeirr- ar stefnu sem Septem- bermennirnir, þar á meðal Karl Kvaran, báru hingað til lands milli 1945-50. En mikið vatn hefur runnið til sjávar siðan, Afstrakt Ex- pressionisminn, Kóbrahreyf- ingin og popplistin. En hingað og þangað i heiminum, ekki sist á útkjálkum einsog Islandi, héldu menn tryggð við geómetriuna, sumir vegna þess að þá skorti kjark eða hæfileika til að leysa sig úr viðjum henn- ar, en aðrir vegna þess að þeir töldu að ekki væri brunnur hennar þurr og enn væru hlutar hennar óvirkjaðir. Karl Kvaran verður að telja á meðal þeirra siðarnefndu. Hann hefur lengi markað sér þröngan bás, en hefur nýtt af þroska og þraut- seigju þá möguleika, sem bás hans hefur boðið upp á, án þess að falla og týnast i tuggum. Uppskera hans I Norræna hús- inu hefur á sér blæ góðæris, þrútinna aldina og þéttstaflaðs korns, og má Karl vera ánægður meö þrjóskuna. Sýnir hann 37 oliumyndir, sem allar eru málaðar á undanförnum tveim árum. Stuðull Karls er hringur- inn (merkilegt hvað margir Is- lenskir listamenn hneigjast að þvi tákni), eða réttara sagt kraftur sá er felst i hringnum. Hringur hans er ekki dautt geó- metrlskt tákn, heldur Imynd

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.