Vísir - 06.11.1974, Blaðsíða 6

Vísir - 06.11.1974, Blaðsíða 6
6 Visir. MiOvikudagur 6. nóvember 1974. VÍSIR Ctgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. t lausasölu 35 kr. eintakiö. Blaöaprent hf. Þröngt en rúmar margt Framkvæmdir rikisins munu dragast nokkuð saman á næsta ári, ef alþingi afgreiðir fjárlaga- frumvarpið i þeim anda, sem fjármálaráðherra hefur lagt það fram. Þessi samdráttur sem er um 10-15% er ákaflega nauðsynlegur á öðrum eins þenslutimum og nú rikja hér á landi. Leiðarljós frumvarpsins er raunar tilraun til að minnka hlut rikisbúsins af þjóðarbúinu. Sú til- raun virðist hafa tekizt við gerð frumvarpsins. Með 45% hækkun skattvisitölu ætti skattbyrði þjóðarinnar heldur að minnka á næsta ári frá þvi sem nú er. ’ Samt hefur tekizt að láta frumvarpið rúma ýmis kostnaðarsöm stefnumál. Athyglisvert er, að rikisstjórninni hefur tekizt að standa við loforð sitt um, að 2% rikisútgjalda á fjárlögum renni til byggðasjóðs. Þar með hækkar framlag rikisins til eflingar jafnvægis i byggð landsins úr 153 mill- jónum króna i 877 milljónir króna. Þessi nýja byggðastefna mun vafalaust valda þáttaskilum. Loksins verður handbært nægilega mikið fé til að vinna á virkan hátt að verkefni, sem menn hafa árangurslaust verið að tala um áratugum saman. Með nálægt einum milljarði króna á ári er unnt að vinna margvisleg stórvirki i þágu atvinnuuppbyggingar, bættra samgangna og annarra framfara i þeim landshlutum, sem hafa farið halloka i þéttbýlisþróun undanfarinna áratuga. 1 framhaldi af þessu er i ráði að endurskoða lögin um byggðasjóð og skipuleggja i einstökum atriðum dreifingu fjármagns hans. Mikilvægt er að vel verði vandað til þess verks, svo að sem minnst af peningunum fari i súginn og sem mest nýtist þjóðinni til heilla. Sparsemistefna fjárlagafrumvarpsins hefur ekki heldur hindrað, að unnt væri að hef.ja fjár- mögnun þeirra nýjunga, sem grunnskólalögin gera ráð fyrir, að komi smám saman til fram- kvæmda á einum áratug. í þessu skyni á að verja á næsta ári 131 milljón króna umfram aðrar framkvæmdir og annan rekstur fræðslukerfisins. Grunnskólastefnan fer þvi af stað af fullum krafti, þrátt fyrir óvenjuþröng fjárlög. Einnig hefur reynzt unnt að gera ráð fyrir þeirri samræmingu algengustu bóta almanna- trygginga og tekjuskatts, sem rætt er um i stjórnarsáttmálanum. Eru áætlaðar tekjur rikis- ins af tekjuskatti einstaklinga lækkaðar um 500 milljónir króna i þessu skyni. Þá er rúm i fjárlagafrumvarpinu fyrir 500 mill- jón króna framlag til ráðstafana i kjara- og verð- lagsmálum eftir þvi sem ástæða þykir til. Þessi sjóður tryggir, að unnt verður að halda óbreytt- um niðurgreiðslum og fjölskyldubótum út næsta ár eða gera aðrar hliðstæðar ráðstafanir, þegar lýkur gildistima bráðabirgðalaganna um björgunaraðgerðir i efnahagsmálunum. Það verður 1. júni og eftir þann tima þarf 350 milljón- ir til að halda óbreyttum niðurgreiðslum og 150 milljónir til að halda óbreyttum fjölskyldubótum. Hvort sem það verður gert eða eitthvað annað, er mikið öryggi fólgið i þessum varasjóði i fjárlaga- frumvarpinu. — JK. Fyrírtœki í herferð gegn Bakkusi kóngi Veröum viö vinnufær á morgun? grætt á þátttöku, leiddi þetta i ljós: Töpuöum vinnustundum fækkaöi um 50 prósent. Útgjöld fyrirtækisins vegna veikinda starfsfólks og slysabóta minnkuðu um 30 prósent. Þeim tilvikum, sem þurfti að ,,aga” starfsmenn meö hótun- um um brottrekstur eða brott- rekstri fækkaði um 63 af hundraði. Slysum fækkaði um 82 prósent. Svipuö varð útkoman hjá sima- fyrirtækinu Illinois Bell Telephone. Athugaður var ferill 402 starfs- manna. Þeir áttu hlut að 57 vinnuslysum, þar sem þurfti læknisaðstoð, slðustu fimm árin, áöur en þeir tóku þátt I „endur- reisnarnámskeiðum.” En næstu fimm ár eftir það voru slysin að- eins 11. Slysum utan vinnutima, sem kostuðu verkamennina meira en sjö daga fjarvistir, fækkað úr 75 i 28. Hvað er gert I þessari endur- reisn? Starfsfólk er aðstoðað við að „skilja” drykkjuvandamál sin. ráðgjafar aðstoða starfsmenn, sem eiga við vandamál of- drykkju að etja, og læknishjálp er ráðlögð þeim, sem þurfa. Aætlað er, að áfengissjúkur starfsmaður i Bandarikjunum kosti vinnuveitanda sinn að ,,Það var einn, fag- lærður. Honum varð fótaskortur, og höfuðið brotnaði. Þegar kíkt var i skápinn hans, fundust 36 litrar af vodka.” ,,Ég gæti setið hérna i allan dag og sagt þér frá vinnuslysum, sem áfengið olli,” segir starfsmaður bilafyrir- tækisins General Motors. Athygli beinist að framleiðslutapi og háska, sem áfengið veldur. Mörg bandarisk fyrirtæki verja miklu til að breyta þessu — og hafa náð góðum árangri. Áfengissýki i einhverri mynd hrellir milli 5 og 10 af hverjum 100 bandariskum verkamönnum. General Motors og samband verkamanna i bilaverksmiðjum hafa stofnað riflega 100 nefndir til að berjast við áfengisvanda- málið. Richard Gestenberg, stjórnar- formaður i General Motors, áætlar, að áfengisvandamálið kosti bandarisk fyrirtæki 10 milljarða dollara (tæplega 1200 milljarða Islenzkra króna) ár- lega. Tjónið liggur I veikindum, slys- um, minni framleiðni, og fjarvist- um. „Það er svo ómælanlegt, sem manneskjurnar tapa,” segir hann i bæklingi þar sem áætlun fyrir- tækisins um viðreisn gagnvart áfengisvandamálinu er kynnt 400 þúsund verkamönnum. Slysum fækkaði um 82 prósent Mörg fyrirtæki, vopnuð tölum, eru nú að fara af stað með slikar „áætlanir”, sem sýna hugsanlega kosti þess, að minna sé drukkið, bæði meiri velferð verkamanna og meiri tekjur. Athugun á hvað 101 starfsmaður bilaverksmiðja Oldsmobile hefði „Ó, min flaskan fríöa....” meðaltali 25 af hundraði af launum sinum á ári. Þrisvar fleiri vinnuslys Afengisvandamálið er talið hið versta af þeim, sem draga úr starfshæfni manna að öllu samanlögðu. Rannsóknastofnun slysa i Kanada, telur, að áfengis- sjúklingurinn verði fyrir þrisvar sinnum fleiri vinnuslysum að meðaltali en aðrir. Vinnuslys, sem áfengið veldur, verða sifellt fleiri i Bandarikjun- um. En með framangreindum áætlunum er reynt að snúa vörn I sókn. í fylkinu Utah segja ráðamenn, að verkafólk skilji betur en áður, hvernir bregðast skuli við vanda- málum dr y kk jum a nna . Hleypidómar hverfa. í fylkinu Tennessee hefur 21 fyrirtæki stofnað samtök um þá stefnu, ai! „áfengisvandamál manna séu sjúkdómur” og þeim skuli hjálpað. Illll lllllll mm Umsjó n: H.H. 1 New York eru á skrá stjórn- valda 64 fyrirtæki, sem gangast fyrir endurreisnaráætlunum, „prógrömmum”, fyrir starfsfólk sitt. Áfengisnotkun ungra starfs- manna hefur vaxið, en eiturlyfja- notkun minnkað. í fylkinu Wisconsin, þar sem verkamenn eru 2 milljónir, eru 141 þúsund, það eru sjö prósent, illa komnir vegna notkunar áfengis eða eiturlyfja, segja stjórnvöld. Miklu veldur að sögn, að for- ráðamenn fyrirtækjanna drekka gjarnan úr hófi fram. Sumpart verri en eiturlyf Fyrirtæki hafa yfirleitt ekki uppi áæltanir um „endurreisn” eiturlyfjaneytenda. Það er taliö vandamál, sem lögregla eigi að fást við, þar sem notkun eitur- lyfja er ólögleg. Þó hefur hópur starfsmanna bilaverksmiðja stofnað samtök til að vinna gegn heróinneyzlu. Samtökin hafa að- stoðað mörg hundruð manna við að hætta notkun eiturlyfja og áfengis siðustu þrjú árin. Þau njóta nú 900 þúsund dollara (rúmlega 100 milljón króna) rikisstuðnings. Að sumu leyti er verra að fást við ofdrykkjumenn en neytendur eiturlyfja. „Einstaklingur undir áhrifum eiturlyfja, getur starfað, meðan það sem hann hefur tekið inn, heldur honum gangandi. Sá drukkni getur ekki starfað, Hann skortir einbeitningu,” segir for- ráðamaður samtaka bilaverka- manna á þessu sviði. Drykkjumenn njóta tak- markaðrar samúðar. Yfirmenn hreyta ónotum i þá og reka þá áð lokum. Þetta breytist nokkuð með vaxandi skilningi á þvi, að áfengisvandamál er sjúkdómur. „Við viljum lækna manninn. Enginn vill reka neinn,” segir höfuðsmaður I General Motors. Heimild: Reuter.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.