Tíminn - 21.05.1966, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.05.1966, Blaðsíða 6
MeSan gjaldheimta af borgur- unum er við það miðuð, að Mó- festa sem mest af tekjum launa- manna sem hljóta að telja fram hvem eyri tekna sinna til skatts, en hlífast við stórtekjumönnum, sem falið geta ofsagróða sinn með bókhaldsbrellum, er hæpið að al- menningur geti lofað guð fyrir framferði borgaryfirvaldanna. Á hinum glæsilega kosningafundi B-listans í gærkveldi voru ræðumenn 7, þ.e. fjórir efstu menn listans, þau Einar Ágústsson, Kristján Benediktsson, Sigríður Thorlacius og Óðinn Rögnvaldsson og auk þeirra Baldur Óskarsson, for- maður FUF, Jón Abraham Ólafsson, varaformaður SUF, og Helga Þórarinsdóttir, rannsóknarstúlka. Hér fara á eftir stuttir kaflar úr ræðum þeirra: draugnum, hafa nú löngu talið sér trú um, að það sé íslending- um ofvaxið að bera það á borð fyrir alþjóð. I>eir hafa tapað traustinu á þjóð sinni og þegn- um og þeirri kynslóð, sem nú vex upp í landinu, hafandi uppi sífellt agg og nöldur um nyrztu mörk heimsbyggðar. Lausnir á vandamálum íslendinga skal sækja í skaut útlendra. En þannig þýðir ekki að tala við okkur unga fólkið. Æskan hlustar ekki á eymdarsöng ráð- herranna. Forsenda þess að við getum haldið áfram að vera full- valda þjóð er að tapa ekki trúnni á okkur sjálf, þjóðinni og þjóðar auðL Við vitum fullvel, að við getum lifað mannsæmandi menn- ingarlífi á fslandi án undirlægju við aðrar þjóðir. Framsóknarflokkurinn ætlar sér með aðstoð æskunnar að brjóta blað og hefja gagngerar endur- bætur á íslenzku þjóðfélagi. Hann hefur áður með ungu fólki hafið merki framfara og framsóknar og hann mun gera það enn. ☆ uppeldismálum, sem undir borg- arstjórnina heyra, sérstakan á- huga og er líkleg til þess að láta margt gott af sér leiða ef hún fær þar sæti. Það á að vera sómi okkar kvenna yngri sem eldri, að vinna ag kosningu hennar. ☆ Óðinn Rögnvaldsson sagði m.a.: Ég staðhæfi ag það séu önnur sjónarmið en bein velferð hins al- menna borgara í Reykjavík, sem liggja til grundvallar stefnu Sjálf stæðisflokksins í borgarstjórnar- málunum. Þar sem það er ekki þörf borg aranna fyrir húsnæði, sem ræður stefnunni í byggingarmálunum, heldur möuleiki einstaklinganna til að græða á byggingunum er ekki stjórnað með hag hins al- menna borgara fyrir augum. Þar sem lánveitingar til íbúða- bygginga eru miðaðar við . þörf fésýslumanna fyrir vexti, en ekki við greiðslugetu hinna húsnæðis- ilausu, eru það vissulega hagsmun ir tiltölulega fárra manna, sem látn ir eru sitja í rúmi fyrir hagsmun- um mjög margra. Helga Þórarinsdóttir Meðan fésýslumenn borgarinnar byggja verzlunarhallir fyrir hundr uð milljóna misjafnlega fengnu fé árlega frammi fyrir borgaryfirvöld um sem sligast undan því að koma upp einu borgarsjúkrahúsi á 15 árum, eru það aðrir hags- munir en líf og heilsa hins al- menna borgara, sem þyngstir eru á metunum. Helga Þórárinsdóttir sagði m. a. Það getur vart talizt til stórtíð-; inda í 80 þús. manna bæ, þótt | byggður sé skóli eða dagheimili j annað veifið en svo er þó að skilja ■ á borgarstjóra. Það er einmitt í; uppeldis- og skólamálum, sem ! einna verst er ástatt í málefnum Reykjavíkur, eins og rækilega hefur verið lýst að undanfömu. Konur hljóta að láta sig þessi mál miMu varða, því að uppeldi ungu kynslóðarinnar hvílir mest á þeim. f borgarstjórninni eiga að vera fulltrúar, sem helga sig uppeldismálum. Ekki sízt þess vegna finnst mér ánægjulegt að kjósa B-listann, að þriðja sæti hans skipar gáfuð kona, Sigríður Thorlacius. Hún hefur sýnt þeim Óðinn Rögnvaldsson Krístján Benediktsson sagði m. a.: Þótt málflutningur í blöðum og á fundum hafi verið óvenju prúð- mannlegur að þessu sinni, er þó mildll ágreiningur um ýmis atriði borgarmálefnanna eins og jafnan áður, Alþýðuflokkurinn syndir í hringiðunni eins og fyrr og hefur ekki varðandi borgarmálin mark- að sér sjálfstæða stefnu fremur en á Alþingi. Hafa þeir Alþýðuflokks- menn tekið þann kost að láta bitna á Sjálffstæðisfiokkmun en vera sjálfir sem mest í vari. Kristján Benediktsson Þá hefur það vakið óskipta at- hygli, að Alþýðubandalagið hefur gefizt upp í andstöðu sinni við íhaldið og snýr nú geiri sínum fyrst og fremst að okkur, Fram sóknarmönnum. Virðist það hið eina, er öll flokksbrotin geta sam einast um. Alþýðubandalagið ótt- ast nú meira en nokkuð annað, að Framsóknarflokkurinn muni á sunnudaginn kemur- leysa það frá því hlutverki, að vera stærsti íhaldsandstæðingurinn í borgar- stjórninni. Reykvíkingar hafa á undanförnum áratugum sýnt Al- þýðuflokknum og Alþýðubanda- lagi mikinn trúnað. Hvorugur þess ara aðila hefur hins vegar dugað í átökunum við íhaldið. Báðir þess ir flokkar hafa farið hraðminnk- andi síðustu árin hér í höfuðborg inni. Þeir geta því ekki i neinni al- vöru krafist þess af Reykvíking- um, að þeir efli þá á nýjan leik til áhrifa í borgarstjórn. í þessum borgarstjórnarkosn- ingum stendur baráttan milli Baldur Óskarsson Framsóknarflokksins annars veg- ar og fhaldsins hins vegar. Ekki aðeins hér í Reykjavík, heldur hvarvetna í öðrum kaupstöðum og kauptúnum landsins. Þetta þarf engan að undra. Sagan síðustu áratugina hefur sannað, að Framsóknarflokkurinn einn hefur dugað, þegar á reyndi, í. átökunum við fbalds- og fjár- gróðaöflin, sem öllu ráða í Sjálf- stæðisflokknum. Úrræði íhalds ins f borgarmálum þekkir hvert mannsbarn í Reykjavík af eigin raun. Þeirra úrræði eru m.a. þau, að hafa ekki getað útrýmt bröggun- um úr borginni á tuttugu ára tíma- bili og hafa í eigu borgarinnar á annað hundrað heilsuspiHandi íbúðir, sem búið er í og að hafa hækkað álögur á borgarbúa um 200% á 6 ára tímabili meðan rík ið lét sér þó nægja 150% un. Þannig mætti lengi telja. Baldur Óskarsson sagði m.a.: Unga fólkið vill efndir og at- hafnir en ekM orð. Við krefjumst þess, að forráðamenn flokka þori að kannast við gerðir sínar og flok ksinn. En nú er svo komið, að hvergi má minnast á Sjálfstæð isflokMnn enda svífur þar andi uppgjafar yfir vötnunum. Innbyrð is sundrung og óánægja almenn- ings með gerðir ráðherranna valda því að þeir snúa andliitunum aft- ur og mega ekki einu sinni sjást á mannamótum. Meira að segja sjálfur landsfaðirinn hefur verið lokaður inni. Ráðherrar, sem í byrjun sóru þess eiða að vinna á verðbólgu- Og síðast en ekM sfzt, meðan fjármunum og eignum hins aU menna borgara er varið til þess, á fjögurra ára fresti, að blekkja nógu marga úr hópi þeirra sjálfra, til þess að kjósa eðlislæga and- stæðinga sína til að ráða málefn- um borgarinnar, er ekM um kosn- ingabaráttu að ræða af hálfu borg- arstjórnarmeirihlutans, heldur samsæri gegn lýðréttindum borg- aranna og heilbrigðri skynsemi. Sjálfur forsætisráðherrann hef- ur nú krafizt þess í viðtali, sem hann lét hafa við sig á forsíðu Mbl., að borgarstjórnarkosningarn ar verði fyrst og fremst eins kon- ar þjóðaratkvæðagreiðsla um starf og stefnu ríkisstjórnar hans. Það er ekki nema rétt — og það er meira en sjálfsagf, að kjósendur verði við þessari ósk forsætisráð- herrans enda varðar það alla laun þega mestu, hvort þessari stefnu verði fylgt eða ekki á næstu ár- um. Fyrir launþega ætti þetta val heldur ekki að vera neitt flókið eða vandasamt. Yfir því þarf ekM neinar vangaveltur. ☆ Jón Abraham Ólafsson f ræðu sinni komst Jón Abra- ham Ólafsson m.a. svo að orði: Kæri samborgari, Við mat á frammistöðu borgarstjórnarmeiri- hlutans, ber að meta, hvernig hann hefur rækt skyldur sínar í borgarmálefnum, og hafa ber í huga, að stjórn borgarinnar er ekkert einkamál hans, þótt á stundum hafi hann farið með borgina sem eitthvert einkaheim- ili íhaldsmanna, þar sem enginn má helzt vera nema þeir. Meiri hlutanum bar samkvæmt sveitar- stjórnarlögum, að annast fjárreið- ur borgarinnar og reikningshald, framfærslumál, barnavemd, fræðslumál, skipulags- og bygginga mál, hreinlætis og heilbrigðismál, eldvarnir og önnur brunamál, svo og lögreglumál. Einnig var hon- um skylt að vinna að sameiginleg- um velferðarmálum þegnanna, svo sem að sjá um vegagerð, gatna KAFLAR UR RÆDUM SEM GLÆSILEGA FUNDI B-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.