Tíminn - 21.05.1966, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.05.1966, Blaðsíða 1
Kjósun B-listann og betri borgarstjórn! Myndín var tekin á hinum glæsilega kosningafundi B-listans í Austurbæjarbíói í gærkveldi (Tímamynd KJ) . * V" í lok ræðu sinnar á hinum glæsilega kosningafundi Framsóknarflokksins í Austurbæjarbíói í gærkveldi komst frú Sigríður Thorlacius svo að orði: „Eitt af því, sem veldur borg arstjórnarmeirihlutanum miklu angri er það, að andstöðuflokkar hans skuli tala um, að þeir ætli að veita honum aðhald, að þeir skuli ekki fyrirfram slá því föstu að Sjálfstæðisflokkurinn verði áreiðanlega í minnihluta eftir þessar kosningar. Ég hef að vísu ekki getað ráð fært mig við sálfræðing, en mér þætti líklegt, að þeir, sem vel eru að sér í þeirri grein, lesi út úr þessu mjög ákveðið ein- kenni þess, að þarna sé dulvitund Sjálfstæðismanna að verki. Að þeir séu sannfærðir um, að valda tími þeirra sé á enda, og séu að undirbúa að þeir geti huggað sig og sitt lið eins og karlinn gerði, þegar homrm varð fótaskortur. Það tilheyrir dansinum að detta á gólfið, sagði hann. Það kvað vera ákaflega óhollt, að stríða of mikið á móti því, sem dulvitundin segir mönnum að rétt sé. Væri ekki rétt, að við sæum um, að þessi ónotakennd, sem hrjáir borgarstjórnarmeirihlut- ann, fái útrás, en grafi ekki und an andlegri heilbrigði hans. Keppum ÖH að því marki, að efla Framsóknarflokkinn svo, að enginn vafi leiki á því, að eftir þessar borgarstjómarkosningar fá um við betri borgarstjórn. Vinnið að sigri B-Iistans, þar til kosn- ingu lýkur. Látið ekkert tækifæri ónotað til þess, að íhaldið sann- reyni sem fyrst, að svo lengi hafi þeir dansað lausbeizlaðir í borgar stjórn, að það tilheyri hráðlega dansinum að detU á aóifiðL“ Ennfremur sagði frú Sigríður: „Ósjaldan heyrist því fleygt, að húsfreyjur taki kvilla nokkurn á hverju vori og nefna margir karl- menn hann hreingerningaræði. Þá er hrist ryk af hverri flík og hý- býlin hreinsuð hátt og lágt. Þó að sumir mögli á meðan á þessu stendur og þykist hraktir horn úr horni með klútum og kústum, þá sjá allir, þegar lotunni linnir, að gott verk hefur verið unnið og og nauðsynlegt. í þeim kosningaundirbúningi, sem nú er brátt á enda, hef ég hitt margt fólk, sem er í verulegu skapi til að gera vorhreingerningu á borgarheimilinu, fólk, sem telur fulla þörf á að hrista ryk og hreinsa til, svo ferskara loft leiki umhúrgirta okkar á eftir. | Þessar síðustu vikur hafa verið . annasamar, en margt hefur mér sem nýliða í hópi frambjóðenda, þótt ánægjulegt í þessum önnum, og þá ekki sízt hvernig liðsmenn hafa flykkzt að flokknum til alls- konar starfa. Fundirnir, sem haldnir hafa verið með kjósend- um hafa gefið af þessu glæsilega mynd, og ekki var að heyra á unga fólkinu, sem flutti mál sitt á öðrum fundinum, að það þyrfti að fletta upp í neinni Geirsbók til að taka afstöðu til borgarmál- anna. En það hafa að sjáifsögðu fleiri verið önnum kafnir en Framsókn- armenn. Smalabúsreiðir borgar- stjórans á milli mannvirkja á ýms- um byggingarstigum hafa vakið verðskuldaða athygli. Hefur það eitt skort á, að allsstaðar væri hægt að koma við hljómlist og brunalúðrum, svo engum borgar- búa dyldist hvar vígt var þann, og þann daginn. Menn telja jafn-l vel að nýr kvilli hafi stungið sér niður í borginni og að hann heiti „vígsluþreyta." Sigríður Thorlacíus

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.