Tíminn - 12.05.1966, Page 3

Tíminn - 12.05.1966, Page 3
FIMMTUDAGUR 12. maí 1960 TIMINN MINNING ■9 • . ___ NIKULAS GUÐJONSSON Fæddur 6.-8. 1889. Dáinn 25.-4. 1966. Vinn þú verk þitt meðan dagur er, nóttin kemur þá enginn getur unnið Þessi orð komu mér í hug er ég minnist Nikulásar Guðjónsson- ar. Hann hefur fullkomlega til- einkað sér þau, því oft var starfs- dagurinn langur og aldrei spurt um klukkuna heldur hvað þarf að gera áður en lagzt er til hvíldar. Nikulás var fæddur á Hamri í Gaulverj abæj arhyeppi 6.-8. 1889, sonur hjónanna Guðbjargar Guð- mundsdóttur og Guðjóns Nikulás- sonar. Hann var elztur 8 systkina er á legg komust. Af þeim eru tvö dáin, Guðjón er dó ungur og Guðbjörg er dó innan við fertugt. Þau sem eftir lifa eru Guðmund ur, Halldóra, Vilenberg og Guð- rún, öll í Reykjavík, og Kristinn, búsettur í Hafnarfirði. Nikulás var starfsmaður annarra mestan hluta ævi sinnar að undantekn- um uppvaxtarárunum er hann dvaldi í foreldrahúsum. 17 ára missti hann föður sinn og kom þá í hans hlut forsjá heimilisins frá Hæli ásamt móður sinni, en hún var afburða dugleg kona. En tveimur árum síðar dó móðir hans, og var þá ekki um annað að gera en leysa heimilið upp. Nikulás gerð- ist þá vinnumaður hjá nýja hús- bóndanum á Hamri. Þar var hann svo í sjö ár. 26 ára réðist hann vinnumaður til þeirra merkis- hjóna Margrétar Gísladóttur og Gests Einarssonar á Hæli í Gnúp- verjahreppi. Þar var hann svo um nokkra ára skeið. Nikulás var á nokkrum öðrum stöðum í hreppn- um og nokkrar vertíðir til sjós, en alltaf leitaði hugurinn heim í sveitina þar undi hann sér bezt. 1942 fer hann svo aftur að Hæli til ungu hjónanna Steinunnar Matthíasdóttur og Steinþórs Gests sonar. Þar er hann svo til æviloka að frádregnum nokkrum vikum á sjúkrahúsi síðustu ævidagana eða um 24 ár. Nikulás var afburða kappsamur verkmaður, trúr og samvizkusam- ur sem hugsaði fyrst og fremst um hag húsbænda sinna. Steinþór var fljótt kosinn í allskonar trún- aðarstöður innan sveitar og utan og kom þá í hlut Nikulásar að halda öllu í horfinu utan húss þegar húsbóndinn var fjarverandi, rækti hann það af sérstakri alúð og trúmennsku. Nikulás var afskaplega barngóð- ur og munu mörg þeirra minnast hans lengi. Síðustu árin tók hann miklu ástfóstri við yngsta son þeirra á Hæli og máttu þeir vart hvor af öðrum sjá, og tók dreng urinn sér það mjög nærri er hann heyrði lát þessa aldna vin- ar síns. Barnssálin er næm og fundvís á gullkornin er leynast í hjörtum samferðamannana. Peningar voru Nikulási aukaat riði nema til að gefa þá eða lána svo bændur gætu bætt jarðir sín- ar eða lagfært hjá sér á einhvern hátt. Aldrei mun hafa verið geng- ið hart eftir þeim lánum og litlar eftirtekjur af þeim. Mikið mun hann hafa gefið krökkum og eins skyldfólki sínu en aldrei vildi hann neitt láta á því bera og eyddi því ef um var talað. Með Nikulási er fallinn í val- inn einn af síðustu fulltrúum þeirr ar fjölmennu stéttar er setti svo sterkan svip á íslenzka búskapar- hæti fyrir nokkrum áratugum, þegar búskapurinn byggðist að mestu á traustu og góðu vinnu- fólki sem vann að heill og ham- ingju heimilisins eftir beztu getu. Nikulás var jarðsettur 2. maí að Gaulverjabæ bar sem foreldr- ar hans hvíla, í einhverju því feg ursta veðri sem hægt er að hugsa sér á þessum tíma árs. Öll sveit- in var böðuð sólskini það var eins og hún vildi skarta því fegursta er hún var að kveðja þennan ást- kæra son sinn er svo lengi hafði þjónað henni af trú og dygg?. Ég kveð þig svo kæri vinur og þakka þér fyrir allt er þú varst okkur. Við siíknum þín sárt og munum geyma minninguna um þig til æfiloka. Jafnframt gleðj- umst við að þú fékkst að sofna eins og þreytt barn eftir erilsam- an dag. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Jóhannes Sigurðsson. i" Sveinbjörg Brynjólfsdóttir Frú Sveinbjörg Brynjólfsdóttir ekkja Jóns Jónssonar, alþm. í Stóradal, lézt 2. þ.m. í Landspítal- anum í Reykjavík eftir skamma lagu. Sveinbjörg í Stóradal var fædd á Eyrarbakka 12. okt. 1883 og því á þriðja árinu yfir áttrætt er hún lézt. Foreldrar hennar voru Brynjólf- ur Vigfússon, smiður á Eyr- arbakka og kona hans Þórey Sveinsdóttir. Sveinbjörg kom fyrst norður í Húnaþing 1906 í kaupavinnu að GuðlaugsStöðum í Blöndudal til Jóns Guðmundssonar, er síðar keypti Stóradal, en 11. okt. 1911 giftist hún Jóni syni Jóns Guð- mundssonar, og frá þeim tíma átti hún heima í Stóradal. Jón Jónsson, alþm. að Svein- björg bjuggu stórbúi í Stóradal á þriðja tug ára, en 1939 dó Jón á bezta aldri, rúmlega fimmtugur. Eftir lát manns síns bjó Svein- björg með börnum sínum í Stóra- dal, eða þar til Jón sonur hennar hóf búskap og síðan Hanna, en þau systkinin Jón og Hanna bjuggu í tvíbýli í Stóradal allmörg ár. En fyrir nokkrum árum byggði Hanna og maður hennar, Sigur- geir Hannesson, nýbýlið Stekkjar- dal í Stóradalslandi og fluttu þang að. Sveinbjörg og Jón í Stóradal áttu þrjú börn, Jón bónda í Stóra- dal, en hann dó á síðastliðnu ári, aðeins 53 ára gamall, Jón var giftur Guðfinnu Einarsdóttur, er nú býr í Stóradal með dætrum þeirra hjóna. Guðrún gift Hirti Hjartar, forstjóra skipadeildar SÍS og Hanna gift Sigurgeiri Hannes- syni í Stekkjadal eins og fyrr seg ir. Auk þess óhist upp hjá þeim Stóradalshjónum, Ingibjörg Berg- mann, Stóru-Giljá og tveir frænd- ur Sveinbjargar, þeir Þorvaldur Brynjólfsson, járnsmiður, Reykja- vík og Sveinberg Jónsson, skrif- stofumaður á Blönduósi. Stóridalur er höfuðból og í bú- skapartíð Sveinbjargar og Jóns var alltaf margt fólk í heimili og mikill gestagangur. Á þeim tíma var meira um það en nú, eftir að gistihús komu til sögu, að stór- ir hópar ferðafólks leituðu gisting ar á sveitabæjum og var því oft margt næturgesta í Stóradal og öllum veitt af rausn og án endur- gjalds. Að auki var svo Stóridalur um langt árabil aðal fundar- og samkomustaður sveitarinnar, með an ekkert fundarhús var til, en Jón í Stóradal var oddviti sinna sveitunga í öllum félags- og fram- faramálum, svo oft gat komið fyrir að kalla þyrfti menn til fundar. Það kom oft í hlut Sveinbjargar að stjórna heimilinu bæði utan húss og innan þvj maður hennar Jón Jónsson, alþm. var oft lang- dvölum fjarverandi vegna setu á Alþingi og annarra opinberra starfa fyrir sveit sína og sýslu, því flestum þeim opinberu störr- um. er til falla i sveitar- og sýslu- Runólfur Guðmundsson F. 7.10.-1924. D. 22-3-1966 Og nú fór sól að nálgast æginn, og nú var gott að hvíla sig, og vakna ungur einhvern daginn með eilífð glaða kring um sig Nú opnar fóstran fangið góða, og faðmar þreytta barnið sitt, og býr þar ótt um bjóstið móða og blessað lokað augað þitt. Þ.E Kallið er komið. Við verðum ávallt að vera því viðbúin að taka dauðanum, er hann að hönduni ber. Og þá ekki að því spurt hverj frá feilhaga um við þurfum að sjá á eftir. Og getur ekki hjá því farið, að sökn- uður okkar sé sár, er við nú lif- um það, að hérlífsvist Rúnka er lokið. Því að, þrátt fyrir líkam- lega fötlun frá barnæsku, þa var hann sterkasti hlekkurinn í minni fjölskyldu, þá er á reyndi. Runólfur Guðmundsson var fæddur í Otradal 7. október 1924. Sonur hjónanna, Henriettu Jensinu Hermannsdóttur og Guðmundar Guðmundssonar Hann var sjöunda barn þeirra hjóna. Hann fæddist bæklaður i baki, en það virtist ekki þjá hann neiti í æsku, og er mér minnisstætt, að hann var kraftmikill drengur í æsku, og gaf hinum bræðrunum ekkert eftir, hvorki í starfi, né leik. Og góðum andans gáfum var hann gæddur. Gekk mjög vel í barnaskóla og hefði átt létt með framhaldsnám, þó að hann ekki nyti þess. Eins var hann mjög vel hagur. Sagaði út, sem drengur, og hafði af því margar yndisstundir, og margir fallegir gripir voru til í Otradal og víðar, eftir Rúnka. Og er hann stækkaði, kom f Ijós, að hann var jafnvígur bæði á tré og járn, og sérstaklega allt sem fíngerðara var. Rúnki var alltaf glettinn í tali og gamansamur, og virkilegur húm Framhald á bls. 15 félagi gegndi Jón um lengri eða skemmri tíma, ends var hann einn áhugasamasti og duglegasti bar- áttumaður framfaramála Húna- vatnssýslu, sem ég hef þekkt, og áreiðanlega væri margt öðru vísi og betur á vegi statt í Húnaþingi, ef hans hefði notið lengur við. Verksvið Sveinbjargar var heimilið við barnauppeldi og bú- sýslu. Það er oftast minna talað um störf húsmóðurinnar en hús- bóndans, en þó er það svo að húsmóðurstörfin eru ábyrgðar- mestu störf hvers þjóðfélags. Og minna yrði úr störfum bóndans við sýslan opinberra mála, ef kon- an væri ekki til þess að annast það er gera þarf á heimilinu. Sveinbjörg Brynjólfsdóttir var hetja, sem á tangri ævi reyndi bæði björtu og dimmu hliðar þessa mannlífs. Hún missti mann sinn á miðjum aldri og í fyrra dó einka- sonur hennar, sem hún hafði dval- ið hjá frá því að hún hætti bú- sýslu sjálf. En samt var hún gæfu manneskja, hún átti góðan og gáf- aðan mann, mannvænleg börn og tengdabörn. mörg barnabörn og fjölda vina og frænda, er með sökuð í huga þakka henni að leið- arlokum allt það er hún hefur gert fyrir þá. Sveinbjörg verður jarðsett frá Svínavatnskirkju í dag. Við hjónin vottum aðstandend- um hennar okkar dýpstu samúð. Gústav Sigvaldason. Á VÍÐAVANGI Lóðir Það hefur að vonum vakið athygli hins mikla fjölda fólks, sem um Ióðir hefur sótt í Foss vogi og Breiðholti, að upplýst er nú að ár og dagar munu líða, þar til þær byggingarlóðir, sem til úthlutunar verða — eftir kosningar — verða byggingar- hæfar. Aðeins lítill hluti þeirra lóða, sem úthluta á verðnr byggingarhæfur í lok þessa árs og þó líklega ekki fyrr cn á næsta ári. Allar lóðirnar sem verða til úthlutunar á þessum svæðum munu þó ekki nándar nærri svara öllum þeim um- sóknum, sem borizt hafa um lóðir á þessum svæðum, en umsóknirnar voru á þriðja þús und eins og áður hefur verið skýrt frá hér í blaðinu — og segir það sína sögu um hina miklu byggingaþörf. Þörfin er svona brýn vegna þess að það hefur verið alltof lítið byggt í Reykjavík á undanförnum ár- um og það þrátt fyrir hinn mikla fjölda Reykvíkinga, sem hefur flutzt út fyrir borgina til að byggja — hefur neyðzt til þess vegna þess, að það fékk enga lóð í Reykjavík. Byggðim ar í Kópavogi, Garðahreppi og Seltjarnarnesi segja bezt sög una af því. Þetta Áfram En borgarstjórnarmeirihlat- inn er ánægður með þetta eins og það er. Hann lifir í göml um tíma og gerir sér ekki grein fyrir því að þarfirnar aukast hratt með fjölgun borgaranna og breyttum tímum. Visir í gær er spegilmynd af þessari ánægju borgarstjórnarmeiri- hlutans eins og ástandið er. Hann vill þetta sama ástand ÁFRAM. Hann segir, að það hafi verið byggt yfir 5.400 manns umfram fólksfjölgunina í borginni og að helmingi fleiri lóðum hafi verið úthlutað en fólksfjölguninni nemur og ástandið í húsnæðismáium hafi batnað til mikilla muna. Alþýðu blaðið gaf fyrir skömmu mjög grcinargóða lýsingu á ástand- inu í húsnæðismálum og húsa leiguokrinu. En borgarstjórnar meirihlutanum finnst þetta allt harla gott og segir: Við viljum endilega hafa þetta ÁFRAM. Hinn trausti grunnur Minnihlutaflokkarnir I borg arstjórn börðust fyrir því árum saman að gert yrði heildarskipu lag af Reykjavík, en í áratugi ákvað borgarstjórnarmeiri- hlutinn skipulagið frá degi til dags og þjónaði þar duttlung um gæðinga sinna. Hámarki náði handahófið og vitleysan þegar ráðhúsinu var dembt í tjörnina. Við þeirri vitleysu var svo skipulagsfræðingum bann að að hrófla. Nú þcgar skipu lagið hefur loks fengizt fram er meirihlutinn ákaflega rogg inn, skipulagsuppdrættir hinna erlendu sérfræðinga sanna ága?ti borgarstjórnarinnar og til að undirstrika það segir hann skipulagið það bezta í víðri veröld og ekkert skipulag reist á traustari grunni, eins og Gísli Halldórsson lætur hafa eftir sér. Hinn trausti gnmnur er handahófið og vitleysurnar, sem Reykvíkingar verða að borga hundruð milljóna króna í útsvörum á næstu árum fyrir að leiðrétta. M. a. verður að Framhald a 14. síðu

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.