Vísir - 06.11.1974, Blaðsíða 9

Vísir - 06.11.1974, Blaðsíða 9
8 Vlsir. Miðvikudagur 6. nóvember 1974. Vísir. Miðvikudagur 6. nóvember 1974. Umsjón: Hallur Símonarson Björn Andersson. Björn til Bayern Við sögðum frá þvl fyrir nokkru, að hið fræga vest- ur-þýzka félag, Bayern Munchen, væri að leita aö nýjum bakverði I staö Paul Breitners, sem félagið seldi til Real Madrid I sumar. Höfðu forráöamenn félagsins þá mikinn áhuga á að kaupa landsliösbakvörð Svla, Björn Andersson, og höfðu þeir boðið mikla upphæð I hann. t gærkvöldi gaf Bayern Munchen út þá frétta- lilkynningu, að félagið væri búið að semja við Andersson og samn- ingurinn verið undirritaður I gær. Björn Andersson er 23ja ára gamall og lék með sænska iiðinu öster.Hann var taiinn einn bezti bakvörður heimsmeistarakeppn- innar I sumar og höfðu mörg félög I Evrópu þá áhuga á að fá hann I sinar raðir. En Bayern Munchen bauð bezt, og þangað hafði Andersson mest- an áhuga á að fara, enda er þar fyrir félagi hans úr landsliðinu Conny Torstensson ásamt mörg- um öðrum frábærum knatt- spyrnumönnum. Hann ieikursinn fyrsta leik með Bayern I Róm I næstu viku. —klp— Stór- gróði ó HM! Hagnaður af heimsmeistara- keppninni i Vestur-Þýzkalandi I sumar nam 2,4 milljörðum Is- lenzkra króna, þegar allir reikn- ingar höfðu veriö gerðir upp, nema hvað enn á einhver ágóði eftir að koma til skila I sambandi við kvikmyndarétt. Þessar athyglisveröu upplýs- ingar komu fram á þingi FIFA, alþjóðaknattspyrnusambandsins, I Róm I gær. Þetta er miklu meiri ágóði en nokkru sinni fyrr i sögu HM. t Mexikó 1970 nam ágóðinn rúmum 700 milljónum Isl. króna. Aðgöngumiöar á leikina á HM I V-Þýzkalandi seldust fyrir 34.342.000 mörk og tekjur af sjón- varpi, þegar skattar hafa verið dregnir frá, námu 17.916.00 mörk- um. Kvikmyndaréttur og sala, aöallega á minjagripum, nema 14.700.00 mörkum. Kostnaöur nam 17.151.000 mörkum. Hann skiptist helzt I skatta, fram- kvæmd keppninnar, uppihald og greiðslu til dómara og leigu á leikvöllum. Skipting á hagnaðinum er þannig, að FIFA fær 10% I sinn hlut, Vestur-Þýzkaland 25%, en önnur lönd i úrslitakeppninni I Vestur-Þýzkalandi fá 65% til skiptanna, og fer ágóðahluturinn nokkuð eftir þvl, hve langt þau komust. Áhorfendafjöidinn á leikjunum nam þremur milljón- um 750 þúsund. —hsim. FIFA-menn þinga í Róm FIFA- alþjóðaknattspyrnusam- bandið — hóf fundarhöld I Róma- borg I gær og munu fundir þess standa alla vikuna. Aðallega verður þar rætt um væntanlega heimsmeistarakeppni i Argentlnu 1978 — en mikil gagnrýni hefur komið fram á möguleika Argen- tinumanna til að halda keppnina. Sérnefnd innan FIFA, sem hefur með málefni heimsmeistara- keppninnar að gera, kemur sér- staklega saman til fundar I dag. Einnig verða fundir i ýmsum sér- nefndum FIFA þessa viku — en framkvæmdastjórnin þingar á morgun. Johan Cruyff I búning Barcelona. Haukarunnu Hafnfirzk kona hringdi til okkar I morgun og benti á, að úr- slitin i leik Hauka og FH I 2. flokki karla I Reykjanesmótinu hefðu snúizt við hér I blaðinu I frásögn af mótinu. Það voru Haukar, sem unnu yfirburðasigur i leiknum, 17-10 — en ekki FH eins og mis- sagt var. Þá gat konan þess, að Haukum féll illa, þegar FH væri kallað „stóri bróðir” Hauka. Það er alls ekki. Valur er stóri bróðir Hauka — bæði félögin stofnuð frá KFUM. Cruyff lék lands- menn sína grótt! Spónska meistaraliðið Barcelona sigraði Fejenoord með 3-0 Hollendingar fengu að kynnast snilli Johans Cruyff i gærkvöldi sem mótherja og þá lék hann landa slna grátt I Evrópubik- arnum I Barcelona. Þrivegis splundraði hann alveg vörn hoi- lenzka m e is ta r a li ð s i n s , Fejenoord, og félaga hans I Barcelona-liðinu, spánski lands- liðsmaðurinn Carlos Rexach, Fékk neiið hjó Everton Fred Goodwin, framkvæmdar- stjóri Birmingham, fékk ákveðið nei, þegar hann bauð Everton lið- lega áttatiu milljónir Islenzkra króna fyrir Joe Royle á dögunum. En Goodwin var ekki að gefast upp við að ná sér I góðan mann þrátt fyrir það. Nú hefur hann gengið á fund Liverpool og boðið i John Toshack, sem m.a. er fastur maður ilandsliði Wales og einn af þekktustu leikmönnum Liver- pool. Ekki er vitað hvað hann bauð hátt — en sæmileg upphæð hlýtur það að vera, þvi Liverpool hefur enn ekki sagt nei. fékk auðveld tækifæri til að skora. Hann lét þau ekki ganga sér úr greipum — Barcelona sigraði með 3-0. Er þar með komið I 8- liða-úrslit I keppni meistara- liðanna og Evrópumeistaratitil- inn færist nær. Yfir 90 þúsund áhorfendur voru á Nou Camp-leikvanginum i Barcelona og sáu leik stór- liöanna, þar sem Barcelona lék aðalhlutverkið. Rexach náði forustu á 32. min, þegar hann skallaði knöttinn i mark eftir frábæra fyrirgjöf Johans og sex minútum siðar skoraði hann aftur — viðstöðu- laust — eftir að bogasending Johans fram miðjuna hafði komið vörn Fejenoord I opna skjöldu. Hollendingar breyttu varnar- kenndum leik sinum i siðari hálf- leik — reyndu sóknarleik, en skyndisókn Barcelona og falleg flétta milli Johans og Rexach á 70. min. endaði með þriðja mark- inu. Von Hollendinga var ör sögunni. Fyrri leik liðanna i Rotterdam lauk án þess mark væri skorað. Það var viða spenna i Evrópu- leikjunum I gærkvöldi, en mest þó I Köln I UEFA-keppninni. Þar tókst Köln að sigra Dynamo frá Búkarest i Rúmeniu með odda- Liverpool fallið ón þess að tapa Ensku bikarmeistararnir, Liverpool, eru fallnir út I Evrópu- bikarkeppni bikarliða án þess þó að tapa leik. t gær lék Liverpool i Búdapest gegn ungverska iiðinu snjalla, Ferencvaros, og lauk leiknum án þess mark væri skor- að. Það nægði Ungverjunum, þvi I fyrri leiknum á Anfield skoruðu þeir mark I 1-1 jafntefli. Úti- markið telur tvöfalt, þegar stig og mörk eru jöfn. Það óvenjulega skeði i þessum leik I Búdapest I gær, að það var heimaliðið, sem lék sterkan varnarleik frá byrjun — og gerði það svo vel, að Liverpool fékk varla tækifæri, þrátt fyrir mikinn sóknarþunga. Sama hvað þeir reyndu, Keegan og Kennedy, ekkert tókst — og þeir fengu bara bókun dómarans. Bob Paisley, framkvæmdastjóri Liverpool, tók þá Heighway og Kennedy út af og setti Carmack og Toshack inn I staðinn, en það breytti litlu. Ferencvaros tryggði sér rétt i 8- liða úrslit, sem verða I marz. Ungverjinn Martai fékk bezta tækifæri leiksins, þegar hann átti aðeins við Ray Clemence mark- vörð, að etja, en spyrnti framhjá. Nokkru fyrir lokin kastaði áhorf- andi flösku i Tommy Smith, bak- vörð Liverpool, en dómarinn hélt leiknum áfram. —hsim GUÐMUNDUR PETURSSON SKRIFAR FRA EM I BRIDGE I ISRAEL Aftur mínus — nú gegn Svíum Tel Aviv, 5. nóvem- ber. Yngri mennirnir spiluðu fyrri hálf- leikinn við Belga i dag og áttu þeir Guðlaugur Jóhannsson og Örn Arnþórsson ágætis leik, en því miður jöfnuðust sum góðu spilin þeirra út. Staðan var 28-26 fyrir okkur i hálfleikn- um. Þeir Guðmundur og Karl fóru út af I hálfleik, en þrátt fyrir áframhaldandi góðan leik hjá Erni og Guðlaugi tapaðist leik- urinn við Belga 86-61, eða 16 vinningsstig til Belga gegn fjórum Islands. Þá kom að þvi, að við Karl áttum gallalitinn leik, Það var gegn Austurriki i fjórðu um- ferðinni. Austurrikismenn voru ótrúlega heppnir i einu spili — slemma hjá þeim vannst með þvi að tigull kom út.réttri iferð i laufi og spaðasvinun. Þó vorum við aðeins nokkrum stigum yfir I hálfleiknum. Áfram héldum við siðari hálfleikinn, en áttum ekki eins góðan leik, en á hinn bóginn fóru nú vitleysur and- stæðinganna loksins að kosta þá stig. Ásmundur Pálsson og Hjalti Eliasson áttu báða hálf- leiki góða og loksins vannst sigur — sextán stig til Islands, en fjögur til Austurrikis I fimmtu umferð, sem spiluð var i gærdag, tapaði islenzka sveitin illa fyrir þeirri sænsku, en hún hefur forustu i mótinu. Sviar hlutu sin 20 stig — en íslendingar fengu fjögur i mtnus og féllu við það niður i næst- neðsta sæti. Sviar höfðu þá 87 stig —- fimm stigum meira en ítalir. Úrslit I 5. umferðinni urðu annars þessi: Belgia vann Finnland 20+3 Júgóslavia vann Irland 20-^4 ítalia vann Austurriki 16-4 Holland vann Spán 16-4 Sviþjóð vann ísland 20^-4 Tyrkland vann Noreg 11-9 Portúgal vann Danmörku 14-6 Sviss vann ísrael 20-0 Þýzkaland vann Frakkl. 14-6 Bretland átti fri. 1 sjöttu umferðinni i gær- kvöldi mættust efstu þjóðirnar, Sviþjóð og Italía. Það var spennandi leikur á sýningar- töflunni. Fyrst náðu Italir forustu — en Sviar komust yfir. Það jöfnuðu Italir og sigu svo vel framúr — en á síðasta spilinu hlaut Sviþjóð gamesveiflu og tókst að laga nokkuð stöðuna.ttalia sigreði þó með 12-8 — og munar nú einu vinningsstigi á þessum þjóðum. Sviar efstir. Noregur komst i þriðja sæti með stó'rsigri á Dönum — en þó 13 umferðir séu eftir og margt geti skeð i þeim, eiga sveitir Frakklands og Bret- lands eftir að sýna eitthvað. Islánd sat yfir i gærkvöldi og hlaut þvi 12 stig. Grikkland mætti ekki til leiks á siðustu stundu og er þvi yfirseta i hverri umferð tJrslit i 6. umferð urðu þessi: Irland-Finnland Belgia-Austurriki Júgóslavia-Spánn Italia-Sviþjóð Tyrkland-Holland Noregur-Danmörk Israel-Bretland 11- 9 14- 6 15- 5 12- 8 16- 4 20-0 10-10 Frakkland-Portúgal 11-9 Sviss-Þýzkaland 14-6 Island átti fri. Staðan eftir þessar sex um- ferðir var þannig: 1. Sviþjóð 2. Italia 3. Noregur 4. Portúgal 5. Sviss 6. Tyrkland 7. Holland 8. ísrael 9. Frakkland 10. Belgia 11. Júgóslavia 12. Danmörk 13. Bretland 14. Irland 15. Finnland 16. Þýzkaland 17. Island 18. Spánn 19. Austurriki markinu af fimm, 3-2, eftir að rúmenska liðið hafði skorað tvi- vegis fyrstu niu minútur leiksins. 1 siðari hálfleik var fyrirliði þess, Dinu rekinn af velli af tékk- neska dómaranum Jelinek og þá fór að halla undan fæti.. Heimsmeistarinn kunni, Wolf- gang Overath, skoraði fyrsta mark Köln, en hin tvö þeir Neumann og Muller. Fyrir Dynamo skoruðu Custov og Georgeschu. Áhorfendur voru 22 þúsund — og Köln komst áfram á 4-3 samanlagt. —hsim. í kvöld klukkan hefst það íslandsmótið I handknattleik 1975 hefst i kvöld i Laugardals- höliinni með tveim leikjum i 1. deild karla. Fyrri leikurinn verður á milli Vals og Víkings, en sá siðari á milli Fram og Ármanns. Eins og undanfarin ár eru átta lið i deildinni, og eru það þessi: Armann Vikingur Haukar Grótta Fram IR Valur FH Fjögur af þessum liðum leika i kvöld, en hin fjögur leika á sunnu- dagskvöldið i Hafnarfirði, en iþróttahúsið þar veröur heima- völlur þriggja þessara liða — FH, Hauka og Gróttu. Leikirnir á sunnudagskvöldið verða á milli FH og 1R og siðari leikurinn á milli Hauka og Gróttu. Þriðja leikkvöldið verður svo á fimmtu- daginn I næstu viku er IR-Ár- mann og Vikingur-FH mætast i Laugardalshöllinni. Keppnin i 2. deild hefst á Ákur- eyri á laugardaginn og verður haldið áfram á sunnudag hér fyr- ir sunnan. Liðin sem leika i 2. deild i vetur eru þessi: Keflavik Þróttur Breiðablik þór Stjarnan KR Fylkir KA Leikurinn i kvöld á að hefjast kl. 20,15. En það hefur verið segin saga undanfarin ár, að leikirnir byrji of seint og standist aldrei áætlun. Þvi stillum við klukkuna okkar hér á siðunnu á rétt rúm- lega 20,15 til heiðurs þessari óstundvisi!! — klp— Fjórmenningarnir, sem keppa á Norðurlandamótinu ibadminton i þessum mánuði, hafa æft vel aft und- anförnu. Þessi mynd er tekin af þeim á æfingu f gærkveldi, og eru þarna talið frá vinstri, Haraldur, óskar, Steinar og Friðleifur. Fremst á myndinni er fararstjórinn. — Ljósm. Bj.Bj. Svíar vilja að ísland haldi NM í badminton! Norðurlandamótið i badminton fer fram i Osló dagana 16.-18. nóvember n.k. ísland hefur til- kynnt þátttöku i mótinu og Bad- mintonsambandið valið fjóra ménn til keppni þar. Það eru þeir Haraldur Korneliusson og Steinar Pedersen frá TBR og Friðleifur Stefánsson og Óskar Guðmundsson frá KR. Munu þeir bæði keppa i einliða- og tviliðaleik á mótinu, og leika þá saman i tviliðaleiknum Harald- ur/Steinar og óskar/Friðleifur. Allir þessir menn hafa áður leikið fyrir íslands hönd á stór- mótum erlendis, enda i fremstu röð badmintonmanna hér á landi. En i þessari keppni fá þeir örugg- lega nóg að gera, enda senda hinar Norðurlandaþjóðirnar fram sina sterkustu menn, eins og Dan- ir sem t.d. eru með Sven Pri og Sviar með Store Johansson, svo einhverjir séu nefndir. 1 sambandi við mótið verður haldið badmintonþing Norður- landa og verður Bragi Jakobsson fulltrúi Islands þar. Vitað er, að Sviar muni bera upp tillögu á þinginu um að Norðurlandamótið 1976 verði haldið hér, en þeir hafa mjög mikinn áhuga á þvi, svo og stjórn Badmintonsambands Is- lands. Eru þvi tvö örugg atkvæði fyrir ísland á þinginu, og þarf ekki nema eitt i viðbót, til að af þessu verði. —klp— Fékk spark í and- litið og beið bana Þekktur knattspyrnumaður i Danmörku, Jörgen Breum, sem var 27 ára gamáll og lék með OB i Óðinsvéum, lézt eftir knatt- spyrnuleik á laugardaginn. Hann var að keppa með OB á móti Fraugde, þegar hann fékk spark i andlitið rétt fyrir leikslok og var strax fluttur á sjúkrahús. Þar var hann lagður inn, en lézt á sunnudagsmorgun. Jörgen Breum var snjall knatt- spyrnumaður og þekkur viða um Danmörku. Hann hafði leikið marga unglingalandsleiki og einnig bankað á dyr A-landsliðs- ins, án þess þó að komast þar inn. Aftur á móti hafði hann oft leikið með pressuliði og yfir 100 leiki með aðalliði OB. Jörgen Breum var kvæntur og átti eitt barn. Leikur KR bóða UBSC leikina í Austurríki? — Mun þú gera það eftir alþjóðlega körfuknattleikskeppni, sem félaginu hefur verið boðið til á írlandi íslandsmeisturunum i körfu- knattleik — KR — hefur verið boðið að taka þátt i mikilli körfu- knattleikskeppni, sem fram fer i Dublin á irlandi i lok þessa mánaðar. KR-ingar hafa þegið boðið og fara utan með sitt sterkasta lið. I þessu móti taka þátt átta lið viðs vegar að af Bretlandi og eru þar m.a. skozku meistararnir og einnig tvö af beztu liðum Eng- lands. Eins og við höfum áður sagt frá, dróst KR á móti austurrisku meisturunum UBSC Wienna i 1. umferð Evrópukeppni meistara- liða. Forráðamenn félaganna hafa skipzt á tilboðum og öðrum upplýsingum að undanförnu, og eru allar likur á, að KR leiki báða leikina i Austurriki, og þá þegar liðið kemur frá keppninni i Dubl- in. Austurrikismennirnir hafa boðið KR mjög hagstæða samninga, ef þeir vilji leika báða leikina i Austurriki. Er það mál til athugunar hjá KR þessa dag- ana og allar likur á, að þeir taki boðinu. —klp— Þaðerekkirétt. Ég Y Alltilagi, ég var hjá stúlku, y ætlaði aðeins að semdýrkar koma þér á óvart. < fótbolta! V V V°na þú hafir skemmt Danir gera stórfelldar breytingar á deilda- keppninni I knattspyrnu, þegar næsta leik- timabil hefst. Leikið verður i þremur deild- um, 1. 2. og 3. deild, en þriðja deildin ekki tvf- skipt eins og áður. Sextán lið verða i hverri deild — liðum I 1. og 2. deild þvi fjölgað um fjögur i hvorri deild. Deildakeppninni lauk um siðustu helgi og sigraði KB með yfirburðum i 1. deild eins og við höfum áður sagt frá. Liðið hlaut 33 stig i 22 leikjum — var með átta stigum meira en næsta lið, Vejle. Eitt lið féll niður úr deildinni að þessu sinni vegna breytinganna að vori. Kom það mjög á óvart, að það voru einmitt Danmerkur- meistararnir frá i fyrra, Hvidovre i útjaðri Kaupmannahafnar, sem féllu. Hlutu þeir að- eins 13 stig — fjórum færri en Slagelse. Hvidovre hefur misst marga leikmenn I at- vinnumennsku. Fimm lið færast upp úr 2. deild i þá fyrstu að vori. Það eru Vanlöse, sem sigraði á 31 stigi, B93, Fremad Amager, B1909 og Esbjerg. Ekkbert lið féll niöur úr 2. deild, en fjögur efstu liðin i hvorri þriðju deildanna færast upp I 2. deild. I l. deild næsta keppnistimabil leika KB, Vejle, B1903, Holbæk, Randers, B1901, Frem, Næstved, Köge, AaB, Slagelse, Vanlöse, B93, Fremad Amager, B1909 og Esbjerg. — hsim. Greiða sektina með leik ó Spáni A FIFA-þinginu i Róm i gær náðist sam- komulag um það, að Chile og Sovétrikin leiki landslcik i knattspyrnu á Spáni á næsta ári. AUur ágóði af leiknum rennur til knattspyrnusambands Chile og kemur i stað sektar, sem Sovétmenn áttu að greiða Chile vegna þess, að þeir léku ekki siðari leikinn við Chile iundankeppninni fyrir HM, sem háð var I Vestur-Þýzkalandi i sumar. Fyrri leik Chile og Sovétríkjanna I undan- keppninni, sem háður var i Moskvu, lauk með jafntefli, en sovézka knattspyrnusam- bandið neitaði svo að leika I Chile eftir her- foringjauppreisnina þar — á vellinum i Santiago, sem notaður var sem fangelsi um tima. Var Icikurinn þá dæmdur tapaður Sovétrikjunum og knattspyrnusamband þess dæmt I fésektir, sem renna áttu til Chile. Chilebúar lögðu i mikinn kostnað vegna hinn- ar löngu ferðar til Moskvu — og hagnaður af heimaleiknum féll svo niður. Sá litli bjargaði Borussia! Alan litli Simonsen var hetja Borussia Mönchengladbach i UEFA-keppninni í Lyon I gær. Hann skoraði tvö gullfalleg mörk i 5-2 sigri Borussia. Landsliðsmaðurinn þýzki Bonhof skoraði einnig tvivegis og Kulik eitt mark. Mörk franska liðsins skoruðu Valette og Domenach. Áhorfendur i Lyon voru 35 þúsund. Borussia vann samanlugt 6-2. ÍDusseldorf vann Fortuna ungverska liðið Raba Vasas i UEFA-keppninni 3-0. Komst þvi áfram 3-2. Herzog, Czernotzky og Bruecken skoruðu. Ahorfendur 10 þúsund. Dynamo Kiev vann Eintracht Frankfurt 2-1 I Evrópukeppni bikarhafa i gær — samanlagt 5-3. Onitschenko skoraði bæði mörk Dynamo (2-0 i hálfleik), en Rohrbach fyrir Frankfurt. — hsim. Dýrlingarnir eru komnir í úrslit Dýrlingarnir frá Southampton eru koinnir I úrslit I Texakó-bikarnum, þar sem nokkur lið frá Englandi og Skotlandi keppa um miklar peningaupphæðir frá Texakó-fyrirtækinu. 1 gær vann Southampton Oldham i siðari leik liðanna I undanúrslitum 2-1, samtals 5-2. Um hitt sætið I úrslitum keppa Newcastle og Birmingham. Önnur úrslit á Englandi I gærkvöld urðu þau, að Bristol City vann Oxford 3-0 I 2. deild. Bury vann Peterbro I 3. deild með 3-0, og Swindon vann Chesterfield 1-0. Allt heima- sigrar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.