Tíminn - 17.05.1966, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.05.1966, Blaðsíða 2
2 TÍMINN ÞRIÐJUDAGUR 17. maí 1966 Frambjóðendur hafa orðið Þ£IR LÍTA ALLTAF TIL BAKA Algengasti háttur meirihluta borgarstjórnar á afgreiðslu til- laigna frá minnihlutanum er að visa þeim frá eða til athugunar í einhverri nefnd Stöku sinn- um kemur fyrir, að slíkar til- lögur eru samþykktar. Hitt er þó algengara ef um er að ræða svo brýnt og sjálfsagt mál, að ekki sé talið fært að drepa því á dreif, að tillögu um það sé vísað til nefndar og meirihlut- inn komi síðan með tillögu sjálfur, kannski örlítið öðru vísi orðaða en upphaflegu til- löguna. Við höfum stundum haft hið mesta gaman af að fylgjast með ferðum tillagna okkar um völundahús meiri- hlutans og fagnað þeim inni- lega, þegar þær hafa birzt aft- ur í borgarstjóminni, kannski komnar í nýjan búning er ekki svo mikið breyttar, að auðvelt hefur verið að þekkja þær aft- ur. Nokkrar af tillögum okkar hafa þó verið samþykktar nær breytingalaust og geta vart aðr- ir fulltrúar minnihlutans stát- að af slíku. Þannig var það t.d. um til- lögu, er við fluttum á einum fyrsta fundinum, sem við sát- úm í borgarstjórninni Fjallaði hún um endurskipulagningu og eflingu Vinnuskóla Reykjavík- um á aldrinum 12—15 ára fyr- ir vinnu 2—3 mánuði á sumr- in. Fjöldi unglinga í skólan- um hefur orðið mestur á sjö- unda hundrað. Mikla fyrir- hyggju þarf um undirbúning verkefna fyrir slíkan fjölda, og eins hefur reynzt erfiðleik- um bundið að fá nægilegt af góðum leiðbeinendum. Önnur veigamikil tillaga okk- ar frá sumrinu 1962, sem sam- þykkt var, fjallaði um húsnæðis mál Menntaskólans, sem þá var kominn í algjöra úlfakreppu vegna þrengsla í skólanum. Þessi tillaga vakti töluverða at- hygli og átti án efa mikinn þátt í því, að skriður komst á að auka húsnæði við gamla menntaskólann og hefja bygg ingu nýs skóla, sem nú er vel á veg kominn efst í Hlíðarhverf- inu. Þá fluttum við tillögu um að taka upp þann hátt við úthlut un lóða og og auglýsa eftir um sóknum um hver byggingar- svæði fyrir sig, en láta ekki margra ára gamlar umsóknir gilda eins og tíðkazt hafði. Þessi háttur hefur verið á hafð- ur varðandi lóðaúthlutanir hjá borginni í seinni tíð. Tillaga ,sem við fluttum um athugun á eldhættu í borginni leiddi af sér ýtarlega rannsókn, sein leiddi í ljós hvaða svæð- um í borginni væri mest hætta búin "'egna eldsvoða og hvarj- ar ráðstafanir mætti gera til að ráða bót þar á. Næstum árlega höfum við innleitt umræður í borgar- stjórninni um rafmagnsmálin og hitaveituna, flutt tillögur um að framkvæmdaáætlanir yrðu gerðar til nokkurra ára og að meiri samræmingu yrði komið á í vinnubrögðum hjá hinum ýmsu stofnunum borgar innar, þannig að sífellt þyrfti ekki að vera að brjóta upp sama götuspottann. Þetta er öllum ljóst, þó erfiðlega virð- is ganga með framkvæmdina Þá höfum við flutt tillögur um betri gatnalýgingu, starfs- kynningu í skólum, útrýmingu bragganna og annars heilsu- spillandi húsnæðis í eigu borg arinnar, ítarlegar tillögur um útgerðarmál og að athugað verði, hvort ekki sé nauðsyn að koma á skyldutryggingum varðandi innbú. f umferðarmálunum höfum við flutt fjölmargar tillögur m.a. um aukið umferðareftirlit og umferðarráðstefnu, sem tryggingarfélögin beittu sér fyr ir á s.l. sumri eftir að borgar- stjórn hafði fellt tillögu frá okkur um að borgin hefði for- göngu um slíka ráðstefnu. Varðandi húsnæðismálin höf- um við flutt margar tillögur og verið harðir á því, að hóf- legt íbúðarhúsnæði ætti ekki að skattleggja á sama hátt og annað húsnæði. En fasteigna gjöld hafa hækkað síðustu árin svo sem kunnugt er. Við höf um haldið því fram, að rétt látt væri, að sveitarfélögin fengju aukna hlutdeild í sölji skattinum svo lækka mætti út- svarsálögur og tvívegis flutti til- lögur um það í borgarsjórn- inni. Mikilli hækkun gatnagerð argjalda höfum við verið á móti og flutt tillögur um, að iðn aðarfyrirtækjum, sem byggja yfir starfsemi sína, yrði leyft að greiða gatnagerðargjaldið á 4—5 árum í stað þess að greiða það allt fyrirfram eins og nú er gert. Við rökstyðjum þetta með því, að vel flest iðnaðar fyrirtæki sem fá lóð fyrir fram- tíðarstarfsemi sína byggja í áföngum á nokkrum árum. Hér er stiklað á stóru og mörgu sleppt. Við höfum ekkert látið það aftra okkur í því að hreyfa góð- um málum, þótt gera mætti ráð fyrir að undirektir yrðu dauf- ar og sækja yrði á brattann. „Allt vinnst m-eð þolin- mæðinni," segir einhvers stað- ar. Og sannarlega þarf þolin- mæði til að koma málum áleið- is í borgarstjórn Reykjavíkur eins og hún nú er skipuð. Þar situr meirihluti, sem orðinn er mosagróinn, og lítur fremur til baka til þess tíma er Gunnar og Bjarni voru borgarstjórar en fram á veginn eins og gera þarf, ef borgin á ekki að verða langt á eftir borgurunum með framkvæmdir. En það er ein- mitt þetta sem fremur öðru hefur einkennt stjórnina í Reykjavík., Kristján Benediktsson. SÍLD ÍNET 6 KM. INNI í LANDI KJ—Reykjavík, mánudag. farin að veiðast fyrir austan, Um leið og fyrsta síldin er berast okkur fregnir af því að síld hafi veiðst í sjóbirtings net, um sex til sjö kílómetra frá sjó vestur á Mýrum, nánar tiltekið í Álftá, og auðvitað er þessi síldarfrétt eins og aðrar, borin undir Jakob Jakobsson fiskifræðing, en hann fékk síld ina til rannsókmar í dag. Það var Magnús bóndi Hall- dórsson á Ánastöðum á Mýr- um sem fann síldina á i'immtu daginn í sjóbirtingsneti sem hann hefur í Álftá. Var hún þá enn með lífsmarki, en mjög af henni dregið. Vilberg Sigur jónsson útvarpsvirki kom svo m-eð síldina hingað til Reykja víkur, og með miJligöngu veiði málastjóra var henmi kotni'ð í hendurnar á Jakobi Jakobs- symi fiskifræðingi. Staðfesti hann að hér væri um venjulega síld að ræða, hrygnu 35 senti metra langa, og venjulega að öllu leyti. Ekki er enn búið að finna nákvæmlega út aldur síldarinnar, en hún verður vœmt anlega rannsöfcuð á nœstu dög um. Ekki er vitað til þess að síld hafi veiðst svona langt inni í landi fyrr, em ef svo væri, þá væri blaðinu fengur í að vita af því. BARNATÚNLEIKAR Sinfóniuhljómsveit fslands efn-landi er Igor Buketoff og kynnir ir til barnatónleika í Háskólabíói verður Rúrik Haraldsson leikari. þriðjudaginn 17 maí kl. 3. Stjórn-' Á þessum tónleikum verður flutt og kynnt tónlist við barna hæfi og má þar nefna Leikfangasinfón- íua, sem talið er að Josef Haydn hafi samið, en fullsannað þykir, að verkið *sé eftir Leopold Mozart, föður Wolfgangs Amadeus Moz- art. í þessu verki er leikið á margs konar barnahljóðfæri og munu nemendur úr Tónlistarskólanum leika á þau hljóðfæri með hljóm- sveitinni. Sinfóníuhljómsveitin hefur mik-1 inn áhuga á að halda tónleika fyrir yngstu hlustendurna og eru þeessir tónleikar miðaðir við hæfi barna á aldrinum 5 til 12 ára. Barnatónleikar þeir, sem hljóm- sveitin flutti á s.l. ári voru fjöl- sóttir og féllu í góðan jarðveg hjá hinum ungu hlustendum Hljómsveitarstjróinn Igor Buke- I toff, sem stjórnar þessum tónleik- um hefur mikla reynslu í að stjórna barnatónleikum og á ár- unum 1948—1953 var hann ráð- inn til að stjóma bamatónleik- um Fílharmoníuhljómsveitar New York borgar fyrir böm á aldrin- um 4 til 9 ára og 9 til 15 ára. Árið 1963 stjórnaði hann einnig m.a. barna- tónleikum SMJÖRLÆKKUNIN Á undanfömum árum hefuri mjólkurframleiðsla vaxið mikið j og allmiklu meira en nemur neyzluaukningu mjólkur- og mjólk urvara í landinu Af þessum sökum hefur þurft að flytja úr landi til sölu á er- lendum markaði vaxandi magn af vinnsluvömm úr mjólk. Verðlag á þessum vörum er allt öðruvísi í viðskiptalöndum okkar en hér er, og er piiklu lægra. Verðlagið þar hefur verið nokkuð stöðugt að undanförnu. Því hefur þurft síhækkandi útflutningsbætur á þessar vörur, svo bændur gætu ifengið það verð fyrir framleiðslu ! sína, sem ætlast er til í verðlags- grundvelli hverju sinni. Jafnhliða vaxandi útflutningi á ostum, mjólkurdufti og ostefni hef ur ekki tekizt á s.l. ári að selja smjör erlendis og hafa safnazt all miklar smjörbirgir í landinu. Nú er augljóst að á þessu ári duga útflutningsbætur þær, sem land- búnaðurinn á rétt á skv. 12. gr. framleiðsluráðslaganna, ekki til þess að bændur geti fengið fullt verð fyrir alla framleiðsluna Þá er líka komið í ljós, að smjör- birgðirnar valda ýmsum mjólkur- búanna miklum rekstrarerfiðleik- um, sem m.a. koma fram í því að sum þeirra skortir fé til að greiða bændum fullt verð fyrir framleiðslu s.l. árs. Framleiðsluráð landbúnaðarins var á sl hausti ljós þessi vandi, sem að landbúnaðinum kreppir og um áramót sl. gerði það til- lögur til að mæta þessu á eftir- farandi hátt: 1. Reynt yrði að örva smjörsölu innánlands með verðbreytingu þannig að smjör yrði lækkað í út- sölu, en nýmjólk hækkuð tilsvar- andi. 2. Að heimilað yrSi, á meðan framleiðsla mjólkur eykst meir en söluaukningu innanlands nemur, að leggja innflutnigsgjald á er- 'let kjarnfóður. Gjald þetta gæti orðið til að draga úr kjarnfóður- notkun til mjólkurframleiðslu, sem bændur fá lítið eða ekkert verð fyrir umfram vinnslukostn- að og á þann hátt minnkað fram- leiðsluna, og jafnframt fengist á þann hátt fé til að jafna halla af úflutningi mjólkurvara á milli framleiðenda, eða til að greiða fyrir breytingu í framleiðsluhátt- um frá mjólkurframleiðslu til kjöt framleiðslu. Hvorugt þessara úrræða hefur fengizt samþykkt. í ný samþykktum lögum frá Al- þingi um breytingar á framleiðslu- ráðslögunum er hins vegar veitt heimild til að innheimta innvigt- unargjald af mjólk, sem kemur til mjólkurbúanna og nota það fé til að jafna halla af útflutningi mjólkurvara. Framleiðsluráð hefur gert áætl- un um hve uppbótaþörfin muni verða mikil á þessu ári og telur að hún muni verða auk útflutn- ingsbóta ríkissjóðs, sem áætlaðar eru kr. 220 millj. á þessu ári) kr. 100—120 milljónir, þar af vegna minnkandi smjörbirgða allt að 40 milljónir króna Framleiðsluráð ákvað á fundi sínum 7. þ.m. að mæta þessu með því að taka 50 aura innvigtunar- gjald af allri mjólk, sem kemur til mjólkurbúanna frá 1 maí s.l., og að innheimta 50 aura til við- bótar yfir sumarmánuðina, enda lækki útborgun til bænda sem gjöldunum nemur. Ennfremur Framhald á bls. 15 ' II tí Hí H' •'< '

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.