Vísir - 06.11.1974, Blaðsíða 5

Vísir - 06.11.1974, Blaðsíða 5
Vlsir. Miðvikudagur 6. nóvember 1974. RFUTER A P UTLÖNDI MORGUN UTLÖND I MORGUN ÖTLOND Umsjón Haukur Helgason FLOKKUR ÞUNGAN FORSETANS FÉKK Demókratar fó um tvo þriðju þingsœta og flestalla fylkisstjórana Demókratar unnu mik- inn sigur á repúblikönum, sem stóðu illa vegna Wat- ergatemálsins, í kosning- um til bandaríska þingsins í gær. Fréttaskýrendur sögðu í morgun, að demó- kratar hefðu nú mjög góð- ar vonir um sigur í næstu forsetakosningum, sem verða 1976. Kosningarnar sýndu, að öflugur straumur er gegn þeim flokki, sem kom Richard Nixon i Hvita húsið. Demókratar juku meirihluta sinn i báðum deildum þingsins og unnu fylkisstjórakosningar i mikilvægum fylkjum. Demókrat- ar virtust þó samkvæmt siðustu tölum I morgun ekki mundu ná tveimur þriðju hlutum þingsæta, en með þvi hefðu þeir getað komið fram þeim málum, sem þeir vildu, þrátt fyrir neitunar- vald forseta. Ford forseti lagði heiður sinn i að vinna fyrir frambjóðendur repúblikana um landið allt, og úrslitin eru alvarlegt áfall fyrir hann. Stjórnarflokkurinn tapar oftast nokkru i þingkosningum , sem haldnar eru milli forseta- kosninga. Ósigur repúblikana er þó miklu meiri en þetta. Þeir urðu að þola hrun í full- trúadeildinni, þar sem þeir virð- ast tapa um 40 þingsætum samkvæmt tölvuspámi morgun. Mundu þeir þá fá 147 þingmenn kjörna i deildinni gegn 288 þingmönnum demókrata. Þarna munar þvi aðeins nokkrum þing- sætum, að demókratar hafi tvo þriðju þingmanna, og hugsanlega gæti það enn breytzt, ef óvænt úr- slit yrði einhvers staðar, þar sem talningu er ekkiílokið. Demókratar juku einnig verulega meirihluta sinn i öldungadeildinni, þar sem þeir höfðu fyrir 58 af 100 þingmönnum. Ráða a.m.k. 41 fylki af 50 Þeir unnu 9 fylkisstjóraembætti af repúblikönum og eiga nú fylkisstjóra i að minnsta kosti 41 af fylkjunum 50. Þetta getur orðið þeim mjög mikilvægt i næstu for- setakosningum. Watergatehneykslið, afsögn Nixons og sakaruppgjöf, sem hann fékk úr hendi eftirmanns sins, svo og vaxandi verðbólga og atvinnuleysi eru taldar aðal- orsakir ósigurs repúblikana. Kosningaþátttaka var mjög litil. Aðeins um 40 prósent af 145 milljón manna á kjörskrá neyttu atkvæðisréttar sins. Carl Albert leiðtogi demókrata á þingi segir, að demókratar muni leggja aðaláherzlu á endur- bætur I skattamálum, húsnæðis- og heilbrigðismálum. Hinir rót- tækari þingmenn kunna að hvetja til meiri rikisútgjalda til að auka atvinnu og niðurskurð á útgjöldum til landvarna. Mesti sigur demókrata var i fylkistjórakosningunum. Þeir unnu meðal annars af repúblikön- um New York fylki, Connecticut, Massachusetts og Tennessee. Þessi mynd var rétt að berast frá Bangladess. Litill drengur, með tárin streymandi niður kinnarnar, biður um mat I héraðinu Rangpur. Þar hefur hungrið rekið meira en milljón af fimm milljónum Ibúa á hundur- göngu. Þeir leita hælis I búðum stjórnvalda, þar sem matvælum er út- hlutað, þótt af skornum skammti sé. — Þetta er umhugsunarefni á matvælaráðstefnunni, sem nú stendur yfir I Róm. Metsigur geimfarans Glenns John Glenn, fyrrum geimfari, Ohio-fylkis. var Ralph Perk borgarstjóri I virtist I morgun mundu vinna Keppinautur hans I Cleveland. mesta kosningasigurinn I sögu öldungadeildarkosningum þar Umhugsunar- efni „Ég verð bara kölluð Ella" Kona rœður Connecticut Kona fékk völdin I Connecticut- hjá lögum, sem banna, að fylkis- fylki. Frú Ella Grasso, tveggja stjórar sitji lengi i embætti. Kon- barna inóðir, var kjörinn fylkis- an hefur þá verið i framboði stjóri I kosningunum I gær. „fyrir menn sina”. Hún er 55 ára og hafði verið Þrjár konur urðu fylkisstjórar þingmaður fyrir demókrata I með þessum hætti, Miriam fulltrúadeildinni. Repúblikanar Ferguson i Texas, Nellie Ross i réðu þessu fylki áður. Wyoming og Lurleen Wallace i Hún er fyrsta konan, sem er Alabama. kosinn fylkisstjóri i Bandarikjun- prú Grasso fær nú völd yfir um, fyrir utan þau skipti, sem þremur og hálfri milljón ibúa eiginmaður konunnar hefur fyikisins. Hún var spurð, hvort verið fylkisstjóri á undan henni. kalla ætti hana fylkisstjóra eða Hið siðarnefnda hefur nokkuð fylkisstýru. „Ég verð alltaf kölluð verið iðkað til að komast fram Ella”, sagði hún. WALLACE BRATTUR Fy liksstjórinn I Alabama Georgc Wallace vann yfirburða- sigur i kosningum I gær. Hann sagði, að Bandarlkjamenn gætu reiknað með, að hann hefði áhuga á að vera I framboði I for- setakosningunum 1976. Wallace varð fyrir banatilræði og hlaut varanleg örkuml, þegar hann bauð sig fram i forsetakosn- ingunum 1972. Hann segist ekki útiloka, að hann verði i framboði sem óháður, takist honum ekki að verða frambjóðandi demókrata- flokksins. „Ég vona og bið, að demó- krataflokkurinn læri nú það, sem hann hefði átt að læra 1972”, sagði hann I nótt. McGovern snýr aftur George McGovern öldunga- sækjast eftir forsetaembætti að deildarþingmaður, sem féll fyrir nýju. Hann varaði við of mikilli Nixon i slðustu forsetakosn- bjartsýni demókrata eftir ingum, vann auðveldan sigur I sigurinn i gær. Suður-Dakóta I gær. „Sigurinn leggur nýjar byrðar ábyrgðar á herðar demókrata”, Hann sigraði frambjóðanda sagði hann. Hann sagði. að al- repúblikana, Leo Thorsness, sem menningur kynniað kenna demó- hafði verið stríðsfangi i Vietnam. krötum um, ef illa gengi að vinna McGovern sagðist ekki mundi bug á verðbólgunni. HINN VOLDUGI MILLS HÉLT ÞING- SÆTI SÍNU ÞRÁTT FYRIR HNEYKSLI Þrátt fyrir hneykslismál var hinn voldugi demókrati Wilbur Mills endurkjörinn i Arkansas- fylki. Mál hans og fatafellu virðist ekki hafa áhrif á kjósendur. Fatafellan og hann fundust ofurölvi í bifreið hans og höfðu augljóslega slegizt. Gleraugu hans voru brotin og hún hafði glóðarauga. Kona þessi, frú Annabella Battistella, stakk sér út i Potomacfljótið, en lög- regluþjónn véiddi hana upp. Þetta var fyrir um það bil mán- uði. En Mills sigraði frambjóð- anda repúblikana, frú Judy Petty 31 árs fráskilda konu, i kosning- unum i gær.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.