Tíminn - 08.05.1966, Side 9
SUNNUDAGUR 8. maí 1966
TÍMINN
25
frá neðri hæðinni og upp á
efri hæðina. Var það auðvitað
mjög bagalegt og sérstaklega
þreytandi að klöngrast upp
stigana með þungar vatnsföt-
ur i báðum höndum. >ótt við
hefðum ekkert vatn, fengum
við nú samt svimandi háa
reikninga frá hitaveitunni. Mér
finnst sannarlega nokkuð frekt
að bjóða fólki upp á svona
þjónustu.
Sigríður Vilhjálmsdóttir,
sem býr á Baldursgötu 31,
lenti svipuðum vandræðum
og erfiðleikum eins og marg-
ar aðrar húsmæður á Holtinu
sðastliðinn vetur.
— Svo lygilegt sem það nú
annars kann að virðast þá er
Sigríður Vilhjálmsdóttir
það dagsatt, að heita vatnið
fraus í pípunum hjá okkur í
vetur. Hitinn kom ekki nema
þrjá til fjóra tíma á dag í
fleiri vikur. í janúar var mað-
urinn minn eitt sinn frá klukk-
an eitt á hádegi til klukkan
fjögur um nóttina að þýða píp-
urnar. Við hugsum sannarlega
með kvíða til næsta vetrar, ef
svipað ástand á eftir að endur-
taka sig. Við vorum alveg hita
laus í meira en tvo sólarhringa.
Þyrftum við að þvo þvotta kom
umst við ekki hjá því að hita
allt vatnið sem til þeirra þurfti.
Það kann að vera að einhverj-
um finnist ekkert athugavert
við svona ástand en mér
finnst hreint ekki forsvaran-
legt að bjóða okkur upp á
þetta til lengdar.
Þóra Jónsdóttir, húsmóðir á
Skólavörðustíg 35 segir sínar
farir ekki sléttar:
— Við vorum rétt dauð úr
kulda í vetur. Við urðum hvað
eftir annað að kappklæða okk-
ur undir nóttina þegar við fór-
uim í rúmið bæði í peysur, sjöl
og sokka. Allar dúnsængur og
teppi, sem til voru á heimil-
inu voru notuð. Svona ófremd-
arástand ríkti hér í 6 vikur.
Ekkert vatn kom úr krönun-
um á þessum tíma, nema í
mesta lagi einn klukkutíma á
dag. Það nær ekki nokkurri átt
að láta nýju hverfin taka allt
heita vatnið frá okkur héma
í gamla bænum.
— Þóra ræddi einnig við
okkur um aðstöðu unga fólks-
ins í borginni til skemmtana
og tómstundalífs.
— Það er ekkert hús til
Þóra jónsdóttir
handa unglingum á aldrinum
17—21 árs þar sem þau geta
farið og skemmt sér. Það er
nauðsynlegt, að borgaryfirvöld
in komi sem fyrst upp skemmti
húsum fyrir unglinga. Það
þyrfti fleira að vera gert til
gamans heldur en dans. Iðka
mætti þar alls konar tómstunda
iðju. Helzt þyrfti það einnig að
vera opið jafnt á daginn, sem
kvöldin, sérstaklega á laugar-
dags og sunnudagseftirmiðdög-
um. Það er ansi hart að hér
í Reykjavik þar sem nærri
helmingur landsbúa býr skuli
varla vera til nokkur skemmti-
staður fyrir unga fólkið. Mér
finnst sannarlega ekkert gam-
an að vita af mínum bömum
á vínveitingahúsum. En með-
an aðrir staðir eru ekki til,
neyðast unglingar til að fara
þangað. Mér er óskiljanlegt
hvers vegna borgaryfirvöldin
hafa ekki bætt úr þessu.
Á Skólavörðustg 33 býr Hild
ur Sveinbjörnsdóttir. Hjá
henni búa einnig dóttir henn-
ar og tengdasonur ásamt bami
sínu. Hildui' fræðir okkur á
erfiðleikum sem ungu hjónin
eiga L
—- Það hefur reynzt mjög
erfitt að koma börnum fyrir.
Hildur Sveinbjörnsdóttir
þurfi konan að vinna úti eða p
stunda nám. Ég veit um mörg
dæmi þess, að konur hafi
þurft að hætta námi vegna
þess, að þær gátu hvergi kom-
ið bömunum fyrir á daginn.
Það er orðið nauðsynlegt að
stofna kvöldskóla fyrir þá
heimilisfeður eða mæður sem
leggja vilja stund á nárn^, en
þurfa að vinna fyrir sér á dag-
inn. Erlendis eru kvöldskólar
þar sem hægt er að taka stú
entspróf og jafnvel háskóla-
próf og er tími til kominn að
koma slíkum skiólum á stofn
hérlendis. í þessu hverfi er
mjög slæm aðstaða fyrir barna
fjölskyldur. Hér er mikill skort
ur á leikvöllum, barnaheimil-
um eða vöggustofum. Lóðirn-
ar, sem fylgja húsunum hérna
í hverfinu eru flestar svo litl-
ar, að þær geta með engu
móti verið aðseturstaður fyrir
bömin. Þar eð hér skortir til-
finnanlega gæzluvelli er engin
önnur leið en að láta börnin
á götuna- En mér og öðrum
er mjög illa við slíkt, þar eð
auðskiljanlega er i því fólgin
mikil hætta.
— Mörg húsin í þessu hverfi
eru orðin næsta gömul. Jlvem-
ig reynast þau?
— Húsið, sem við búum í er
meira en 40 ára gamalt. Þar |
eð dóttir mín býr hér með fjöl
skyldu sína, er eðlilega mjög
þröngt. Þau hjónin hafa reynt
að fá sér íbúð, en þau geta
með engu móti fengið íbúð,
sem þau hafa efni á að taka
á leigu. Öll leiga er orðin svo
gífurlega há, að fólk, sem
stundar nám hefur alls ekki
efni á því að leikja sér íbúð.
f vetur fór hitaveitan oft um
Ihádegi meðan kaldast var.
Oft var ekki nokkur leið að
þvo upp eða þvo þvotta og
og óhreint tau í langan tíma.
Þetta ástand er til háborinn-
ar skammar og illt að svo slæg-
lega Skuli vera búið að íbúum
þessa hverfis. Ennfremur getur
ástand sem þetta verið mjög
hættulegt á heimilum þar sem
ungabörn eru.
ÞÁTTUR KIRKJUNNAR
1. MAf OG
KIRKJAN
Þegar helgisiðabók kirkjunn
ar verður endurskoðuð ætti 1.
maí að eiga þar ákveðið rúm.
Þetta er dagurinn, sem orð-
inn er ákveðinn baráttudagur
fyrir bættum hag hinna smáu
og smáðu. Raunar hefur hann
ofurlítið annan blæ nú, en með
an hann var algerlega undir
kjörorðinu:
„Öreigar allra landa samein-
ist.“
Pólitísk öfl eiginhagsmuna,
jafnvel hefnda haturs og
grimmdar hafa jafnvel gjört
hretviðri þennan dag, skyggt
fyrir sól og skapað örvæni,
kvíða og ótta. Og sagt er, - að
þá sýni herveldi heimsins hin
miklu hergögn sín og morð-
tæki öðrum dögum fremur.
En þetta er að sjálfsögðu
fjarri þeim anda einingar, jafn
réttis og bræðralags, þeim
krafti gróandans, sem 1. maí
á að vera helgaður.
Hann á að vera dagur ein-
ingar en ekki sundrungar, jafn
réttis en ekki bróðurvíga,
bræðralags en ekki styrjalda.
Allar hertækjasýningar og her-
kannanir þennan dag eru því
hið sama. sem nefnt var i
gamla daga að snúa Faðir vori
upp á djöfulinn, gef hinu illa
ráðrúm og framgang í stað
þess að efla tök fyrirgefning-
ar og samstarfs. í baráttunni
fyrir bættum hag vinnandi og
hugsandi fólks er mikilsvert að
eiga slíkan dag, sem 1. maí er
nú þegar orðinn um allan heim
til átaks og hugleiðinga, en um
fram allt til að stíga á stokk
og strengja heit að hætti nor-
rænna heja. Strengja þess heit
að hvessa vopn andans: Hugs-
un, vísindi og góðleika til and-
stöðu gegn kynþáttarmismun,
stéttaríg, flokkadrætti og hvers
konar kúgun.
En allt slíkt er algerlega í
anda kristins dóms, ef kirkj-
an skilur rétt, boðskap meist-
ara síns og Drottins og berst
undir merkjum hans, en
gleymir öllum annarlegum
sjónarmiðum sýndarmennsku
og hroka. Samkvæmt eðli sfnu
og anda hans, sem sagði: „Allt,
sem þér gjörið einum minna
minnstu bræðra, það gjörið
þér mér, verður kirkian alltaf
að standa vörð um rétt lítil-
magnans og vinna í anda góð-
leikans að takmarki réttlætis
og réttlátrar skiptingar lífsgæð
anna öllum til handa.
Og umfram allt þarf kirkj-
an að muna að hið illa, hvort
sem það birtist í öfund og ill-
girni, ágirnd eða löstum ein-
staklinga eða f heilum stjórn-
málastefnum og heitu trúarof-
stæki, það verður aldrei yfir-
onnið með illu. aldrei bugað
með vopnum, sprengjum eða
véltækni. ekki fremur en vetr-
arhjarnið verður yfirbugað og
appleyst með nýjum og nýjum
vorhretum. sem auðvitað auka
lclakann og vetrarvöldin.
Það eina, sem dugir er sól-
skin og dögg góðleika og víð-
sýni, skilnings og göfug-
mennsku, sem skilur allt og
umber allt, þangað til skafl-
inn hverfur úr brekkunni, klak
inn af vatninu.
Ein helzta gleðifregn þessara
síðustu daga og fyrstu daga
sumarsins er um vingjamlegt
en þó formlegt samtal tveggja
stórmenna, sem taldir eru leið-
togar og fjöldinn á stórum
svæðum setur traust sitt til.
En það eru þeir Páll páfi og
Gromyko ráðherrann rússneski.
Orð eru til alls fyrst, og þarna
eru vormerki, sem ekki ættu að
gleymast 1. maí. sízt af öllu
kirkjunni.
Og sannarlega mættu allar
kirkjudeildir og trúflokkar
heims samfagna katólsku kirkj
unni með þann vorhug, sem
birtist í páfagarði nú hvað eft-
ir annað og vekur athygli um
víða veröld. Og fögur var frétt-
in, sem of lengi hefur dulizt
um allan þann fjölda ísraels-
sona og dætra, sem katólsku
kirkjunni hefur tekizt að
bjarga úr grimmdarklóm Naz-
ista í síðustu heimsstyrjöld.
Þar var hún svo sannarlega á
vegum meistara síns, svo að
kirkja Lúthers í Mið-Evrópu
má sannarlega bera sig illa,
þegar spurt er: Hvers vegna
gat hún ekki bókstaflega af-
stýrt þessu djöfulæði? Svaf
hún á verðinum, með sinn frið-
þægða Guð í hásæti? Framveg-
is ætti 1. maí að verða sa dag
ur, sem talað er vökuorðum til
kirkju og kirkjuhöfðingja í
hverju landi, að þeir gæti vor-
merkjanna i framvindu sög-
unnar, tengi hendur um neims
kringluna alla til átaks í anda
Krists til útrýmingar ranglæt-
is og kynþáttahaturs, hroka og
fordóma milli stétta, þjóða og
kynþátta.
Ekki er hér Grikki og Róm-
verji, Gyðingur né Samverji,
ekki svartur og hvítur, Banda-
ríkjamaður eða Rússi, heldur
bræður og systur f kærlelka
Krists.
,„Ég trúi á kærleiksblæinn
blíða
sem birtist Jesú fyrst í þér.“
Þar er vorblær veraldar um
alla framtíð, sem kyssir kinn
líkt og vorgolan 1. maí. Og
hún ætti svo sannarlega að
vekja hvert sofið fræ til vaxt-
ar og þroska á nýju sumri frið-
ar og farsældar mannkyni jarð
ar til handa.
Þrír næstu sunnudagar heita
á máli kirkjunnar: Jubilate,
Contate,' Rogate, það er á ís-
lenzku: Gleðjist, Syngið, Biðj-
ið.
Látum nú 1. maí, sem heitir
Jubilate minna á gleði vors og
nýrra tíma, fögnuðinn yfir, að
hér „verði gróandi þjóðlff, með
þverrandi tár, sem þroskast á
Guðs ríkis braut."
En ríki Guðs er hið innra
i yður og í samfélagi yðar:
Réttlæti, friður og fögnuður.
Megi 1. mai efla það rfki um
ókomin ár og aldir.
Árelíus Nielsson.