Tíminn - 08.05.1966, Side 5
SUNNUDAGUR 8. maí 1966
TÍMINN
LEIKFÉLAG KÓPAVOGS
Óboðinn gestur
Sveinn Halldórsson, höfundur leiksins, í gervi Páis gæzlumanns, til
vinstri. Feilan Iæknir, leikinn af Júlíus Kofbcins, í miði'ð og Björn
Magnússon sem Páll gæzlumaður til vinstr. Auk þess leikur Sigurður
Jóhannesson bílstjóra í eliknum. (Ljósmyndirnar tók Bjarnleifur).
Fyrir aMarfjórðungi, kringum
1940, gerðist sá atburður í Reykja-
vík, að „rólegur" vistmaður
á Kleppi hvarf þaðan á brott og
fannst ekki um hríð, þótt leitað
væri. Loks fannst maðurinn þó,
þar sem hann hafði hreiðrað um
sig í ágætum og vistlegum sumar-
bú=tað fyrrverandi borgarstjóra í
P=ykjavik. — Blöðin gerðu sér
tí irætt um atburðinn, ekki sízt
m =ðan mannsins var leitað, svo
o, um fund hans og vist í sumar-
bústaðnum, óg var ekki trútt um,
að gamanmálum væri í blandað
— að minnsta kosti í Speglinum,
og þar kom bragur langur um æv-
intýrið. Þar í var þessi vísa:
Allt hagldabrauðið át hann og
skonrok, skyr og svið
og skolpaði í sig brennivíni úr
tíu potta kúti.
En einhvem veginn kunni hann
ekki svíasultu við,
svo að hún varð eftir handa
Knúti.
En vestur í Bolungavik var mið-
aldra skólastjóri, sem heyrði auð-
vitað fréttimar og sá í blöðum.
Öll félög í Bolungavík voru eitt
leikfélag í þá daga, og það þótti
ekki boðleg samkoma, ef þar var
ekki sýndur sjónleikur. Skólastjór
inn hét Sveinn Halldónsson, og
fólk var alltaf að koma til hans
og segja: Sveinn, áttu nú ekki
eitthvert gott leikrit handa okkur
að leika á næstu samkomu.
En leikrit uxu ekki á trjám í
þá daga, og auk þess voru engin
tré í Bolungavík þá — og Sveinn
var orðinn uppiskroppa með öll
þau leikrit, sem hann hafði kom-
izt höndum undir og leikandi voru.
En sem hann er í þessum vanda
detta honum í hug fréttirnar af
Kleppsmanninum fyrir sunnan.
Hvernig væri að skrifa gamanþátt
um það?
Og af því að í Bolungavík vom
menn því vanastir að hafa ein-
hver ráð með að bjarga sér sjálfir,
þá settist Sveinn skólastjóri niður
og skrifaði leikrit um ævintýri
Kleppsmannsins, þótt hann hefði
aldrei snert á slíku fyrr. Auðvitað
breytti hann mörgu, skeytti þetta
allavega saman bætti við og dró
frá, svo að þetta var ekki þekkj
anlegt, en upphafið og þráðurinn
var nú samt úr þessu. Svo var leik-
ritið leikið á samkomu í Bolunga-
vík, menn skemmtu sér vel, og
Sveinn skólastjóri fór að leita að
nýjum leikritum handa Bolvíking-
um, stjóma leikjum þeirra og
leika með þeim, þegar krakkarn-
ir voru farnir heim úr skólanum.
En leikritið um Kleppsmanninn,
— Óboðinn gestur — var lagt
niður í skúffu og enginn taldi
það eins vist og Sveinn, að hlut-
verki þess í íslenzkri leikhúsögu
væri með öllu lokið.
Svo líður aldarfjórðungur. En á
vordögum 1966 kemur í ljós, að
Leikfélag Kópavogs er að æfa ís-
lenzkan gamanleik, sem ekki hef-
ur sézt á sviði hér syðra, og er
þar komið leikrit skólastjórans í'
Bolungavík. Sveinn Halldórss. hef
ur átt heima í Kópavogi síðasta
áratuginn, var einn af stofnendum
Leikfélags Kópavogs, hefur leikið
þar mörg hlutverk við góðan orð-
stír, og verið félaginu stoð og
stytta. Klemenz Jónsson er leik-
stjóri, og það er líf og fjör á svið-
inu.
Við hittum Svein Halldórsson
niðri í búningsklefa Kópavogsbíós.
Hann er þar kominn á sjö mílna
skó, í belgbuxur og með derhúfu
— albúinn í leit að manninum,
sem strauk frá Kleppi, og við spyrj
um hann svolítið um leikritið.
— Blessaður minnstu ekki á
það, segir Sveinn. — Mér datt
aldrei í hug að sýna þetta framar.
Þetta er endemis vitleysa, og af-
leitt af Leikfélaginu að vera að
setja þetta á svið. En vinur minn,
Árni Sigurjónsson, hafði séð þetta
hjá mér, og hann ber alla ábyrgð
á því gegn viija minum, að verið
er að æfa þetta. Ég er ekki leik-
ritahöfundur, og það geturðu reitt
þig á, að þó þetta fái ef til vill
hina verstu dóma — leikritið en
ekki leikendur á ég við — þá verða
þeir aldrei verri en hjá sjálfum
mér. En félagar mínir hérna í
Leikfélaginu segjast vilja gera
þetta mér til heiðurs, og mér þyk-
ir auðvitað ósköp vænt um vinar-
þel þeirra og ástúðina, sem býr að
baki til mín. Þetta fólk er svo
gott — og gaman að vera með
því.
— Þú hefur leikið oft og lengi,
Sveinn?
— Ég er ekki heldur neinn leik-
ari — hef bara verið ósjálfrátt
í þessu leiklistargutli í marga ára-
tugi. Ég var svo hrifinn af sjón-
leikjum allt frá barnsaldri, og það
var heimsviðburður í lífi mínu,
þegar ég fékk að stíga á leikfialir
í smáhlutverki í Öskudeginum eft
ir Þorstein Erlingsson hjá stúk-
unni suður í Garði. Það var 1907,
og ég var 16 ára. Og þegar ég
kom til Bolungavíkur voru allir
að leika þar, og ég dróst í dans
inn, réð ekki við mig, og var
með í mörgu. En þeir voru gagn-
rýnir í Bolungavík, og maður varð
að leggjt sig fram, og fólkið horfði
og hlnstaði á sjónleikina af at-
hygli, og hafði sitt að segja um
leikara og leikri. Það fór ekki
fram hjá þeim, sem illa var gert
eða fór í handaskolum. Karlmenn-
irnir fengu sér heldur ekki tár
fyrr en sjónleikurinn var búinn á
hverri samkomu. Og svona hefur
þetta gengið. Eg sagði oft við
konu mína: Nei, nú gemgur þetta
ekki lenigur. Nú hætti ég alveg að
eyða öllum frístundum í þetta. En
eftir vikuna er njaður orðinn við-
þolslaus aftur og kominn á kaf
Framhald á bls. 31.
Hér er læknisfrúin, Auður Jónsdóttir, og vinnustúlkan, Guðrún Hulda
Guðmundsdóttir.
FIMMTUGUR:
Ármann Halldórsson
t
Nú er sem betur fer liðinn sá
tími þegar atvinnuleysi ríkti á
Austurlandi. Silfur hafsins hefur
skapað efnahagslegt góðæri við
sjávarsíðuna og þrátt fyrir ka. 1
túnum og mikil snjóalög síðast-
liðinn vetur, mun hagur þeirra,
sem landbúnað stunda mun betri
en áður var. Því veldur fyrst og
fremst meiri ræktun og aukin
vinnutækni.
Skyndileg breyting á kjörum
fólks og afkomumöguleikum veld-
ur jafnan róti í hugum manna.
Fólkið gerir imeiri kröfur til lífsins
ekki sízt yngri kynslóðin og ber
slíkt varla að harma, ef kröfurnar
eru skynsamlegar. Vegleg íbúðar-
hús rísa nú víða í þéttbýli á Aust-
urlandi og gljáfægðir bílar teljast
til sjálfsagðra lífsþæginda, þrátt
fyrir misjafna vegi. Á sama tima
nýta sum hreppsfélögin ekki til
fulls tekjumöguleika sína vegna
skorts á vinnuafli og tregðu á
nauðsynlegum leyfum til íram-
kvæmda að því er sagt er, Víða
vantar þó fullnægjandi skóiahús
og viðunandi aðstæður til íþrótta-
iðkana og félagsstarfsemi. Farskól-
ar eru enn við lýði og kennara-
skortur tilfinnanlegur, enda lítill
síldargróði í embættistekjum
þeirra.
Ekki eru allir jafn viðkvæmir
fyrir örum breytingum samtíðar-
innar: náttúruhamförum, hávaðan
um, hraðanum og dansinum kring-
um gullkálfinn. Sumir láta ekki
glepjast og halda fullu jafnvægi.
Einn slíkur situr að Eiðum,
menntasetri Austurlands. Hanri er
þéttur á velli og þéttur i lund.
glottir við tönn, bítur góðlátlega
á jaxlinn, brosir við og gerir tvi-
ráðar athugasemdir um tilveruna
þó í fullri vinsemd og án atlrar
græsku. Hann les fræði sín af
samvizkusemi og hógværð og miðl-
ar nemendum Eiðaskóla með stó-
iskri ró ákveðnum skammti af mál
fræði og sögulegum fróðleik til
andlegs viðurværis og uppbygging-
ar.
Maður þessi er Ármann Hall-
dórsson, kennari við Eiðaskóla.
Hann er nú fimmtugur. Ár-
mann er fæddur á Snotrunesi í
Borgarfirði eystra 8. maí 1916. For
eldrar hans, Gróa Björnsdóttir og
Halldór Ármannsson, eru bæði ætt
uð af Fljótdalshéraði. Ármann
stundaði nám við alþýðuskólann
á Eiðum árin 1934—36. Gagn-
fræðaprófi lauk hann frá Flens-
borg 1937 og kennaraprófi frá
Kennaraskóla íslands 1939. Hann
dvaldi við nám í „Den Internat-
ionale Höjskole" Helsingjaeyri
sumarið 1947. Ármann hefur afl-
að sér mikillar viðbótarmenntun-
ar. Hann hefur t. d. sótt mörg nám
skeið bæði hér á landi og erlendis.
Hann er viðurkenndur ágætis
kennari og farsæll. Ármann hefur
lengst af verið kennari við Eiða-
skóla eða frá 1944. Þar af eitt ár
skólastjóri meðan Þórarinn Þór-
arinsson, skólastjóri var í orlofi.
Árin 1939—41 var hann kennari
í Eiðahreppi og 1941—44 í Seyðis-
fjarðarhreppi.
Ármann hefur mikið sinnt fé-
lagsstörfum þar eystra. Ég þekki
bezt til félagsstarfa hans fyrir Ung
menna- og íþróttasamband Austur
lands og Kennarasambands Aust-
urlands. Ármann var í mörg ár
ritari ungmennasambandsins og
um skeið ritstjóri Snæfells, tíma-
rits þess. Snæfell var viðurkennt
gott tímarit, og var það fyrst og
fremst að þakka ritstjóra þess, en
Ármann er ágætlega ritfær. Ár-
mann átti sæti í framkvæmdanefnd
8. landsmóts Ungmennafélags fs-
lands, sem haldið var að Eiðum
sumarið 1952. Landsmótið að Eið-
um var mikill viðburður eystra
og vakti raunar athygli um land
allt. Ármann hefur einnig starfað
í mörgum nefnduip fyrir U.Í.A.
Þá hefur Ármann einnig átt sæti
í stjórn Kennarasambands Austur-
lands og starfað í nefndum á veg-
um þess. Bæði þessi samtök eiga
Ármanni mikið að þakka. Hann
er jafnan hinn trausti, hógværi
og tillögugóði félagi. Létfcur f lund
og drjúgur á sprettinum, þótt
hann láti ekki mikið yfir sér.
Margar ánægjustundir hef ég
átt á heinjili Ármanns og hinnar
ágætu kfitu hans, Ingibjargar
Kristmundsdóttur. Þau hjón
kunna vel að fagna gestum. f til-
efni af fimmtugsafmælinu tjái ég
Ármanni beztu þakkir mínar og
fjölskyldu minnar fyrir liðin ár
og árna honum allra heilla.
Sk, Þ.