Tíminn - 13.05.1966, Blaðsíða 11

Tíminn - 13.05.1966, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 13. maí 1966 TÍMINN VERÐIR LAGANNA 61 lét lögreglunni í té heimHisfang í New York, en rann- sókn þar bar engan árangur. Talið var að Ginja hefði séð um að útvega fölsuðu ávis- anirnar og valið borgirnar þar sem starfa skyldi. Hann færði mjög nákvæma reikning um öll útgjöld, meira að segja þjórfé handa burðarkörlum og almenningssímagjöld. Vera má að hann hafi þurfti að standa einhverjum yfir- manni reikningsskap, en sá aðili fannst ekki. Manuel da Silva Brazao var bílstjóri Ginja, bakhjarl og vikadrengur. Hann gætti Carinhas þegar Ginja þurfti öðru að sinna. Bustos, öðru nafni Buchan-Genes, var eiturlyfjaneytandi. Hann hafði verið ráðinn til að hjálpa Carinhas að selja ávísanir, en þegar eiturlyf skorti varð hann geðstirður og þess vegna hættulegur. Hann var því sendur heim til Mexíkó og varð ekki gefið annað að sök en sala ávísunar- innar um borð í America. Priso y Crespo var nýgenginn í bófaflokkinn og hafði lítinn þátt tekið í starfsemi hans þegar lögreglan greip í taumana. Talið var að hann hefði átt að taka við af Carinhas, því hann var að verða of vel þekktur. Þessi saga sýnir hve flókin fölsunarmál geta verið, þegar að verki eru alþjóðlegir bófar af snjallasta tagi sem tala mörg tungumál. Áður en Alþjóðalögreglan kom til sög- unnar er vel líklegt að þeir hefðu aldrei náðst, en þegar lögreglulið margra landa kom vitneskju sinni á einn stað og hún var hagnýtt skjótt og vel, varð jafnvel þessi þaul- skipulagði glæpaflokkur undan að Iáta. EUefti kafli. í júní 1959 voru átta karlmenn teknir höndum í Róm fyrir að reyna að selja konur mansali og fyrir að hvetja ungar stúlkur til að stunda vændi. Þeir voru félagar í bófaflokki sem klófesti ítalskar stúlkur með því að heita þeim háum launum fyrir að ferðast um Miðjarðarhafslönd til. að sýna dans í næturklúbbum. Ráðnar höfðu verið níu stúlkur, allar undir lögaldri, laglegar og áfjáðar í að gerast dansmevjar. Þær voru til húsa í næturklúbbi í Róm, þar TOM TULLETT sem þær voru búnar undir að leggja af stað. Á þeim fjórum vikum sem þær höfðu dvalið þarna, hafði kona úr bófaíiokknum kennt þeim nokkur undirstöðuatriði í dansi, en einnig búið þær undir ófýsilegri hluta starfsins, að gerast vændiskonur undir yfirskini skemmtistarfs. Þá þegar var einn bófinn búinn að nauðga stúlku úr hópn- um og hún orðin vændiskona í Róm. Fimm glæpamenn voru dæmdir í tveggja ára fangelsi og 90.000 líra sekt hver um sig, þrír aðrir fengu eins árs fangelsisdóma. Þetta er einn af fáum dómum sem kveðnir hafa verið upp fyrir afbrot sem rætt er á næstum hverjum einasta ársfundi Alþjóðalögrelunnar. Lagaákvæði sem varða vændi eru mjög mismunandi eftir löndum, en í flestum eru ákvæði sem leggja refsingu við að lifa á vændi annarra eða stunda það sem kallað hefur verið „hvít þrælasala.“ Alþjóðalögreglunni hefur alltaf verið ljós hættan sem stafar af ófyrirleitnum bófaflokkum, sem ekki skirrast við að tæla ungar stúlkur frá heimilum sínum með fyrirheitum um vellystingar, háar tekjur og tækifæri til að dvelja í skemmtanamiðstöðvum heimsins. Margar lenda þessar stúlk- ur í hóruhúsum í Suður-Ameríku, Norður-Afríku eða lönd- unum fyrir botni Miðjarðarhafs. Þegar árið 1930, á sjötta þinginu í Vínarborg, setti Al- þjóðalögreglan á laggirnar sérstaka nefnd til að kanna þetta mál. Fyrsta ályktun hennar fól í sér þessi atriði: 1) Strangt etfirlit með ráðningarskrifstofum sem bjóða störf í framandi löndum. 2) Ráðstafanir til að tryggja að stúlkur í skemmtanaiðnaði sem sagt er upp störfum utan síns eigin lands séu sendar heim til sín. 3) Strangt eftirlit með öllum umsóknum um störf í öðrum löndum og endurskoðun á ráðningarsamningum. 4) Kvenlögregla sé jafnan til taks að aðstoða félagsmála- stofnanir sem sinna málum vegalausra kvenna. Þessar ályktanir voru ítrekaðar á þingunum 1932, 1934 og 1936. Á fiinmtánda.þinginu, sem haldið var í Vín, benti Louwage forseti Álþjóðalögreglunnar á að ekkert hefði verið fjallað um vændi árum saman og lagði til að það mál yrði kannað. DANSAÐÁ DRAUMUM HERMINA BLACK — ÞaS verður vissulega gaman að sjá hvort ég get þekkt yður á myndinni, sagði Vere. — Ég skal sjá um þetta, Systir. Hann stóð upp og tók tepottinn af henni. Hann hagræddi koddum Söndru og hellti teinu í bollana eins ró- lega og það væri hversdagslegur viðburður, og Jill hugsaði með sér hve vel umhverfið ætti við hann, miklu betur en við nokkurn annan sem kom inn i það utan að frá. Hann sýndi vissulega, að hann var fær um að standa fast á sínu þegar Sandra átt i hlut og þegar ■ hann vildi hafa það. En hún — Jill — hafði vissulega kom- izt að raun um það, að hann steig stundum niður úr einmanalegu hásæti sínu þar sem hann hélt sig venjulega. Þegar hún var á leiðinni til hí- býla hjúkrunarkvennanna leitaði hugur hennar aftur til daganna — guð einn vissi hve allt of stutt ir henni hafði fundizt þeir vera — í St. Monica, þegar þau höfðu unnið saman að því að bjarga mannslífi, og hún hafði vitað að hann reiddi sig á hana og treysti henni. Hún hefði getað haft ábyrgð á sjúklingum hans í stóra sjúkra- húsinu núna, hefði jafnvel getað verið deildarhjúkrunarkona, ef hún hefði ekki verið hugleysingi og hlaupið á brott frá veikleika sínum. En að minnsta kosti, sagði hún við sjálfa sig, hafði hún komizt yfir þennan veikleika, hjarta henn ar umhverfðist ekki lengur í hvert sinn sem hann talaði við hana eða kom inn í herbergið. Að minnsta kosti gat hún horít upp á áhuga hans á annari stúlku vaxa daglega án þess að finnast hjarta sitt vera skorið í litla parta . . . Eða — gat hún það? Hún tok ekki til greina þá staðreynd, að hún hafði fyrir stuttu síðan fundið hversu með- vitandi hún var um nærveru hans — ef hún hefði gert það, hefði hún minnt sjálfa sig á, að það var ekki mögulegt annað en að vera meðvitandi um svo sterkan persónuleika. Og ef að lítil, tístandi rödd sagði „ó, ja!“ einhvers staðar djúpt niðri í henni, þá hlustaði hún ekki á hana. Bókin, sem Sandra hafði verið að spyrja um. hafði verið gerð fyrir ári síðan í þeim tilgangi. að segja sögu starfsferils hennar í myndum. Sandra hafði sent eftir henni ásamt nokkrum öðrum til að sýna aðdáendum sínum að Fag urvöllum — ungum og gömlum hjúkrunarkonum, sem sendu bæk ur sínar inn um lokaðar dyrnar númer 2S til að fá eiginhandar undirskrift. Ákveðin í því, að bók- inni skyldi skilað óskaddaðri þang að sem hún átti heima, hafði Jill tekið hana og læst hana inni í öryggis skyni. En þegar hún fór að leita að henni, komst hún að raun um það, sér til mikillar skelfingar, að hún hafði gleymt hvar lyklarnir voru. Síðan mundi hún að Judy átti ferðatösku sem hafði eins lykla og taska Jill, og hún hafði fengið þá lánaða. Og þar sem Judy var á vakt og það mundi hafa tekið oí langan tíma að finna hana, fór Jill inn í herbergi hennar til að leita og þarna voru lyklarnir í lásnum á tösku Judy! Virkilega! að var gott, að þjónustustúlkurnar voru heiðarleg ar! Jill var gröm við sjálfa sig og fannst hún vera mesti kjáni og flýtti sér aftur til herbergis Söndru en þegar hún nálgaðis* jókst örvænting hennar þvi hún sá Vere standa við gluggann a stigapallinum og slá óþoíinmæði- iega á rúðuna. n tíma. Þegar ég kem aftur ætti sjúklingnum að hafa farið nægi- lega mikið fram til að geta staðið á fótunum aftur — eins og þér vitið mun það verða hæggengari framför en hún heldur, að læra að ganga aftur. að sem ég vil leggja áherzlu á við yður og vil að þér segið öðrum, sem hlut eiga að máli, er að hún má ekki reyna að standa á fætur — jafn- vel ekki andartak — fyrr en ég gef leyfi til þess. — Já, herra. Ég mundi ekki láta mig dreyma um að leyfa henni það, sagði Jill. — Ég er viss um að ég get treyst yður til að sjá um að ekk- er komi fyrir. — Ef það er í mínu valdi að koma í veg fyrir það. Jill virtist ekkert athugavert við ánægjuna sem þessi orð veittu henni. Gat nokkuð verið ánægjulegra fyrir nokkurn sem var jafn umhugað um vinnu sína og henni, en að finna að Vere Carrington reiddi sig á hana og hafði verið svo gjaf- miidur að segja henni það? að hlaut líka að þýða, að hann var reiðubúinn að gleyma atburðinum með Ken Harding — það var ekki lengur minnsti vottur um van- þóknun í fari hans. — Auðvitað getið þér komið £ veg fyrir það, sagði hann. — að er aðeins um að gera að hafa strangt eftirlit með öllu — og umfram allt, að fá sjúkling yðar tii að muna það sem ég hef sagt við hana. Ef hún reynir að flýta fyrir einhverju núna. mun hiin I — Mér þykir það mjög leitt, hr. Carrington, en — byrjaði hún að afsaka sjálfa sig. Hann sneri sér snöggt við og bandaði til hennar að þegja. — Það gerir ekkert! Ég er ekki að flýta mér svo óskaplega, en þar sem ég vildi taka við yður í einrúmi, beið ég hérna. Mér þykir mjög fyrir þvi að ég var svona lengi, en ég gat ekki fundið hana — sagði Jill. j — Látið mig fá hana. — Hann rétti fram höndina. — Ungfrú St. Just sagði, að ég gæti tekið hana með mér í bæinn. Hún rétti honum bókina og hann tróð henni undir arminn og sneri sér aftur að glugganum. Jill elti hann og staðnæmdist við hlið hans, hendur hennar voru krepptar fyrir aftan bak og hún fann skyndilega að hún skalf — það hlaut að vera vegna þess að hún hafði flýtt sér. Það er allt of heitt til að flýta sér. Þér ættuð að setjast l»niður. Vere benti á sætið við jtgluggann og bætti við eins og thann byggist við mótmælum. — tGjörið svo vel að setjast niður. tÉg þarf að tala við yður. Hún hlýddi og neyddi sjálfa sig til að líta upp til hans og upp- götvaði að augnatillit hans var óvenju vingjarnlegt. Síðan settist hann spölkorn frá henni og beygði sig í áttinat il hennar. — Þér skuluð leita til Falvon- bys læknis, sagði hann — ef eitt- hvað skyldi verða að sem er allt að því ómögulegt á þessu stigi málsins, nema þvi aðeins að ein- hver geri eitthvað ófyrirgefanlega kjánalegt, en núna flyt ég ábyrgðina vfir á vðar herðar Syst- , ir. Ég er að fara til Edinborgar lí kvöld og verð í burtu í viku- Fimmtudagur 12. mai 7.00 Morgunútvarp 12.00 Há- degisútvarp 13.00 A frivalítinni 15.00 Miðdegisútvarn 18 30 -iið degisútvarp 18.00 Lög söngleikj- um og kvikmvnduth 18 45 Til kynningar 1920 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir 2000 Oaelegt mál Arni Böðvarsson t.aiar 20 05 Konsert i F-dúr eftir Vivaidi Bach 20.15 Ungi fólk i útvaroi Baldur Guðlauesson kvnnir þátt með blönduðu efni 2100 Sinfóníuhljómsveit Islands ie'd ur tónleika i Háskolahim Stl. Igor Buketoff Söngkona Adele Addison frá USA 21 45 *væ5l eftir Davíð Askelsson Baldvm Halldórsson leikan les 22.00 Fréttir og veðurfregnir 22 '5 „Mynd i spegli" eftir Þori Bergsson Finnborg Örnólfsdott ir og Arnar Jónsson lesa '3* 22.35 jassþáttur Ólafur Steoh ensen kynnir 23 05 Bridgeostt ur Hjalti Eliasson og SWan Guðjohnsen ræðast við. 23.J0 Dagskrárlok. Laugardagur 14. maf 7.00 Morgunútvarp 12.00 Hádeg isútvarp 13.00 Óskalög sjúkl- inga Kristín Anna Þórarinsdoit ir kynnir lögin 14.30 í vikulokin 16.00 Á nótum æskunnar 16.30 Veðurfregnir Þetta vil ég hevra Kristín Sveinbjarnardóttir vel ur sér hljómplötur. 17.35 Tom stundaþáttur barna og ungl- inga. 18.00 Söngvar 1 íéttum tón. 18.45 Tilkynningar 19.20 Veðurfregnir 19.30 Fréttir 20. 00 „Sómi íslands suður i Genf“, gamansaga eftir Gísla J Ast- þórsson Höf fl.vtur 20.25 Kór söngur: Karlakór Reykiavikur syngur. Stj.: Páll Pampiehler Pálsson 21.05 Leikrit Þioðleik hússins: „Á rúrasjó“ gaman- leikur eftir Slawomir Mrozek, Leikstj. Baldvin Halldórsson. 22.00 Frétir og veðurfregnir. Fréttir og veðurfregnir 22-15 Danslög. 24.00 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.