Tíminn - 13.05.1966, Blaðsíða 9

Tíminn - 13.05.1966, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 13. maí 1966 TIMINN um Eiralofnarnir eru óvenjulega smekklegir og eftir því hentugir. Þeir eru framleiddir meS nýjustu tasknþ aðferSum, og meðfylgjandi mynd sýnir vél, sem þeir eru látnir ganga ■ gegnum eftir aS þeir eru lakk- íðir. Samkeppni við erlenda aðila gengur vel. Árið 1947 höfum við svo framleiðslu á vaskahorðum úr ryðfríu stáli, og var það gert með aðstoð sænskra og norskra framleiðenda, en ég hef alla tíð reynt að styðjast við reynslu annarra, þegar við höf- um komið fram með eitthvað nýtt. En engu að síður er margt í okkar framleiðslu gert sam- kvæmt eigin hugmyndum og kokkabókum. Þannig er til kominn hillubúnaður úr plötu- járni, sem síðan er bökuna- laklkaður eu fraimleiðslu á hon- um hófum við 1947 og hefur þetta gefizt vel. Hjólaskápar okkar eru notaðir víða á bóka- söfnum og skjalageymslum. 1968 fórum við svo að fram- leiða eirálofna að mestu eftir sænsikri uppfinningu. Þeir eru gerðir úr eirpípum með alúmin ulötuim, sem draga frá sér hit- ann úr vatninu gegnum eir- pfpumar og gefa frá sér út í stofumar. Hitaveituvatn skað- ar efcki eirrör, 20 ára reynsla okkar með mil-Iihitara hér í Reykjavík sannar þetta. Það gekk nokkuð vel með þessa nýsmíði, en alltaf er í mörg homa að líta, þegar komið er fram með nýjungar og í byrj- un urðu nokkur mistök í sam- bandi við krana og tengingar ofnanna, og það vildi brenna við að snöggar hitabreytingar yllu smellum í ýmsum kerfum. En með tímanum hefur okkar góðu vélsmiðum tekizt að yfir- stíga þessa örðugleika, og nú teljum við okkur geta fram- leitt fyrir sanngjarnt verð smekklega og varanlega eirál- ofna bæði fyrir hitaveitu- og venjuleg hitunarkerfi. — Hafið þið ekki framleitt meira úr' ryðfríu stáli en vaska- borðin. — Jú, mikil ósköp, allskon- ar ker, stór og smá ker, ýmist til heimilisnota sjúkrahúsa fyrir laxaklak og jafnvel vísindatæki. Við leitumst við að fraraleiða það, sem þjóðin þarfnast og í okkar valdi stendur að fram- kvæma, en oft höfum við engin tök á að fram-leiða hluti, sem beðið er um. Af þeim sökum höfum við selt talsvert af er- lendum ryðfríum varningi í Smiðjubúðinni okkar. Það eru nokkur ár síðan hún var sett upp, o<g hefur hún gefizt vel. — Eigið þið í mikilli sam- keppni við innlend og erlend fyrirtæki? — Við höfum alltaf hafa sam keppni í ofnunum, en hér á landi eru tvær aðrar ofnasmiðj- ur, erlend samkeppni á þessu sviði hefur hins vegar verið auðveld, því að okkar ofnar eru miklu ódýrari en innflutt- ir. Við höfum enga innlenda samkeppnisaðila, hvað snertir vaskaframleiðslu, og háir tol!- ar á innfluttum vaskaborðum auðvelda okkur samkeppni við erlenda vaskaframleiðendur. Dagvinnan ætti að nægja. — Ég hef heyrt sagt að þið hafið um nokkurt árabil greitt kaup eftir bónuskerfi með góð- um árangri. Það væri gaman að via eitthvað um það. — Bónuskerfið var tekið hér upp. Þá höfðum við látið vinna sex stunda aukavinnu á dag, fremur í því skyni að auka tekjur starfsliðsins en vegna brýnnar nauðsynjar af okkar há-lfu. Um þessar mundir höf um við norskan tæknifræðing fyrir verkstjóra, og okkur kom saman um, að yfirvinnan hiytj að vera þreytandi til lengdar, og að hægt væri að ná sömu afköstum, þótt henni væri sleppt. Að vel íhuguðu máli buðum við starfsmönnunum að sleppa yfirvinnunni, en tókum fram.að gætu þeir haldið sömu afköstum, fengju þeir í fram leiðsluuppbót, það sem yfir vinnunni svaraði. Yrðu afköst in hins vegar meiri en áður, greiddist aukabónus eftir sett um reglum. Eftir tvo mánuði höfðu afköst aukizt um nær 50% pr unninn tíma. Þetta er ótrúlegt en satt. Undir bónus kerfi heyrðu í fyrstu aðeins þeir, sem unnu við Helluofna, en aðrir starfsmenn fengu samskonar -bætur, ef þeir stund uðu vinnu af sama áhuga. En þegar önnur framleiðsla varð það mikil, að þörf var á að taka alla starfsmenn fyrirtæk isins undir bónuskerfið, vand aðist málið. — Hvernig framkvæmið þið þetta kerfi? — Framleiðslan skiptist nið ur í fjórar deildir, og hver deild er ein framleiðsluheild með vinnandi verkstjóra, sem skrifar niður afköstin daglega og í hverri deild er einn trún aðarmaður. Bónusinn gerum við upp á fjögurra vikna fresti og höfum þann háttinn á, að hver deild leggur fram sínar vinnueiningar, sem síðan eru lagðar saman og meðalta-1 tek ið af deildunum. Útkomunni er skipt í krónutali jafnt niður á unna tíma allra starfsmanna og allir fá þeir jafnmikið kaup á tímann, hvort sem þeir hafa hátt kaup eða lágt samkvæmt taxta. Þannig fær óharðnaður unglingur jafnháan bónus og þaulvanur verkstjóri. Árangur inn af þessu er sá, að auk venjulegs taxtakaups hafa menn fengið til uppjafnaðar viðbót er nemur um það bil 30%. — Er ekki dálítið óréttlæti í því, að maður, sem er latur og trassafenginn fái jafnháan bónus og vinnufélagar hans? — O, jú, jú, einkanlega þeg ar tillit er tekið til þess, að hann lækkar bónus vinnufélaga sinna, en það er nú svona góða mín, að maður þarf hvort sem er að greiða honum jafnhátt dagvinnukaup og öðr um, sem eru miklu duglegri. En bónuskerfið okkar er þann ig, að með því bera menn miklu meiri ábyrgð á vinnu starfsfélaga sinna en ella, og nokkrum sinnum hefur það komið fyrir, að við höfum þurft að losa okkur við menn, sem ekki treystu sér til að fullnægja kröfum starfsfélaga sinna. Eins og ég sagði áðan var bónuskerfið tekið upp til að komast hjá yfirvinnu, því að okkar skoðun er sú, að menn eigi að geta unnið fyrir brauði sínu með dagvinninni einni saman. En nú virðist svo komið að mönum nægir ekki taxtakaupið að viðbættum bón us til að sjá fjölskyldum sínum sómasamlega farborða. Og nú vantar okkur starfsmenn, svo að aðstaðan er fremur slæm sem stendur. Hægt miðar áfram með nýjn bygginguna. — Hvernig er staða fyrirtæk isins í dag, Sveinbjörn? — Það er allveg stætt, en á sem stendur erfitt með að standa í skilum eins og fleiri Húsakynnin hér i Einholtinu eru orðin of lítil, en fyrir tveimur árum réðumst við í að reisa nýja byggingu uppi í Ár túnshverfi. þar sem við fenp um lóð fyrir framtíðarstar! semi Byggingin á því miðui nokkuð langt í land, þar sem skórinn kreppir að okkur fiár hagslega, en auðvitað vonum við, að bráðlega rætist úr og byggingin verði fullgerð, áður en mjög langt um líður. Á laugardaginn kl. 3 ætlum við að hafa gestamóttöku í þeim hluta byggingarinnar, sem full gerður er og við vonum, að sem allra flestir vinir og vel 'unnarar Ofansmiðjunnar líti inn. Þar fá þeir að sjá hvernig eirálofnar eru framleiddir og geta kynnzt ýmsum þáttum úr 30 ára starfsemi fyrirtækisins, og þegið hjá okkur síðdegis kaffi. Strætisvagn fer kl. 2.30 inn Hverfisgötu að Smálönd um og stanzar hjá verksmiðju húsinu, og heldur til baka frá Lækjarbotnum kl. 6. — Hvaða menn eru nú í stjórn fyrirtækisins? — Þeir eru Björgvin Sigurðs son hæstaréttarlögmaður, Björn Sveinbjörnsson, verk fræðingur, sonur minn, og Guð mundur Helgi Guðmundsson, húsgagnasmíðameistari. Smávegis um hugsjónir. — Ég hjó í það áðan, Svein björn, að þér sögðust hafa far ið út í iðnrekstur vegna þess hvað lítið var að gera við bygg ingar, og eins af öðrum orsök um. Nú langar mig að spyrja yður í lokin, hverjar þær or sakir hafi verið. — Það kemur glettnisglampi í augu Sveinbjarnar og hann stendur upp frá skrifborðinu, þar sem hann hefur setið mest allan tímann og færir sig yfir í hægindastól. — Jæja, langar yður til að vita það, ja, kannski ég spanderi á yður dálitlum neista, en þetta er nokkuð löng saga. Byggingariðn lærði ég kornungur úti í Noregi og komst þar í kynni við Christ ian nokkurn Geirlöv, mikinn hugsjónamann, sem barðist fyrir bættu húsnæði almenn ings. Ég smitaðist af þessum háleitu hugsjónum hans og hélt heim til íslands staðráðinn í því að leggja fram minn skerf til batnandi mannlífs með þvi að reisa mörg björt og falleg hús, og hélt að ég sjálfur yrði nýr og betri maður fyrir bragð ið. Þér getið áreiðanlega ekki ímyndað yður, hvernig húsa kosturinn var almennt í þá daga, þetta voru dimmir og drungalegir moldarkofar, timb urhjallar og víða hreinustu greni. í mörg ár teiknaði ég og byggði, eins og ég hafði ætlað mér. En haldið þér að mér hafi tekizt að bæta mann fólkið með þessu. Nei og aftur nei, og sumt fólkið versnaði jafnvel við að fá nýtt og betra þak yfir höfuðið. Og ég sjálfur ekki hætishót betri, nákvæm lega sami syndaselurinn og áð ur. En svo kom kreppan og at vinnuleysið, og þá fannst mér að líklega batnaði mannlífið, ef allir hefðu nóg að starfa. Nú hef ég staðið í þessu iðnað arstússi í áratugi, og þegar ég lít yfir farinn veg, finnst mér að manneskjan hafi lítið skán að þrátt fyrir örugga atvinnu og bættan húsakost. Ég held að óblíð lífskjör séu nauðsyn leg til að rækta upp það góða í fólki. Þetta er nú min reynsla eftir sjötíu ára ævi. En þótt það sé dálítill bar lómur í þessum síðustu orðum Sveinbjarnar, er ennþá glettn isglampi í augum hans, og bezt gæti ég trúað, að honum finn ist mannfólkið ekki eins grá bölvað og hann vill vera láta. Hugsjónir hans hafa ef til vill ekki rætzt, en eru það ekki einmitt fegurstu hugsjónirnar, sem aldrei rætast. En hvað sem öllum hugsjónum iiður, hefur Sveinbjörn leyst af hendi merkilegt ævistarf, og á þess um tímamótum árnum við hon um allra heilla, og vonum að Ofnasmiðjan megi standa sem allra lengst og vera óbrotgjarn minnisvarði um þennan merka athafnamann. gþe Framleiðsla á vaskaborðum úr ryðfriu stáli hefur um langt árabil verið elnn aðalþátturinn ( starfseml hf. Ofnasmiðjunnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.