Tíminn - 12.05.1966, Síða 9

Tíminn - 12.05.1966, Síða 9
FIMMTUDAGUR 12. maí 1966 Verkamannabústaðir i smiðum á ísafirði. TÍMINN___________________________9 Ketill Indriðason á Fjalli: Opið bréf til alþingis- manna Sjalfstæðisflokksins - Frá eru skildir Bjarni Benediktss. og Jóhann Hafstein. selur afurðir úr landi. Bæði þessi fyrirtæki hafa gefið góða raun. — Hvað er að segja um fé- lagsmálin? — Um félagsmálin er það að segja, að á ísafirði hafa verið starfandi æðimörg félög, bæði kvenfélög, íþróttafélög og stjórnmálafélög o. fl. Húsnæð- isskortur hefur háð starfsemi þessara félaga nokkuð. því fé- lagsheimili er ekkert. Hins veg- ar er allgott kvikmyndahús, Al- þýðuhúsið, sem er eign verka- lýðsfélagsins og sjómannafé- lagsins, notað nokkuð, en er óhentugt til samkomuhalds. Það er því ákaflega þýðinga- mikið að koma upp góðu fé- lagsheimili og hlýtur það að verða eitt af brýnustu verkefn- um að vinna að því í félags- málunum, svo að félagslíf geti þróazt með eðlilegum hætti og að yngra fólkið fái aðstöðu til þess að eýða tómstundum sín- um á heilbrigðan hátt. — En hvað getur þú sagt mér um heilbrigðismálin? — Á ísafirði er fjórðungs- sjúkrahús, sem hefur verið rek- ið með allmiklum myndarskap. Læknar eru aðeins tveir á fsa- firði núna og er annar þeirra því miður að yfirgefa okkur nú á næstunni. Elliheimili er starfrækt á ísafirði, en í sambandi við 100 ára afmæli bæjarins í vetur var ákveðið að reisa nýtt slíkt heim ili. Er fyrirhugað, að það verði reist á sjúkrahústúninu og verði hugsanlega rekið i einhverjum tengslum við sjúkrahúsið þann- ig að nýta mætti starfskrafta sjúkrahússins og 'elliheimilisins sameiginlega. Ef af þessu yrði, má telja mjög líklegt að byggð verði viðbygging við sjúkrahús- ið til þess að veita læknunum betri starfsaðstöðu. Mér þykir ekki ósennilegt, að samvinna gæti orðið um byggingu elli- heimilisins milli Norður- og Vestursýslunnar, og kaupstað- arins. — Eru íþróttir mikið stund- aðar á ísafirði? — Já, nokkuð. Á sumrin er aðallega um að ræða knatt- spyrnu, en á veturna er 'skíða íþróttin stunduð af miklu kappi enda eru ísfirðinga í femstu röð skíðamanna á landinu. Að- staða er góð til skíðaferða, því tveir myndarlegir skíðaskálar eru þarna í nágrenninu. Um aðstöðu til iðkunar annarra íþrótta má segja það, að við höfum íþróttasa) og sundlaug í einni byggingu. Sundíþróttin hefur verið stunduð töluvert. Aðstaða til knattspjTnuiðkun skamms tíma menntaskóla, en nú hefur verið gefin heimild til þess að reisa hann í bæn- um. Bæjarstjórnin hefur fyrir sitt leyti samþykkt að veita væntanlegum menntaskóla lóð á Torfnesi neðan Seljalandsveg ar, en það er einn alla falleg- asti byggingastaður í bænum. — En hvað um skólana? — Barnaskólinn er í gömlu en myndarlegu húsi, sem byggt var 1901 og er nú verið að reisa nýja barnaskólabyggingu, sem væntanlega verður tekin í notkun á næsta ári. Þar bæt- ast við 8 nýjar kennslustofu. Hin nýja bygging er fyrsti áfangi af stórri byggingu, sem rísa á á lóðinni, þar sem gamli barnaskólinn stendur. f sam- bandi við gagnfræðaskólann er starfrækt svonefnd framhalds- deild, en það er fyrst.i bekk- urinn eftir landsprófið. Iðn- skóli hefur verið tekinn þarna, og við hann var í vetur stofn- uð undirbúningsdeild undir tækniskóla. Húsmæðraskólinn Ósk hefur verið rekinn á ísa- firði í mörg ár með miklum myndarbrag og hefur skólinn alltaf verið fullsetinn. Tónlist- arskólinn hefur verið rekinn með miklum dugnaði í ein 18 ár. Þar hefur verið kennt á öll helztu hljóðfærin, auk þess sem kennd hefur verið tón- fræði. Þess má geta, úr því að ég er farinn að tala um Torfnes- ið, að bæjarstjónin hefur sam- þykkt að gera þær breytingar á skipulagi, að umferðargatan inn í bæinn verði nýr vegur, sem komi fyrir framan þær byggingar, sem nú standa á Torfunesinu og nái alla leið frá Hafnarstræti inn að Selja- landi. Þegar sá vegur verður fullgerður og tekinn í tölu þjóð vega, mun það gerbreyta inn- keyrslunni í bæinn. Með til- komu hins nýja vegar verður auðveldara að færa ný byggða- hverfi inn í fjörðinn en land- rými er ákaflega lítið í sjálf- um kaupstaðnum og ef veruleg fjölgun yrði á ísafirði þá hlýt- ur byggðin að færast inn í fjörðinn. — Er mikið byggt á ísafirði? — Nei, byggingar hafa verið of litlar og húsnæðisvandræði eru töluverð. Sérstaklega vant- ar okkur húsnæði fyrir yngra fólkið. íbúafjöldi á ísafiði hef- ur staðið nokkuð í stað. 1. desember 1964 voru 2658 íbúar á ísafirði, en 1 des. 1965 munu íbúar hafa verið 2688, svo að aðeins er um fjölgun að ræða. Hitt er athyglisvert, að yngra fólkið hefur gert talsvert af þvi Kosið hefði ég að skrifa ykkur hverjum og einum fremur en öll- um sameiginlega, þótt þið séuð mér flestir kunnir að illu í þing- störfum, en ókunnir að öðru. Af þessu hefur risið hæst óorð- heldni ykkar í höfuð stefnuskrár- málinu, baráttunni við verðbólg- una. Skuggi hennar er svo sú lítil- mennska að kenna öðrum um helmingsaukningu hennar, er enn fer hraðvaxandi. Rangsleitni ykkar í lagasmiðum er annar þáttur ófagur. Sukk og fjárbruðl úr hófi fram hinn þriðji. Auðmýkt og ósjálfstæði, undir- lægjuháttur gagnvart erlendu valdi og ásælni hinn fjórði. Gerræðisfullar athafnir í trássi við það umboð, sem kjósendur hafa gefið ykkur fylgja í kjölfarið. Um forsætisráðherra ykkar má með sanni segja, það sem Ankers Hovden kvað, og Bjarni frá Vogi þýddi prýðilega úr norsku: „Og hann var æ við erlent mann- rusl mildur, en mannýgur við oss sem boli trylldur." Fímmti þáttur og sjötti — en látum það kyrrt liggja, seint verð- ur fulltalið, enda vefst hvað um annað í þá flækju ,sem seint mun greiðast úr, og drjúgum verri þeirri er þið tókuð við. Grobbið og sjálfhælnin er þátt- ur út af fyrir sig, smábroslegur og þó hvimleiður, enda óspart beitt í samanburði fyrri og síðari ára, aflabragða og gjaldeyrissjóða. Þrátt fyrir allt, skrifa ég ykkur þó vegna þess, að ég veit, að þið eruð ekki stórum verri en aðrir menn. Vitibornir meira en í með- allagi. aðeins ívið hoknari í hnjám og bognari f baki — óupplitsdjarf ari — en sæmir þeim, er veljast til þingsetu. Hafið eflaust viljað margt betur en verkin benda til. Fremur sveigt og borið frá réttri leið í ýmsum efnum en valið þá röngu. Ekki staðizt áhrif stærri og verri manna. Því er nú komið sem komið er. Hvað viltu þá, vesæll maður við okkur ræða vænti ég að eihhverj- ir ykkar segi, er þetta bréf sjá og heyra. Þetta: Magnið verðbólguna- Látið dýrtíðina geisa! Hossið og hampið bröskurunum! Eyðið byggðina! Hóið landsfólkinu suður! Kúgið bændurna! Hækkið stofnlánadeildargjaldið um helming og meira síðar! Þjarmið að samvinnufélögunum! Lækkið afurðalánin til muna! Hækkið vextina! Hækkið söluskattinn um helm- ing! Frystið 2/3 sparifjárins! Fjölgið ráðherrum um helming og sendiherrum — nei ambassa- dorum, fyrirgefið — að sama skapi! Standið tryggan vörð um ,frelsi“ sjónvarpseigenda! En staðfestið ekki álsamning þann, er nú liggur fyrir Alþingi ; og tengdur mun uafni Jóhanns Hafsteins \ aldir fram, vansællar minningar. Látið það mái bíða næstu kosninga, eða leggið það undir þjóðaratkvæði á þessu ári. Indriði Þorkelsson kvað: „Þótt þú prettir mann sem mig, máske vin og bróður, svíkirðu ekki sjálfan þig, svo ertu nokkuð góður.“ Vini og bræður eruð þið búnir að pretta margsinnis síðustu árin engu síður en okkur andstæðing- ana. Sumt þeirra pretta má skjótt bæta, aðra síðar. Suma torveld- lega, en fæstir eru óbætanlegir. Þetta yrði það og þá hafið þið svikið okkur alla og ættjörðina sjálfa. Þær syndir fyrirgefast ekki, þær fyrnast ekki, heldur skýrast. Þær þverra ekki, en vaxa og bera ban- væna ávexti, er óbornar kynslóðir bergja af. Svo fór á öld Sturlunga, svo fer enn og hefur ávallt orðið. Ótvírætt kennimark þjóðsvika er það, ef erlendum mönnum er gefinn jafn réttur innlendum, hvað þá ef hærri er. Alþjóð skatt- lögð í þeirra þágu. Hlunnindi, réttindi. verðmæti fósturjarðarinnar látin um lengri eða skemmri tíma f hendur út- Iendinga fyrir auvirðilegan pen- ing, og þetta er þeim mun verra öðrum undansláttarsamningum ykkar, að hér er auravonin ein, alstrípuð, höfð að skálkaskjóli. í landhelgismálinu var umhyggj an fyrir lífi sjómanna höfð að yfir skyni. Því eru þeir nauðunga- samningar, hvort sem við öðlumst þrek til að neyta þess eða ekki. í Hvalfjarðarmálinu, er það ör- yggi landsins öðrum þræði. Hins vegar að öllum líkindum ósann- indavefur um epdurbætur mann- virkja. í sjónvarpsmálinu bónþægnin, greiðviknin við hina erlendu menn, sem tryggja sér með þessu skæða vopni vald yfir hugarheimi fjölda þess fólks, sem ræður hér á landi eftir 1—2—3 áratugi og verður þá að öllum líkindum á hvörfum þess hvort meir skuli meta ísland eða U.S.A. Eða vorum við svikin innanfrá í þessu máli eins og í Spánar- vínsmálinu forðum? Hernámssamningunum má segja upp og öllu í því sambandi með stuttum fyrirvara. Álsamningarnir eru öllu þessu verri. Þar ræður rangsnúið gróða- hyggjusjónarmið öllu. Einskis manns lífi er þar í hættu stefnt þó þeim sé hafnað, aðeins póli- tískri tilveru Jóhanns Hafsteins og fáeinna annarra þvílíkra. Úr því má skjótt bæta, nógir til inn- an flokks ykkar til að taka við. Ekki eru þetta landvarnir. Ekki er þetta gert af bónþægni. Slíkt og þvílíkt má ekki hugsa hvað þá tala, og er þó erfitt að verjast vondum hugrenningum í því efni, eins og allt er í pottinn búið. Því þarf miklu meira en meðal heimsku til þess að fleygja frá sér meginorku þess fallvatns, sem talið er að sé ódýrast að virkja og það fyrir lágmarksverð að bezta kosti. Þurfa þess þó við innan 10—20 ára. Skuldbundinn í 45 ár til þess að leyfa útlendingum að sitja við bezta eldinn en bjargast sjálfir við hinn minni, líkt og Fróðár- menn forðum daga. Þetta er þó aðeins fyrsti þáttur málsins. Eftir fylgir handviss íhlut un þessa fjármálastórveldis um okkar hag. Gæti hugsazt, að þið hélduð að Sjálfstæðisflokknum skini gott af því? Ekki held ég, nema þá rétt í bili. Hitt líkara, að það yrði banamein hans. Annar, er vanvirðan, sem dóm- stólum okkar og réttarfari er sýnt með ákvæðum um erlendan gerð- ardóm í ágreiningsmálum. Hvar haldið þið að Norðmenn væru staddir nú, ef þeir hefðu gengið að slíkum skilmálum við fyrsta samning um vatnsréttindi? Það er hætt við að dómendur þar í landi hefðu seint öðlazt reynslu þá, er þeir munu nú hafa, og fer hér ekki á líka leið? Er hugsan- legt, að ísl. lagaprófessorar, dóm- arar í hæstarétti, lögfræðingar og sýslumenn séu svo geðlausir að þeir mótinæli ekki? Ekki eru vinnubrögð rithöfunda ykkar í opinberri málsfærslu held- ur vel til þess fallin að vekja taust. Lengi mátti ekki um málið tala, síðan á það að sanna sam- þykki við það og samsekt með ykkur, að ekki var varað við sér- stökum þáttum þess út af fyrir sig — sbr. hrópin að Ól. Jóh. Rökræður um málið hafa aldrei fengizt af ykkar hendi, aðeins fimbulfamb fram og aftur, upp og niður. Ýmist kjassað eða hótað. Minnir á strák, sem ætlaði að hefta kvikulan hest, óvanan fót- fjötri. Strákur blístraði fyrst og gerði sig blíðan: „Hægan, hægan“ og svo: „stattu kyrr, bölvaður." Klárnum var þó ekki ætlað að hoppa f haftinu nema náttlangt. Okkur, löndum ykkar og sjálfum ykkur í 45 ár. Emanúel álfursti er sennilega hreinskilinn maður að eðlisfari, m.k. í aðra röndina. Hann lét það ekki liggja lengi í láginni, að hverju Jóhann Hafstein hefði geng ið. Blekið varla þornað á pappírn- um, þegar hann skellir upp úr. Ódýrasta rafmagn í veröldinni! Einstæð ákvæði um ágreingsmál! Réttindaafsal, sem fslendingar einir hvítra manna hafa gengizt undir! Brá ykkur ekki hálf ónotalega við umsögnina? Tók nokkur viðstaddra eftir róm, látbragði og svipmóti þessa brosmilda vinar og veitanda, þeg- ar staðið var upp frá borðum? Þorsteinn Erlingsson kvað þetta ógleymanlega erindi og hafi hann þökk og blessun fyrir: Ó, Friðrik minn sjötti þú sefur nú vært. og sofðu í eilífri ró. Því aldrei var þrælsblóð svo þrælshjarta kært, sem þess er í brjósti þér sló. En gott var að fékkstu ekki flokkinn að sjá ... Framhald á bls. 12. ar er að batna, þar sem nýr völlur er nú að verða tilbúinn. Auk þess er badminton iðkað nokkuð. Við vonum nú, að framtíðin beri í skautj sinu innan mjög að setjast að í bænum, svo að við ættum ekki að þurfa að kvíða framtíðinni. Þess vegna er ákaflega mikil þörf á að byggja. þvi næstum ógerning- Framhald á bls. 12.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.