Tíminn - 13.05.1966, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.05.1966, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 13. maí 1966 TÍMINN UNGA FOLKIÐ I LIDO Myndirnar hér á síðunni sýna, svo ekki verður um villzt, að unga fólkið í borg- inni fylkir sér nú undir merki Framsóknarflokksins í stærri mæli en nokkru sinni áður. Fundarsókn þess í Lídó í gær kveldi er merki um það, að unga fólkið ætli af fullri ein- urð að sýna afturhaldsöflun- um í borgarstjórn Reykjavík- ur, að þau eru ekki einráð um framvindu borgarmála. Með því að efla Framsóknar- flokkinn til meiri áhrifa í borgarstjórn, er unga fólkið að stuðla að auknu framtaki og framsókn til betra lífs. Hinn geysifjölmenni fund- ur í Lídó sannar að nú er fyrst og fremst kosið á milli fhalds annars vegar og fram- fara hins vegar, og það er auðséð á þeirri fundarsókn, sem hér birtast myndir af, hvoru megin unga fólkið kýs að skipa sér. — Fram til sig- urs fyrir B-listann. ‘Tímamyndir G.E. og B. B.) Á VÍÐAVANGI Þeir ætluðu að einangra þá!! Menn hafa rætt töluvert um það síðan myndasíðan birtist í Þjóðviljanum af kosninga- stjóm nýja og skrítna Alþýðu- bandalagsfélagsins. Menn höfðu átt von á því, að nú kæmu myndir af nýjum mönn- um, en þetta voru þá bara allt saman gömlu draugarnir. Það fór ekki milli mála, hver hefur töglin og hagldimar enda fer svo ósköp lítið fyrir „nýju öfl- unum“ og nú eru þau orðin svo máttvana, að þau fá ekki einu sinni að hafa litla snep- ilinn sinn, Frjálsa þjóð í friði fyrir kommúnistunum, sem meiningin var að einangra al- veg, samanber stóru orðin í Frjálsri þjóð. Haldiði ekki, að Æskulýðsfylking kommúnist- anna sé komin inn í Frjálsa þjóð með heila síðu, bara fyrir sig eina og sinn kommúnisma? Yfirtaka Frjálsrar þjóðar Ritstjórar Æskulýðsfylking- arinnar fylgja þessari nýju síðu í Frjálsri þjóð úr hlaði í blaðinu, sem kom út í gær. Þar segir svo orðrétt: „Æsku- lýðsfylkingin, samband ungra sósíalista, telur skyldu sína að ná til sem flestra í málefna- baráttu sinni. Núna er höfuð- verkefnið að vinna að sigri Al- þýðubandalagsins. Þess vegna hefur Æskulýðsfylkingin í hyggju, að birta æskulyðssíðu í Frjálsri þjóð fram að kosn- ingum og þakkar ritstjóm Frjálsrar þjóðar að veita það tækifæri. — Æskulýðssíðan er algerlega á ábyrgð Æskulýðs- fylkingarinnar. ritstjóm síð- unnar er skipuð félögum úr ÆskulýðsfyHdngunnj og er óháð ritstjórn Frjálsrar þjóð- ar. Ber því hvorugur aðilinn ábyrgð á skrifum hins.“ Setja upp skeifu Svo mörg voru þau orð Æsku lýðsfylkingarinnar, en á for- síðu blaðsins er birt í ramma yfirlýsing frá ritstjóm Frjálsr- ar þjóðar. Þar segir svo um yfirtöku kommúnista á Frjálsri þjóð: „Það hefur orðið að sam- komulagi milli ritnefndar Frjálsrar þjóðar og Æskulýðs- fylkingarinnar, sambands ungra sósialista, að Fylkingin fengi til umráða eina síðu í þessu blaði og hinu næsta fyr- ir kosningar. Það skal tekið fram, að samkomulagið nær að- eins til þessara tveggja blaða og að efni síðunnar birtist á ábyrgð Æskulýðsfylkingarinn- ar.“ Það Ieynir sér ekki í yfir- lýsingu ritnefndar Frjálsrar þjóðar, að henni finnst þetta tveimur síðum of mikið, en þeir verða að beygja sig fyrir húsbóndavaldi kommúnistanna eins og alltaf áður — en eng- inn getur láð þeim, þótt þeir setji upp skeifu. Afneltanir Þannig er nú samkomulagið á þeim bæ. Þeir keppast um að afneita hverjir öðrum í einu og sama biaðinu. Hvorugur vill taka ábyrgð á hinum. Blekið er ekki einu sinni þoruað á hjónavígsluvottorðinu, þegar bæði hjónin krefjast þess, að lesið sé í sundur tafarlaust. Frámhaln a nl> , -

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.