Tíminn - 13.05.1966, Blaðsíða 5

Tíminn - 13.05.1966, Blaðsíða 5
FÖSTTJDAGUR 13. maí 1966 5 Otgetandl: FRAMSÓKNARFLOKKURiNN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Kitstiórar porarinn Þórarinsson (áb) Andrés Kristjánsson. Jón Helgason oe Inririði G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar Tómas Karlsson éug lýsingastj. Steingrimur Gislason Ritstl skrifstofui kddu húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofui Bankastræti ' Af greiðslusÍMÍ 12323 Auglýsingasím) 19523 Aðrat skrlfstofur sími 18300. Askriftargjald kr 95.00 a man innanlands - í lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA n.f Borg hins íslenzka framtaks Fyrir tæpri öld var Reykjavík lítið þorp, þar sem Dan- ir réðu nær öllu. Dönsk yfirdrottnun setti alveg svip sinn á bæinn. í dag er Reykjavík orðin myndarleg borg, sem er á margan hátt glæsileg. Þessi mikla breyting, sem hefur orðið á Reykjavík, er öll íslenzku framtaki að þakka. Hún er árangur þess, að erlendu yfirráðunum var hrundið, og íslendingar fengu sjálfir að njóta dugn- aðar síns og framtaks. Framfarirnar í Reykjavík eru glæsilegt dæmi þess, að íslenzku framtaki má treysta. Þessar miklu framfarir hafa orðið í Reykjavík, þótt hún hafi lengstum verið svo óheppin að búa við lélega borgarstjörn. Framtak bæjarbúa eftir að þeir voru leyst- ir undan hinum dönsku yfirráðum, hefur reynzt svo ö.flugt, að léleg borgarstjórn hefur ekki getað dregið úr því. Framfarirnar í Reykjavík eru sannarlega verk borgaranna sjálfra. eins og einum frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins varð nýlega óvart að orði. Dimmur skuggi vofir nú yfir því framtaki, sem hefur byggt Reykjavík upp — hinu íslenzka framtaki. Sú rík- isstjórn, sem nú fer með völd, hefur vantrú á íslenzku framtaki. Hún telur það helzta bjargráð íslendinga að fá sem miést af erlendu framtaki inn í landið. Hún virð- ist ekkÞþékkja, hvernig hér var ástatt, meðan Danir réðu. Hún býður því erlendum auðhringum margvísleg hlunnindi til atvinnurekstrar á íslandi meðan hún vtt- andi og óvitandi þrengir að íslenzku framtaki. Ekki að- eins verðbólgan, sem hún magnar stöðugt, heldur engu síður álagahækkanir — og þó umfram allt lánsfjárhðft- in — þrengja nú svo stórkostlega ,að íslenzku framtaki, að hin mesta hætta er á ferðum. En stjórnin heldur samt sömu stefnunni áfram. Og blöð hennar æpa að Framsóknarflokknum og kalla hann afturhaldsflokk og öðrum slíkum nöfnum, vegna þess að hann vill leggja höfuðáherzlu á að styðja hið íslenzka framtak. í borgarstjórnarkosningunum 22. maí eiga reykvískir kjósendur m.a. að svara því, hvort þeir vilja, að Reykja- vík haldi áfram að verða borg hins íslenzka framtaks. Það tryggja þeir bezt með því að kjósa B-listann. FJokkur lánahaftanna Oft er deilt um, hvaða flokkur hafi átt mestan þátt í þeim höftum, sem hér hafa verið á undanförnum áratug- um. Hið rétta er, að allir flokkar hafa átt í þeim meiri og minni þátt. Til þess liggur sú skiljanlega ástæða, að þau hafa oftast verið afleiðing erfiðs viðskiptaárferðis. Um eitt þarf hins vegar ekki að deila í þessu sambandi. Erfitt viðskiptaárferði gerir ekki höft nauðsynleg í dag. En samt búa atvinnurekendur og kaupsýslumenn, sem ekki eru í hópi hinna útvöldu, með öllu örðugri höft en nokkrun sinni fyrr — lánsfjárhöftin. Þessi höft stafa ekki af skorti á lánsfé. Mörg hundruð millj. kr. af því eru frystar í Seðlabankanum. Um það þarf ekki að deila, hvaða flokkur ber ábyrgð á þessum höftum — lánsfjárhöftunum. Það er Sjálf- stæðisflokkurinn. Þess vegna getur enginn, sem ekki vill una þessum ó- þörfu og skaðlegu höftum, kosið Sjálfstæðisflokkinn í kosningunum 22. maí. , 'jZTSFSl*-'*1' y JAY WALSH, fréttaritari New Yoork Times: aráðlierrar vara við bandarísku fjármapi Telja áhrif þess vera orðin hættulega mikil í Kanada TVEIR áhrifamiklir Kanacla- menn hafa krafizt yfirlýsingar um, að Kanadamenn verði ekki háðir Bandaríkjunum fjárhags lega. í gær gaf Mitehell Sharp fjár málaráðherra út opinbera yfir lýsingu, þar sem lýst er áfonm um um efnahagslegt ,irelsi‘ Kanada. Walter L. Gordon, fyr irrennari hans í embætti, fylgdi í dag á eftir með kröfu um, að snúizt yrði gegn yfirdrottnunar hneigð Bandaríkjamanna. x Gordon var fjármálaráðherra frá því árið 1963 til ársins 1965 og lagði þá til, að beitt yrði einbeittum ráðstöfunum gegn drottnun bandarísks fjármagns í kanadískum fyrirtækjum. Hann ítrekaði þessa tillögu sína í dag. Sharp núverandi fjármálaráð herra hefir verið talinn hóf- samari að því er varðar afstöð una til efnaihagslegra sam.skipta við Bandaríkjamenn. Nú er.svo að sjá, serni hann hafi snúizt á sveif með Gordon i Skeleggri baráttu undir kjörorðinu: „Standið á eigin fótum“ í ræðu, sem Sharp flutti í Toronto, viðhafði hann að vísu töluvert hófsamara orðatag en Go-rdon temur sér í bpk sinni „Val Kanadai*. Gordon er nú þingim. Ffjálslynda flokksins fyrir Toronto. í bók sinni seg \ ir hann, að núverandi hneigð til yfirdrottnunar bandarísks fjármagns í efnahagslífi Kanada verði að snúa við, með an enn sé tími til. BARÁTTA þessara tveggja manna miðar að því að draga úr „gífurlegu aðstreymi" er- lends fjármagtis til fjárfesting ar. Báðir eru þeir hlynntari sölu skuldabréfa en milliliða- lausri fjárfestingu erlendra manna. Mál sitt rökstyðja þeir með því, að þegar til lengdar lætur verði greiðsla vaxta bæði ódýrari og hættuminni en si auikinn arður og endurfjárfest ing, frá sjónarmiði þjóðarinnar séð. Skoðanir þeirra Sharps og Gordons eru í samræmi við það ríkjandi álit í Kanada, að Bandaríkjamenn“ þekki Kanada ekki“ og „ali í brjósti litla hlýju til grannríkisins." „Bandaríkjamenn sem þjóð vita ekki mdkið um Kanada". skrifar Gordon. „í því er okkar óhamingja fólgin“. Kanadamenn kvarta oft und an því, að einkennandi sé fyrir Bandaríkjamenn að þeir Iiti ekki á hina gífurlegu fjárfest ingu sína í Kanada sem efna- hagslega „yfirdrottnunar- stefnu“. Þeir líti á þetta sem greiðasemi, likt og auðugir, rosknir frændur auðsýni ung- um mönnum á stundum.“ f bók sinni sakar Gordon George Ball aðstoðarutanrikis ráðherra Bandaríkjanna um að hafa mælt með sameiningu efna hagslífs Bandarikjanna og Kanada. Hefir höfundur eftir Ball þau ummæli, að slík sam eining væri „rökrétt framfara Pearson forsætisráðherra Kanada aS flytja kosningaræSu. A bak viS hann er kosningamynd af honum sjálfum. þróun, som Kanadamenn ættu að fagna". — Gordon viður- kennir, að efalaust séu „sumir Kanadamenn sömu skoðunar.’1 í RÆÐU, sem Sharp fjár- málaráðherra flutti á fundi hjá Bandalagi kanadiskra auglýs enda, sagði hann, að Kanada- menn ættu að fá erlenda að- stoð til að birta meiri opinber ar upplýsingar en þeir gera um athafnir sínar og afkomu. Hann sagði ennfremur, að rík- isstjiórnin ætti að stuðla að vexti alþjóðlegra fyrirtækja, sem Kanadamenn eigi meiri- hluta í, og beita skattalögum til þess að örva Kanadamenn til aukinnar fjárfest.ingar í inn- lendum fyrirtækjum. — Þegar kanadiskir hagfræðingar eða fjármálamenn tala um „erlend fyrirtæki“ eða „ erlenda fjár- festingu" eiga þeir venjulega við „bandaríska" athafnasemi. Fjármálaráðherra mælti með stofnun „Þróunarsamtaka Kanada", sem Gordon stakk upphaflega upp á. Þetta yrði opinbert fyrirtæki, sem ætlað væri að virkja sparnað í stórum stíl til þess að efla völd Kanada manna sjálfra yfir athafnalífi landsins. Ráðherrann lagðist eindregið gegn löggj., er ætlað væri að gera fyrirtæki í eigu Kanadamanna réttmeiri en fyrir tæki í eigu erlendra manna. Hann stabk upp á, að sikattalög in væru við það miðuð að hvetja til „kanadiseringar" erlendrs framlags. En hann bætti við: „Hér á ekki við, að fyrirtæki í erlendri eigu séu sköttuð þyngra en kanadisk fyrirtæki“. Fjármálaráðherrann benti á, að Kanadaimenn yrðu að hafa í huga áframihaldandi þörf fyr ir frjálsan aðgang að erlendu fjármagni og erlendum mörk uðum. Hann kvað það „skamm sýna“ stefnu að mismuna fyrirtækjum í erlendri eigu og innlendri. BÓK Gordons kom út í dag hjá McCellan & Stewart Ltd. í Toronto. Höfundur :sagði, að megintilgangur bókarinnar sé að benda á brýna þörf á að draga úr því, hve Kanada er stórlega upp á innstreymi mik ils erlends fjármagns komið. „Allt of stór hluti kanadisks athafnalífs lýtur erlendu valdi" skrifar höfundurinn. „Erlend- ir menn hafa, með aðstoð kana diskra vina sinna og umboðs manna, allt of mikil áhrif á opinbera stefnu í Kanada“. Gordon fer fram á, að dreg ið sé úr heimiluðum fjánmagns bostnaði (afskriftum) erlends Framhald á bls M

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.