Tíminn - 21.05.1966, Blaðsíða 10

Tíminn - 21.05.1966, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 21. mai 1966 TÍMINN MINNING . • " -!-"T-“-ÍV í"'':áaá Björg Hannesdóttir og Skarphéðinn Bjarnason Gúmmívinnustofan h.f. Skiphoiti 35 ~ Símar 31055 og 30688 Sigrún Sigurðardóttir Alviðru f dag verður til moldar borin merkiskonan Sigrún Sigurðardótt- ir í Alvirðu. Hún var dóttir þeirra ágætu Tannastaðahjóna, Sigurðar Sigtrrðssonar og Guðrúnar Magnús- dóttur frá Engey. Ættartölu Sigrúnar mun ég ekki rekja hér, því að það hefur Þórður bróðir hennar, ættfræðing- ur og hóndi á Tannastöðum gert rækilega. Fómfýsi og verklund var Sig rúnu í blóð borin samfara hugul- semi, verkhyggni og frábærri starfsorku, sem entist henni fram undir hið síðasta. Þurfti hún snemma á þessum eiginleikum að halda bæði úti og inni. Eitt sinn, er hiún var 16 ára, kom móðir hennar með fataefni og bað hana að sauma jakka. Guðrún. móðir Sigrúnar, vat með afbrigðum hagsýn kona og mikil húsmóðir og hefði hún vissulega ekki fengið dóttur sinni fataefn- ið í hendur, ef hún hefði ekki vitað, að slíkt var öruggt. — Sig- rún fór þá út í fjárhús, tók hurð af hjörum, lagði á laup og sneið þar jakkann. Saumaði hun síðan jakkann i höndunum og þótti það falleg flík. — Það var fyrst fjórum árum síðar, sem saumavél kom á heimilið. Slík hjálpartæki voru þá óvíða til, en breiddust óðfluga út. Ungu stúlkurnar, sem vöndust því að sauma hvert nálspor í hönd unum, urðu svo vel saumhagar, að unun var að sjá handbragðið alla þeirra ævi, og bar handbragð Sigrúnar þess glöggt merki alla tíð, auk þess sem hún var óvenju sjónhög. Þegar Sigrún var 29 ára, gerð- ist bún húsmóðir í Alviðru hjá Árna Jónssyni. Eignuðust þau eina dóttur, Margréti, og son, er dó í fæðingu. í Alviðru var henn- ar mikla lífsstarf um 65 ára skeið. Oft var vinnudagurinn langur og margt heimilisfólkið, auk gesta, þar sem bærinn er í þjóðbraut, en aldrei heyrðist æðruorð. Aldrei var hugsað um ávinning eða laun. Alltaf var það hún, sem fyrst gekk úr rúmi, þegar þess þurfti með vegna gesta, og það var æði oft. Dýravinur var Sigrún og natin við allar skepnur. Einnig unni hún hvers konar gróðri. Skemmtilegt var að eiga orða- skipti við Sigrúnu, og báru þá jafnan athuganir hennar og til- svör vitni um glöggskyggni og greind, og hafa þeir eiginleikar lengi átt sér heimaland hjá Al- viðru- og Tannastaðafólki. Gaman hafði Sigrún af sögum og öðrum fróðleik, eins og títt er um þá, er alizt hafa upp á menn ingarheimilum, þó að oftast væru litlar stundir til þeirra iðkana. Það má með sanni segja, að aldrei slyppi Sigrúnu verk úr hendi og var hún jafnan glöð í starfi. Alltaf var það henni eigin- legra að ganga sjálf í verkin en ýta öðrum, enda var hún meðal fórnfúsustu kvenna, sem ég hefi þekkt. Heimilsrækni Sigrúnar var með afbrigðum, svo að hún fékkst varla til að yfirgefa heimilið nokkra stund. Var hún bæði stjórnsöm og hagsýn húsmóðir og lagaði alla tíð góðan og heilnæman mat. Mesta hamingju Sigrúnar, auk trúaröryggis, var það að eignast dóttur til að annast. Þessi góða og trygglynda dóttir varð svo hennar stoð og stytta, nótt sem dag, þegar kraftarnir og lifsork- an dvínuðu. Umhyggjusamari dót ur er varla hægt að hugsa sér, enda voru þær mæðgur, Margrét og Sigrún, alla tíð mjög samrýmd- ar. Einnig var Magnús, maður Margrétar, mjög nærgætinn við tengdamóður sína. Mátu þau hvort annað að verðleikum. Allt líf þessarar þróttmiklu og góðu konu var tengt umhyggju og fórnarlund. Slíkir eiga góða heimvon. Mætti það vera huggun ástvin- um hennar, og öllum hennar mörgu vinum, sem nutu umhyggju hennar og trygglyndis. Blessuð sé minning hennar. S.EÍH. BILLINN Rent an Ioeoar frá Neðra-Vatnsholti Eintal fslendingsins hefur á ondangengnum öldum oft leitað forms í ljóði. Ferskeytlan varð oft ljúfasta tjáningarformið, rann oft sem óvart af vörum, stundum svo ljúf- lega, að ógleymanleg varð með öllu hverjum Ijóselskum sem hana heyrði, oft túlkandi leyndustu hugsanir höfundar og margar munu þær hafa til orðið, sem aldr ei hafi komizt lengra, en að sefa eigin huga höfundar, aðrar slopp- ið lausar fyrr eða síðar. Höfundarnir gátú stundum feng ið sitt form í huga þess er íærði. Viðureign við skepnur og einvera úti í frjálsri náttúrunni í blíðu og stríðu, var þá oft tíðara yrk- I isefni en nú. Ein fyrsta stakan sem ég man eftir að ég lærði var þessi: 1 Margan Stanga — (hef ég) hund haft, þó væri að láni, en fáir auka yndisstund eins og Litli-Gráni. Litli-Gráni var reiðhestur Skarp héðins Bjarnasonar á Neðra Vatns horni og kunni rétt eins og Héð- inn glímuna við trippi sem voru að læra að verða reiðhross, en þau voru æði mörg sem gengu í þann skóla hjá Skarphéðni. Þar kom sér vel hans létta og ljúfa geð, og því ekki að undra þó hlý þakkarorð hrytu til samvinnufé- lagans, enda v-oru hestar og ferða- lög allsnar þáttur í lífi Héðins framan af ævinni. Vel man ég fyrstu árin eftir að Skarphéðinn tók sjálfur við Vatnshorni og Sig- urbjörg Hansdóttir kom til bús með honum. Þar var hlýtt og gott að koma og kom það ekki til af því, að við Skarphéðinn vorum bræðrasynir, því að allir voru þar vinir og velkomnir, öllum vildu þau bæði vel gera, enda heyrði ég engan leggja þeim lasts- eða kaldyrði og munu þó fáir sleppa alveg við það. Mér virtist líka æði gestkvæmt hjá þeim eftir að þau komu til Hvammstanga, enda sótti enginn volæðishjal á þann bæ. Héðinn og Björg eins og þau voru oft til hlýjuauka kölluð, undu glöð við sitt, lengi vel lítil efni og lágan bæ. Ekki sluppu þau við að bera sinn kross og urðu að horfa upp á sín fegurstu blóm visna á fyrstu vordögum lífs síns, en fórnuðu sér því meir fyrir það, sem þeim var veitt að halda, meðan kraftar leyfðu. Varnarsvar eins Húnvetn ings var það að: þeir væru jú góðir af sér og sínu og það ættu þeir að vera. Það var Héðinn líka sannarlega, þau voru rik af því er marga skortir, að una sínu, þrengja ekki böggum sínum upp á annarra manna bök, lyfta heldur untíix með þeim, með fyrirmynd- inni, hvernig þau báru sitt. Er aldur færðist yfir þau, þraut Héðin mjög sjón, en allir vildu þeim hendi rétta, sagði hann sjálf- ur, en þó hefði einn maður þar sérstöðu hinn ungi aðkomni mjólk urbússtjóri Brynjólfur Sveinbergs son. Þótt Mjólkurbúið væri byggt á túni H-éðins og Bjargar og vel bæri við þau að gera írá þess hálfu, hefur Brynjólfur farið svo langt þar fram úr og verið þeirra höfuð forsjá í öllu, sem aldrei gat af skyldu komið og engu öðru en mannkærleika. Gott frændfólk og vinir þar heima hafa þar vel stutt að og er- um við sem fjær stöndum þeim öllum innilega þakklát. Öllu þreki má ofbjóða, og er Skarphéðinn og Sigurbjörg voru bæði komin á Elliheimilið á Hvammstanga, fór Guðrún oeirra alfarin á Kópavogshæli. Margir heimsóttu þau a Elli- heimilinu og voru þau sem fyrr hress í máli og lengst af vel and- lega heil, enda bæði vel geEin. Sigurbjörg var fædd 16 okt. • ber 1882 og er hún var til hvíld- ar borin 12. febr. s.l., var þessi heiðurskona rúmlega 84 ára göm ul. Skarphéðinn var fæddur 2. ágúst 1885 og verður nú til hvíld- ar borinn laugardaginn 21. maí. hátt á öðru ári yfir áttrætt. Þegar allir samferðamennirnir þakka samfylgdina af heilum hug, þá hefur ferðin verið vel lukkuð. Ingþ I _ Sigurbjörnsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.