Tíminn - 12.05.1966, Qupperneq 5
FIMMTUDAGUR 12. maí 1966
Otgetandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar Þórarinn
Þórarinsson (áb) Andrés Kristjánsson Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar Tómas Karlsson Aug-
lýsingastj.: Steingrimur Gislasori Ritstl.skrifstofur i Eddu
húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur Bankastræti 7 Af-
greiðslusimi 12323 Auglýsingaslmi 19523 Aðrar skrifstofur,
simi 18300. Askriftargjald kr 95.00 á mán Innanlands - í
lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA n.f
Rétt hjá Bjarna
*
Fyrir nokkrum dögum héldu þeir Geir Hallgrímsson
og Bjarni Benediktsson fund með kaupmönnum, sem
þeir telja trygga Sjálfstæðisflokknum. Það kom greini-
lega fram hjá fundarmönnum, að þeir töldu rétt að
blanda ríkisstjórninni og verkum hennar sem minnst
í kosningabaráttuna, en reyna að láta hana snúast sem
mest um borgarstjórann og borgarmálin. Forsætisráð-
herra fór brátt ýmist að roðna eða hvítna undir þessum
lestri, og kom svo, að hann gat ekki orða bundizt. Krafð-
ist hann ekki síður fylgis við ríkisstjórnina en borgar-
stjórann enda yrði þetta tvennt illa sundur skilið, þegar
gengið væri til kosninga.
Þetta er rétt hjá Bjarna Benediktssyni. Borgarstjórn-
arkosningarnar í Reykjavík hafa tvíþættan tilgang. í
fyrsta lagi leggja kjósendur dóm sinn á það, hvort þeir
vilja una áfram yfirráðum valdaklíku, sem búin er að
fara með borgarmálin áratugum saman og viðheldur
margskonar sukki og spillingu, eins og jafnan fylgir
langri valdasetu sama flokks. í öðru lagi verða kjósendur
svo að taka afstöðu til þess, hvort þeir una þeirri stiórn-
arstefnu, sem stöðugt eykur dýrtíðina og herðir lánsfiár-
höftin, ^þ^r, sem sigur stjórnarfloklcanna í sveitar- og
borgarstjórn’arkösningunum yrði eftir á túlkaður sem
sigur hennar og myndi verða ríkisstjórninni hvatning
til að víkja hvergi frá henni. Ef úrslitin yrðu hins vegar
ósigur fyrir stjórnarflokkana, myndi það verða þeim að-
vörun og þeir frekar reyna að bæta ráð sitt.
f kosningunum 22. maí ber því kjósendum að taka
afstöðu jöfnum höndum til bæjar- og borgarmálefna og
landsmála. Þetta er líka svo samantvinnað, að illa verð-
ur skilið á milli. Traust stjórn sveitar- og borgarmála
byggist t.d. öðru fremur á því, að óðaverðbólga sé ekki
drottnandi í landinu.
Þess vegna tekur Tíminn alveg undir þá skoðun
Bjarna Benediktssonar, að kjósendur eiga jöfnum hönd-
um að taka afstöðu til sveitar- og borgarmála annars
vegar og landsmála hins vegar í kosningunum 22. maí.
Megináhrif kosningaúrslitanna -verða ekki sízt fólgin í
því, hvernig ríkisstjórnin skilur þau, og hvort hún tel-
ur þau heldur fela í sér stuðning eða áminningu.
>»
Otti Morgunblaðsins
Það er orðið meira en ljóst á Mbl., hvaða flokk það
óttast í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík. Áróðri
þess er nú í sívaxandi mæli beint gegn Framsóknar-
flokknum. Það sýnir, að íhaldið telur hann hættulegasta
andstæðing sinn og líklegastan til fylgisaukningar.
Þetta er ekki undarlegt. Framsóknarflokkurinn er sá
flokkurinn, sem skeleggast hefur barizt gegn dýrtíðar-
stefnu ríkisstjórnarinnar. Framsóknarflokkurinn er sá
flokkurinn, sem eindregnast hefur barizt gegn lánsfjár-
höftunum og ákveðnast hefur krafizt stuðnings við ís-
lenzka framtaksmenn SHórnarflokkarnir hafa hins veg-
ar þrengt að íslenzkum ^taksmönnum á margan hátt
samtímis því, sem þeir nafa veitt erlendu auðfélagi
mikil og óvenjuleg hlunnindi. Þeir trúa mest á hið er-
lenda framtak.
Þessvegna fylkja þeir, sem efla vilja íslenzkt framtak
sér meira og meira um Framsóknarflokkinn. Þeir sjá að
í þeim efnum er stjórnarflokkunum ekki að treysta. Þetta
sýnir sívaxandi ótti Mbl. við Framsóknarflokkinn.
TllVBiNN 5
ERLENT YFIRLIT
Blóðbaðið mikla í Indonesiu
• Hafa a.m.k. 300 þúsund manns verið teknir af lífi?
SUKARNO
ÝMSIR ÞEIRRA, sem bezt
hafa fylgzt með atbuðunum í
Indónesíu seinustu sex mánuð-
ina, telja að þar hafi fleiri
menn verið teknir af lifi á
þessum tíma en fallið hafa í
Vietnamstyrjöldinni frá upp-
hafi, ef hún er talin hafa byrj
að með uppreisninni gegn
Frökkum fyrir 15 árum. Það er
áiit margra sendimanna er-
lendra í Jakarta, höfuðborg
Indónesíu, að a. m. k. 300 þús.
manns hafi verið teknir af
lífi og alltaf sé verið að fylla
fangelsin að nýju, en fæstir
þeirra, sem þangað koma munu
sleppa lifandi. Sú hefur a. m.
m k. orðið reyndin fram að þessu.
Þetta, sem hér hefúr verið
sagt, kemur m. a. fram í grein,
sem birtist í New York Times
Magzine um seinustu helgi.
Höfundur hennar er Seth S.
King, sem undanfarin þrjú ár
hefur verið fréttamaður New
York Times á þessum stöðum.
Síðastl. vetur var hann gerður
brottrækur, ásamt öðrum amer-
ískum blaðamönnum, en svo
leyft fyrir nokkru að koma aft-
ur til landsins. Sú grein hans,
þar sem þetta kemur fram, er
skrifuð í Jakarta fyrir stuttu.
EINS og kunnugt er, reyndu
herforingjar, sem fylgdu komm
únistum að málum, að gera
stjórnarbyltingu 1. október síð
astl. í byltingartilrauninni voru
margir af helztu yfirmönnum.
hersins drepnir, en nógu marg
ir sluppu þó til þess að geta
kveðið hana niður. Sá, sem
gekk bezt fram í því að kveða
byltingartilraunina niður, var
Sukarno hershöfðingi, sem nú
er vafalítið valdamesti maður
Indónesíu.
Það er enn ekki upplýst til
fulls, hvort Kommúnistaflokk-
ur Indónesíu stóð að baki bylt
ingartilraunarinnar eða ekki
Margt bendir þó til, að hann
hafi vitað um hana, en ekki
viljað standa formlega að
j henni. Hann hafi m. ö. o. ætlað
að njóta góðs af henni, ef
hún heppnaðist, en afneita
henni, ef hún misheppnaðist.
Hvað, sem rétt er í þessu, er
það hinsvegar víst, að andstæð
ingar hans hafa kennt honum
im hana, og þetta tækifæri bæri
jafnframt að nota til að ganga
á milli bols og höfuðs á hon-
um. enda væri það ekki síðar
vænna. Hér er fyrst og fremst
um Múhameðstrúarmenp að
ræða, sem hafa það ekki sízt
á móti kommúnistum, að þeir
eru yfirleitt trúleysingjar.
UM ALLLANGT skeið hafa
ýmsir kunnugir menn talið það
aðeins tímaspursmál hvenær
kommúnistar kæmust til
valda í Indónesíu. Komm-
únistaflokkurinn þar var
sá langstærsti og öfl
ugasti utan Kína og Sovétríkj
anna. Hann hafði þrjár milljón
ir skráðra flokksmanna. Hann
réði yfir stéttarsamtökum, sem
í voru 22 milljónir félags-
manna. Talið var, að a. m. k.
20% af óbreyttum hermönnum
fylgdu honum að málum. Aðr-
ir flokkar landsins voru miklu
lakar skipulagðir Stjórn Suk-
arnós var spillt og veik og
byggðist raunar ekki á öðru
en gömlum vinsældum hans
sem forustumanns í sjálfstæðis
baráttunni. Fátækt var mikil
og efnahagsvandræði vaxandi.
Flestir litu svo á, að kommún-
istar væru aðeins að bíða eftir
réttu tækifæri.
Margt bendir til, að kommún
istar hafi verið óviðbúnir, þeg
ar áðurnefnd byltingartilraun
misheppnaðist. En andstæðing
ar þeirra gripu tækifærið feg
ins hendi. Herinn hófst strax
handa um að fangelsa helztu
leiðtoga þeirra og bannaði
jafnframt alla starfsemi flokks
ins. Hersveitir voru sendar til
þeirra staða, þar sem líklegt
þótti, að kommúnistar gætu
hafist handa um skæruhern
að. í framhaldi af þessu tóku
svo óbreyttir andstæðingar
þeirra réttvísina í sínar hend
ur. Frásögnin af þeim atburð
um líkist oft verstu hryllings-
sögum og sýnir vel, að hugar-
far og venjur eru aðrar austur
þar en hjá Evrópumönnum,
þegar ,,hreinsanir“ Hitlers og
Stalíns eru undanskildar. All-
ir þeir, sem eitthvað höfðu lát
ið til sín taka.sem kommúnist
ar, voru eltir uppi og fangels
aðir, og oft voru heilar fjöl-
skyldur myrtar strax að við
stöddum meiri og minni mann
fjölda. Dauðinn beið flestra
þeirra, sem lentu í-fangelsun-
um, og bar að með ýmsum
hætti. Sums staðar munu fang
arnir hafa verið látnir deyja
úr hungri. Enn er haldið á-
fram að elta kommúnista uppi
og aftökum haldið áfram. Það
er því hvergi nærri enn séð
fyrir endann á þessu blóðbaði.
Erjgar opinberar skýrslur
hafa verið birtar um þessar
fangelsanir eða aftökur, að
undanskildu því, að Sukarno
forseti skýrði frá því í jan
úarmánuði síðastl., að 87 þús.
.manns hefðu misst lífið í þess
um „hreinsunum", en síðar var
þessi tala leiðrétt og sagt að
hér væri aðeins um 78 þús.
manns að ræða. Kunnugir
menn í Jakarta álíta þessa tölu
hins vegar alltof lága, eins og
áður er rakið. Minnst hefur bor
ið á þessum aftökum í Jakarta,
en því meira í afskekktum hér
uðum.
EINS OG NÚ standa sakir,
er kommúnistaflokkurinn al-
gerlega i rústum, því að
hann hefur misst langflesta for
ustumenn sína. Hins vegar er
ekki þar með sagt, að hers-
höfðingjarnir, sem fara með
völdin, séu traustir í sessi, því
þeir eru engan veginn taldir
sammála, og sundurlyndir
flokkar styðja þá. Efnahags-
vandræðin eru líka stórkostleg
og fara vaxandi. Margt bendir
til, að Sukarno forseti sé al-
veg á valdi þeirra, en vegna
vinsælda hans þora þeir ekki
að steypa honum formlega af
stóli. Aðstaða þeirra myndi
stórlega versna, ef þeir gætu
ekki notað nafn hans. Hers-
höfðingjarnir mótmæla því
harðlega, að þeir séu hægri
sinnaðir, heldur telja þeir sig
flestir vera róttæka vinstri
menn, þótt þeir geti ekki átt
samleið með kommúnistum.
Það vekur athygli, hve Rúss
ar og Kínverjar hafa tekið at-
burðunum í Indónesíu með
mikilli rósemi. Ef til vill telja
þeir að enn sé ekki um nein
leikslok að ræða í Indónesíu.
Tvívegis áður hefur Kommún
istaflokkur Indónesíu verið
bannaður og foringjar hans
hart leiknir, en hann risið
fljótt á legg aftur. Eymdin og
stjórnleysið, sem alltaf hafa
ríkt í Indónesíu, eru komm-
únismanum góðir bandamenn.
Meðan ekki tekst að sigrast á
fátækt og stjórnleysi, verða
öfgastefnur eins og kommún-
isminn aldrei sigraður til
fulls. Þ.Þ.