Vísir - 06.11.1974, Blaðsíða 16

Vísir - 06.11.1974, Blaðsíða 16
VÍSIR Miövikudagur 6. nóvember 1974. Barvörum i löndunum ipað og þaö B er ivernig þeir m het'ur t.d. og II „óskilamunur" hjá lögreglunni, og eigandinn finnst ekki nokkru, að láta jarðýtu kremja siðan. Einnig er hægt að selja hirða bilinn hið fyrsta, hvað sem bil sendiráðsins og jarða hann bllinn. En eigandinn ætti aö hann svo gerir við hann. —ÓH A stæðinu fyrir framan iög- reglustöðina I Arbæjarhverfi stendur rauðbrún Cortina. Bill- inn hefur staðið þar I mánuð númerslaus og einkennalaus, þannig að lögreglan finnur nú hvergi eigandann. ,,Ég mundi áætla söluverð- mæti bilsins svona 100 þúsund krónur,” sagði Jóhannes Björg- vinsson, varðstjóri á lögreglu- stöðinni, þegar við litum á „óskilamuninn” i morgun. „5. október kom maður með þennan bíl hingað á stöðina og sagðist ekki vilja sjá hann leng- ur. Billinn var númerslaus, og það er ekkert skráningar- skírteini i honum. Við fréttum af þvi, aö bíllinn hefði staðið fyrir framan Hraunbæ 198, en þar kannast enginn við hann. Við stöndum þvl uppi alveg ráð- þrota,” sagöi Jóhannes. „Eina lausnin virðist vera að setja hann með öörum óskilamun- um”, bætti hann við og hló. Jóhannes sagði, að lögreglan hefði vélarnúmeriö, en þaðsegöi ekkert, þvi ekki er hægt að fletta þvi upp á skrám. Það mundi kosta nokkurra vikan leit að finna það hjá Bifreiðaeftirlitinu. Eigandi bilsins, hver sem hann nú er, verður þvi að finna einhverja einfaldari lausn á óánægju sinni með billinn. Hann getur t.d. gert það sama og Þetta er „óskilamunurinn”, sem hefur staðið I mánuð hjá lögreglunni I Arbæjarhverfi, eftir að einhver bvzka sendiráðið lét gera fyrir skildi bilinn eftir og sagöist ekki vilja sjá hann aftur.Eigandinn finnst hvergi. Ljósm. VIsis: Bj.Bj. óijóst hve Eins og á útsölu þegar margir eiga ■ ■■ að fá 20 þús ni69fUi1CirkOS<Qlt16llUE>’i1(lf komu á markaðinn hér! — þriggja vikna birgðir seldust upp á einum degi Hilmar Jónsson, yfirtrúnaðar- maður við Sigölduvirkjun, hafði samband við Visi i gær vegna fréttar blaðsins á föstudag um að nokkrir starfsmenn þar hefðu verið sviknir um 20 þúsund króna uppbót fyrir septembermánuð. Sagði hann að þetta hefði getað komið fyrir I þeim tilvikum, þar sem greiðslan hafði farið á mis I pósti. En þessi hópur, sem Vísir hafði spurnir af, væri starfandi hjá Energo Projekt sem undir- verktakar. Væri óljóst, þar sem þeir teldust ekki beinir starfs- menn fyrirtækisins, hvort þeir ættu að fylgja launagreiöslum þess, og mundi fást úr þvl skoriö, þegar Pétur Pétursson, starfs- mannastjóri viö Sigölduvirkjun, kemur heim um miðjan mánuð- inn. —JH „Þegar auglýsingin um nýju megrunarkaramellurnar hafði birzt I VIsi varð ösin hér I apótek- inu strax svo mikil, að þvl má helztllkja við útsöluhasar,” sagði afgreiðslustúlka I Austurbæjar- apóteki I viðtali við VIsi I morgun. „Þannig mun þetta hafa verið i öllum apótekum,” sagði af- greiðslustúlkan ennfremur. „Við höfðum fengið það magn, sem reynslan af sölu annarra megrun- arlyfja sagði okkur, aö ætti að geta dugaö i að minnsta kosti þrjár vikur. En birgðirnar seldust alls staðar gjörsamlega upp á einum degi.” Það er kannski ekki rétt að tala um þessar karamellur sem lyf. Hér er I rauninni um að ræða sæl- gæti, sem slær á matarlystina, en grenna sjálfar ekki hið minnsta. Hér er þvi með öðrum orðum komin fram ágæt lausn fyrir þá lystugu, sem hafa ekki getaö hamið matarlystina. En hér er lika nokkuð fyrir þá, sem láta sér standa á sama um kilóin, en ekki verð á matvörum og vilja halda I aurinn. Nú geta þeir minnkað við sig neyzluna. Afgreiðslustúlkan I Austur- bæjarapóteki kvaðst ekki muna eftir annarri eins sölu I megrun- arvörum af þessu tagi. „Ja, það væri þá helzt hægt að líkja þessu við söluna i megrunarduftinu, þegar það kom fyrst á markaðinn hér á árunum,” sagði hún. ÞJM Rikisstjórnin hyggst vinna að kjarabótum með umbótum i skatta- og tryggingamálum. Áformað er að leggja ekki tekjuskatt á al- mennar launatekjur, og sameina skal tekju- skatt og helztu bætur almannatrygginga. Þetta á að tryggja al- menningi lágmarks- tekjur. Geir Hallgrimsson forsætis- ráöherra rakti I stefnuræöu i gærkvöldi, hvað rlkisstjórnin hyggst fyrir. Hann benti á, að I fjárlagafrumvarpi væri gert ráð fyrir 500 milljón króna lækkun tekjuskatts. Aformað væri, að hjón með tvö börn á framfæri greiddu að jafnaði ekki tekju- skatt af 1100 þús kr, brúttó- tekjum, sem svaraði til 830 þús kr. nettótekjum, svo að dæmi væri nefnt. Ekki hefði veriö unnt að auka kaupmátt launa um fimmtung eða fjóröung I ár, þegár horfur væru á, að raunverulegar þjóöartekjur á mann minnkuðu vegna verri viðskiptakjara við útlönd. Þvi hefði verið talið nauðsynlegt að rjúfa um sinn sjálfvirka vlxlhækkun verðlags og launa. Kauptaxtar hefðu I september hækkað um 30 prósent frá ársbyrjun, svo að stefnt hefði til hvorki meira né minna en 77% hækkunar þeirra á einu ári, ef ekki hefði verið að gert. Búizt væri við, að halli á viöskiptum við útlönd verði 12,5% milljarðar i ár, sem eru 9,5% af þjóðarframleiðslunni. Greiðslujöfnuðurinn yrði óhae- stæöur um 6,5 milljarða og gjaldeyrisforðinn kominn niður 12 milljarða um næstu áramót, sem er aðeins hálfs mánaöar gjaldeyrisnotkun. Forsætisráðherra sagði það vera jafnmikið hagsmunamál launþega, neytenda, iðnaðar og verzlunar, að hætt yrði við nú- verandi verðlagseftirlit og komið á löggjöf I likingu við þá, sem tlökast i öðrum löndum. Löggjöfin verði nú undirbúin i samráði við samtök launþega og neytenda, verzlunar og iðn- aðar. Stórátak verði gert I málum dreifbýlisins með þvl að 2% af rlkisútgjöldum renni I byggðar- sjóð, en það eru 877 milljónir. Karvel Pálmason (SF) og Lúðvík Jósefsson (Ab) gagn- rýndu það, sem þeir kölluðu væntanlega samninga við Vestur-Þjóðverja um land- helgismál. Lúðvik sagði, að þeir yrðu „algertheyksli”. Þá gagn- rýndu stjórnarandstæðingar mikla hækkun fjárlaga. Reksturskostnaður rlkisins hækkaði um 86,2% en útgjöld til verklegra framkvæmda rikisins aðeins um 29,6% sem væri raunverulega mikil lækkun miðað við verðbólguna. ,,Miskunnarlaus gagn- rýni á samstarfsflokk- inn”. Gylfi Þ. Glslason (A), sagði, að skýrsla forsætisráðherra hefði verið „miskunnarlaus gagnrýni” á fyrri rikisstjórn, sem samstarfsflokkur Sjálf- stæðisflokksins, Framsókn hefði stýrt. Lúðvik sagði, að það hefði verið Framsókn að kenna að ekki var mynduð ný vinstri stjórn, en Halldór E. Sigurðs- son (F) sagði, að óbrúanleg andstaða Alþýðuflokks og Alþýðubandalags hvors til annars hefði hindrað vinstri stjórn. Lúðvik sagði, að mynda hefði mátt minnihlutastjórn fyrri stjórnarflokka. Alþýðu- flokkurinn hefði ekki þorað að fella hana og ganga til kosninga. Einar Agústsson utanríkis- ráðherra sagði, að stefnan um brottför hersins væri „geymd en ekki gleymd”, Hann sagði, að „skiptiflugsveitir” 445 manna, hefðu nú ekki fasta búsetu hér og mætti þegar draga tölu þeirra frá tölu varnarliðs- manna. Gunnar Thoroddsen iðnaðar- ráðherra sagði, að reynsla annarra þjóða hefði sýnt, að verðlagseftirlit I okkar mynd gæfist miklu verr en þeirra kerfi, sem nú væri stefnt að hér. —HH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.