Tíminn - 21.05.1966, Blaðsíða 11

Tíminn - 21.05.1966, Blaðsíða 11
LAUGARDAGtm 21. maí 1966 n TÍMINN ASalskipulag Reykjavíkur 1962—83 gerir ráS tyrir því, aS Egilsgata sveigi beint á Flóka- götu. Eins og myndin hér aS ofan ber meS sér, er sá galli á þessu máli, aS Domus Med- ica, sem enn er ekki lokiS aS byggja, stendur út í fyrirhugaSa Egilsgötu eftir breytinguna. Sést jietta glöggt á myndinni, sem tekin er á Flókagötu, beint úr götumynninu viS Snorra- -tgaut. í horninu til vinstrí er svo felldur inn hluti af uppdrætti aSalskipulagsins, sem sýn- ifr hvernig breytingin er fyrirhuguS. MeSferSin á Domus Medica sýnir, hvernig íhaldinu hefur farnazt í skipulagsmálum. íhaldiS getur ekki kennt því um, aS Domús Medica sé orS- iS 20 ára. Frjálsíþróttanámskeið Ármanns Frjálsfþróttadcild Ármanns, hef ákvcðið aS stofna til námskeiðs í frjálsnm íþróttnm á svæði félags- ins við Sigtún. Námskeið þetta er fyrir byrj- endnr og verðnr kennt á mánn- dögnm, miðvikudögnm og fimmtn dögnm frá kL 20,00 tfl 31,00. Aðalkennari verður Jóhannes Sæmnndsson, sem stnndað hefnr nám í Bandaríkjunum síðustu 4 árm. Námskeið þetta verður fyrir pilta 13 ára og eldri og verður kennt í öllum greinum frjáisra fþrótta, köstum, stökkum og hlaup um. Jóhannesi til aðstoðar verða margir af beztu íþróttamönnum félagsins og má því búast við, að námskeið þetta verði sérstaklega árangursríkt og skemmtilegt. Aðstaeður til iðkana á frjálsum íþróttum eru mjög góðar á félags- svæðinu og vill deildin vekja at- hygli allra ungra íþróttamanna á þessu einstæða tækifæri, til þess að þjálfa undir stjórn svo góðs kennara sem Jóhannes er. Jafn- framt bendir deildin þeim íþrótta mönnum í félaginu, sem æft hafa aðrar greinar yfir veturinn, á þetta ágæta tækifæri til að halda áfram þjálfun, eftir að vetrarstarfi þeirra er lokið. Námskeiðið stendur yfir í einn mánuð og lýkur því með innan- félagsmóti, fyrir alla þátttakend- ur. Frjálsíþróttadeild Ármanns. Bolinder-Munktell ráöstefna KT—Reykjavik, föstudag. Að undanfömu hefur farið fram hér á landi ráðstefna fulltrúa Bol- inder-Munktell á Norðurlöndum, en eins og vitað er, er það fyrir tæki dótturfyrirtæki Volvo og einn af stærstu framleiðendum þungavinnuvéla í heimi. Blaða- mönnum gafst í gær tækifæri að ræða stuttlega við sölustjóra verk smiðjanna á Norðurlöndum og var Gunnar Ásgeirsssonar, umboðsmað ur fyrirtækisins einnig viðstaddur. Á þessum fundi kom m. a. fram, að Bolinder-Munktell er fjórði stærsti framleiðandi alls- konar þungavinnuvéla í heimi. Hef ur fyrirtækið þó aðallega lagt áherzlu á minni gerðir þungavinnu véla, svo sem ámokstursskóflna og veghefla og sagði sölustjórinn, Högberg, að í þeirri framleiðslu væru þeir bjartsýnir um að ná stærstu fyrirtækjunum. Mikil eftir spurn væri nú eftir vélum frá B.—M. og hefði komið fram á ráðstefnunni að nauðsynlegt væri auka framleiðsluna að mun til þess að anna eftirspurn, sem færi hraðvaandi. Þá sagði Högberg, að fslanding ar væru góðir viðskiptavinir fyrir tækisins, en segja mætti, að helm ingur þeirra veghefla, sem keypt r hefðu verið til landsins á und anfömum árum væru af gerðinni Bolinder-Munktell. Að lokum sagði sölustjórinn, að það hefði verið meginstefna fyrir tækisins á undanförnum árum að gera viðskiptavini ánægða, svo ánægða. að þeir kæmu aft.ir ef þá vantaði fleiri stórvirk ' innu- tæki. LANDIÐ OG BÓNDINN Hlunnindi t>ó að höfuðbúgreinamar hafi jafnan verið fáar hér á iandi, hefur margt orðið til búdrýg- inda, bæði fyrr og síðar. Mjög hefur það þó verið misjafnt eftir jörðum, sumum fylgdu sitórfelld hlunnindi til lands og sjávar, en öðrum lítil eða eng in. Hlunnindajarðimar voru löngum eftirsóttar og komust oftast í eigu höfðingjaætta og stóreignamanna. Áður var allt talið til hlunn inda á einni jörð, sem orðið gat til að auðvelda lífsafkom- una fram yfir gras og gras- nytjar, það er slægjur og beit. Upptalning hlunninda sýnir, hvemig allt, sem til bjargar gat orðið, var nýtt, oft með mikilli vinnu og töluverðu harðræði, svo að oft var ekki heiglum hent að sækja þá björg í bú, sem hlunnindi veitu. Svo að enn sé vitnað í llall- dór Kiljan Laxness skal hér upptekin lýsiug Jóns Hreggviðs sonar á auðæfum Snæfríðar ís- landssólar, eins og hún er í leikritiími, og getur vart að finna skáldlegri lýsingu á ís- lenzkum hlunnindum. Jón seg ir efitir að hafa talið hána eiga meiri peninga en nokkum kven mann í Danmörku: „Hún á ön höfuðból landsins og hjá- leigumar með, hvort sem henni tekst að stela þeim aftur frá kónginum eða ekki; kkógarjarðir og laxár, kona; rekajarðir þar sem ein júferta dygði til að byggja upp Mikla garð, ef maður ætti sög; flæði engi og starmýrar; afrétti með fiskivötnum og beitilöndum upp í jökla; varpeyjar úti í hafsauga ,þar sem þú veður æðardúninn , hné, kona, iðandi fuglabjörg þverhnýpt í sjó, þar sem heyra má glaðan sigmann bölva niðri á sextugu á Jóns- messunótt. Og þó er þetta minnst af öllu sem hún á . . Og þannig litu auðæfin út í augum Jóns gamla Hreggviðs sonar frá Rein. Og margt fleira má til hlunn inda telja og yrði það langur listi ,ef allt væri tínt til. Fróð legt er að fletta jarðabók Áma Magnússonar og Páls Vídalíns, þeir hafa spurt um allt, sem til hlunninda getur talizt við eina jörð, og jafn greinilegt er, að svörin eru jafnan á þann veg, að sem minnst er gert úr og allt talið fara rýmandi. Hér skulu nokkur hlunnindi nefnd, tekin af handahófi úr lýsingum ýmissa jarða. Gróðumytjar: Skógur til raft viðar, til kolagerðar, til eldi- viðar. Víðirif til eldiviðar og rifhrís. Grasatekja, hvann- tekja, og sölvataka. Melskurð ur, fjörugrös og þang til elding ar. Og svo stunga, torf og reið ingsrista og móskurður. Veiði skapur: Selveiði af látrasel og vöðusel útræði almennt, silungs veiði í ám og vötnum, laxveiði og hrognikelsi auk lundatekju, súlnaveiði og fulgaveiði margs konar í eyjum, björgum og á sjó. Rjúpnaveiði, gæsir og álft ir oft á landi. Eggver af öndum og æðar- fugli o. fl. dúntekja. Nefnd er ýmist rekavon eða trjáreki og allt er morviði af reka. Og skulu nú rúimsins vegna ekki fleiri dæmi tekin. Mörg þessara hlunninda eru ekki lengur nýtt, og verða sjálfsagt aldrei fraimar, en önn ur kunna í framtíðinni að verða enn verðmætari, ýmist vegna „sport“-tízku eða beint sem auka- eða aðalbúgreinar. Mörg þeirra má auka og bæta með beinni eða óbeinni ræktun og aðhlynningu. Þar er mikið verk efni fyrir tilraunir og náttúru- rannsóknir. Til dæmis má takaí fiskirækt margs konar: Laxa-’ eldi með íslenzkum laxi og hugsanlega með innflutningi nýrra laxategunda, svo sem bleiklax o. fl. Silungsrækt i ám, vötnum eða sérstökum eld- islónum, er ekki síður vænleg en laxaeldi, en um hana hefur minna verið rætt. Æðarvarp má auka með að- hlynningu og e. t. v. líka með útnngun og uppeldi á ungum. Með það hafa aðeins verið gerð ar tilraunir, sem að vísu heppn uðust ekki, en sjálfsagt má finna lausn á þeim vandkvæð um, sem þar komu fram. Bretar unga út fasanaeggjum og sleppa ungunum í veiðilönd in. Hvernig væri að auka rjúpnastofninn þannig og selja svo skotleyfi, þar sem greitt væri fyrir hvern skotinn fugl eins og erlendis tíðkast? Þann sama hátt mætti og hafa á veiðileyfum til gæsa- skyttna, sem óimar vilja bana þessum ,,'gróðurvörgum'‘, sem mikinn skaða gera á nýrækt um bæði vor og haust og á komi og kálökrum. Þá fengju bændur að nokkru bættan skað ann, sem þær valda. Engin ástæða er að ala hér gæsir tug þúsundum saman fyrir veiði- menn suður á Bretlandseyjum Þannig mætti lengi bolla- leggja og sjálfsagt finna upp ný hlunnindi og nýjar búgrein- ar. En höfuðreglan verður að vera sú, að hlunnindin fylgi ávallt jörðunum, en séu aldrei skilin frá þeim. Öðrum á ekki að líðast að fleyta rjómann of an af. Þeir, sem hafa það að aðalstarfi að yrkja landið, eiga að njóta allra gæða þess. Jónas Jónsson. Munið x-B

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.