Tíminn - 17.05.1966, Blaðsíða 1

Tíminn - 17.05.1966, Blaðsíða 1
Sækjurn fram'! %. | Einar Ágústsson „Á sunnudaginn kemur eiga Reykvíkingar kost á því að gera tvennt í senn: Kvitta fyrir kjaraskerðingu ogverðbólgn Sjálfstæðisflpkksjnp, í ríkisstjórn og veita um leið Sjálfstæðisflokknum í borgarsstjórn það aðhald, sem eitt getur knúið hann til bæÍtrd.Wjórnarháttá. j * • Leiðin til þessa er að kjósa B-listann, lista Framsóknarflokksins. Hann einn megnar að veita íhaldinu þá andstöðu, sem verulega munar um. Það hefur reynslan sannað. Þetta munu Reykvíkingar sjá og skilja betur nú en nokkru sinni fyrr. Það sýnir vaxandi gengi, sem Framsóknar- flokkurinn á nú hvarvetna að mæta hér í borginni. Fleiri og fleiri munu taka þátt í þeirri framsókn fjöldans til betri borgarstjórnar, sem kross fyrir framan B á kjörseðlinum tryggir". Þannig fórust Einari Agústssyni orð í niðurlagi ræðu sinnar í út- varpsumræðunum í gærkveldi. Einar rakti í ræðu sinni helztu stefnuatriði Framsóknarmanna í borgarmálunum. Um lóða- og húsnæðismálin sagði Einar m.a. „Framsóknarflokkurtnn leggur á það mjög ríka áherzlu, að jafn an séu fyrir hendi nægar bygging arlóðir og að þeim sé úthlutað það tímanlega ár hvert, að bygg- ingar geti hafizt jafnskjótt og tíð arfar og aðrar ytri aðstæður leyfa. Á þessu hefur verið tilfinnan- legur misbrestur á undanförnum árum og er enn. Á þriðja þúsund umsóknir liggja óafgreiddar hjá lóðanefnd, þrátt fyrir ítrekuð lof orð borgarstjóra um úthlutun I ársbyrjun. Þegar í ljós kom hvað margir sóttu um lóð brast kjarkurinn, j enda úr vöndu að ráða. Þá var I gripið til þess örþrifaráðs að, halda því fram, að Manntalsskrif j stofan væri svo önnum kafin, að 1 lóðaúthlutun yrði að bíða fram yf ir kosningar! Með þessu átti að vinna tvennt: Breiða yfir það, að búið var að gefa falskt loforð um úthlutun lóða, sem ekki voru til- búnar á umræddum tíma og þurfa engum að neita fyrr en eftir kosn ingar. Lóðaskömmtun borgarstjórnar- meirihlutans er hneyksli, sem Reykvíkingar eiga ekki að líða. Afleiðing hennar er hið illræmda lóðabrask og stórhækkun bygging arkostnaðar fyrir alla þá, sem i við ei inginn má aldrei gleyma I útvarpsræðu sinni í gærkveldi sagði frú Sigríður Thorlacius m. a.: Þó að skoðanir séu skiptar um það, hvaða framkvæmdir skuli sitja í fyrimimi hverju sinni, þá er það eitt, sem menn mega aldrei gleyma þegar þeir starfa að mót- un borgarbrags og allra lifsskil yrða. Það er skyldan við mann- inn, skyldan við einstaklinginn í þeim skilingi, að umhverfið spilli ekki þroska hans, heldur styðji hann til að verða nýtur borgari. Sé ekki lögð megináherzla á að móta borgarlífið svo, að það verði bömum og unglinum gott, veiti þe'jn vaxtarskilyrði og vernd, þá verður margt, sem á eftir kem ur, harla gagnslítið Sé hugað að því, sem einkum hefur verið gert í Reykjavík með hag barna og unglinga fyrir aug- uni sézt, að þar hefur of margt verið látið ógert eða hálfgert og furðu margt af því, sem bezt er gert, er á komið fyrir framtak annarra en borgaryfirvaldanna. Við teljum, að heimilin séu hornsteinar þjóðfélagsins, að þau séu félagsleg eining, sem okkur beri að styðja og vernda. En heimili tuttugustu aldar, heim- ili borgarbúans, þarfnast meiri utanaðkomandi, meiri samfélags- legrar aðstoðar. en heimili fyrri tíma. Það ætti ekki að þurfa að minna oftar á, að sjálfeldi barna á borgargötum, innan um vél- knúin farartæki, hefur hvergi gef ist vel. Slys og voði í mörgum myndum biður þar alltof margra. f nútímaborg eru fáar þjónustu stofnanir meir aðkallandi en þær, sem aðstoða heimilin við að veita yngstu borgurunum vernd og heillavænleg uppeldisáhrif. Það er eftirspurn eftir rými fyr ir heimingi fleiri börn á dagvist arstofnunum í Reykjavíkurborg en hægt er að taka á móti. Þetta staðhæfa ekki óábyrgari aðilar en forráðamenn Bárnavinafélagsins Sumargjafar, þess félags, brauzt í því að koma af dagheimilum í borginni. Haldið þið, að mæðurnar, sem óska eftir þessari aðstoð, séu einhvérjar undirmálsmanneskjur, sem ekki hafa manndóm til að Framhald a bls. 14. sem stað ekki eru náðarinnar aðnjótandi. Auk þess verður lóðaskorturinn til þess að fjöldi Reykvíkinga flýr borgina, gefst upp við að bíða eft ir lóðum og fer þangað, sem meiri skilningur ríkir í lóðamál um en hér. Það vekur óneitanlega furðu, að fámennt sveitarfélag eins og til dæmis Garðahreppur var, skuli geta veitt svo mörgum lóð til að byggja á, þegar Reykja- víkurborg. með allan sinn auð, verður að vísa einstaklingum og fyrirtækjum burt úr borginni. Það er ekkert nýtt, að lóðaút- hlutun sé erfiður ljár í þúfu meiri hlutans fyrir kosningar. Þannig var þetta líka árið 1962. Þá var sagt í Morgunblaðinu, að allmarg ar lóðaumsóknir lægju fyrir, en mikil vinna væri að fara ígegnum þær allar og kanna hagi umsæikj enda. Eru nú Reykvíkingar farn ir að vita, hvað það þýðir á mæltu máli, þegar íhaldið er að kanna hagi umsækjenda og búnir að fá nóg af slíku? Framsóknarflokkurinn teltir húsnæðismálin nú sem jafnan áð- ur meðal brýnustu hagsmunamál borgarbúa. Reynslan hefur sann- að, ag heppilegt er, að framtak einstaklinga og byggingarsam- vinnufélaga marki brautina, en borginni ber að beita sér fyrir því í samvinnu við aðra þar til bæra aðila að teknar verði upp Framhald á bls. 14. VIÐ KJÖRBORÐIÐ MOTMÆLUM VIÐ BRIGÐUM RIKISSTJORNARINNAR Sigríður Thorlacius Óðinn Rögnvaldsson, prentari sagði m. a. í útvarpsræðu sinni í gærkveldi: Um hvað verður kosið í þessum borgarstjórnarkosn ingum? Er nóg að kjósa aðeins um stjórn Sjálfstæðisflokksins á mál- efnum Reykjavíkur, eða eru það einhver önnur mál, sem brenna mönnum einnig svo í sinni, að þeir verða að láta þau hafa mik il áhrif á afstöðu sína við kjör- borðið næsta sunnudag? Við gaumgæfilega athugun hlýt ur kjósandinn að komast að þeirri niðurstöðu, að svo sé, og þetta séu mjög mikilvægar og tvíþætt ar kosningar. Hann verður bæði að kjósa um borgarmálin og dýrtíð armálin. Þannig verður atkvæði borgarans í þetta sinn þyngra á metunum til góðs eða ills an oft áður, og það skiptir hann sjálf- an, persónulegan hag hans, heim ilis og fjölskyldu alveg óvenju lega miklu nú, hvernig hann ver atkvæði sínu. Ábyrgð og vald kjósandans er því meira en oft hefur verið í kosningum. Menn kunna ef til vill að segja — og á því stagast málgögn Sjálf stæðisflokksins sýknt og heilagt, að dýrtíðin og kjarabarátta iaun- þega komi borgarstjórnarmálum lítið við, en það er svo mikil fjarstæða, að hart er að heyra menn, sem vilja láta líta á sig sem ábyrga borgarstjómendur, láta sér slíkt um munn fara. Það liggur hverjum heilskyggnum manni í augum uppi, að dýrtíðin og verðbólgan eru borgarmál og ef til vill örlagaríkustu borgar málin, bæði fyrir borgarstofn anir og borgarana sjálfa. Það er ekki of sterkt að orði kveðið, að hemill á dýrtíðinni, stöðugt vorð- lag og jöfn þróun í efnahagsmál um er hinni miklu og margvís- legu starfsemi borgarinnar svo mikil lífsnauðsyn, að segja má að það sé lykillinn að farsælli stjóm hennar. Þetta er svo augljóst, að varla þarf að rökstyðja. Óðadýrtíð sem tekur hröðum stökkbreytingum, ét ur upp og eyðir sem eldur fram kvæmdafé borgarinnar, og dregur úr afli þeirra hluta, sem gera skal. Það munar um það, þegar verðbólgan rýrir framkvæmdaféð í stómm stíl frá því að borgararn ir greiða það sem útsvör í borgar sjóðinn, og þangað til það er kom ið í þær framkvæmdir, sem því er ætlað. Þetta eitt verkar stór- Framhald á bls. 14. Óðinn Rögnvaldsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.